Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
SAS Jackpot
Allir i sumarfrí!
Nú er tækifærið til aö skella sér með SAS í gott
sumarfrí og taka alla í fjölskyldunni meö.
SAS Jackpot fargjöldin koma sér mjög vel fyrir
fjölskylduna því þeir sem eru 18 ára og yngri fá
50% afslátt þegar ferðast er með fullorðnum
fjölskyldumeðlimi. Hámarkstími er einn mánuður.
Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofunni
þinni eða söluskrifstofu SAS.
V I N
B R U S S E L
48.850
H E L S K 1 N K 1
T A M P E R E
T U R K U 'IMIl
VAASA XSZD
LYO N Twm
N 1 C E Twrrm
P A R í S
B E R LÍ N
DUSSELDORF
FRANKFURT
H A M B 0 R G
HANNOVER
48.590
48.59
48.59
M U N C H E N 48.590
STUTTGART 48.590
AÞENA
BOLOGNA 56.580
M í L A N Ó 56.58 3
R Ó M 56.58 3
T U R 1 N 56.58 3
FEN EYJAR 53.48 3
ALICANTE
BARCELONA
52.84
M A D R 1 D 58. [2Q
MALAGA 59. [fU
Flugvallarskattar eru Innifaldlr í verðl.
M/SAS
Laugavegi 172 Sími 562 2211
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
ErkiTíð
96
TÓNLISTARHÁTÍÐIN ErkiTíð
96 stendur í Reykjavík á veit-
ingahúsinu Sólon íslandus til 11.
maí næstkomandi. ErkiTíð var
fyrst haldin 1994 í tilefni 50 ára
afmælis lýðveldisins. Það eru
ErkiTónlist sf. og Ríkisútvarpið
sem standa fyrir ErkiTíð og að
þessu sinni í samvinnu við Tón-
listarskólann í Reykjavík.
í kynningu segir m.a.: „Aðal-
stef ErkiTíðar ’96 er annars veg-
ar íslensk samtímatónlist og hins
vegar ný erlend tónlist.... Nem-
endur Tónlistarskólans í Reykja-
vík flytja íslenska samtímatónlist
undir leiðsögn kennara, en at-
vinnuhyóðfæraleikarar, þ.á m.
Caput-hópurinn, flytja erlenda
tónlist. í lok hverra tónleika er
efnt til pallborðsumræðna."
íslensk tónskáld, sem verk
eiga á hátíðinni eru: Jón Leifs,
Atli Heimir Sveinsson, Þorkell
Sigurbjörnsson, Gunnar Reynir
Sveinsson, Magnús Blöndal Jó-
hannsson, Jón Nordal, Victor
Urbancic, Hjálmar H. Ragnars-
son, Leifur Þórarinsson, Kjartan
Ólafsson, Karólína Eiríksdóttir,
Egill Gunnarsson, Áskell Másson,
Snorri Sigfús Birgisson, Gísli
Magnassson, Þuríður Jónsdóttir,
Hróðmar I. Sigurbjörnsson,
Guðni Franzson, Sveinn Lúðvík
Björnsson, Elín Gunnlaugsdóttir
og Árni Egilsson.
Erlend tónskáld eru: Bent Sör-
ensen, Steve Reich, Elliot Carter,
Oliver Knussen, Aldo Clementi,
WiIIiam Harper, Lars Grauga-
ard, Kazuo Fukushima, Gerrit
Schuil og Aake Parmerud.
Ríkisútvarpið hljóðritar alla
tónleika ErkiTíðar ’96 og verða
þeir ýmist sendir út beint eða
síðar. Atli Heimir Sveinsson
kynnir. Aðgangur átónleikana
er ókeypis.
Bruce
Willis
Madeleine
Stowe
í myríji
meis,-®
Terry J
Gillia
Karlakóra-
hald undir jökli
TONLIST
Digrancskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Vortónleikar Karlakórsins Jökuls
u. stj. Jóhanns Moráveks. Guðlaug
Hestnes, pianó. Laugardaginn
4. mai kl. 16.
AÐ ÖÐRU hornfirzku tónlistar-
fólki ólöstuðu vakti ættarnafnið
Morávek óneitanlega mesta athygli
hjá undirrituðum, þegar Jökull,
karlakór Homfirðinga, hélt vortón-
leika sl. laugardagssíðdegi í hinni
nýju og ómgóðu Digraneskirkju.
Sá er þetta ritar er að vísu hvorki
mann- né ættglöggur, en rekur þó
minni til, að meðal frumlegustu ís-
lenzkra dægurlagaútsetninga á 6.
og 7. áratug voru aðskiljanlegar
tengdar nafni Jans heitins Morá-
veks, föður kórstjórans, sem ættir
átti að rekja til einhvers músíkalsk-
asta reits á Evrópukortinu, Bæ-
heims í hinu núverandi Tékklandi.
Það kom því ekki svo mjög á óvart,
að Morávek yngri skyldi sýna efni-
leg tök á öllu þrennu, kórstjórn,
útsetningum og frumsmíðum.
Karlakórinn Jökull var skipaður
42 söngmönnum. Meðalaldur söng-
félaga virtist lægri en algengast er
um samskonar kóra, og gaf það,
ásamt fallegum, kraftmiklum opn-
um hljómi, hugboð um örar fram-
farir á komandi misserum, er þyrftu
þá helzt að beinast að hinum mest
áberandi göllum kórsins, óhrein-
leika í inntónun og skorti á tón-
stöðufestu í hröðu lágferli. Söng-
fólkið hafði greinilega á mörgum
góðum röddum að skipa, og er ekki
að efa, að fegurðarblettum eins og
„flötum“ toppnótum eigi eftir að
fækka stórum með aukinni ástund-
un og raddþjálfun. Til að valda
ekki misskilningi er rétt að undir-
strika, að kórinn söng margt fal-
lega, þó svo að hér sé miðað við
ýtrustu hreinleikakröfur nútíma-
hlustenda, er vissulega hafa aukizt
að mun á örfáum áratugum.
Kórinn var fljótur að syngja sig
upp; opni hljómurinn var kominn
þegar í þriðja lagi, Prestakórnum
úr Töfraflautu Mozarts. Útsetning
Carls Billichs á Capriljóði Winklers
næst þar á undan var svolítið hart
sungin á stuttu nótunum og bar
auk þess með sér að vera hugsuð
fyrir kvartett fremur en kór. „Jök-
ullinn“ eftir stjórnandann við ljóð
eftir Guðbjart Össurarson var netti-
lega skrifað lítið söngverk, mótað
af m.a. söngleikslögum og vínar-
klassík og bauð bæði upp á náttúru-
lýsingar og pólýfónísk fúgató. Voru
hin síðari, eftir óörygginu í innkom-
um að dæma, ekki meðal sérgreina
karlakórsins enn sem komið er.
Hið fallega „Nótt“ eftir Árna
Thorsteinson myndaði, ásamt „Álft-
irnar kvaka“ eftir Þorstein Jónsson,
þar sem Erlingur Arason tenór og
Sigurður Kr. Sigurðsson baríton
sungu tvísöng með kórnum, há-
punkt fyrri hálfleiks. Af fjórum síð-
ustu lögum fyrir hlé átti „Kampa-
vínskveðja" (Champagnegalop)
Lumbyes hins vegar einna sízt er-
indi við karlakórsmiðilinn, enda sem
kunnugt er sópandi létt (en ekki
þar með sagt auðflutt) hljómskála-
lag fyrir litla sinfóníuhljómsveit.
Eftir hlé bar einna hæst fyrsta
lagið, „Þú álfu vorrar yngsta land“
eftir Sigfús Einarsson, enda meðal
hinna sterkari hefðbundinna karla-
kórslaga. Hið fallega en nærri því
ofkeyrða lag Jóhanns Helgasonar,
„Söknuður", lýtist ávallt af slæmri
textafrösun, og tiplandi útsetning
Jóns Sigurðssonar dofnaði nokkuð
í heldur daufum píanóundirleik með
óþarfa rúbató. í „Dórnínó" eftir
Skúla Halldórsson í útsetningu
stjórnandans var ekki nógu vel hug-
að að styrkbreytingum, þegar lag-
línan færðist í neðri raddir, og vildi
hún stundum týnast þar.
„Síminn" er gott dæmi um ofur-
gildi texta á kostnað lags í vitund
Islendinga. Gríntexti eftir Halla,
þótt smellinn sé út af fyrir sig, er
látinn sópa burt upphaflegum texta
um farmannarómantík („Seemann,
Wind und Welle...“) á grundvelli
yfirborðslegrar orðalíkingar, í full-
kominni andstæðu við eðli lagsins.
Eins og góður hljómur kórsins gaf
ótvírætt til kynna - en hann náði
oftast hæst, þegar fagurfræði ís-
lenzkrar karlakórshefðar modo ero-
ico var hvað næst - var og verður
lagið æ tengt hafsins hetjum, sama
hvað stundaspaugurum dettur í hug
í skjóli einangrunar landsins. Lagið
var í tónleikaskrá sagt „þýskt“ (sbr.
„lagið er erlent“ í RUV-kynningum)
og útsett af stjórnandanum.
Friðrik Snorrason, hár tenór, en
dálítið lokaður, söng einsöng í
„Funiculi, funicula" með kórinn í
bakgrunni, er reifaði ýmsar óskyld-
ar tóntegundir í útsetningu stjórn-
andans. Friðrik söng ásamt Sigurði
Hannessyni einnig tvísöng með
kórnum í síðasta atriði dagskrár,
„Dóná svo blá“, er gerði góða lukku
og var sungið með ekta vínarvalsa-
„sesúrum“, smáhiki á viðeigandi
upptöktum. Var því númeri, líkt og
mörgum undangengnum, tekið með
kostum og kynjum af áheyrendum,
og neyddist kórinn til að syngja
fjölda aukalaga.
RíkarðurÖ. Pálsson