Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 1
80 SÍÐUR B/C 116. TBL. 84.ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogi Tsjetsjena fellst á friðarviðræður í Moskvu „Fyrsta mikilvæga skrefið 1 friðarátt“ Reuter Bandaríkin Kínverj- ar staðnir að vopna- smygli Washington. Reuter. YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa upprætt kínverskan vopnasmygl- hring, sem tvö kínversk vopnafyrir- tæki eru viðriðin, og handtekið sjö manns eftir að hafa gert 2.000 byssur upptækar. Aldrei áður hafa svo margar byssur verið gerðar upptækar í Bandaríkjunum. Yfirvöld fyrirskipuðu handtöku eins Bandaríkjamanns til viðbótar og sex Kínveija. Embættismaður í Washington sagði að meðal Kínveij- anna væru háttsettir starfsmenn tveggja kínverskra vopnafyrir- tækja, Norinco og Polytech, sem eru bæði ríkisrekin og framleiða vopn fyrir kínverska herinn. Polytech var í nokkur ár undir stjórn He Pings, tengdasonar Dengs Xiaopings, leiðtoga Kína, að sögn heimildarmanna í bandaríska dóms- málaráðuneytinu. Þeir sögðu að hann væri ekki á meðal þeirra sem voru handteknir eða eru eftirlýstir. Fregnir hermdu í gærkvöldi að Hammond Ku, sem talinn er hafa samið um sölu vopnanna, hafi sagt útsendurum bandarískra yfirvalda að kínverska stjórnin hafi vitað af smyglinu. „Mjög alvarlegt mál“ Vopnasmyglið gæti valdið auk- inni spennu milli Kínveija og Bandaríkjamanna, sem hafa gagn- rýnt Kínveija fyrir mannréttinda- brot, sölu á kjarnavopnabúnaði til Pakistans og sölu á bandarískum hugverkum án leyfis og greiðslu til höfundanna. „Við teljum þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Jamie Gorelick, næst- æðsti lögfræðilegi ráðgjafi Banda- ríkjaforseta. Hætta á vax- andi spennu á Kóreuskaga Alvarlegur matvælaskortur og óánægja meðal forréttindastéttarinnar Seoul, Tókýó. Reuter. STJÓRNMÁLASKÝRENDUR og yfirmenn japanska heraflans óttuð- ust í gær að flótti norður-kóresks orrustuflugmanns til Suður-Kóreu kynni að leiða til vaxandi spennu á Kóreuskaganum og torvelda tilraunir til að stuðla að friðsamlegri sambúð Kóreuríkjanna. Talið er að flóttinn sé til marks um alvarlega bresti í herafla Norð- ur-Kóreu. Jafnframt endurspegli hann vaxandi óánægju meðal norð- ur-kóresku forréttindastéttarinn- ar. Stjórnmálaskýrendur segja að ráðamenn í höfuðborginni, Py- ongyang, taki því afar illa að missa orrustuflugmann með ofurstatign til Suður-Kóreu og flóttinn muni því ugglaust draga dilk á eftir sér innanlands. Fjöldi háttsettra Norður-Kóreu- manna hefur flúið til Suður-Kóreu á undanförnum mánuðum, þeirra á meðal stjórnarerindrekar og embættismenn. Hafa þeir skýrt frá því að matvælaskortur og slæmt efnahagsástand hafi sorfið að for- réttindastétt kommúnista. Matvæli á þrotum Þá skýrðu starfsmenn hjálpar- stofnana frá því að matvæli væru á þrotum í Norður-Kóreu. Skortur- inn hefði ekki verið meiri frá því í Kóreustríðinu 1950-53 og næsta uppskera ekki væntanleg fyrr en í október. Matvælaskammtar væru aðeins þriðjungur af lágmarksþörf. Almenningur væri þreklítill vegna næringarskorts, sem vart mætti við þegar uppskerutíminn færi í hönd því landbúnaður væri mann- frekur sakir nær engrar vélvæð- ingar. Fæðu leitað á fjöllunum Yfirmaður alþjóðlegrar hjálpar- stofnunar í Hong Kong, Caritas, hefur farið sjö sinnum tií Pyongy- ang á árinu. Hún sagði í gær að algengt væri að fólk gengi til fjalla í von um að finna forðarætur sér til matar. Slíkt hefði ekki gerst frá því í Kóreustríðinu. ■ Alvarlegir brestir/20 Ólga í Albaníu Reuter SÍÐUSTU fundirnir vegna þing- kosninganna í Albaníu á sunnudag voru haldnir í gær og á myndinni er Sali Berisha forseti á fundi stjórnarflokksins, Demókrata. Kosningabaráttan einkenndist af mikilli ólgu og ofbeldisverkum og Demókratar sökuðu helsta stjórn- arandstöðuflokkinn, Sósíalista, um að hafa beitt liðsmönnum leyniþjónustu kommúnistastjórn- arinnar fyrrverandi til að kynda undir átökunum. Vestrænir stjórnarerindrekar telja líklegt að Demókrötum takist að halda völd- um, þótt þeir kunni að neyðast til að mynda samsteypustjórn með hægriinönnuin. Moskvu, Grosní. Reuter. LEIÐTOGI aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, Zelimkhan Jandarbíjev, hefur fallist á friðarviðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, i Moskvu fyrir forsetakosningarnar 16. júní. „Þetta er fyrsta mikilvæga skrefíð í friðarátt," sagði Tim Guldi- mann, formaður sendinefndar Ör- yggis- og samjiinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) í Grósní. Guldimann sagði að Jandarbíjev hefði staðfest að hann vildi ræða við Jeltsín í Moskvu og færi þang- að í fylgd fulltrúa stofnunarinnar innan tveggja vikna. „Isinn hefur verið brotinn. Það er mjög mikilvægt," sagði Jeltsín og kvaðst ætla að standa við lof- orð sín um að fara til Tsjetsjníju fyrir kosningarnar, en þó ekki fyrr en að viðræðunum loknum. Gæti styrkt stöðu Jeltsíns Aðstoðarmenn Jeltsíns lýstu tíð- indunum sem mikilvægum sigri fyrir forsetann, sem hefur viður- Boris Zelimkhan Jeltsín .Jandarbyev kennt að stríðið í Tsjetsjníju geti orðið honum að falli í kosningun- um. Þótt enn sé öldungis óljóst hvort samkomulag náist um frið gætu viðræðurnar einar bætt stöðu hans fyrir kosningarnar. Jandarbíjev er 44 ára rithöfund- ur og tók við af Dzhokhar Dúdajev, sem beið bana í flugskeytaárás fyrr á árinu. Ekkert hefur bent til þess að Jandarbíjev ljái máls á að falla frá kröfunni um sjálfstæði Tsjetsjníju. Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði á mið- vikudag að rússneska stjórnin viidi vera sveigjanleg í þessu máli, en gæti ekki fallist á að Tsjetsjníja yrði sjálfstætt ríki. Samþykki Jandarbíjev málamiðlunarlausn er óvíst hvort allar skæruliðasveitirn- ar í Tsjetsjníju fallist á að leggja niður vopn. Gratsjov vikið frá? Grígorí Javlínskí, fijálslyndur frambjóðandi, hefur sett friðarvið- ræður við Tsjetsjena sem skilyrði fyrir stuðningi við Jeltsín í kosn- ingunum. Javlínskí hefur einnig krafist þess að Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra verði vikið frá og Jeltsín kynti undir vangaveltum um að hann kynni að verða við þeirri kröfu með því að ræða við hugsanlegan eftirmann Gratsjovs, Borís Gromov hershöfðingja. ■ Zjúganov í vanda/22 Samið um frelsi í flugi HELMUT Kohl Þýskalandskansl- ari og Bill Clinton undirrituðu samning um frelsi í flugi í Banda- ríkjunum í gær. Samkvæmt hon- um geta flugfélög annars landsins flogið til allra flugvalla hins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.