Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halldór Blöndal samgönguráðherra kynnir opinbera stefnumótun í ferðaþjónustu
í STEFNUMÓTUNINNI er gert ráð
fyrir að gjaldeyristelcjur þjóðarinnar
af ferðaþjónustu aukist að meðal-
tali um 6% á ári og verði um 38
milljarðar árið 2005, en í fyrra voru
gjaldeyristekjumar 18,7 milljarðar.
Einnig er gert ráð fyrir að árleg
meðaltalsflölgun gesta til íslands
verði 6% til ársins 2005 og þannig
heimsæki um 340 þúsund gestir
landið árið 2005, en þeir voru 190
þúsund í fyrra.
Í stefnumótuninni er tekið fram
að um sé að ræða tillögur um stefnu
stjómvalda gagnvart ferðaþjónustu
og starfsumhverfi hennar, og hvatt
er til þess að einstök fyrirtæki,
sveitarfélög og hagsmunasamtök
leggi til gmndvallar í sinni stefnu-
mótun þá meginstefnu sem nú hef-
ur verið mörkuð.
Á blaðamannafundi þar sem
Halldór Blöndal samgönguráðherra
ásamt nefndarmönnum kynnti
stefnumótunina sagði hann að
raunhæft væri að gera ráð fyrir
þeirri fjölgun ferðamanna og aukn-
ingu gjaldeyristekna af ferðaþjón-
ustu sem gengið er út frá í stefnu-
mótuninni ef tækist að halda jafn-
vægi í efnahagsmálum.
I máli Halldórs kom fram að
starfshópur á vegum samgöngu-
ráðuneytis og íjármálaráðuneytis
mun á næstunni fara ofan í kjölinn
á skattalegu umhverfi ferðaþjón-
ustunnar og það myndi vafalaust
leiða til einhverra breytinga. Þá
sagðist hann sannfærður um að á
þessu kjörtímabili myndu nást fram
nauðsynlegar lagabreytingar varð-
andi rekstrarumhverfi ferðaþjón-
ustunnar.
„Þá er maður að velta fyrir sér
hlutum eins og því hvaða leiðir séu
færar til þess að lækka kostnað
við bílaleigur. Þá er það mjög áber-
andi að meðalaldur fólksflutninga-
bfla er mjög hár hér á landi og
Búist við 38 milljarða
gjaldeyristekjum 2005
Samgönguráðherra kynnti í gær nýja opin-
bera stefnumótun í ferðaþj ónustu, en stefnu-
mótunin er afrakstur starfs nefndar sem
samgönguráðherra skipaði í október síðast-
liðnum. Þrisvar áður á síðastliðnum 20 árum
hafa verið gerðar tilraunir til að móta opin-
bera stefnu í ferðamálum, en þetta er í fyrsta
sinn sem slík stefnumótun er gefin út.
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kynnti opinbera stefnu-
mótun í ferðaþjónustu á blaðamannafundi í gær.
maður hlýtur að velta fyrir sér
hvernig staðið er að skattlagningu
á þeim. í þriðja lagi getur maður
velt fyrir sér framkvæmd virðis-
aukaskattsins og maður getur líka
velt fyrir sér hvort þetta ógnarlega
háa bjórverð sé eðlilegt hér á landi.
En þegar þetta er rætt þá verður
líka að muna eftir því að það er
ekki nóg að ríkið lækki hjá sér ef
álagningin er óheyrilega há hjá
þeim sem reiða fram vöruna,"
sagði Halldór.
Þróun til frekari arðsemi og
atvinnusköpunar
Helstu niðurstöður í stefnumót-
uninni eru m.a. þær að ferðaþjón-
usta verði áfram ein af undirstöðu-
atvinnugreinum þjóðarinnar og
hún verði þróuð til frekari arðsemi
og atvinnusköpunar. Markmiðið er
að ársverk í ferðaþjónustu verði 7
þúsund árið 2005, en árið 1994
voru ársverkin um 4 þúsund, eða
3% af heilsársstörfum hér á landi.
Ferðaþjónustuninni verði búið
sambærilegt rekstrarumhverfi og
í samkeppnislöndum til að auka
framleiðní og arðsemi atvinnu-
greinarinnar í heild, og rannsókn-
arstarfsemi um rekstur og afkomu
ferðaþjónustufyrirtækja verði efld
og hagtölur gerðar aðgengilegar
t.d. lánastofnunum og fjárfestum.
Bæta á samkeppnisstöðu ís-
lenskrar ferðaþjónustu með því að
gæði hennar séu betri en í helstu
samkeppnislöndum, boðið verði
upp á menntun í ferðaþjónustu á
háskólastigi og jafnframt menntun
og starfsþjálfun á öðrum skólastig-
um. Þá verði rannsóknastarfsemi
á sviði ferðamála efld þannig að
hún verði í fullu samræmi við þarf-
ir atvinnugreinarinnar og styðji við
stefnumótun, markaðsstarf, vöru-
þróun og gæðaeftirlit í atvinnu-
greininni. Markaðssókn og kynn-
ingarstarfsemi verið aukin, jafn-
framt því að efla skilvirkni mark-
aðsstarfsins og auka arðsemi í
ferðaþjónustu.
Gengið er út frá því að tengsl
við brottflutta íslendinga og af-
komendur þeirra, m.a. Vestur-
íslendinga, verði efld með það fyr-
ir augum að vekja áhuga þeirra á
að koma til íslands. Saga, menning
og mannlíf íslendinga í fortíð og
nútíð verði veigamikill þáttur í
ferðaþjónustunni, og leggja skal
áherslu á hið sérstaka og frá-
brugðna í menningarsögu Islend-
inga. Ferðamennska i tengslum við
heilsubót og heilbrigði verði aukin
og almenn heilbrigðisþjónusta
markaðssett, og funda-, ráðstefnu-
og hvataferðamennska utan há-
annatíma verði jafnframt aukin.
Stöðug endurskoðun og
aðlögun að aðstæðum
Magnús Oddsson, ferðamála-
stjóri og formaður nefndarinnar
sem vann að stefnumótuninni,
sagði á blaðamannafundinum að
það væri von þeirra sem að stefnu-
mótuninni unnu að með henni væri
búið að móta stefnu sem sátt
næðist um í atvinnugreininni, en
annars væru stefnumótunin einskis
virði. Hann benti hins vegar á að
stefnumótun væri aldrei endanleg
og yrði hún að vera í stöðugri
endurskoðun og aðlögun að breytt-
um aðstæðum.
Frestur til að tilkynna
framboð rennur út á miðnætti
FRAMBOÐSFRESTUR vegna for-
setakosninganna 29. júní næst-
komandi rennur út á miðnætti í
kvöld. Skila á framboðum, ásamt
tilskildum íjölda meðmælenda, til
dómsmálaráðuneytisins ásamt
nægilegri tölu meðmælenda og
vottorðum yfirkjörstjóma um að
meðmælendur séu á kjörskrá. Yf-
irkjörstjóm i Reykjavík hefur lokið
að fara yfir meðmælendalista fimm
frambjóðenda.
Samkvæmt stjómarskrá lýð-
veldisins skal foretaefni hafa með-
mæii minnst 1.500 en mest 3.000
kosningabærra manna. Fjöldi
meðmælenda skiptist milli lands-
fjórðunga í hlutfalli við fjölda kjós-
enda.
Samkvæmt því er lágmarks-
Qöldi meðmælenda úr Suðurlands-
fjórðungi 1.141 kjósandi.
Yfírkjörstjómir í hinum átta
kjördæmum landsins, hafa undan-
fama daga unnið að því að yfir-
fara meðmælendalista frambjóð-
enda og gefið út vottorð um með-
mælendur.
Lokið við að yfirfara fimmta
meðmælendalistann
Að sögn Jóns Steinars Gunn-
laugssonar, formanns yfirkjör-
stjómar í Reykjavík, var í gær lok-
ið við að fara yfir fímmta og síð-
asta meðmælendalistann sem yfir-
kjörstjóm í Reykjavík hefur borist.
Það var listi frá Ástþóri Magn-
ússyni og að sögn Jóns Steinars
gaf yfirkjörstjóm út vottorð um
858 meðmælendur búsetta í
Reykjavík og með kosningarétt
þar. Jón Steinar sagði að yfirkjör-
stjómir í Reykjaneskjördæmi, Suð-
urlandskjördæmi og hluta Vestur-
landskjördæmis, sem ásamt
Reykjavík mynda Suðurlandsijórð-
ung, mundu fjalla um og gefa vott-
orð fyrir þá meðmælendur á listan-
um sem búsettir eru utan Reykja-
víkur.
Stuðningsmenn
Péturs Hafstein
Utför Þór-
arins Þórar-
inssonar
ÚTFÖR Þórarins Þórarinssonar,
fyrrum ritstjóra og alþingis-
manns, var gerð frá Dómkirkj-
unni i Reykjavík í gær. Séra Ami
Bergur Sigurbjömsson jarðsöng.
Þeir sem báru kistuna voru
samheijar Þórarins úr Framsókn-
arflokknum, Halldór Ásgrímsson,
formaður flokksins, Valgerður
Sverrisdóttir, formaður þing-
flokksins, Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi, Jón Kristjánsson,
ritstjóri Tímans, Guðmundur
Bjarnason, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, Páll Pétursson
félagsmálaráðherra, Ingvar
Gíslason, fyrrverandi ráðherra,
og Guðjón Ólafur Jónsson, for-
maður SUF.
Áhugi á myndun
kosningabandalags
JÓN Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði í
ræðu á kjördæmisþingi flokksins
á Norðurlandi eystra, að upphaf
að sameiningu íslenskra jaftiað-
armanna í eina öfluga hreyfingu
ætti að felast í myndun kosninga-
bandalags um sameiginlega
stefnuskrá í næstu alþingiskosn-
ingum.
Jón Baldvin sagði að með
stofnun kosningabandalags ættu
jafnaðarmenn að setja sér það
markmið að þingflokkur kosn-
ingabandalagsins yrði a.m.k. sá
næststærsti á Alþingi.
Jón Baldvin sagði á kjör-
dæmisþinginu að í raun væru
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag
og Þjóðvaki, sér í lagi yngra fólk-
ið í þessum flokkum, sammála
um meginstefnuna. Hann tók
sérstaklega fram að afstaða Al-
þýðuflokksins til aðildar að Evr-
ópusambandinu myndi ekki
verða hindrun í vegi fyrir því að
flokkamir gætu sameinast um
eina stefnuskrá. Alþýðuflokkur-
inn myndi ekki hverfa frá stefnu
sinni í málinu, en um væri að
ræða langtímamarkmið og fylgi
við það myndi aukast með tíman-
um.
Sagt er frá ræðu Jóns Bald-
vins á kjördæmisþinginu í Al-
þýðublaðinu.
Morgunblaðið/Þorkcll
i