Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON + Daniel Ágústínusson fædd- ist á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann lést á Kanaríeyjum 11. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 24. apríl. Einhvem veginn hefur mér alltaf I fundist að það kæmi ekki í minn hlut að mæla eftir Daníel. Þótt hann væri að vísu hálfu þriðja ári eldri en ég var hann jafnan svo L vaskur og ötull í framgöngu, mál- , hress og vígreifur að mér fannst I hann hlyti að verða langlífari en flestir. Þótt hann hefði orðið að gangast undir aðgerðir vegna mjaðmabilunar og hefði kennt ann- arra krankleika var hann jafnlífs- glaður og hress og áður og lét engan bilbug á sér finna. En kallið kemur hvað sem okkur finnst og um það tjóar ekki að tala. Á hausti komanda eru 62 ár síð- an tveir ungir menn mæltu sér mót á Egilsgötu 18 í Reykjavík til að líta saman á herbergi samkvæmt auglýsingu, annar var frá Eyrar- bakka, rúmlega tvítugur að aldri, hinn úr Hafnarfirði, innan við tví- *" tugt. Þeir höfðu ekki sést fyrr en báðir voru á leið til náms í Kennara- skólanum. Þeim kom saman um að leigja herbergið þótt lítið væri, tveir dívanar komust þar ekki fyrir nema á sérstakan máta, önnur húsgögn aðeins einn stóll og lítið borð. En þarna bjuggu þeir félagar saman þá tvo vetur sem þeir stund- uðu nám í Kennaraskólanum og síðan hafa vináttubönd þeirra ekki rofnað eða hnökrar komið á kynni þeirra og samband. Leiðir þeirra skildu eftir kenn- arapróf vorið 1936 en jafnan viss- um við hvor til annars og hittumst þegar færi gafst. Vorið 1941 var ég á leið til framhaldsnáms í Bandaríkjunum en Daníel var þá á stöðugu ferðalagi um landið í erind- rekstri. Við mæltum okkur mót á Hressingarskálanum og bárum saman lífsbækurnar. Ég hafði í farteskinu tvö barnabókahandrit sem ég hafði boðið útgefanda mín- um fyrir 1.000 krónur. Þetta var frumsamda bókin Þijár tólf ára telpur og þýðing á danskri bók, Sögunni um Jens Pétur. Utgefandinn hafði ekki treyst sér til að borga þetta fyrir handritin en ég þurfti á peningunum að halda. Þegar ég segi Daníel frá þessu tek- ur hann upp 1.000 kr. og segir: „Við gefum þetta bara út sjálfír." Uti voru bjarkimar að lifna í garðin- um svo við ákváðum að útgáfan skyldi heita Bókaútgáfan Björk. Þessi litla bókaútgáfa sem stofn- uð var sem vinarbragð Daníels við mig fyrir 55 árum er enn við lýði og aldrei meira en nú þegar hann er fallinn að foldu. Þtjár tólf ára telpur seldust upp á fáum vikum, ég kom með Bamba Walt Disneys að vestan haustið 1943, Vilbergur bróðir minn kom með Palli var einn í heiminum frá Kaupmannahöfn nokkru síðar og einnig Selinn Snorra frá Noregi. Og þriðja Kára- bókin mín kom út 1948 í mjög stóru upplagi. Þessar bækur lögðu grundvöll að velgengni Bókaútgáf- unnar Bjarkar. Þótt Daníel stæði í stórræðum á öðrum sviðum þegar fram liðu stundir, yrði bæjarstjóri á Akranesi, stórpólitíkus og vara- þingmaður, sleit hann aldrei út- gáfuþráðinn; við tímdum ekki að Iáta Björk líða undir lok. Bóka- flokkurinn Skemmtilegu smá- barnabækurnar, sem nú telur 35 titla, hefur í raun haldið lífinu i útgáfunni. Sum þessara litlu kvera, eins og t.d. Stubbur, hafa komið út aftur og aftur og selst í ævin- týralegum upplögum. Daniel lét sér jafnan annt um að útgáfan væri smekkleg enda snyrtimaður í hátt og umgengni. Daníel kvæntist árið 1942 Önnu Erlendsdóttur frá Odda og stofn- uðu þau fyrst heimili í Reykjavík en síðar á Akranesi. Var heimili þeirra kunnugt af gestrisni og myndarskap. Arið 1946 kvæntist ég frænku Önnu, Huldu Sigurðar- dóttur. Þær Anna og Hulda eru systkinadætur en svo náin voru tengsl í uppeldi Huldu og Odda- systra að allt eins má kalla þær systur. Má nærri geta að kynni og tengsl okkar Daníels urðu ekki slakari við þessar mægðir. Hann var mikill fjölskyldumaður, ætt- 'rækinn og vinfastur. Daníel ólst upp á Eyrarbakka og gekk þar í barnaskóla. í þann tið var skólinn þar einn kunnasti barnaskóli landsins, þar störfuðu úrvalskennarar, Aðalsteinn Sig- mundsson, Ingimar Jóhannesson og Jakobína Jakobsdóttir. Daníel virti þessa kennara sína mikils og dáði störf þeirra alla ævi. Hann vildi að kennslu þeirra sæi stað í störfum sínum. Og ungur gekk hann ungmennafélagshreyfingunni á hönd en Aðalsteinn var einn af frumkvöðlum hennar. Daníel tók upp merki hans og var ásamt skóla- bróður sínum og sveitunga, sr. Ei- riki J. Eiríkssyni, starfs- og for- ustumaður UMFÍ í áratugi. Daníel var dugnaðarforkur til verka, ósérhlífínn og ötull ef hann taldi sig vera á réttri leið. Fyrir kemur að sumir misskilja slíkan dugnað, telja hann óbilgirni og til- litsleysi. Þeir sem hægara fara eiga oft erfitt með að sætta sig við ákaf- ann. Það var í eðli Daníels að láta verkin ganga, en hann var í raun værukær maður, reglusamur og heiðarlegur og gerði ekki viljandi á annarra hlut. Og í öllum okkar löngu samskiptum vorum við alltaf herbergisfélagarnir úr litlu, þekki- legu vistarverunni á Egilsgötu 18. Það er til marks um trygglyndi Daníels og ræktarsemi að fyrir nokkrum árum tók hann sér fyrir hendur að láta þá sem eftir lifðu af skólafélögunum úr Kennaraskól- anum hittast einu sinni á ári. Vorið 1936, fyrir 60 árum í vor, braut- skráðust um 30 kennarar frá Kennaraskólanum. Nú er aðeins tæplega þriðjungur þeirra ofar moldu. Þeir týna nú óðum tölunni. Vegna harðfylgis Daníels hefur þessi hópur hist á vorin undanfarin ár, borðað saman, farið i ferðir og blandað geði sér til ánægju og gleði. Síðast hittist þessi hópur, þá 7 tals- ins af 10, í áttræðisafmæli Guðrún- ar J. Hjartar 23. nóvember síðastlið- inn. Þar flutti Daníel ræðu fyrir hönd okkar skólasystkinanna og var fádæma málsnjall og mælskur að vanda. Vandséð er nú hver tekur við þessu forustuhlutverki Daníels. Við leiðarlok er mér ljóst að ég á Daníel margt gott upp að inna. Og víst get ég sagt að hið sama gildir um fjölskyldu hans alla. Því er það, Anna mín góð, að hugur okkar Huldu og fjölskyldu okkar hefur stöðugt dvalist hjá ykkur síð- an fregnin um áfallið barst okkur. Orð mega sín lítils þegar svo stórt skarð er fyrir skildi en þó vitum við öll að mannkostir ykkar Daní- els beggja lifa áfram saman í myndarlegum börnum ykkar og afkomendum. Það er hin sígilda og æskilega saga. Stefán Júlíusson. ÞÓRARINN PÉTURSSON HREFNA JÓHANNA HA UKSDÓTTIR + Þórarinn Pétursson fædd- ist á Hrauni í Fljótum 7. desember 1926. Hann lést í Borgarspítalanum 27. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 4. maí. Það var sól um haf og land en sorg í hjörtum þegar Þórarinn Pét- ursson frændi minn var borinn til moldar í kirkjugarðinum í Innri Njarðvík þann 4. maí s.l. Við at- höfnina var fjölbreyttur hópur fólks, sumir komnir vestan frá Ameríku og aðrir sunnan úr svört- ustu Afríku, til að fylgja hinum látna til grafar en mest bar þar á vinum og samstarfsmönnum sunn- an með sjó og ættfólki að norðan með skagfirskt og svarfdælskt svipmót. Þórarinn var uppeldissonur afa míns og ömmu. Fjögurra ára að aldri missti hann móður sína og kom þá í fóstur til Sigrúnar móður- systur sinnar og nafna síns Þórar- ins Eldjárns á Tjöm í Svarfaðar- dal. Þar ólst hann upp með börnum þeirra Þorbjörgu, Kristjáni, Petrínu og Hirti föður mínum. Það varð stutt milli þeirra fóstbræðra, Hjart- ar og hans, tæpar fjórar vikur. Tóti Péturs var hann alltaf kall- aður. Hann kom í heimsókn norður í Svarfaðardal á hveiju sumri og dvaldi oft nokkra daga á Tjörn. Hann gisti á loftinu hjá fóstra sín- um en gekk til verka með okkur á daginn. Hann kunni tökin á öllum landbúnaðarstörfum og þekkti verkslag bæði gamalt og nýtt. Það var oft margmennt á heimilinu á þessum árum. Tóti var einn af Þórörnunum á bænum en þeir voru þar stundum sjö saman. Hann var ekki einn í förum nema fyrstu árin. Hann gifti sig Guðrúnu Skúladóttur frá Innri Njarðvík og eftir það komu þau saman og börn- unum fjölgaði ár frá ári. Þau skildu síðar en ferðirnar norður féllu ekki niður og sum barna þeirra voru í sveit á sumrin á Tjörn um lengri eða skemmri tíma. Böndin við átt- hagana héldu fast og héldu vel. Eitt sinn hittum við hann fyrir á hátindi Stólsins, fjallsins sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal, 1220 m hátt. Ekki í eigin persónu að vísu heldur með óbeinum hætti. Við systkinin og fleiri unglingar höfðum prikað þangað upp, heldur torfæra leið, og átum nesti í skjóli við vörðubrot á tindinum. Þá rákum við augu í flösku þar inn á milli steinanna. í henni var bréf frá þeim félögum Hirti á Tjöm og Tóta Pét- urs skrifað 25 árum fyrr til þeirra sem kynnu að eiga leið um síðar. Þetta var flöskuskeyti sem barst milli kynslóða. Tóti Péturs var rólegur maður og dagfarsprúður. Hann hafði óvenju fallega rödd og var söng- maður góður. Það er af því að hann er af Urðakyninu eins og amma ykkar, sögðu menn í fjölskyldunni, ánægðir með sitt. Rithöndin var líka auðþekkjanleg en hún var ekki frá Urðamönnum komin. Þegar Þórarni á Tjörn bárust bréf þar sem utanáskriftin var nákvæmlega eins og hann hefði skrifað sér sjálfur þá voru þau frá Tóta Péturs. Hann erfði rithönd fóstra síns þótt þeir væru óskyldir að öðru leyti. Ég vil í nafni fjölskyldunnar frá Tjörn senda afkomendum og tengdafólki Þórarins Péturssonar samúðarkveðjur. Hann hafði hug á að koma að útför Hjartar á Tjörn nú um páskana en varð frá að hverfa á síðustu stundu vegna veð- urs og ófærðar. Hann sendi eftir- farandi ljóðlínur Hannesar Péturs- sonar sem hinstu kveðju til fóst- bróður síns. Skáldið tileinkaði þær upphaflega minningu Kristjáns Eldjárns. Nú verða þessar sömu línur síðasta kveðja okkar til hans: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Árni Hjartarson. + Hrefna Jóhanna Hauks- dóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 9. júlí 1963. Hún lést í Landspítalanum 26. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Hafnarkirkju 4. maí. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur.bakka og egg, en anda sem unnast, fær aldregi, eilífð að skilið. (Jónas Hallgnmsson.) Þann 26. apríl andaðist i Land- spítalanum Hrefna Jóhanna, frænka okkar, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Þó við vissum að hverju stefndi kom fréttin eins og reiðarslag og það er erfitt að sætta sig við þeg- ar fólk er kallað burt í blóma lífs- ins. Hrefna var yngst í fimm systk- inahópi, sem horfa nú á eftir litlu systur með djúpa sorg og söknuð í huga. Móður sína missti hún 1984 og var eftir það stoð og stytta föð- ur síns þótt ung væri að árum. Missirinn er þó mestur og sárast- ur hjá eiginmanni Hrefnu, Ogmundi Einarssyni, og börnunum þremur sem enn eru á bernskuskeiði. „Lítillát, ljúf og kát“ mátti sann- arlega segja um Hrefnu. Það var alltaf stutt í fallega, bjarta brosið og prúðmennskan og hlýja viðmót- ið gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hennar. Elsku Mundi, við sendum þér, börnunum, Hauki frænda og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans. Svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Frændsystkini. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokailaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 siög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Útför VALGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Reykjum f Lundarreykjadal, sem lést 5. maf, fer fram að Lundi laugardaginn 11. maí kl. 14. Sigurður Ásgeirsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Frænka mín og systir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, andaðist 1. maí. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Unnur Torfdóttir, Fjóla Jónsdóttir, Kristján Jónsson. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155_síður í blaðinu á þessum tíma. I janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðs- ins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dagblöð víða um Iönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama takmörk- un á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.