Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Smugan er ekki úthaf UPPHIjAUPIÐ á Alþingi í sambandi við meint landhelgisbrot rússneska togarans Dmitri Pokramovitsj 2. apríl á Reykjanes- hrygg var mjög óheppilegt og nei- kvætt fyrir málstað íslands. Rússneski sendiherrann, Júrí Retsjetov, hefír fært fullgild rök fyrir þessu í grein sinni á baksíðu Morgunblaðsins 19. april, þar sem heitið er rannsókn málsins í fiskiráðuneytinu í Moskvu, niðurstaðan verði kynnt og tryggt að landhelgis- brot endurtaki sig ekki. ísland get- Herinn nálgast... ur ekki fengið betri samstöðu við Rússa en þetta. Enn á ný hefir þessi frábæri tengiliður okkar við Rússa sýnt okkur vinarhug sinn, og að afl samstöðunnar er meira virði en óskyn- samleg átök. Hafi hann einlægar þakkir fyrir. Réttarstaða strandríkja og „Smugan“ Júrí Retsjetov segir: „Smugan er ekki úthaf“ og vísar í 123. gr. ha- fréttarsáttmálans um hvernig strandríki, sem liggja að „umluktu eða hálfumluktu hafi“ skuli sameiginlega stjórna nýtingu auðlinda á svæðinu, og er hvorttveggja í samræmi við skilning íslendinga. Hinsvegar er sjónarmið hans um að Smugan sé „umlukt lögsögu Noregs og Rússlands" ekki viðurkennt af íslendingum. Smug- an, eins og hún er nú staðsett, er einmitt tákn ofbeldisaðgerða Nor- egs í Norðurhafinu, og byggist á sjókorti Norðmanna, gerðu af Sjó- kortastofnun þeirra í Stavanger (INT 10 300), frá því í oktober 1994. Þetta sjókort af Norðurhaf- inu, sem nær yfir allt hafsvæðið frá suðurodda Grænlands í vestri til Rússlands í austri, er gert af Norð- mönnum án alls samráðs við að- liggjandi lönd. A þessu sjókorti eru dregnar fiskilögsögur um Jan May- en, Svalbarða og Bjarnarey, en þessi eyðilönd hafa enga fiskilög- sögu í skilningi hafréttarsáttmál- ans. Auk þess er fiskilögsaga við sjálfan Noreg dregin frá ýmsum Nauðsynlegt er, segir Onundur Asgeirsson, að koma á sameiginlegri veiðistiórn í Norðurhaf- inu, sem fískveiðilög- sögur íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja. óbyggðum skerjum við Noreg, sem einnig ætti að teljast óheimilt. Allt þetta hafsvæði hafa Norðmenn síð- an kastað eign sinni á og nefnt „Noregshaf", sem er rangnefni, yfirgangur gagnvart öðrum aðliggj- andi ríkjum, og brot á hafréttarsátt- málanum. Sameiginleg stjórn í Norðurhafinu Línur fyrir 200 mílna fiskilögsög- ur Grænlands, íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja allt Norðurhafíð, og þessi lönd eiga því að hafa sameiginlega stjórn á veið- um þar samkvæmt hafréttarsátt- málanum. Vafasamt er þó að Græn- land eigi rétt á aðild að slíkri stjórn, því að sá hluti Grænlands, sem ligg- ur að Norðurhafinu, er óbyggt eyði- land þar sem engar veiðar eru stundaðar frá. Það er mjög aðkall- andi og nauðsynlegt að réttri skipan verði komið á um rétta stjórnun á þessu hafsvæði. Þar þyrftu sjómæl- ingar íslands að taka sér forystu- hlutverk með því að gera nýjan uppdrátt af öllu svæðinu, þar sem sýndar væru rétt afmarkaðar fiski- Önundur Asgeirsson. Ibarbi Bjarijaroj NORÐUR iyen HAF y Kolbcinsey -óiS'V? ÍSLAND RÚSSLÁNÖ Pæreyjar NORÐURHAFIÐ er innhaf, sem fiskveiðilögsögur íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands umlykja. lögsögur allra ríkjanna í samræmi við núverandi hafréttarsáttmála. Með þessum hætti kæmi fram alveg ný mynd af veiðirétti í Norðurhaf- inu, og uppdráttur Noregs af Smug- unum félli niður. Norðmenn eiga engan rétt á að taka fiskiskip frá aðliggjandi ríkjum að Norðurhafinu við veiðar í Smugunni. Ekki heldur við Svalbarða eða Bjarnarey. Það væru aðeins réttlaus ofbeldisverk. Samstaða við Rússa 'Ásókn óviðkomandi ríkja í síld- veiðar í „Síldarsmugunni" nú bend- ir ótvírætt til þess, að íslendingar verði að beita sér strax að því að koma réttri stjórn á fiskveiðar í Norðurhafinu í samræmi við haf- réttarsáttmálann. Norðmenn hafa sótt fast eftir því að ná sérsamning- um við Rússa um veiðar á þessu hafsvæði, og vilja með því tryggja sér forystuhlutverk um stjórnun þess. Þetta gengur þvert á fyrir- mæli hafréttarsáttmálans. Þess vegna ættu Islendingar nú, með Pæreyinga sér við hlið, að leita eft- ir samstöðu við Rússa um þetta. Rússar hafa í raun sömu hagsmuna að gæta, og öll sanngirni mælir með því að flýta slíkum samningum. Eflaust gæti Júrí Retsjetov, sendi- herra, verið góður tengiliður í þeim samskiptum, eins og oft áður. Sam- staða er betri en óskynsamleg átök. Norðmenn þýðir einfaldlega ekki að tala um. Þeir eru uppteknir við nýlendustefnu 21. aldarinnar á út- hafinu, og vilja ekki hlíta hafréttar- sáttmálanum um stjórnun veiða á Norðurhafinu, gagnstætt því sem er um íslendinga, Færeyinga og Rússa. Höfundur er fyrrv. forstjóri. COfXJRSTAÐUR Á HORNI REYKJANESBRAUTAR06 BÚSTAÐAVECAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.