Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gamalt og- nýtt TÓNLIST Norræna húsid KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Boismortíer, Erik Norby, Jón Nordal, Telemann, Vivaldi, Þorkel Sigurbjörnsson og Roman. Kammersveit Kaupmannahafnar: Steen Lindholm, semball; Gert Hertzberg, óbó & ástaróbó; Wladyslaw Marchwinski, fíðla; Hans Gammeltoft-Hansen, fíauta Birthe Holst Christensen, selló. Sunnudaginn 5. maí kl. 16. „BAROKK og nútímatónlist fer hvort öðru vel,“ sagði kynnir Kammersveitar Kaupmannahafnar, semballeikarinn Steen Lindholm, í upphafi tónleikanna sl. sunnudag í Norræna húsinu, er haldnir voru með tilstyrk danska sendiráðsins. Ummælin orsökuðust af efnisskrá kammerhópsins, er flakkaði áhyggjulaust fram og aftur milli hárkollu- og nælonaldar, líkt og 300 ár væru ekkert á milli vina. Og nokkuð virtist til í því - all- tjent miðað við val hópsins á nú- tímaverkum, sem öll höfðu sér til ágætis að vera „absólút“ og tiktúru- laus tónlist, blessunarlega óbijáluð af öfgum raðtækni, uppákomu, ör- hyggju eða strúktúralisma. Fyrir utan auðvitað að vera skrifuð fyrir áhöfnina flautu, óbó, fíðlu, selló og sembal, sem í sjálfri sér kemst varla hjá því að leiða hugann að öld upp- lýsta einveldisins, sama hversu stjómleysislegar ómstreitur kunna að verða fyrir hana lagðar. Hópurinn hóf leikinn í síðbar- okkinu með Sónötu í e-moll Op. 34 nr. 3 eftir Joseph Bodin de Boismortier (1691-1755), viðkunn- anlegu verki í fjórþættu stórformi kirkjusónötunnar, sem virtist ann- aðhvort hafa verið samið snemma á . æviskeiðinu eða verið svolítið gamaldags fyrir sinn tíma. Hinn örstutti 3. þáttur einkenndist af hnígandi harmbassastefi (basso lamento), og fleira var fomlegt, en þó vel gert. Hópurinn meðhöndl- aði þetta verk, líkt og flest á dag- skránni, sem gamlan, ljúfan kunn- ingja og lék ekki aðeins af öryggi, heldur af ánægju þeirra er skemmta öðrum um leið og sjálfum sér. Danska tónskáldið Erik Norby (f. 1936) kvað einn þeirra nútíma- höfunda, er slitið hafa trúnaði við raðhyggjukvöð Darmstadt- arfleifðar, og ku hann jafnvel hafa hugleitt að reyta allan slíkan fort- íðararfa úr tónverkaskrá sinni. Norby hefur ekki sízt sinnt tjáning- armiðlum einsöngs og kóra, enda kom það auðheyranlega fram í löngum hendingum „Vatnslita- myndar“ (Akvarel), er hann samdi fyrir Kammersveit Kaupmanna- hafnar í hitteðfyrra. Verkið gat stundum minnt á 20. aldar upp- færslu á tregablöndnum, þétt skip- uðum krómatískum hljómum Gesúaldós, stundum á þykkju- þunga stórborgarkvikmyndartón- list og Samuel Barber. Verkið virt- ist mjög kunnáttusamlega saman skrúfað, enda þótt andstæð og gisnari áferð hefði vissulega getað komið í góðar þarfir, þegar fór að síga á seinni hlutann, þrátt fyrir mikla alúð flytjenda. Dúó Jóns Nordal fyrir fiðlu og selló frá 1983 kemur, ef nokkuð er, sterkar fyrir við aðra heyrn en fyrstu. Hinar mögnuðu samræður hljóðfæranna leiða óhjákvæmilega hugann að hæggengari dúóum Bartóks, þótt væri ekki nema fyrir kynngikraft og epíska mælsku. Marchwinski og Holst Christensen léku af natni og innlifun, og kom fram hér sem víðast hvar, hversu dijúgt akkeri hið gamla meistara- hljóðfæri sellistans reyndist hópn- um, í heild sem í tvíleik, með sínum breiða og safaríka vínámutóni. Að „Kvartetti" (fylgibassahljóð- færin semball og selló reiknuð sem ein rödd) Telemanns í G-dúr úr safninu „Borðhaldstónlist" (Tafel- musik) I frá 1733 var ómenguð ánægja. Telemann, sem vel að merkja var mun virtari af sinni samtíð en bæði Bach og Vivaldi, kunni vitaskuld manna bezt að laða fram þá ímynd, að tónlistin léki úr munni hljóðfæra líkt og andrík- ar athugasemdir í góðra manna hópi, hlustendum til uppbyggingar og skemmtunar, án þess að slaka á fagmennskulegri vandvirkni. Fyrstu tveir þættir voru í undan- sónötuformi da capo-aríunnar, og í lokaþætti vottaði fyrir „gebroch- ene Arbeit“ að hætti Beethovens, er tvítónafrumum úr stefbærum hnígandi tónstiga var dreift til skiptis meðal raddhljóðfæra. Leik- ur Hafnarbúa var ljómandi, utan hvað hugsanlega hefði mátt nostra meira við styrkvídd á smáu plani. Hlutfallslega losaralegust virtist spilamennskan í hinum sérkenni- lega, en ekki að sama skapi hug- vitssama, Konsert Vivaldis nr. 6 í g-moll Rv 107 eftir hlé. Hinar leift- urhröðu þrjólu-runur 1. þáttar römbuðu á barmi örvæntingar, og hópurinn var í heild ekki jafn sam- taka og endranær. Miðþátturinn - siciliano í 6/8, sem e.t.v. var leik- inn ívið of hratt - einkenndist af skringilegu hrynmynztri í bassa, og í lokaþætti staglaðist „rauði klerkurinn" á tilbrigðum við þrá- bassastefið la/so/fa/mí- do/re/mí/la af fremur takmarkaðri andagift. „Lófalagið" eftir Þorkel Sigur- björnsson var samið fyrir hópinn 1990 og hefur að sögn Lindholms verið flutt víða um heim, eftir að það var frumflutt í Venezúelu. Fimm tóna lófavænt einkennis- frum eða „mottó“ gekk sem rauður þráður gegn um allt verkið og birt- ist á hvolfi í lokin í bráðskemmti- legri tónsmíð, sem í hliðhollum höndum Hafnarhópsins sveiflaðist milli spennu, dulúðar, drama, fyndni og ballett-kennds þokka. Gamansemin var hæfilega hjúpuð grafalvarlegum virðuleika, líkt og í þögulli mynd með Buster Keaton, og hljóðfæraskipan kvintettsins var virkjuð á hinn fjölbreytilegasta hátt, ýmist með eða án þrástefja- tækni, og án þess að vart yrði dauðra punkta. Hinn „sænski Hándel“, Johann Helmich Roman, bar ábyrgð á síð- asta lið tónleikanna, 5 þáttum úr Drottningarhólmssvítunni, og var fyrsti þáttur ítrekaður í lokin. Þar mæddi mikið á óbóleikaranum, er skipt hafði yfir á „oboe d’amore“, ástaróbó, enda var hinn kliðmjúki tvíblöðungur ekki aðeins í uppá- haldi hjá Roman og öðrum barokk- tónskáldum (þ.á m. Bach), heldur kom einnig til, að Drottningar- hólmssvítan (kennd við hirðóperu- hús Svíakonunga á samnefndum hólma í höfuðborg þeirra) var sam- in í tilefni af konunglegu brúð- kaupi. Kammersveit Kaupmanna- hafnar lék hina glaðværu viðhafn- artónlist, sem sennilega hefur jafn- framt hljómað á dansgólfinu við sama tækifæri, með hæfilegri blöndu af reisn og fjöri og lauk þar með sérlega skemmtilegum og marghliða tónleikum við dynjandi undirtektir áheyrenda. Ríkarður Ö. Pálsson Keppst um frumraun Alcott Morgunblaðið/Aðalheiður Viðar Gunn- arsson í Galdra-Lofti VIÐAR Gunnarsson verður meðal söngvara í óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, sem ís- lenska óp- eran frum- sýnir í sam- starfi við Listahátíð í Reykjavík 1. júní. Viðar kemur sér- staklega til landsins til að syngja hlutverk Gottskálks biskups en hann hefur frá síðasta hausti verið fastráðinn hjá Aalto Theater í Essen. Viðar hefur sungið víða í Þýskalandi svo sem í Ríkis- óperunni í Hannover, Frank- furt, Stuttgart og Gelsenkirch- en, aukþess að syngja í Austur- ríki, á Islandi og víðar. Viðar er einn fárra íslend- inga sem hefur sungið öll helstu bassahlutverkin í Niflunga- hring Richards Wagners en á sýningu Þjóðleikhússins fór hann með hlutverk Regins, Fáfnis og Högna. Miðasala á Galdra-Loft er hafín í íslensku óperunni. Sýn- ingar verða aðeins sex og er uppselt á fyrstu tvær. Framtídin er New York. The Daily Telegraph. ÁÐUR óþekkt verk eftir banda- ríska rithöfundinn Louisu May Alcott hefur fundist í bókasafni Harvardháskóla og keppast áhugasamir nú um og bjóða í verk- ið í von um að geta hagnast á því í kjölfar vinsælda „Yngismeyja" (Little Women) eftir Alcott sem kvikmynduð var árið 1994. Handritið er 150 síður að lengd og hafði Alcott gefið verkinu heit- ið „Inheritance“ (Arfurinn). Með handritinu fylgir miði þar sem skáldkonan segist hafa samið handritið. Það fannst fyrir fimm árum en frá þeim tíma hafa há- skólaprófessorarnir tveir sem fundu handritið, ráðið í það og lauk þeirri vinnu fyrir skömmu. Tom Shuster, sem sér um sölu á bók Alcott, segist ekki hafa feng- ið stundlegan frið fyrir kvik- myndaframleiðendum sem slást um réttinn til að kvikmynda bók- ina. „Við vissum að við höfðum yndislega bók undir höndum en við gerðum okkur enga grein fyrir þessari flóðbylgju," segir hann. Fyrir tveimur árum var útgáfu- rétturinn að annarri áður óútgef- inni bók Alcott „A Long and Fatal Love Chase“ seldur fyrir rúmar 100 milljónir ísl. kr. „Arfurinn“ segir frá ungri ít- alskri stúlku, Edith að nafni, sem er fátæk og munaðarlaus en verð- ur kennslukona á ensku sveita- setri. Afbrýðisöm frænka sakar Edith um þjófnað og þrátt fyrir að hún viti hver hefur framið glæpinn, tekur hún á sig sökina og yfirgefur fjölskylduna. En þjóf- urinn, þjónn á setrinu, gefur sig að lokum fram og sagan fær far- sælan endi. Annar þeirra tveggja sem fundu handritið, Joel Myerson, prófessor í bandarískum bókmenntum við háskólann í Suður-Karólínu, segir verkið sýna það að Alcott hafi búið yfir miklum hæfileikum þegar á unga aldri en bókina skrifaði hún árið 1849, þá 17 ára. Verkið sé afar rómantískt en þó með fem- inísku ívafi. Mörg atriði minni á seinni tíma verk hennar svo sem „Yngismeyjar“. Áður var talið að fyrsta verk Alcott hefði verið „Moods“ sem samið var árið 1864. Lítið er vitað um fyrsta verk Alcott. Hún lést árið 1888 og minnist ekki á það í dagbókum sínum. Þess er hins vegar getið í framhjáhlaupi í ævisögu Alcott, sem kom út árið 1950. Hagnaður- inn af sölu bókarinnar mun renna til þriggja manna, sem eru langa- langafabörn föður Alcotts. Þá munu prófessorarnir tveir sem fundu verkið fá nokkuð í sinn hlut. Ungir söngfuglar ÞESSI fríði hópur ungra söng- fugla er yngri deild Barnakórs Oddakirkju á Hellu, sem fagnaði sumarkomunni með söng í Hellu- bíói á sumardaginn fyrsta, ásamt nokkrum kórum og dúettum. Stjórnandi kórsins er Halldór Oskarsson organisti og undir- leikari Hörður Bragason. • VINSÆLASTA kvikmyndin í Tyrklandi er aldrei þessu vant innlend framleiðsla og nefnist „Istanbúl undir vængjum mín- um“. Myndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið þar í landi, kostaði um 70 milljónir ísl. kr. o g hefur hlotið blendnar mót- tökur gagnrýnenda. Almenn- ingur flykkist hins vegar í bíó og hafa um 150.000 manns séð myndina frá því í mars. Hún er byggð á sannri sögu um 17. ald- ar manninn Hezarfen Ahmet Celebi sem var uppfinninga- maður og gerði sér m.a. vængi sem hann reyndi að fljúga með. Þrátt fyrir að sögusvið myndar- innar sé tímar Ottómanveldisins eru tilvísinar í nútíðina sagðar afar greinilegar og ljóst sé að myndin sé árás á bókstafstrúar- menn sem reyni að koma í veg fyrir framfarir og frelsi. • ÞÆR leikkonur sem taka að sér aðalkvenhlutverkið í „Happy Days“ eftir Samuel Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Hugsanlega hæfir eftir danska rithöfundinn Peter Haeg, höfund metsölubókar- innar Lesið ísnjóinn, er komin út. Hugsanlega hæfir kom fyrst út í Danmörku haustið 1993 og hlaut jákvæðar móttökur, en fyrir söguna hlaut höfundurinn hin eftirsóttu verðlaun danskra gagnrýnenda árið 1993 og hefur sagan síðan náð slíkri hylli almennings að hún trónaði mánuðum saman á metsölulistum. Hugsanlega hæfir fjallar um þijú ungmenni, sem eiga undir högg að sækja í skólanum. Tilfinningum þeirra, draumum og vangaveltum er lýst af skörpu innsæi höfundar svo úr verður hörkuspennandi frá- sögn. Höfundurinn lætur sögumann- inn, einn þremenninganna, tjá innstu hugrenningar sínar og hjartans mál á dauðu stofnanamáli sem honum hefur verið innrætt. Um leið rís mik- ill skáldskapur af glímu hans við tungumálið, skáldskapur sem tekst á við eðli valdsins og farg tímans," segir í frétt frá Máli og menningu. Mál og menninggefur út. Eygló Guðmundsdóttirþýðir bókina, sem kom fyrst út íHeimsbókmennta- klúbbi Máls og menningar fyrr í vor. Hugsanlega hæfir er 242 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Alda Lóa Leifsdóttir. Beckett verða að láta sig hafa það að leika stóran hluta þess grafnar í sand upp að hálsi. Alagið sem þessu og öðrum kvenhlutverkum í leikritum Becketts fylgja, verður eitt af umræðuefnunum á mikilli Beck- ett-hátíð í Flórens á Ítalíu í vik- unni en þá hefði Beckett orðið níræður, hefði hann lifað. Af öðrum umræðuefnum má nefna ævisögu Becketts sem James Knowlson vinnur nú að. • AUÐUGU áhugafólki um fornmuni gefst nú í fyrsta sinn kostur á að panta slíka muni í gegnum póstlista, sem hefur verið komið á fót í Bretlandi. Þar eru til sölu fornmunir á borð við rómverskt borðskraut og skartgripi sem fundust á egypskri múmíu. Ástæða þessa er skortur á geymslurými í breskum söfnum, sem hafa grip- ið til þess neyðarúrræðis að selja þá fommuni sem minnsta þýð- ingu eru taldir hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.