Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MMC Pajero '93 steingrár, sjálfsk., toppl., M. Benz 300 D '91 silfurgrár, sjálfsk., toppl., ál-
álfelgur, ek. 90 þ. km. V. 2.870 þús. Ath. skipti. felgur o.fl., ek. 135 þ. km. V. 2.890 þús. Ath. skipti.
Toyota Hi-Lux Ex-Cap V6 flöskugrænn,
sjálfsk., ek. 140 þ. km. V. 1.490 þús.
Toyota Camry GLi '91 Ijósþlár, sjálfsk.
ek. 79 þ. km. V. 1.190 þús. Ath. skipti.
Porsche 944 '86 gullsans., álfelgur, toppl. o.fl. M. Benz 380 SEL '82, einn með öliu,
Eins og nýr, ek. 71 þ. km.V. 1.870 þús. Ath. skipti. eins og nýr. V. 2.190 þús. Ath. skipti.
BÍLABIER
Hyrfarhöf da 4
Sími. 587 9393
Toyota Landcruiser MMC Lancer 4x4 '93
VX '93 og '94 VW Golf station '94
GMC Jymmy '95 Toyota Supra '88
Porsche 928/88 MMC Pajero '92
Lada sport '94 og ‘95 o.fl. o.fl.
Vegna mikillar sölu vanfar alla nýlega bila
ó sta&inn og ó skró.
AEG þvottavélar eru á um það bit 27.000 ístenskum heímilum.
AEG þvottavélar eru á tvöfatt fleiri heimitum. er næst algengasta
þvottavélategundin.
ÞRIGGJA Ara
ÁBYRGÐ A ÖLLUM
AEG
ÞVOTTAVÉLUM
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 553 8820
Umbodsmenn um allt land
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir,
Hellissandi. Guöni E. Hallgrímsson, Grundarfiröi.Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi.
Rafverk Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík.
Kf.Húnvetninga, Blönduósi.Skagfiröingabúð, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka,
Akureyri. KEA.Dalvík. KEA.Siglufirði. Kf. Þingeyinga.Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson,
Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Höfn Suðurland: Árvirkinn,
Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavík.
Blað allra landsmanna!
ffatgmifyUifeife
- kjarni mábins!
Ef þú kaupir þvottavél,
án þess að skoða AEG þvottavélar...
...er það eins og
ferð til Egyptalands
án þess að skoða
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Pokarnir í
Bónus ekki verri
en aðrir pokar
ÞURÍÐUR Árnadóttir
hringdi og vildi gera at-
hugasemd við kiausu í
Velvakanda um dýra poka
í Bónus. Hún verslar oft í
Bónus og notar því þessa
poka mikið. „Þeir rifna
aldrei hjá mér,“ sagði hún
og tók fram að hún væri
öryrki með lágar tekjur og
það væri Bónusverslunum
að þakka að hún kæmist-
af.
Um innlenda
dagskrárgerð
KÆRI Velvakandi.
Við höfum lengi tuðað
út af inniendri dagskrár-
gerð í sjónvarpi allra
landsmanna og ekki að
ástæðulausu. Mest fjallað
um stórskrítna einfara og
utangarðsmenn. Eg varð
því himinlifandi yfir þætti
Sonju B. Jónsdóttur,
„Tjamarkvartettinn", sem
sýndur var fyrir skömmu.
Hún fær stóra rós og hrós
frá mér fyrir frábært inn-
legg í íslenska dagskrár-
gerð.
Mjög sérstæður þáttur
og áhugaverður. Þarna
náðist rammíslenskt til-
gerðarlaust andrúmsloft,
sem er sjaldséð á skjánum.
Allt hjálpaðist að, svo sem
einstaklega góður efnivið-
ur, fágun og einlægni við-
mælenda, glæsileg með-
ferð í íslensku máli, góður
og nýstárlegur söngur og
ekki síst fróðlegt og afar
gott myndmál.
Með kærri kveðju,
Hulda Jósefsdóttir.
Fyrirmyndar-
verklag
MIG LANGAR að lýsa yfir
sérstakri ánægju minni
með verklag manna frá
Vatnsveitunni þar sem þeir
eru að vinna við Skipa-
sund, og þakka fyrir gott
skipulag. Áuglýst var hve-
nær verkið ætti að hefjast
og hvenær því lyki og sýn-
ist mér að þeir standist
áætlun. Allt hefur staðið
eins og stafur á bók hjá
þeim og öll umgengni er
til fyrirmyndar.
Ibúi við Skipasund
Sýklar í sápu
STEINUNN Magnúsdóttir
spyr: Er spítalamjúksápan
gerð sérstaklega fyrir spít-
alana eða er hún á boðstól-
um í búðum fyrir almenn-
ing? Ef svo er væri fróð-
legt að vita frá hvaða fyrir-
tæki hún er. Vænti svars
fljótlega.
Tapað/fundið
Púði
tapaðist
HÁLFSAUMAÐUR búta-
saumspúði, lillablár á lit
með stjömu i miðjunni,
tapaðist á leiðinni frá
miðbæ Reykjavíkur og
vestur í bæ sl. mánudag.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 552-4116.
Töskupoki
tapaðist
MUNSTRAÐUR rauð-
brúnn töskupoki, sem
dreginn er saman í opið
með böndum, tapaðist í
miðbænum aðfaranótt 1.
maí. Hafi einhver fundið
töskuna er hann beðinn að
hringja í síma 555-2992.
Hanski fannst
MJÖG fínn kvenhanski
fannst í Vallartröð sl.
mánudag. Upplýsingar í
síma 554-1886.
Gæludýr
Kettlingar
TVEIR svartir og hvítir
kettlingar fást gefins á
gott heimili. Upplýsingar í
síma 567-6827.
Kettlingar
TVEIR átta vikna kettl-
ingar, ofsalega sætir, fást
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 554-4045.
SKAK
IJmsjón Margelr
Pétursson
HVITUR leikur
og vinnur
Staðan kom upp í síðustu
umferðinni í keppni í opnum
flokki á Skákþingi íslands
um páskana. Hjalti Rúnar
Ómarsson (1.690), Kópa-
vogi, hafði hvítt og átti leik
gegn Baldri H. Möller
(1.560) úr Garðabæ. 29.
Bc6! (Annar vinningsleikur
með svipaðri hugmynd er
29. Bd5!) 29. - Dd8 (Eða
29. - Dc8 30. d7! - Dxc6
31. Hxf8+ - Kxf8
32. d8=D+) 30.
Dxe6+ - Kh8 31.
De7 - Kg8 32.
Bd5+ og svartur
gafst upp því mátið
blasir við.
Hjalti Rúnar sigr-
aði með yfirburðum
í opna flokknum,
hlaut 8 V2 vinning
af níu mögulegum,
Ólafur I. Hannesson
varð annar með 7
vinninga og Sigurð-
ur Páll Steindórsson
þriðji með 6'/2 v.
Aðalfundur Taflfélags
Reykjavíkur fer fram í
kvöld kl. 20 í félagsheimili
TR, Faxafeni 12. Þess er
að vænta að kosið verði um
það, hvort Ólafur H. Ólafs-
son eða Daði Öm Jónsson
verði formaður félagsins.
Farsi
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI brá sér niður á Al-
þingi síðdegis á mánudag til
að fylgjast með umræðum um sfld-
arsamninginn svokallaða. Þetta
voru að vissu leyti tímamótaumræð-
ur. Tveir ráðherrar, þeir Halldór
Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson,
höfðu undirritað samninginn í Ósló
um morguninn og nú voru þeir
mættir á Alþingi nokkrum klukku-
stundum síðar til þess að gefa þing-
heimi skýrslu um hann.
Víkveiji taldi víst að flestallir
þingmenn væru í salnum til þess
að hlusta á umræðurnar. En það
var öðru nær. Rétt liðlega tugur
þingmanna var í salnum! Er þetta
hægt?
xxx
VÆGI þingsins í þjóðlífinu er
minna en það var áður. Þetta
endurspeglast í fjölmiðlum landsins.
Þingfréttir eru fyrirferðarminni en
þær voru. Því er mikilvægt að sjón-
varpað sé frá umræðum á Alþingi.
Sjónvarpsstöðin SÝN sá um þessa
þjónustu en rásir hennar hafa nú
verið teknar undir annað efni. Ríkis-
sjónvarpið veitir þessa þjónustu en
útsendingin er rofin á sjötta tíman-
um, þegar útsendingar hefjast á
sápuóperum. Víkveiji er þeirrar
skoðunar að þingið sjálft eigi að
taka frumkvæðið svo tryggt verði
að allar umræður í þinginu verði
tiltækar landsmönnum.
xxx
VORIÐ er tími gróandans. En
vorið er líka sá tími sem
knattspýrnumenn vakna af vetr-
ardvala. Því er vorið árstíð Vík-
verja. Knattspyrnumenn eru þegar
farnir að spá í íslandsmótið. Af
gömlum vana munu þjálfarar 1.
deildar spá KR sigri í Islandsmót-
inu. En venjulegir sparkfíklar
spyija þeirrar spurningar, hvort
einhveiju liði takist að ógna veldi
Akurnesinga. Þeir tefla að venju
fram geysisterku liði og sigursælum
þjálfara. Það er næðingssamt á
toppnum, það vita Skagamenn.
Þeim hefur tekist að sitja þar í fjög-
ur ár. Þeir eru margir sem vilja
velta Skagamönnum af toppnum.
En það er líka sterkur kjarni sem
vill að þeir sitji þar áfram.
xxx
FYRIR nokkru lagði Víkveiji leið
sína til Ólafsvíkur til að sækja
þar mannfagnað í félagsheimili
staðarins. Ástæða er til að óska
heimamönnum til hamingju með
félagsheimilið, sem er hið glæsileg-
asta sem Víkveiji hefur komið í.
Það er gjörólíkt hinum hefðbundnu
félagsheimilum, þar sem sviðið er
í öðrum endanum þaðan sem salur-
inn liggur langur og mjór. í Ólafs-
vík er húsið teiknað þannig að gest-
ir eru í nálægð við sviðið, hvar sem
þeir sitja í húsinu.
Byggingin er hin glæsilegasta
og rós í hnappagat yfirsmiðsins
Sigurðar Elinbergssonar. .Sigurði
er reyndar margt til lista lagt. Hann
rekur ásamt konu sinni Eygló gisti-
heimilið Höfða. Þegar Víkveija bar
að garði var Sigurður að matbúa
fyrir mannfagnaðinn um kvöldið.
Áður en Víkveiji fór í félagsheimil-
ið ákvað hann að fá sér ölglas og
að sjálfsögðu var Sigurður við kran-
ann. Þegar matur var fram borinn
í félagsheimilinu fór Sigurður fyrir
þjónaliðinu og stjórnaði sínu fólki
með glæsibrag. Og þegar dansleik-
urinn hófst við undirleik Klaka-
bandsins var ekki um að villast,
Sigurður stóð á sviðinu og lék fim-
lega á bassann. Loks er frá því að
segja að þegar Víkveiji kom í gisti-
heimilið um nóttina var komið norð-
anbál og skítkalt í herberginu. Og
viti menn. Sigurður var mættur
með verkfærakassann og bjargaði
málunum.
Þegar Víkveiji hélt heim á leið
eldsnemma morguninn eftir var
Sigurður ekki sjáanlegur. Hann átti
svo sannarlega skilið að fá að sofa
út!