Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bruee Willis er James Cole, brálœdingur eda madurinn med lykilinn ad i'ramtídinni? Brad Pitt erff ; PZ jt ,'jft ýt Jeífrey Goipe3|y vitni um andlef heilbrigdi ggsgy&qr eda tortímáiadijP^' mannky ns ? wOjjf/j^ye AÐSENDAR GREINAR Árferðisspár STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN GÚMMÍ- SKÓR LÁtu.r: Sucirtur Stærðir: 24—46 Verðfrá 1095,- 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica, Egilsgötu 3, simi 551 8519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, simi 568 9212 Toppslcórinn, Vellusundi, srmi 552 1212 ENN ERU þeir margir sem telja ekki hægt að spá um ár- ferði. Reynslan af síð- asta aldarfjórðungi hér á landi sýnir þó tvímælalaust að slíkar spár geta á sinn hátt verið eins trúverðugar og spár um veður nokkurra daga. 1. Spár um hafís við landið má byggja á lofthita haustsins á Jan Mayen, frá ágúst til janúar. Lofthitinn þar endurspeglar sjáv- arhitann á stóru svæði Páll Bergþórsson kringum eyna, en hafstraumar að fyrningar séu víða litlar og þar ist vel, enda urðu kalskaðar talsverðir í ýmsum héruðum. Að þessu sinni var veturinn álíka hlýr og meðalveturinn á hlý- skeiðinu 1930-1960, og sprettuhorfur eru góðar eftir því. Þeir sem eru vel staddir með heyfyrningar ættu því að geta spar- að talsverðar fjárhæð- ir með því að bera minna á en venjulega. En vegna kuldans í fyrravetur og fyrra- sumar má búast við ná þaðan til íslands á um það bil hálfu ári. Þijú mestu hafísárin síð- an 1965 hafa komið á eftir þremur köldustu haustunum á Jan Mayen og það getur ekki verið tilviljun. Að þessu sinni voru í janúarlok horfur á litlum hafís við landið. Það hefur gengið eftir fram að þessu, en að jafnaði nær hafísinn við landið hámarki í apríl-maí. 2. Hausthitinn á Jan Mayen seg- ir líka nokkuð til um lofthita ársins framundan á íslandi, en sú spá bregst þó oftar en hafísspáin, eink- um vegna afbrigða í vindafari sem ekki er hægt að sjá fyrir. Þessi hitaspá stóðst til dæmis illa 1995 þó að ísaspáin reyndist vel. Það sem af er þessu ári hefur hitaspá- in þó gengið vel eftir. 3. Töðuspretta sumarsins fer mikið eftir hita vetrarins á undan í Stykkishólmi, en hitinn þar í okt- óber-apríl gefur góða hugmynd um samtímis hita á landinu. í fyrravor voru horfumar þær að sprettan yrði um 20% minni en á hlýskeið- inu. Má segja að sú spá hafí stað- e/* fuiuf.. VORTÓNLEIKAR KVENNAKORS REYKJAVIKUR í LANGHOLTSKIRKJU Á fyrri hluta efnisskrár eru íslensk lög, m.a. verður frumflutt lag Þorkels Sigurbjörnssonar við Ijóð Jóns úr Vör, "Konur" úr Ijóðabálki hans, "Þorpið". Á seinni hluta eru flutt erlend lög í léttum dúr; þjóðlög og lög úr söngleikjum. LÉTT OG SKEMMTILEG EFNISSKRÁ í ANDA SUMARS. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og píanóleikari er Svana Víkingsdóttir. Tónleikarnir verða sem hér segir: Föstudaginn 10. maí kl. 20:30 Laugardaginn 11. maí kl. 17:00 Sunnudaginn 12. maí kl. 17:00 Miðasala við innganginn Verð aðgöngumiða er kr. 1.000.- MISN KVENNAKÓR REYKJAVIKUR má ekki spara áburð við túnin. 4. Hitasumma vorsins segir mik- ið til um hvenær heppilegt er að byija að bera á tún (Freyr 1987). Nú í maíbyrjun stendur þessi hita- summa óvenju vel og um sunnan- vert landið er kominn tími til að byija að bera á. Hyggilegt er þó að velja til áburðardreifingar þá daga þegar horfur em á mildu og röku veðri framundan. 5. Athuganir mínar á hitafari síðustu 100 ára sýna að veginn meðalhiti næstliðinna ára norður á Spitsbergen1 hefur gefið marktæk- ar bendingar um meðalhita næstu 5 ára á íslandi (Erindi á þingi norrænna veðurfræðinga 1994). Þetta sannast á hlýnuninni miklu upp úr 1920 og kólnuninni upp úr 1960, þegar hafís jókst mjög hér við land. Um miðjan níunda tug aldarinnar fóru að koma mild ár á Spitsbergen og síðustu 5-6 ár hef- ur lofthiti á Islandi aftur nálgast það sem hann var á hlýskeiðinu 1930-1960. Hitinn á Spitsbergen er nú litlu lægri en 1930-1960 og Sprettuhorfur eru góðar í ár, segir Páll Bergþórsson, sem hér skrifar um árferðis- spár fyrir ísland. horfurnar fram að aldamótum em því góðar að jafnaði, þó að í ein- stökum árum verði frávik frá því meðaltali eins og gengur, en bæði til hækkunar og lækkunar. Skýr- ingin á þessu nána samhengi við hitann á Spitsbergen er sá haf- straumur sem er nokkur ár að berast þaðan til íslands. 5. Síðast en ekki síst segir meðalhiti næstliðinna ára á Spits- bergen mikið til um sjávarhita við ísland næstu 5 ár eða svo. Við það bætist að Jón Jónsson, fv. forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur sýnt fram á að fiskafli við ísland hefur í nærri 400 ár verið á hveij- um tíma mjög í samræmi við loft- hitann eins og undirritaður hefur metið hann þessar aldir. Það styrk- ir niðurstöðuna að mat mitt á hit- anum og mat Jóns á aflanum (Haf- rannóknir, 48. hefti) eru unnin al- gerlega óháð hvort öðru. Nánar tiltekið er þó líklegt að fiskigengd sé lengur að taka við sér en sjávar- hiti, vegna þess að fiskstofnar þurfa tíma til að stækka eftir að skilyrði hafa batnað. Eftir þessu að dæma á sjávarhiti nú að vera kominn í gott horf, og aukin þorsk- gengd og vaxtarhraði staðfestir þetta. Með þessu hafa líka aukist líkur á því að íslensk-norska síldin stöðvist ekki við kalda strauma fyrir austan land, heldur leggi leið sína á fornar slóðir úti fyrir Norð- urlandi. Og eins og hitafarið hefur verið undanfarin ár á Spitsbergen lofar það góðu um ástandið í sjón- um fram undir aldamót. 6. Nýlegar athuganir mínar benda til þess að lofthiti á jörðinni fylgi ekki aðeins koltvísýrings- magni, heldur bætist þar við náttúrlegar og óháðar hitasveiflur sem mjög tengjast hitafarinu í norðaustanverðu Norður-Atlants- hafi, sérstaklega eins og það lýsir sér við Spitsbergen (Erindi á þingi norrænna veðurfræðinga sumarið 1994). Með því að skoða þessa tvo þætti og leggja saman áhrif þeirra má líkja furðu vel eftir hitabreyt- ingum á jörðinni síðustu 140 ár. Sérstaklega er athyglisvert að með því að einangra áhrifin frá Spits- bergensvæðinu og draga þau frá mældu hitabreytingunum koma áhrif koltvísýringsins miklu skýrar fram en ella. Einkum verður þetta ijóst á suðurhveli þar sem áhrifin frá Norðaustur- Atlantshafinu eru miklu minni eins og eðlilegt er. Þessi rannsóknaraðferð er vel til þess fallin að staðfesta gróður- húsaáhrifin sem mörgum hafa þótt óviss fram að þessu. Á þeim tel ég ekki lengur nokkurn vafa. Ekki má leggja of mikið upp úr lofthita jarðarinnar í einstökum árum, en það er þó varla tilviljun, að árið 1995 var það hlýjasta sem komið hefur frá upphafi sæmilega öruggra hitamælinga fyrir 140 árum. 7. Sjávarhiti ræður miklu um hæð sjávarmáls, bæði vegna þess að hafið þenst út við hitun og að jöklar minnka smám saman á hlý- indaskeiðum og bæta þannig við hæð sjávar. Athuganir mínar benda til þess að sjávarhiti á jörð- inni sé mjög lengi að ná jafnvægi við lofthitann (Ægir 1990). Það virðast jafnvel ekki vera nema svo sem tvö prósent af hitamun lofts og sjávar sem færast árlega yfir á sjóinn, og það þarf fjörutíu ár til þess að þessi hitamunur helm- ingist. Á sama hátt eru jöklarnir lengi að taka við sér. Jafnvel þótt lofthiti jarðar stöðvaðist við það sem hann nú er orðinn gæti því sjórinn átt eftir að hækka mikið til að aðlaga sig þeim hlýindum með hitaþenslu og jöklabráðnun. Þetta ættu skipuleggjendur byggð- ar og hafnarmannvirkja að hafa í huga, ekki síst þar sem búast má við landsigi af öðrum ástæðum, eins og sumstaðar hér á landi. Það er sífellt að koma betur í ljós hvað hinir hefðbundnu at- vinnuvegir íslendinga, landbúnað- ur og sjávarútvegur, eru háðir loftslaginu. ') Svalbarði er íslenskt nafn á Jan May- en sem fannst árið 1194. Norska ríkis- stjórnin hnuplaði þessu nafni árið 1925, afbakaði það í Svalbard og færði það yfir á Spitsbergen, til að setja norskan stimpil á landið. Svo launa þeir okkur með því að synja okkur jafnréttis á við aðrar þjóðir til veiða á nálægum miðum. Höfundur er fyrrv. veðurstofustjóri. T or skilj anlegar heimsbókmenntir? FLESTIR taka undir að Biblían sé athyglis- verð bók. Hún tilheyrir sannarlega heimsbók- menntunum. í augum kristinna manna er hún þó enn meira, hún er óendanlega mikils virði. í henni hefur Guð kosið að tala til okkar mannanna um þau sannindi er þá og hann varða. Ymislegt í Biblíunni kann að virðast torskil- ið við fyrstu sýn. Gef- umst samt ekki upp við lestur hennar, jafnvel þótt við skiljum ekki Sigurbjörn Þorkelsson alltaf allt sem í henni stendur. Mér fannst ég vera kominn heim Ungur prestssonur var eitt sinn á ferðalagi um Evrópu'einn síns liðs. Hann var einmana og hálf- hrædd- ur. Hann fékk sér gistingu á einu af hinum fjölmörgu hótelum, sem í Evrópu eru. „Þarna var ég umkomu- laus prestssonurinn og vissi hreint ekki hvað ég átti af mér að gera. Af tilviljun opnaði ég náttborðs- skúffuna við rúmið mitt og blasti þá við mér Biblían. Á þeirri stundu fannst mér ég vera kominn heim. Þarna var eitthvað gott, sem ég kannaðist við og gat treyst, ég fann til innri friðar.“ Starfandi prestur Ágætur kunningi minn fékk eitt sinn lítið Nýja testamenti að gjöf frá manni sem hann þekkti vel. Honum þótti afskaplega mikið til gjafarinnar koma, þótti mjög vænt um þessa og þykir reyndar enn. litlu bók Hann tekur hana yfirleitt með sér hvert sem hann fer, svo kær er hún honum. Þetta hefur hann haft fyrir venju allar götur_ frá því hann fékk bókina að gjöf. í dag þjónar þessi ágæti maður sem prestur. Dýrmæt hvatning Ég var eitt sinn ásamt fleirum í skóla einum að færa nemendunum í 5. bekk Nýja testamentið. Að lok- inni afhendingunni tók skólastjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.