Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ plirrgmMalíÍí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LOGVERNDAÐUR LEYNDARRÉTTUR ATKVÆÐAGREIÐSLA utan kjörfundar fer fram sam- kvæmt lögum nr. 80/1987. Með breytingu á kosninga- lögum það ár var tími til utankjörfundaratkvæðagreiðslu, fyrir kjördag, lengdur úr fjórum í átta vikur. Samkvæmt þessum lögum hófst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sem og hjá ræðismönnum og sendiráðum íslands er- lendis, síðastliðinn mánudag, þótt eftir lifi nokkur tími framboðsfrestsins. Þessi framkvæmd, að kosning hefjist áður en framboðsfrestur er útrunninn, er í meira lagi ank- annaleg. Einkanlega í forsetakosningum, þar sem kosið er á milli einstaklinga en ekki flokkslista eins og í alþingis- kosningum. Það er haft eftir skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu hér í blaðinu í gær, að þeir, sem greiða atkvæði utan kjör- fundar, geti greitt atkvæði á nýjan leik, ef nýr frambjóð- andi, sem viðkomandi vill greiða atkvæði sitt, kemur fram. Nauðsynlegt er að staldra við þetta atriði. Spurning er hvort kjósandi, sem þann hátt hefur á, upplýsi ekki í leið- inni, hveijum -hann greiðir atkvæði. Samrýmist það lög- verndaðri leynd okkar sem kjósenda? Stangast þessi fram- kvæmd ekki á við leyndarrétt kjósenda í lýðræðisþjóðfélagi? Þessi tilhögun orkar tvímælis, að ekki sé fastar að orði kveðið. Ef rétt þykir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla standi í átta vikur, eins og lög mæla nú fyrir um, þarf einfaldlega að samræma framboðsfrestinn því. Það er held- ur ekki út í hött að endurmeta rökin fyrir átta vikna utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu. En mergurinn málsins er sá að kosning á ekki að hefjast fyrr en framboðsfrestur er út runninn. RÉTTLÆTIOG FRIÐUR FYRSTU stríðsglæparéttarhöldin vegna stríðsins í fyrr- verandi Júgóslavíu hófust í Haag á þriðjudag. Þetta eru jafnframt fyrstu stríðsglæparéttarhöldin, sem haldin eru frá réttarhöldunum í Núrnberg og Tókýó, eftir síðari heimsstyrjöldina. Bosníu-Serbinn Dusan Tadic er sakaður um að hafa drepið, nauðgað og pyntað Króata og múslima á hrottaleg- an hátt í þjóðernishreinsunum Serba. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna, sem var settur á laggirnar fyrir þrem- ur árum, hefur alls ákært 57 menn fyrir stríðsglæpi og er í langflestum tilvikum um Serba að ræða. Eitt stærsta vandamál stríðsglæpadómstólsins er að hafa hendur í hári stríðsglæpamanna þar sem Serbar hafa neitað að viðurkenna lögsögu hans þrátt fyrir að þeir hafi með undirritun Dayton-samkomulagsins skuldbundið sig til að framselja stríðsglæpamenn. Til þessa eru einungis fjórir hinna ákærðu í haldi dómstólsins. Ekki síst mun það reynast erfitt að handtaka æðstu menn Bosníu-Serba á borð við Radovan Karadsic og Ratko Mladic og færa fyrir dómstólinn, kjósi þeir að yfirgefa ekki landsvæði Serba. Verði menn á borð við Mladic og Karadsic ekki látnir svara fyrir glæpi sína er hætta á að stríðsglæpadómstóll- inn verði gagnrýndur fyrir að dæma einungis þá er frömdu einstaka voðaverk en ekki þá eru lögðu á ráðin um stríðs- glæpina í heild og báru á þeim pólitíska og siðferðilega ábyrgð. Takist að handtaka Mladic eða Karadsic er aftur á móti hætta á að átök blossi upp á ný í Bosníu. Markmið- in um frið og réttlæti stangast því að hluta til á þó reyna verði eftir megni að framfylgja þeim báðum. Grimmdarverkin í Bosníustríðinu hafa vakið upp minn- ingar um glæpi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Þjóð- ernishreinsanir, útrýmingarbúðir, fjöldamorð og fjölda- nauðganir voru snar þáttur í stríðsrekstri Serba en aðrir styrjaldaraðilar áttu þar einnig hlut að máli. Vissulega má finna mörg önnur dæmi um yfirgengilega grimmd og hrylling í átökum annars staðar en í Bosníu. Það var hins vegar fyrst nú með lokum kalda stríðsins að jafnt Rússar sem Kínveijar gátu fallist á að settur yrði upp stríðsglæpa- dómstóll á ný. Eigi að beita réttarhöldum af þessu tagi í auknum mæli í framtíðinni er nauðsynlegt að rétt sé að málum staðið í Haag. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem tengjast málaferl- um af þessu tagi er lítið gagn að alþjóðlegum sáttmálum um réttindi óbreyttra borgara í styrjöldum, ef stríðsglæpa- menn eru ekki sóttir til saka. Morgunblaðið/Þorkell SPÆNSKU úthafsveiðiskipin Puente Sabaris og Puente Pereiras við festar í Reykjavíkurhöfn á siðasta ári. Bann tíl bölvunar eða blessunar? RÉTTUR erlendra skipa til að landa afla sínum hér á landi var rýmkaður með lagabreytingu árið 1992. Eftir sem áður er lagt bann við viðskiptum við erlend skip ef þau stunda veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, sem ekki hafa náðst samningar um. Rökin fyrir þessu eru að viðskiptabann torveldi veið- arnar og geti flýtt fyrir samningum. Margir eru hins vegar þeirrar skoð- unar að þessi markmið náist ekki en íslensk iðn- og þjónustufyrirtæki missi af viðskiptum. Á fundinum var því rætt um hvort rétt væri að breyta reglunum eða af- nema þær. Skipakomum fjölgaði um 50% milli ára í máli Ágústs Einars- sonar, framkvæmda- stjóra Stálsmiðjunnar, á fundinum kom fram að umrædd rýmkun lag- anna hefði nú þegar haft í för með sér stór- aukin viðskipti við er- lend fiskiskip fyrir ís- lenskan skipaiðnað og þann bata, sem orðið hefði í greininni, mætti að hluta til rekja til þeirra. Rúm- lega 50% aukning hefði til dæmis orðið á komum erlendra fiskiskipa í Reykjavíkurhöfn og Hafnarfjarð- arhöfn á síðustu árum. Árið 1994 hefðu þær verið 203 en í fyrra urðu þær 308 talsins. I öllum tilvik- um skildu þessi skip eftir fjármagn hjá viðkomandi höfnum og í flest- um tilvikum einnig hjá þjónustu- fyrirtækjum eins og olíufélögum, veiðarfæraframleiðendum, versl- unum og viðgerðaraðilum. Síðast- liðin þijú ár hefði Stálsmiðjan t.d. þjónað erlendum fiskiskipum fyrir um 160 milljónir króna. Allar hömlur á komur erlendra fiskiskipa væru í raun hömlur á útflutning íslenskra fyrirtækja. Skiptir útgerðir Iitlu máli Bannið skiptir útgerð skipa litlu máli, að sögn Ágústs, t.d. varðandi útgerð skipa sem veiðar stunda á Reykjaneshryggnum. „Þau erlendu fiskiskip sem þar stunda veiðar eru í flestum tilvikum mjög stór og útbúin fyrir langa útiveru. Enn- Viðskipti við erlend fískiskip, sem stunda veið- ar úr sameiginlegum fiskistofnum sem ekki hafa náðst samningar um, eru bönnuð með lögum. Kiartan Magnússon sat fund * Samtaka iðnaðarins, Utflutningsráðs og Vinnuveitendasambandsins í gær þar sem hart var deilt á bannið. íslensku olíufélaganna til erlendra skipa í íslenskum höfnum, fyrst og fremst í Reykjavíkurhöfn og Hafnarfjarðarhöfn, hafi numið lið- lega 700 milljónum króna. Mest var selt til Rússa, Þjóðveija, Norð- manna, Færeyinga og Grænlend- inga.“ Tvöföldun verðmæta? Þórður H. Hilmarsson rekstrar- hagfræðingur greindi frá niður- stöðum skýrslu Aflvaka hf. um þjóðhagslegan ávinning af komu erlendra fiskiskipa. Þær sýndu að verðmætasköpun vegna þeirra jókst úr einum milljarði árið 1992 í rúma tvo milljarða 1994. Áætlað er að störfum við vinnslu aflans og þjónustu við skipin hafi fjölgað úr 300 í tæp 600. Reiknað var með að hver löndun skilaði 15 milljónum króna í tekjur og er þá eingöngu miðað við þær tekjur sem tengjast löndun og vinnslu afla og afleiddri þjónustu við skipin. Verð- mæti aflans var afgerandi þáttur í tekjunum af hverri löndun eða 76%. Olía nam um 10% og flutning- ar um 9%. Viðhald nam aðeins 1% tekna og verslun með vistir og hreinlætisvörur nam aðeins 0,8%. Þórður sagði að reynslan frá lagabreytingunni 1992 benti ein- dregið til að komur erlendra fiski- skipa tengdust að langmestu leyti vinnslu eða framhaldsflutningi afl- ans. Auknir möguleikar á miðlun erlends afla innan lands sem og á alþjóðlega vísu yrði því að teljast þýðingarmikið atriði. Um það væru sterkar vísbendingar að jafnara framboð á fiski á höfuðborgar- svæðinu gæti leitt til stóraukinnar vinnslu á erlendum afla og að minnsta kosti tvöfaldað verðmæta- og atvinnusköpunina frá því sem nú væri. Því væri það íhugunarefni hvort viðskiptaþvinganir af þessu tagi væru viðunandi og veijandi vegna þeirrar gróflegu íhlutunar sem þær hefðu á rekstrarskilyrði einstakra fyrirtækja. Lögin til verndar fiskistofnunum Ágúst Kristinn Þórður fremur fylgir þeim floti skipa sem bjóða upp á margvíslega þjónustu. Fjarlægð til annarra landa, t.d. Færeyja, írlands eða Nýfundna- lands, er að vísu meiri en til Is- iands en ég get ekki séð að það hafi nein úrslitaáhrif.“ Ágúst sagði að það væri viss tvískinnungsháttur í afstöðu ís- lendinga. Annars vegar væru laga- fyrirmælin mjög ótvíræð en hins vegar stunduðu íslendingar veiðar á umdeildum veiðisvæðum í úthaf- inu. „Við erum með stóran flota skipa á Flæmingjagrunni eftir að hafa mótmælt samkomulagi um tilhögun veiðanna þar. Þrátt fyrir þetta fáum við alla fyrirgreiðslu á Nýfundnalandi fyrir flota okkar og þykir það sjálfsagt mál. Við stundum miklar og óheftar þorsk- veiðár í hinni svokölluðu Smugu, rétt við landhelgislínu Norðmanna og í óþökk við þá og notum aðal- lega til þeirra veiða veiðarfæri sem bönnuð eru í Noregi, eða flotvörp- una. Þrátt fyrir þetta er íslenska þjóðin æf þegar skip okkar sem þar stunda veiðar fá ekki að leita hafnar til kaupa á þjónustu. Þrátt fyrir þetta hafnbann er afli ís- lenskra skipa sífellt að aukast frá þessu svæði.“ 600 milljóna króna olíusala Á fundinum kom fram að olíu- sala til erlendra fiskiskipa skiptir jslensku olíufélögin verulegu máli. í ræðu Kristins Björnssonar, for- stjóra Skeljungs hf., kom fram að á síðasta ári seldu félögin u.þ.b. 450 þúsund tonn af brennsluolíu, gasolíu og svartolíu. Lauslega áætlað seldu þau u.þ.b. 35 þúsund tonn af gasolíu og 2-3 þúsund tonn af svartolíu til erlendra skipa á því ári. Verðmætið nemur um 600 milljónum króna sé miðað við nú- verandi Rotterdam-verð og má ætla að salan hafi numið liðlega 8% af heildarsölu olíufélaganna til sjávarútvegsins. Því til viðbótar seldu þau einnig smurolíu og ýms- ar rekstrarvörur til erlendu skip- anna. „Ég giska á að heildarsala Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis sagði að ekki væri hægt að nálgast málið einvörðungu frá þeirri hlið að umrædd lög takmörk- uðu sóknarmöguleika ís- lensks iðnaðar. Málið væri flóknara en svo og um það væri ekki deilt að lögin væru tengd bar- áttu þjóðarinnar til að vernda fiskistofna. Á það bæri að líta að með laga- breytingunni árið 1992 hefði verið horfið frá við- skiptabanni og nú væri almenna reglan sú að viðskipti væru leyfð nema skipin stunduðu veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, sem ekki hefðu náðst samningar Steingrímur um. Þessi regla hefði ótv- írætt „praktískt“ gildi gagnvart Grænlending- um og fiskveiðum við Austur- Grænland þar sem verst hefði gengið að semja um sameiginlega veiðistofna. Líklegt væri að bannið hefði dregið úr áhuga útgerða til að veiða karfa á þeim slóðum. Á meðan ekki væri samið um sameig- inlega nýtingu á vissum svæðum myndaðist ákveðin veiðreynsla, sem síðar yrði höfð til hliðsjónar þegar varanleg uppskipting yrði ákveðin og væri mikilvægt að ís- lendingar auðvelduðu ekki slíkar veiðar. Þá væri ljóst að þegar út- hafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna tæki gildi yrðu íslending- ar samningsbundnir til að veita ekki þjónustu skipum, sem veiddu í trássi við samkomulagið. Samningar í augsýn? Steingrímur sagðist einnig búast við að samningar í flestum ef ekki öllum þeim málum, er snerta veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum í kringum Island, myndu nást innan 3-5 ára og þá myndi málið líklega leysast af sjálfu sér. FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 33 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum Reuter Reuter BILL Clinton forseti fræðir bandaríska unglinga um skaðsemi reykinga í New Jersey á þriðjudagskvöld. Forsetinn hefur boðað til herferðar gegn reykingum, sem mælist vel fyrir. HETJUÍMYNDIN hefur ekki gagnast Bob Dole í kosningabarátt- unni þrátt fyrir að ákaft hafi verið reynt að draga athyglina að frammistöðu hans í síðari heimsstyrjöldinni og þeim ógurlegu sárum sem hann þá hlaut. o RVÆNTING er tekin að grípa um sig innan banda- ríska Repúblíkanaflokks- ins því sigurlíkurnar í for- setakosningunum í haust virðast sí- fellt fara dvínandi. Áhyggjurnar vaxa í réttu hlutfalli við fylgistap Bob Dole, frambjóðanda flokksins, í skoð- anakönnunum og frammistöðu hans í kosningabaráttunni, sem þykir verða sífellt dapurlegri. Bill Clinton forseti hefur hins vegar af því mestar áhyggjur að stuðningsmenn hans og undirsátar fyllist óhóflegri sigurvissu. Talsmaður forsetaembættisins sagði á mánudagskvöld að Clinton hefði lagt á það áherslu við starfsfólk sitt að það mætti ekki fyllast sigur- vissu. „Hann bað menn að hafa í huga að gæfuhjólið snýst með ógn- arhraða í stjórnmálum,“ sagði tals- maðurinn og gat þess að forsetinn hefði minnt á að það hefði orðið hlut- skipti golfleikarans ástralska Greg Normann að bíða lægri hlut í Mast- er’s-golfkeppninni í ár þrátt fyrir að hann hefði náð miklu forskoti. Forskotið eykst Clinton forseti er þó sagður hóflega bjartsýnn enda benda nýjar skoðana- kannanir til að hann hafi um 20% forskot á Bob Dole. Raunar er for- skotið meira eða 25% ef marka má niðurstöðu könnunar Harris-stofnun- arinnar sem birt var á þriðjudags- kvöld. Samkvæmt henni fengi Clinton 53% atkvæða en Bob Dole 28% ef kosið yrði nú. Þegar kjósendur voru hins vegar spurðir hvernig þeir teldu að þeir myndu veija atkvæði sínu á kjördag, 5. nóvember, reyndist Clint- on fá 64% atkvæða og Dole 33%. Fylgi Clintons hefur því aukist um sjö prósentustig en fylgi Dole fallið um fjögur frá sambærilegri Harris- könnun fyrir tveimur vikum. Þess sjást merki að forsetinn sé piýðilega sáttur við stöðu mála. Hann lék á alls oddi í árlegum kvöldverði með blaðamönnum um síð- ___________ ustu helgi og báru menn framgöngu hans saman við í fyrra er hann þótti skap- styggur og fýldur eftir mikinn ósigur Demókrata- flokksins í þingkosning- unum haustið 1994. • • Orvænting í röðum repúblíkana Bill Clinton forseti hefur tekið affferandi for- ystu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Ásgeir Sverrisson segir frá stöðu forsetans og vanda keppinautar hans, Bob Dole. Gæfuhjóliö snýst með ógnarhraðaí stjórnmálum Bandaríkjunum unnist með 20% mun á landsvísu. Ráðamenn innan Repúblíkana- flokksins gera nú hvað þeir geta til að treysta agann innan flokksins af ótta við að upp rísi bylgja andófs- manna sem taki að krefjast þess að Dole verði varpað fyrir borð og nýr frambjóðandi fenginn til að takast á við Bill Clinton forseta. Strangt til tekið getur flokkurinn tæpast komið í veg fyrir framboð Dole en margir hafa áhyggjur af því að flokksbræður hans á þingi taki að bregðast trausti hans og telji heppi- legast að tengjast sem minnst fram- boðinu. Svipað ástand ríkti innan Derrlókrataflokksins þegar óvinsældir Clintons náðu hámarki. „Byltingin" rann út í sandinn Sigurvíman er runnin af repúblík- __________ önum á þingi. „Byltingin“ sem þeir boðuðu eftir sögu- legan stórsigur í þingkosn- ingunum fyrir tæpum tveimur árum er nú sem vindlaus blaðra. Newt Gingrich, leiðtogi flokksins fulltrúadeildinni, á í vax- ið miklum vonbrigðum og nú er ör- væntingar tekið að gæta. „Hér eru margir í angistarkasti,“ segir Mark Foley, fulltrúadeildarþingmaður repú- blíkana frá Florída. Annar nýgræð- ingur, Ray LaHood frá Illinois, fer ekki dult með vonbrigði sín. „Okkur vantar málstað, okkur skortir sýn.“ Frambjóðandi okkar til æðsta emb- ættis þjóðarinnar þarf að geta sann- fært fólk um að hann muni hjálpa því í þeirri viðleitni að Iáta bandaríska drauminn rætast.“ Sumir þingmenn nota mun bein- skeyttari lýsingar í einkasamtölum um Dole og frammistöðu hans í kosn- ingabaráttunni. Búist hafði verið við að Dole tæki stökk upp á við í skoð- anakönnunum eftir að ljóst varð að hann hefði sigrað í forkosningum flokksins og yrði frambjóðandi hans í nóvember. Annað kom á daginn. Hver fylgiskönnunin af annarri sýnir að Dole er 20 prósentustig- _________ um á eftir Clinton. Forset- inn virðist hins vegar hafa »»Okkur vantar blásið til sóknar á hárrétt- málstað, okk- um tíma. ur skortir Þótt staða Dole sé slæm nú er hún alls ekki vonlaus. Nægur tími er til stefnu-til eru engin greinanleg. Dole sýnir enga tilburði í þá átt að koma á fram- færi boðskap við bandarísku þjóðina sem tryggt gæti honum sigurinn. Sumir repúblíkanar vilja að Dole segi af sér sem leiðtogi repúblíkana í öld- ungadeildinni. Rökin eru þá þau, að nú um stundir sé það sérlega nei- kvætt að tengjast með svo afdráttar- lausum hætti valdamiðstöðinni í Washington, sem Dole hefur tilheyrt í tæp 30 ár. Dole þurfi að fara út úr höfuðborginni og sýna að hann sé í beinu og milliliðalausu sambandi við „venjulega kjósendur". Vandinn er hins vegar sá — og þetta kom glöggt fram í forkosninga- baráttunni — að frambjóðandinn er ekki mikill baráttumaður. Hann hefur unun af störfum sínum á þingi og þeirri stöðu sem þau tryggja hon- um í bandarísku samfélagi. Tilraunir Dole til að koma höggi á forsetann hafa flestar mistekist hvað sem síðar kann að verða. Þann- ig lýsti hann yfir því í sjónvarpi á dögunum að almenningur í Banda- * ríkjunum myndi frekar treysta hon- um en Clinton til að gæta barnanna á heimilinu. Dagblaðið The Washing- ton Post kannaði viðhorf almennings til þessa og kom þá í ljós að tvöfalt fleiri gátu frekar hugsað sér forset- ann í hlutverki barnfóstrunnar en Dole. Tilraunir Dole til að skýra þessi ummæli sín, sem hann kvað byggð á vísindalegum ransóknum á meðal markhópa, voru sérlega ósannfær- andi. Barnfóstru-fullyrðingin getur ef til vill komist í hóp hæpinna og sögulegra ummæla frambjóðenda, sem áhugamenn um bandarísk stjórnmál safna með umtalsverðri áfergju. Áskorandií aukahlutverki Dole hefur mistekist að taka frum- kvæðið í kosningabaráttunni, yfirleitt syn‘ Búist við bakslagi Talsmaður forsetans, Mike McCurry, kvað menn í herbúðum Clintons ganga út frá því sem vísu að fylgi forsetans ætti eftir að dvína í könnunum. Líkti hann stöðunni við pendúl sem væri við það að slá til baka. McCurry minnti og á að aldrei í sögunni hefðu forsetakosningar í andi erfiðleikum með að hafa hemil á sínum mönnum. Ný viðhorf, raun- særri og hógværari, eru tekin að gera vart við sig í röðum þingmanna. Þangað leita stjórnmálamenn sem fylgið er að finna. En úhyggjur þingmanna í öldunga- deildinni eru ekki eingöngu tilkomnar sökum Bob Dole. Dapurleg frammi- staða repúblíkana á þingi hefur vald- að snúa vörn í sókn. Fyrir fjórum árum hafði George Bush forseti svip- að forskot á Clinton en samt tapaði hann kosningunum í nóvember 1992. Engin batamerki, enginn boðskapur N Það sem hins vegar veldur mestum áhyggjum í röðum stuðningsmanna Dole er sú staðreynd að batamerki er hlutverk áskorandans. Bill Clinton verður ef til vill seint talinn í hópi merkilegustu forseta Bandaríkjanna en hann er einn magnaðasti baráttu- maðurinn sem fram hefur komið í bandarískum stjórnmálum á síðustu ára- tugum. Nánustu aðstoðarmenn Dole segja að enn sé engin ástæða til örvænting- ar. Dole, sem verið hafi 28 ár í öld- ungadeildinni og starfað með fimm forsetum Bandaríkjanna, geri sér betur ljóst en flestir aðrir að sex mánuðir eru heil eilífð í bandarískum stjórnmálum. Clinton forseti er sýni- lega á sama máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.