Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C
104. TBL. 84. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Líkur taldar á að Þjóðarflokkur F.W. de Klerks segi sig úr stjórn Suður-Afríku
Suður-Afríka
fær nýja
stjórnarskrá
Höfðaborg. Reuter.
STJÓRNLAGAÞING Suður-Afr-
íku samþykkti í gær nýja stjórnar-
skrá landsins og Nelson Mandela
forseti fagnaði samþykktinni sem
„endurfæðingu" landsins. Fréttir
um að Þjóðarflokkur F.W. de
Klerks varaforseta kynni að ganga
úr þjóðstjórninni ollu hins vegar
óróa á fjármálamörkuðum.
Stjórnlagaþingið, sem er skipað
öllum fulltrúum beggja þingdeild-
anna, samþykkti stjómarskrána
með 421 atkvæði gegn tveimur
atkvæðum flokks kristinna manna,
sem vildi ákvæði um bann við fóst-
ureyðingum. Þingmenn Inkatha,
flokks Zulumanna, mættu ekki á
þingfundinn og tíu þingmenn
Frelsisfylkingarinnar, hægriflokks
sem barðist fyrir heimalandi hvítra
manna, sátu hjá.
Málamiðlunarsamkomulag náð-
ist um stjórnarskrána á síðustu
stundu og þar sem hún fékk meira
en tvo þriðju atkvæða þarf ekki
að bera hana undir þjóðaratkvæði,
sem hefði getað valdið efnahags-
legri óvissu og leitt til mann-
skæðra átaka.
Stjórnarskráin kemur í stað ann-
arrar, sem gilti til bráðabirgða í
tvö ár. Samkvæmt henni verður
efnt til kosninga árið 1999 og sá
flokkur, sem nær meirihluta á
þinginu, tekur þá við stjórnartaum-
unum.
De Klerk óánægður
De Klerk, síðasti hvíti forsetinn
í Suður-Afríku, samþykkti
stjórnarskrána með semingi og
gagnrýndi ýmis ákvæði hennar.
„Þessi nýja stjórnarskrá markar
endalok aðildar margra flokka að
ákvarðanatöku framkvæmda-
valdsins. Þess í stað höfum við
Reuter
NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, og F.W. de Klerk,
varaforseti, heilsa fólki við þinghúsið í Höfðaborg eftir að ný
stjórnarskrá landsins var samþykkt.
fengið kerfi sem byggist á drottn-
unarvaldi meirihlutans. Þetta eru
mistök,“ sagði de Klerk.
Heimildarmenn innan Þjóðar-
flokksins sögðu að margir flokks-
menn væru þeirrar skoðunar að
ekki væri tekið nægilegt tillit til
sjónarmiða flokksins innan þjóð-
stjórnarinnar. David Malatsi, að-
stoðarframkvæmdastjóri Þjóðar-
flokksins, sagði helmings líkur á
því að úrsögn úr stjórninni yrði
samþykkt á fundi flokksins á
þriðjudag. „Ef við ætlum að gera
það eigum við að gera það núna.
Það er tilgangslaust að fresta því.“
• enií msesoi M«<
Mn«ciie»»e
fc.iv. ‘M'tMU * Hll ilK fHÍ
Óvissa í Tyrklandi
Ankara. Reuter.
STJÓRNARKREPPA gæti verið í
uppsiglingu í Tyrklandi vegna
ásakana á hendur Tansu Ciller,
fyrrum forsætisráðherra, um spill-
ingu.
Tyrkneska þingið greiðir í dag
atkvæði um hvort setja eigi á lagg-
irnar þingnefnd til að rannsaka
hvort Ciller hafi haft afskipti af
einkavæðingu bifreiðaverksmiðj-
anna Tofas með það að markmiði
að samstarfsmenn hennar í við-
skiptum hlytu hagnað af.
Móðurlandsflokkur Mesut
Yilmaz forsætisráðherra sam-
þykkti í síðasta mánuði að láta
fara fram rannsókn á öðru spill-
ingarmáli, sem Ciller er bendluð
við, þrátt fyrir andstöðu Sann-
leiksstígsins, flokks hennar, sem
einnig á sæti í ríkisstjórn.
Ciller og Yilmaz gerðu við
stjórnarmyndunina samkomulag
um að gegna embætti forsætisráð-
herra til skiptis. í samtali við
Anato//an-fréttastofuna sakaði
Ciller Yilmaz um að reyna að haga
málum þannig að henni yrði gert
ókleift að taka við forsætisráð-
herraembættinu á næsta ári.
Árásin á flótta-
menn í Qana
Israelar
gagnrýna
skýrslu SÞ
Jerúsalem, London. Reuter.
ÍSRAELSKIR embættismenn sök-
uðu í gær gæsluliða Sameinuðu
þjóðanna í Líbanon um að hafa
skotið skjólshúsi yfír skæruliða Hiz-
bollah í bækistöðinni við bæinn
Qana þar sem ísraelar urðu rúm-
lega 100 óbreyttum borgurum að
bana með sprengjuárás í liðnum
mánuði.
í skýrslu sem gerð var fyrir fram-
kvæmdastjóra SÞ, Boutros Bout-
ros-Ghali, um árásina er gefið í
skyn að ísraelar hafi ráðist á bæki-
stöðina þótt þeir hafi vitað að þar
væru hundruð flóttamanna. Fulltrú-
ar SÞ segja að ómannað loftfar
ísraela hafi sveimað yfir Qana og
ráðamönnum ísraelshers því verið
ljóst að flóttafólk væri á staðnum.
Liðsforinginn sem annaðist loft-
farið segist fyrst hafa beint því að
Qana nokkrum mínútum eftir að
árásin var gerð. Hann hafi verið
beðinn um það og sagt að „eitthvað
slæmt" hefði gerst þar. A spólunni
sjást svartir reykjarbólstrar.
Hundsuðu upptöku
„Við sýndum þeim spólu sem var
í loftfari í grennd við staðinn .. . og
augljóst er af henni að alls ekki er
hægt að greina hvort óbreyttir
borgarar eru þar,“ sagði Uri Dromi,
talsmaður ísraelsstjórnar. „Því mið-
ur ákváðu fulltrúar SÞ að hundsa
upptökuna, ef til vill vegna þess að
þeir munu eiga erfitt með að út-
skýra hvers vegna Hizbollah-
skæruliðar voru svo hagvanir í
bækistöð SÞ.“
ísraelar segja ennfremur að
sprengjurnar hafi fallið á bækistöð-
ina sjálfa vegna þess að rangar
merkingar hafi verið á kortum
þeirra. Aðalhöfundur skýrslu SÞ,
Hollendingurinn Frank van Kappen
hershöfðingi, vísar þessu á bug og
sagði SÞ hafa verið með bækistöð
á svæðinu í 18 ár.
Minnast
Ceaucescu
HÓPUR rúmenskra kommúnista
af gamla skólanum kom í gær
saman við gröf Nicolae Ceau-
cescu, fyrrum einræðisherra,
reistu þar legstein og ræddu for-
tíðina. Vildu þeir minnast þess að
75 ár voru liðin frá stofnun rúm-
enska kommúnistaflokksins. Ce-
aucescu var tekinn af lífi ásamt
eiginkonu sinni Elenu er komm-
únistum var steypt af stóli í des-
ember 1989. Upphaflega voru
grafir þeirra ómerktar en fyrr-
verandi stuðningsmenn Ceaucesc-
us fundu þær og koma þar nú
saman nokkrum sinnum á ári til
að minnast einræðisherrans og
ræða hnignun rúmensks sam-
félags eftir að hann hvarf af vett-
vangi. „Allir synir þessa forna
lands gátu gengið að vinnu og
brauði vísu fram til ársins 1989,“
sagði einn þeirra er komu saman
við leiði Ceaucescus í gær.
Skýrsla um tengsl norska Verkamannaflokksins við leyniþjónustuna
Málið sagt „skammarleg-
ur“ blettur í sögu Noregs
SKÝRSLA þingskipaðrar rannsóknarnefndar, þar
sem fullyrt er að norski Verkamannaflokkurinn
hafí átt samstarf við leyniþjónustuna, hefur vak-
ið mikinn úlfaþyt á norska stórþinginu. Ákvað
þingið í gær að gera skýrsluna opinbera en efni
hennar hefur m.a. verið lýst af þingmönnum sem
„skammarlegum bletti" í sögu landsins. Hafa ijöl-
margir þingmenn krafíst þess að eftirlitið með
leyniþjónustunni verði hert i kjölfar þessara upp-
ljóstrana og stjórnarandstaðan krefst þess að
Verkamannaflokkurinn biðjist afsökunar á mál-
inu, að því er segir í frétt Aftenposten.
Rannsóknarnefndin, kennd við formanninn,
hæstaréttardómarann Ketil Lund, hefur rannsak-
að málið í rúm tvö ár. Hún kemst að þeirri niður-
stöðu að nokkrir starfsmenn Verkamannaflokks-
ins hafi safnað upplýsingum um tugi þúsunda
kommúnista og afhent leyniþjónustunni þær.
Þetta hafi staðið frá stríðslokum og fram á miðj-
an sjöunda áratuginn. Þá hafi leyniþjónustan hler-
að fundi kommúnista. Fullyrt er í skýrslunni að
einn þeirra sem helst hafi hvatt til samvinnu
Verkamannaflokksins og leyniþjónustunnar sé
Haakon Lie, sem var lengi ritari flokksins. Lie,
sem er 91 árs, vísar þessum ásökunum á bug.
Eftirlitíð hert
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, fagnaði því í gær að skýrslan hefði verið
gerð opinber. Sagði hún að núverandi ríkisstjóm
hefði hvað eftir annað átt frumkvæði að því að
herða eftirlitið með starfsemi leyniþjónustunnar.
Torbjorn Jagland, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, lagði á það áherslu að gera yrði greinarmun
á því sem átt hefði sér stað fyrir og eftir 1970,
en þá yrðu allir þeir sem farið hefðu með völd í
landinu, að deila ábyrgðinni á hugsanlegu ólög-
legu eftirliti. Lund-nefndin hefði ekki rekist á
neitt sem benti til tengsla Verkamannaflokksins
við leyniþjónustuna eftir 1970.
■ Segja VerkamannafIokkinn/23