Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Óvissa um skólahald í Mývatnssveit næsta skólaár Einkaskóli ekki rekinn nema forsendur breytist Markmið skólans er að ýta undir hvers konar sköpunargleði og að leiðbeina nemendum á sem fjöl- breytilegastan hátt. Reynt er með ýmsu móti að stuðla að velliðan og gleði nemenda meðan þeir dvelja í skólanum. Áhersla hefur verið lögð á mynd- list í skólanum og hefur hópurinn farið til Hríseyjar þrjú síðustu sum- ur til að vinna að veggmyndum á stórt fiskverkunarhús sem þar er. Leiklist hefur einnig verið í háveg- um höfð og fjölmörg frumsamin leikrit farið á fjalirnar. Þá hafa mörg ljóð og margar sögur orðið til í skólanum og einnig hafa nemend- ur fengið að spreyta sig bæði fram- an og aftan við myndbandstökuvél- ar. Akureyrarbær og nokkur fyr- irtæki hafa veitt skólanum fyrirgre- iðslu og stutt með ýmsu móti. Innritun á námskeið Sumarlista- skólans er hafin en nánari upplýs- ingar gefur Örn Ingi Gíslason á Akureyri. ÖVISSA ríkir um skólahald í Mý- vatnssveit næsta skólaár, en Eyþór Pétursson, formaður rekstrar- stjórnar einkarekins skóla á Skútu- stöðum, segir ljóst að þar verði ekki rekinn einkaskóla næsta vetur miðað við óbreyttar forsendur. Tveir grunnskólar hafa verið reknir í Mývatnssveit í vetur, í Reykjahlíð og einkarekni skólinn á Skútustöðum. Stjórn þess síðar- hefnda sótti í haust um framlag úr jöfnunarsjóði til að mæta út- gjöldum vegna aksturs nemenda í skólann en ekki er unnt að veita slíkt framlag nema sveitarstjórn sæki um það. Meirihluti sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps sam- þykkti að sækja um styrkinn gegn því að foreldrar barna í einkaskó- lanum myndu undirrita yfirlýsingu þess efnis að aldrei yrði sótt um slíkt framlag aftur en meirihlutinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að einungis einn grunnskóli, í Reykja- hlíð, verði starfandi í sveitinni. Því vilja íbúar í suðurhluta sveitarinnar ekki una og benda á óhóflega lang- an skólaakstur barna syðst í sveit- inni. Eyþór segir að algjör óvissa ríki um skólahald í sveitinni næsta ár, „nema það að ég get fullyrt að það verður ekki rekinn einkaskóli á Skútustöðum á sömu forsendum og gert var í vetur. Mér sýnist vera komið í ljós að einkaskóli í dreifbýli, þar sem akstursvega- lengdir eru langar, fær ekki stað- ist. Þar með er búið að staðfesta að menn sitja ekki við sama borð hvað þetta varðar í dreifbýli og þéttbýli“, sagði Eyþór. „Samþykki Alþingi breytingar í þá átt að heim- ilt verði að greiða jöfnunarsjóðs- framlag til þeirra einkaskóla sem menntamálaráðherra hefur veitt slíkt leyfi þá koma upp allt aðrar forsendur. Það er ógjörningur að halda úti rekstri einkaskóla í dreif- býli nema til komi framlag úr jöfn- unarsjóði vegna aksturs nem- enda.“ Farið yfir stöðuna í kjölfar deilna um skólamálin viðruðu íbúar í suðurhluta sveitar- innar þá hugmynd að skipta sveitarfélaginu í tvennt. Þeir munu hittast á fundi á sunnudagskvöld þar sem farið verður yfir stöðuna og málin rædd. Sumarlistaskólinn Grunnskólinn í Grímsey Hvar finnur þú orku til að standast vinnuálagið Og reka heimili og sinna bömunum og stunda félagslífið og stunda líkamsræktina og...? Ef þér líður stundum eins og þig vanti orku ofurmennis til að ráða við þetta allt gæti 1 belgur á dag af Ostrin GTZ plus verð einmitt það sem þú þarfnast. Hentar sérstaklega íþróttamönnum og öldruðum. Sendum í póstkröfu. Skipagötu 6, Akureyri, sfmi/fax 462 1889. Samstarf við finnskan og hollenskan skóla Grímsey. Morgunblaðið. GRUNNSKÓLINN í Grímsey er kominn í samstarf á vegum Evr- ópuráðs við tvo skóla erlendis, annar þeirra heitir Rasti og er skóli í Finnlandi en hinn De Tarr- ising í Nes í Hollandi. Nútíma- tækni eins og tölvur og bréfasím- ar gera skólunum kleift að sinna þessu verkefni og er skipst á upplýsingum um skólana, nem- endurna, heimahérað þeirra, þjóðirnar og ýmsa þjóðlega siði. Samstarf þetta hófst nú síðla vetrar og varir til ársins 1998. Skólastóri grunnskólans í Gríms- ey, Dónald Jóhannesson fór fyrir skömmu til Hollands i heimsókn í skólann Nes tii að kynnast sam- starfsfólki sínu og kynna fyrir þeim skólann í Grímsey. Til að auðvelda börnunum í Grímsey tjáskiptin hefur verið ákveðið að byrja enskukennslu í 4. bekk og mælist það vel fyrir. Er þetta verkefni styrkt úr sjóðum Evr- ópuráðsins. Samið við GV-gröfur SAMÞYKKT hefur verið að taka til- boði frá GV-gröfum sf. í verkefni við norðurhluta miðbæjar Akur- eyrar, en þar er um að ræða jarð- vegsskipti, lagnir, hellulagnir og götulýsingu. Þrjú tilboð bárust í verkið, sem á að ljúka fyrir 28. júní nk., og buðu GV-gröfur 7.120.900, eða 101,15% af kostnaðaráætlun. Halldór Bald- ursson bauð 8.315.300, eða 118,15% af áætlun,.og tilboð G. Hjálmarsson- ar var að upphæð 8.869.300, sem er 125,98% af 7.040.000 kr. kostnaðaráætlun. Morgunblaðið/Hólmfríður BORNIN í Grunnskólanum í Grímsey, í efri röð frá vinstri eru Jón Óli, Einar Þór, Einar Helgi, Sigurðu og Haraldur Helgi. I miðröðinni eru Helgi Garðar, Þorleifur Hjalti, Konráð og Steinar og í neðstu röðinni eru Ragnar, Sigfús, Öli Hjálmar, Stefán Þor- geir og Helga Kristín. í fimmta sinn Morgunblaðið/Beryamín SUMARLISTASKÓLINN á Akur- eyri verður í fímmta sinn í sumar. Sú breyting hefur orðið á að nem- endum verður nú skipt í tvo hópa. í yngri hópnum verða 10 til 13 ára börn og stendur námskeiðið frá 16. júní til 30. júní. Starfstími eldri hóps- ins, sem er fyrir 14 til 16 ára ungl- inga, er frá 21. júlí til 4. ágúst. Seinni part sumars verður einnig boðið vikunámskeið fyrir fullorðna í myndlist. Með þessu hefur starfsemi Sumarlistaskólans stóraukist. Starri nem- ur land fyrir norðan Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. Starrinn hefur fram til þessa aðallega haldið sig á höfuðborg- arsvæðinu, en virðist nú hafa flutt sig norður fyrir heiðar. Nýlega sáust þrír starrar við bæ í Eyjafjarðarsveit en þeir hafa að sögn fuglaáhugamanna ekki sést á þessum slóðum fyrr. Fugl- arnir eru nú að öllum líkindum farnir að huga að hreiðurgerð en til þeirra sást þar sem þeir smugu inn undir þakskegg á gömlu fjósi með strá í goggi. Vissulega verður fuglalífið fjöl- breyttara á Norðurlandi við komu starrans en þó er hrifning blendin hjá sumum þar sem starrinn er oft á tíðum lúsugur og á til að hrekja burtu frá sér aðra fugla. Ungbamavemdin flytur í Heilsugæslustöðina UNGBARNAVERND Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur flutt starfsemi sína úr Hafnarstræti 104 yfir á 4. hæð Amaro-hússins að Hafnar- stræti 99. I ungbarnaverndinni fer fram umfangsmikið forvarnarstarf, sem felst í stuðningi við foreldra nýfæddra barna svo þau geti þroskast við bestu andlegu, lík- amlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Starfið skiptist í meginatriðum í bólusetningar ungbarna gegn ýmsum hættuleg- um sjúkdómum og viðtöl foreldra þeirra við hjúkrunarfræðinga, heimilislækna og barnalækna um þarfir barnanna og þroska. Ár- lega koma nær þijú þúsund börn í ungbarnaverndina auk þess sem hjúkrunarfræðingar fara í um þúsund vitjanir heim til ný- fæddra barna. Framtíðarhúsnæði Húsnæði ungbarnaverndar- innar hefur lengi verið óviðun- andi, en áætlanir verið uppi um að innrétta framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina á 4. hæð Hafn- arstrætis 99. Hönnun er lokið en Morgunblaðið/Kristján GEIR Friðgeirsson barnalæknir skoðar rúmlega mánaðargamla dóttur Láru Jónsdóttur, en Guðfinna Nývarðsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri ungbarnaverndarinnar sem er lengst til hægri á myndinni, fylgist með. fjárveitingar vantar til að ljúka verkinu. Þó að búist sé við að farið verði í framkvæmdir við framtíðarhúsnæði á næsta ári varð í hagræðingarskyni að útbúa bráðabirgðaaðstöðu í hluta þess svæðis sem fyrirhugað er tol/o iiníiir hocctí ctarfspmi. Styrkir úr minningar- • * >(• sjoði NEMENDUR sem lokið hafa burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og hyggja á eða stunda háskóla- nám í tónlist geta sótt um styrk úr Minningarsjóði Þor- gerðar S. Eiríksdóttur. Um- sóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi og þurfa um- sækjendur að greina frá náms- ferli og námsáformum í um- sókn sinni. Þorgerður S. Eiríksdóttir var fædd árið 1954 og lauk burtfararpróf frá Tónlistar- skólanum á Akureyri vorið 1971. Hún þótti efnilegur píanóleikari og va,r nýkomin til Lundúnaborgar til að hefja framhaldsnám þegar hún lést af slysförum árið 1972.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.