Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 104. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Líkur taldar á að Þjóðarflokkur F.W. de Klerks segi sig úr stjórn Suður-Afríku Suður-Afríka fær nýja stjórnarskrá Höfðaborg. Reuter. STJÓRNLAGAÞING Suður-Afr- íku samþykkti í gær nýja stjórnar- skrá landsins og Nelson Mandela forseti fagnaði samþykktinni sem „endurfæðingu" landsins. Fréttir um að Þjóðarflokkur F.W. de Klerks varaforseta kynni að ganga úr þjóðstjórninni ollu hins vegar óróa á fjármálamörkuðum. Stjórnlagaþingið, sem er skipað öllum fulltrúum beggja þingdeild- anna, samþykkti stjómarskrána með 421 atkvæði gegn tveimur atkvæðum flokks kristinna manna, sem vildi ákvæði um bann við fóst- ureyðingum. Þingmenn Inkatha, flokks Zulumanna, mættu ekki á þingfundinn og tíu þingmenn Frelsisfylkingarinnar, hægriflokks sem barðist fyrir heimalandi hvítra manna, sátu hjá. Málamiðlunarsamkomulag náð- ist um stjórnarskrána á síðustu stundu og þar sem hún fékk meira en tvo þriðju atkvæða þarf ekki að bera hana undir þjóðaratkvæði, sem hefði getað valdið efnahags- legri óvissu og leitt til mann- skæðra átaka. Stjórnarskráin kemur í stað ann- arrar, sem gilti til bráðabirgða í tvö ár. Samkvæmt henni verður efnt til kosninga árið 1999 og sá flokkur, sem nær meirihluta á þinginu, tekur þá við stjórnartaum- unum. De Klerk óánægður De Klerk, síðasti hvíti forsetinn í Suður-Afríku, samþykkti stjórnarskrána með semingi og gagnrýndi ýmis ákvæði hennar. „Þessi nýja stjórnarskrá markar endalok aðildar margra flokka að ákvarðanatöku framkvæmda- valdsins. Þess í stað höfum við Reuter NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, og F.W. de Klerk, varaforseti, heilsa fólki við þinghúsið í Höfðaborg eftir að ný stjórnarskrá landsins var samþykkt. fengið kerfi sem byggist á drottn- unarvaldi meirihlutans. Þetta eru mistök,“ sagði de Klerk. Heimildarmenn innan Þjóðar- flokksins sögðu að margir flokks- menn væru þeirrar skoðunar að ekki væri tekið nægilegt tillit til sjónarmiða flokksins innan þjóð- stjórnarinnar. David Malatsi, að- stoðarframkvæmdastjóri Þjóðar- flokksins, sagði helmings líkur á því að úrsögn úr stjórninni yrði samþykkt á fundi flokksins á þriðjudag. „Ef við ætlum að gera það eigum við að gera það núna. Það er tilgangslaust að fresta því.“ • enií msesoi M«< Mn«ciie»»e fc.iv. ‘M'tMU * Hll ilK fHÍ Óvissa í Tyrklandi Ankara. Reuter. STJÓRNARKREPPA gæti verið í uppsiglingu í Tyrklandi vegna ásakana á hendur Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra, um spill- ingu. Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um hvort setja eigi á lagg- irnar þingnefnd til að rannsaka hvort Ciller hafi haft afskipti af einkavæðingu bifreiðaverksmiðj- anna Tofas með það að markmiði að samstarfsmenn hennar í við- skiptum hlytu hagnað af. Móðurlandsflokkur Mesut Yilmaz forsætisráðherra sam- þykkti í síðasta mánuði að láta fara fram rannsókn á öðru spill- ingarmáli, sem Ciller er bendluð við, þrátt fyrir andstöðu Sann- leiksstígsins, flokks hennar, sem einnig á sæti í ríkisstjórn. Ciller og Yilmaz gerðu við stjórnarmyndunina samkomulag um að gegna embætti forsætisráð- herra til skiptis. í samtali við Anato//an-fréttastofuna sakaði Ciller Yilmaz um að reyna að haga málum þannig að henni yrði gert ókleift að taka við forsætisráð- herraembættinu á næsta ári. Árásin á flótta- menn í Qana Israelar gagnrýna skýrslu SÞ Jerúsalem, London. Reuter. ÍSRAELSKIR embættismenn sök- uðu í gær gæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Líbanon um að hafa skotið skjólshúsi yfír skæruliða Hiz- bollah í bækistöðinni við bæinn Qana þar sem ísraelar urðu rúm- lega 100 óbreyttum borgurum að bana með sprengjuárás í liðnum mánuði. í skýrslu sem gerð var fyrir fram- kvæmdastjóra SÞ, Boutros Bout- ros-Ghali, um árásina er gefið í skyn að ísraelar hafi ráðist á bæki- stöðina þótt þeir hafi vitað að þar væru hundruð flóttamanna. Fulltrú- ar SÞ segja að ómannað loftfar ísraela hafi sveimað yfir Qana og ráðamönnum ísraelshers því verið ljóst að flóttafólk væri á staðnum. Liðsforinginn sem annaðist loft- farið segist fyrst hafa beint því að Qana nokkrum mínútum eftir að árásin var gerð. Hann hafi verið beðinn um það og sagt að „eitthvað slæmt" hefði gerst þar. A spólunni sjást svartir reykjarbólstrar. Hundsuðu upptöku „Við sýndum þeim spólu sem var í loftfari í grennd við staðinn .. . og augljóst er af henni að alls ekki er hægt að greina hvort óbreyttir borgarar eru þar,“ sagði Uri Dromi, talsmaður ísraelsstjórnar. „Því mið- ur ákváðu fulltrúar SÞ að hundsa upptökuna, ef til vill vegna þess að þeir munu eiga erfitt með að út- skýra hvers vegna Hizbollah- skæruliðar voru svo hagvanir í bækistöð SÞ.“ ísraelar segja ennfremur að sprengjurnar hafi fallið á bækistöð- ina sjálfa vegna þess að rangar merkingar hafi verið á kortum þeirra. Aðalhöfundur skýrslu SÞ, Hollendingurinn Frank van Kappen hershöfðingi, vísar þessu á bug og sagði SÞ hafa verið með bækistöð á svæðinu í 18 ár. Minnast Ceaucescu HÓPUR rúmenskra kommúnista af gamla skólanum kom í gær saman við gröf Nicolae Ceau- cescu, fyrrum einræðisherra, reistu þar legstein og ræddu for- tíðina. Vildu þeir minnast þess að 75 ár voru liðin frá stofnun rúm- enska kommúnistaflokksins. Ce- aucescu var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni Elenu er komm- únistum var steypt af stóli í des- ember 1989. Upphaflega voru grafir þeirra ómerktar en fyrr- verandi stuðningsmenn Ceaucesc- us fundu þær og koma þar nú saman nokkrum sinnum á ári til að minnast einræðisherrans og ræða hnignun rúmensks sam- félags eftir að hann hvarf af vett- vangi. „Allir synir þessa forna lands gátu gengið að vinnu og brauði vísu fram til ársins 1989,“ sagði einn þeirra er komu saman við leiði Ceaucescus í gær. Skýrsla um tengsl norska Verkamannaflokksins við leyniþjónustuna Málið sagt „skammarleg- ur“ blettur í sögu Noregs SKÝRSLA þingskipaðrar rannsóknarnefndar, þar sem fullyrt er að norski Verkamannaflokkurinn hafí átt samstarf við leyniþjónustuna, hefur vak- ið mikinn úlfaþyt á norska stórþinginu. Ákvað þingið í gær að gera skýrsluna opinbera en efni hennar hefur m.a. verið lýst af þingmönnum sem „skammarlegum bletti" í sögu landsins. Hafa ijöl- margir þingmenn krafíst þess að eftirlitið með leyniþjónustunni verði hert i kjölfar þessara upp- ljóstrana og stjórnarandstaðan krefst þess að Verkamannaflokkurinn biðjist afsökunar á mál- inu, að því er segir í frétt Aftenposten. Rannsóknarnefndin, kennd við formanninn, hæstaréttardómarann Ketil Lund, hefur rannsak- að málið í rúm tvö ár. Hún kemst að þeirri niður- stöðu að nokkrir starfsmenn Verkamannaflokks- ins hafi safnað upplýsingum um tugi þúsunda kommúnista og afhent leyniþjónustunni þær. Þetta hafi staðið frá stríðslokum og fram á miðj- an sjöunda áratuginn. Þá hafi leyniþjónustan hler- að fundi kommúnista. Fullyrt er í skýrslunni að einn þeirra sem helst hafi hvatt til samvinnu Verkamannaflokksins og leyniþjónustunnar sé Haakon Lie, sem var lengi ritari flokksins. Lie, sem er 91 árs, vísar þessum ásökunum á bug. Eftirlitíð hert Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, fagnaði því í gær að skýrslan hefði verið gerð opinber. Sagði hún að núverandi ríkisstjóm hefði hvað eftir annað átt frumkvæði að því að herða eftirlitið með starfsemi leyniþjónustunnar. Torbjorn Jagland, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, lagði á það áherslu að gera yrði greinarmun á því sem átt hefði sér stað fyrir og eftir 1970, en þá yrðu allir þeir sem farið hefðu með völd í landinu, að deila ábyrgðinni á hugsanlegu ólög- legu eftirliti. Lund-nefndin hefði ekki rekist á neitt sem benti til tengsla Verkamannaflokksins við leyniþjónustuna eftir 1970. ■ Segja VerkamannafIokkinn/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.