Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðanakönnun Gallups vegna forsetakjörs 44,3% nefna Ólaf en 38% óákveðnir Ný leiguflugvél á vegum Islandsflugs komin til landsins NÝJA ATR42 leiguflugvélin kom til landsins i gær. Fjölhæf vöru- og farþegaflugvél ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur, samkvæmt skoðanakönnun Gallups, sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið, mests fylgis þeirra forsetaframbjóð- enda, sem komnir eru fram. 38% eru enn óákveðin en miðað við þá sem afstöðu tóku, nýtur Ólafur Ragnar 71,2% fylgis, Guðrún Pétursdóttir 10,2%, Pétur Kr. Hafstein 9,4% og Guðrún Agnarsdóttir 4,4%. Þessar tölur reiknaði Ríkisútvarpið út og birti í gærkveldi. I síðustu könnun Gallups, sem Morgunblaðið birti þriðjudaginn 2. apríl, naut Ólafur Ragnar fylgis 40% þeirrra sem afstöðu tóku, Guðrún Pétursdóttir 23%, Guðrún Agnars- dóttir 13% og Davíð Oddsson og Pálmi Matthíasson mældust með 4% fylgi hvor. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði ekki gert upp hug sinn. 1.200 manna slembiúrtak Sé miðað við heildarúrtakið, 1200 manns, eru fylgistölur frambjóðenda þannig að Ólafur Ragnar nýtur nú 44,3% fylgis, Guðrún Pétursdóttir 6,4%, Pétur Kr. Hafstein 5,9% og Guðrún Agnarsdóttir 2,7%. Könnunin fór fram 26. apríl til 7. maí. Urtakið var 1.200 manns, valið með slembiaðferð úr þjóðskrá. Óá- kveðnir voru 38%. Eftir að spurt hafði verið „Hver vilt þú að verði næsti forseti ís- lands?“ voru þeir sem nefndu ein- hvei'n spurðir hver kæmi þar á eftir. Næstum helmingur þeirra sem settu Ólaf Ragnar í fyrsta sæti setti Guð- rúnu Pétursdóttur í annað sæti en fjórðungur þeirra nefndi Guðrúnu Agnarsdóttur og tæplega 18% Pétur Kr. Hafstein. Þeir sem tilnefna Guð- rúnu Pétursdóttur fyrst nefna Ólaf Ragnar sem næsta kost og 27% nefna Pétur Kr. Hafstein. Um helmingur þeirra sem nefna Pétur fyrst nefnir Guðrúnu Pétursdóttur næst og um þriðjungur Ólaf Ragnar. Þeir sem völdu Guðrúnu Agnarsdóttur fyrst skiptast nær eingöngu milli Guðrúnar Pétursdóttur og Ólafs Ragnars. ------------------- Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn Rekstrarfé- lag stofnað BORGARRÁÐ hefur samþykkt að stofna rekstrarfélag um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Samþykkt hefur verið að fela þriggja manna starfshópi að und- irbúa tilIÖgur um stofnun félagsins. Verður leitast við að fá til samstarfs fyrirtæki, félagasamtök og einstakl- inga. Ennfremur verður kannað með hvaða hætti starfsmenn geti orðið þátttakendur í slíkum rekstri. NÝ leiguflugvél á vegfum íslands- flugs kom til landsins í gær. Flugvélin er 46 sæta af gerðinni ATR 42-300 og er að stærstum hluta framleidd í Frakklandi en einnig á Italíu. Hreyflar af gerð- inni Pratt & Whitney eru fram- leiddir í Kanada. ATR er algeng- asta flugvélin í sínum stærðar- flokki í heiminum að því er fram kemur í upplýsingum frá íslands- flugi. Flugvélin getur notað stuttar flugbrautir og flogið án millilendingar til flestra Evrópu- landa, Eystrasaltslanda og Kanada. Flugvél Islandsflugs er sér- staklega útbúin til vöru- og far- þegaflutninga. Sérstök innrétt- ing er fyrir hvort tveggja og tekur aðeins eina og hálfa klukkustund að skipta um inn- réttingu. Flugvélina er hægt að nota að hluta fyrir farþega og hluta fyrir frakt. Flugvélin tekur við fraktflugi félagsins til Bretlands en þangað hefur verið flogið fimm nætur í viku fyrir DHL sl. tvö ár. Veru- leg aukning hefur verið í flutn- ingum hjá DHL og var orðin brýn þörf á að auka flutnings- getu til að sinna þeirra þörfum. Um leið opnast möguleikar fyrir aðra aðila að nota sér þessa þjón- ustu og hefur nú þegar verið samið við AEI (Air Express Int- emational) sem er einn stærsti miðlari í flugfrakt í heimi. Fyrir- tækið hefur opnað skrifstofu á íslandi í samvinnu við B.M. flutn- inga. Grænlandsflug í sumar I sumar verður flugvélin not- uð á daginn í farþegaflug til Grænlands. Auk þess verður hægt að leigja vélina fyrir ýmis konar hópferðir innanlands og utan. íslandsflug rekur sjö flug- vélar 5,9,12 farþega og fjórar 19 farþega auk ATR flugvélar- innar. Starfsmenn eru um 55, velta síðasta árs 423 milljónir og hafði aukist um 90 milljónir frá árinu áður. Stjórn og stj órnarandstaða deildu hart um frumvarp um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna Nútímalegra rík- iskerfi eða stríð við stéttarfélögin? „ Morgunblaðið/Ásdis FJOLDI opinberra starfsmanna fylgdist með löngum umræðum á Alþingi á þriðjudag um frumvarpið um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Á myndinni era Sigríður Kristinsdóttir, fyrrv., formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana og Reynir Ragnars- son uppeldisfulltrúi. SVAVAR Gestsson og Össur Skarphéðinsson ráða ráðum sínum við umræður á Alþingi. VILHJÁLMUR Egilsson mælti fyrir breytingartillögum sem meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins ber fram við frumvarpið um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna á Alþingi á þriðjudag. Um- ræðurnar stóðu yfir í um níu klukku- stundir og var þeim frestað kl. hálf eitt um nóttina. Voru þá enn sjö þingmenn á mælendaskrá. Miklar breytingar Vilhjálmur sagði að frumvarpið hefði miklar breytingar í för með sér, sem væri til þess fallnar að gera ríkiskerfið nútímalegra og að starfsmannahald ríkisins yrði betur í takt við þau verkefni sem ríkinu væri falið og þann árangur sem menn vildu ná úr ríkisrekstrinum. Meginbreytingarnar í frumvarp- inu væru m.a. þær að forstöðumenn ríkisstofnana gætu greitt starfs- mönnum viðbótarlaun ofan á grunn- laun. Æviráðning opinberra starfs- manna yrði afnumin, ábyrgð for- stöðumanna á fjárreiðum ríkisstofna yrði aukin og allir embættismenn myndu heyra undir kjaradóm eða kjaranefnd. Samkvæmt frumvarpinu fjölgar embættismönnum ríkisins töluvert. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar leggur m.a. til að prestar og prófastar ásamt ríkistollstjóra bætist í hóp embættismanna en starfsmenn Almannavarna og Landshelgisgæslunnar ekki. Þá er lagt til að lögreglumenn, tollverðir og fangaverðir haldi samningsrétti sínum þrátt fyrir að þeir verði emb- ættismenn. Einnig er lagt til að ekki verði heimilt að greiða embættis- mönnum viðbótarlaun heldur verði kjör þeirra alfarið ákveðin af kjara- nefnd. Reynir á sjálfstæði Alþingis Stjórnarandstæðingar gagnrýndu mjög harðlega að frumvarpið skyldi ekki hafa verið dregið til baka eins og verkalýðshreyfingin og stjórnar- andstaðan hefur krafist. Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi og formaður BSRB, sagði að í málinu reyndi á sjálfstæði Al- þingis. Tillögur frumvarpsins tækju á samningsbundnum kjörum og skertu kjör launafólks og málmet- andi aðilar hefðu fært rök fyrir því að frumvarpið bryti gegn stjórnar- skrá og siðferðilega stæðist það eng- an veginn. Þetta væri samdóma álit allra samtaka á vinnumarkaði að undanskyldu Vinnuveitendasam- bandinu, Vinnumálasambandinu og Verslunarráði, enda væru tillögur frumvarpsins mjög í anda málflutn- ings þeirra. Ögmundur skoraði á Alþingi að láta ekki fulltrúa þessara sjónarmiða segja sér fyrir verkum. Ágúst Einarsson Þjóðvaka sagði málið einkennast af því að ekkert eðlilegt samráð hefði verið haft við stéttarfélögin um gerð þess. Um- sagnir stéttarfélaga væru allar á einn veg. Að hafna frumvarpinu og þeirri hugsun sem það lýsti. Ekkert hefði verið gert með þessar umsagn- ir og skoðanir stjórnarandstöðunnar og því væri verið að stefna í stríð við stéttarfélögin við næstu kjara- samninga. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðu- bandalagi sagði að ríkisstjórnin hefði slitið samstarfi við verkalýðshreyf- inguna og ákveðið að setja einhliða leikreglur á vinnumarkaði. Sagði hann fráleitt að setja löggjöf um vinnumarkaðinn sem „grenjandi ágreiningur" væri um í þjóðfélaginu. Gagnrýndi Steingrímur einnig fjöl- mörg efnisatriði frumvarpsins og sagði það hrákasmíð. Veita ætti starfsmönnum utan verkalýðsfélaga sérstaka vernd og sagði hann að ýmis ákvæði s.s. um launauppbætur og árangur í starfi fæli í sér gnmd- vallarbreytingu sem færði forstöðu- mönnum viðkvæmt geðþóttavald. Boðið upp á samráð Friðrik Sophusson f|ármálaráð- herra svaraði gagnrýni stjórnarand- stæðinga. Sagði hann máiflutning Steingríms ekki trúverðugan í ljósi þess, að hann hefði sem ráðherra á sínum tíma átt þátt í að afnema með bráðabirgðaiögum kjarasamn- ing BHMR. Fjármálaráðherra sagði rangt að ekki hefði verið reynt að hafa sam- ráð við opinbera starfsmenn. „Það hefur verið boðið upp á samráð í þessu máli, hins vegar get ég ekki stjórnað því, hvort menn vilja tala við mig beint. Ef menn vilja frekar gera það í gegnum nefndina, þá gera menn það. Málið hefur tekið breytingum í nefndinni, frá frum- drögum til frumvarps og það hefur verið tekið tillit til fjölmargra sjónar- miða, þannig að ég held að menn geti verið sæmilega sáttir við það,“ sagði Friðrik. Jón Baldvin Hannibalsson Al- þýðuflokki sagðist fagna yfirlýsingu fjármálaráðherra og taldi nú ljóst að ráðherra væri allur af vilja gerð- ur að setjast að samningaborði og væri skilyrðislaust reiðubúinn til við- ræðna og samninga. Jón Baldvin gagnrýndi bæði frumvarp fjármála- ráðherra og stéttarfélagsfrumvarp félagsmálaráðheira mjög harðlega í ræðu sinni. Sagði hann framgöngu ráðherra óskynsamlega og stjórnarl- iðar yrðu að gera upp við sig hvort þeir væru að kveikja neista sem gæti orðið að óviðráðanlegu báli með óbilgirni sinni. Ríkisstarfsmenn myndu krefjast þess að fá bættan í launum þann réttindamissi sem lög- festing frumvarpsins hefði í för með sér. Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista og formaður Félagsmálanefndar sagði að þrír lögmenn, sem nefndin hefði kailað fyrir sig vegna stéttarfé- lagsfrumvarpsins, teldu það btjóta í bága við alþjóðlega sáttmála í mun fleiri atriðum en fram kæmi í áliti Lagastofnunar. Taldi hún nauðsyn- legt að kannað yrði hvort frumvarp- ið um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna stæðist gagnvart stjórnar- skrá og alþjóðlegum sáttmálum. „Verði þetta frumvarp samþykkt á það eftir að hafa mjög alvarlegar afleiðingar á vinnuanda hjá stofnun- um ríkisins," sagði Kristín. Umræðu um frumvarpið verður haldið áfram á Alþingi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.