Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Smugan er ekki úthaf UPPHIjAUPIÐ á Alþingi í sambandi við meint landhelgisbrot rússneska togarans Dmitri Pokramovitsj 2. apríl á Reykjanes- hrygg var mjög óheppilegt og nei- kvætt fyrir málstað íslands. Rússneski sendiherrann, Júrí Retsjetov, hefír fært fullgild rök fyrir þessu í grein sinni á baksíðu Morgunblaðsins 19. april, þar sem heitið er rannsókn málsins í fiskiráðuneytinu í Moskvu, niðurstaðan verði kynnt og tryggt að landhelgis- brot endurtaki sig ekki. ísland get- Herinn nálgast... ur ekki fengið betri samstöðu við Rússa en þetta. Enn á ný hefir þessi frábæri tengiliður okkar við Rússa sýnt okkur vinarhug sinn, og að afl samstöðunnar er meira virði en óskyn- samleg átök. Hafi hann einlægar þakkir fyrir. Réttarstaða strandríkja og „Smugan“ Júrí Retsjetov segir: „Smugan er ekki úthaf“ og vísar í 123. gr. ha- fréttarsáttmálans um hvernig strandríki, sem liggja að „umluktu eða hálfumluktu hafi“ skuli sameiginlega stjórna nýtingu auðlinda á svæðinu, og er hvorttveggja í samræmi við skilning íslendinga. Hinsvegar er sjónarmið hans um að Smugan sé „umlukt lögsögu Noregs og Rússlands" ekki viðurkennt af íslendingum. Smug- an, eins og hún er nú staðsett, er einmitt tákn ofbeldisaðgerða Nor- egs í Norðurhafinu, og byggist á sjókorti Norðmanna, gerðu af Sjó- kortastofnun þeirra í Stavanger (INT 10 300), frá því í oktober 1994. Þetta sjókort af Norðurhaf- inu, sem nær yfir allt hafsvæðið frá suðurodda Grænlands í vestri til Rússlands í austri, er gert af Norð- mönnum án alls samráðs við að- liggjandi lönd. A þessu sjókorti eru dregnar fiskilögsögur um Jan May- en, Svalbarða og Bjarnarey, en þessi eyðilönd hafa enga fiskilög- sögu í skilningi hafréttarsáttmál- ans. Auk þess er fiskilögsaga við sjálfan Noreg dregin frá ýmsum Nauðsynlegt er, segir Onundur Asgeirsson, að koma á sameiginlegri veiðistiórn í Norðurhaf- inu, sem fískveiðilög- sögur íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja. óbyggðum skerjum við Noreg, sem einnig ætti að teljast óheimilt. Allt þetta hafsvæði hafa Norðmenn síð- an kastað eign sinni á og nefnt „Noregshaf", sem er rangnefni, yfirgangur gagnvart öðrum aðliggj- andi ríkjum, og brot á hafréttarsátt- málanum. Sameiginleg stjórn í Norðurhafinu Línur fyrir 200 mílna fiskilögsög- ur Grænlands, íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja allt Norðurhafíð, og þessi lönd eiga því að hafa sameiginlega stjórn á veið- um þar samkvæmt hafréttarsátt- málanum. Vafasamt er þó að Græn- land eigi rétt á aðild að slíkri stjórn, því að sá hluti Grænlands, sem ligg- ur að Norðurhafinu, er óbyggt eyði- land þar sem engar veiðar eru stundaðar frá. Það er mjög aðkall- andi og nauðsynlegt að réttri skipan verði komið á um rétta stjórnun á þessu hafsvæði. Þar þyrftu sjómæl- ingar íslands að taka sér forystu- hlutverk með því að gera nýjan uppdrátt af öllu svæðinu, þar sem sýndar væru rétt afmarkaðar fiski- Önundur Asgeirsson. Ibarbi Bjarijaroj NORÐUR iyen HAF y Kolbcinsey -óiS'V? ÍSLAND RÚSSLÁNÖ Pæreyjar NORÐURHAFIÐ er innhaf, sem fiskveiðilögsögur íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja. lögsögur allra ríkjanna í samræmi við núverandi hafréttarsáttmála. Með þessum hætti kæmi fram alveg ný mynd af veiðirétti í Norðurhaf- inu, og uppdráttur Noregs af Smug- unum félli niður. Norðmenn eiga engan rétt á að taka fiskiskip frá aðliggjandi ríkjum að Norðurhafinu við veiðar í Smugunni. Ekki heldur við Svalbarða eða Bjarnarey. Það væru aðeins réttlaus ofbeldisverk. Samstaða við Rússa 'Ásókn óviðkomandi ríkja í síld- veiðar í „Síldarsmugunni" nú bend- ir ótvírætt til þess, að íslendingar verði að beita sér strax að því að koma réttri stjórn á fiskveiðar í Norðurhafinu í samræmi við haf- réttarsáttmálann. Norðmenn hafa sótt fast eftir því að ná sérsamning- um við Rússa um veiðar á þessu hafsvæði, og vilja með því tryggja sér forystuhlutverk um stjórnun þess. Þetta gengur þvert á fyrir- mæli hafréttarsáttmálans. Þess vegna ættu Islendingar nú, með Pæreyinga sér við hlið, að leita eft- ir samstöðu við Rússa um þetta. Rússar hafa í raun sömu hagsmuna að gæta, og öll sanngirni mælir með því að flýta slíkum samningum. Eflaust gæti Júrí Retsjetov, sendi- herra, verið góður tengiliður í þeim samskiptum, eins og oft áður. Sam- staða er betri en óskynsamleg átök. Norðmenn þýðir einfaldlega ekki að tala um. Þeir eru uppteknir við nýlendustefnu 21. aldarinnar á út- hafinu, og vilja ekki hlíta hafréttar- sáttmálanum um stjórnun veiða á Norðurhafinu, gagnstætt því sem er um íslendinga, Færeyinga og Rússa. Höfundur er fyrrv. forstjóri. COfXJRSTAÐUR Á HORNI REYKJANESBRAUTAR06 BÚSTAÐAVECAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.