Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Þormóður rammi kaupir
20 % hlut í Sæbergi
ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglu-
firði hefur eignast 20%_ hlut í Sæ-
bergi hf. á Ólafsfirði. Á aðalfundi
Sæbergs í gær var samþykkt að
auka hlutafé um 45 milljónir að
nafnvirði og kaupir Þormóður
rammi bréfín miðað við gengið 4,6
eða fyrir um 210 milljónir. Sam-
hliða hlutafjárkaupunum var geng-
ið frá samningi um samstarf fyrir-
tækjanna.
Sæberg er eitt af stærri út-
gerðarfyrirtækjum landsins og
hefur yfir að ráða ígildi 6 þúsund
tonna af þorskkvóta. Hér er um
að ræða lokað hlutafélag í eigu
nokkurra fyrirtækja og einstakl-
inga á Ólafsfirði. Það á fjóra frysti-
togara ásamt dótturfyrirtækjum
sínum, þ.e. frystitogarana Mána-
berg og Hvannaberg og ísfisktog-
arana Múlaberg og Sólberg. Auk
þess á Sæberg 77% eignarhlut í
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf.
Velta Sæbergs hf. og dótturfyrir-
GRÆNLENSKA skipafélagið Roy-
al Arctic Line áformar að hefja
beinar og reglulegar siglingar á
milli íslands og Grænlands allt árið.
Að sögn Karstens Stock Andressen,
forstjóra Royal Arctic Line, er ætl-
unin að vera með beina flutninga
frá Grænlandi til íslands og til baka
frá júní til desember, en frá janúar
og fram til maíloka muni félagið
hins vegar hafa hér viðkomu á leið-
inni til Álaborgar í Danmörku.
„Með þessu vonumst við til þess
að íslenskir útflytjendur muni nýta
sér þessa þjónustu til þess að flytja
ýmsan varning til Grænlands. í dag
eru flestar nauðsynjar keyptar frá
Danmörku en með þessum hætti
sjáum við t.d. fram á það að geta
flutt ferskar afurðir eins og mjólk
á nokkrar hafnir á Grænlandi á
síðari hluta ársins,“ segir Andress-
en.
Royal Arctic hefur jafnframt
haft samninga við Eimskip um
MICHEL CAMDESSUS hefur ver-
ið endurkjörinn framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF,
þriðja kjörtímabilið í röð og á það
sér ekki hliðstæðu.
Camdessus var einróma endur-
ÖLL hlutabréf í útboði Þróunarfé-
lags íslands hf. seldust upp á fáum
klukkustundum eftir að það hófst í
gærmorgun og fengu færri en vildu.
Utboðið var að nafnvirði 43 milljón-
ir og voru bréfín seld á genginu
1,16. Heildarsöluverð nam því tæp-
lega 50 milljónum.
Tilgangur útboðsins var að fjölga
hluthöfum um a.m.k. 150 þannig
að félagið uppfyllti skilyrði um
skráningu á Verðbréfaþingi.
„Markmiðið með útboðinu náðist og
fjölmargir einstaklingar og fagfjár-
festar bættust í hluthafahópinn,“
tækja var alls 1.141 milljón á síð-
asta ári og hagnaður um 32 millj-
ónir.
Þormóður rammi gerir út þrjú
skip til rækjuveiða, Sunnu, Siglu-
vík og Stálvík, ásamt því að reka
rækjuverksmiðju, frystihús, salt-
fískverkun og reykhús. Fyrirtækið
hefur yfír að ráða kvóta sem var
ígildi 6.150 tonna af þorski. Heild-
arveltan nam alls um 1.971 milljón
á sl. ári og hagnaður um 201,6
milljónum.
„Mikill vinskapur milli
stjórnenda"
„Sæberg er fjárhagslega mjög
sterkt og það var engin knýjandi
þörf á hlutafjáraukningunni,"
sagði Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma, í
samtali við Morgunblaðið. „Það var
hins vegar ákveðið að styrkja stöð-
una ennfrekar með auknu hlutafé
og ráðast í frekari uppbyggingu.
framhaldsflutninga héðan til Norð-
ur-Ameríku og fleiri staða. Félagið
hefur flutt nokkurt magn vara hing-
að frá Grænlandi til þessa og segir
Andressen að framhald þessara
flutninga velti því talsvert á því
hvernig takist að útvega flutninga
til baka til Grænlands.
Þórður Sverrisson hjá Eimskip
segir að félagið hafi verið að selja
flutninga Royal Arctic til Græn-
lands og hafí m.a. verið að kynna
þennan möguleika fyrir ýmsum
aðilum hér á landi, bæði hvað varð-
ar útflutning á íslenskum fram-
leiðsluvörum og einnig ýmsum inn-
fluttum varningi.
„Ég tel að það geti verið mjög
áhugavert að tengja þessa markaði
betur saman því það er sjálfsagt
eitt og annað sem við gætum verið
að kaupa frá Grænlandi, t.d. til
frekari vinnslu hér á landi. Síðan
er sjálfsagt eitt og annað sem við
gætum selt þeim.“
kjörinn í embættið sjö mánuðum
áður en þriðja fimm ára kjörtíma-
bil hans rennur út.
Litið er á óvænta endurkosn-
ingu hins 63 ára Frakka sem
traustsyfirlýsingu.
sagði Halldór Friðrik Þorsteinsson,
hjá Kaupþingi í samtali við Morgun-
blaðið. „Eg held að kaupendur hafí
trú á bréfunum vegna þess munar
sem var á innra virði og sölugengi.
Auk þess búast menn við að Þróun-
arfélagið fylgi þeirri uppsveiflu sem
Við höfum átt samstarf við þetta
félag um að miðla hráefni og kvót-
um og mikill vinskapur verið milli
stjórnenda fyrirtækjanna. Núna
höfum við miklar væntingar um
að þessi samvinna á utanverðum
Tröllaskaga geti treyst okkur frek-
ar í sessi.“
Grandi hf. á um 23% hlut í Þor-
móði rammi og hefur einnig skap-
ast náin samvinna þar á milli á
síðustu árum. Aðspurður um hvaða
ávinningur fælist í slíkri samvinnu
sagði Róbert að um leið og sjávar-
útvegsfyrirtækin færu út á hluta-
bréfamarkaðinn ykist mjög krafan
til þeirra um hagkvæmni og arð-
semi.
„Ein leiðin til að ná þessari hag-
kvæmni er að taka upp samstarf
við önnur fyrirtæki. Hún felur í
sér að láta einstaklinga sem þekk-
ingu hafa á viðkomandi svæði
stjórna fyrirtækjunum áfram, en
reyna að byggja þau upp og styrkja
DOMINO’S Pizza Inc. í Banda-
ríkjunum veitti nýlega leyfishafa
sínum á Islandi, Futura hf. marg-
vísleg verðlaun og viðurkenning-
ar fyrir góðan árangur. Voru
verðlaunin afhent á árlega ráð-
stefnu Domino’s Pizza Inc. í Las
Vegas í Bandaríkjunum. Þar fór
einnig fram kynning á nýjum
tækjabúnaði, vöruþróun, auglýs-
ingastefnu DPI o.fl., að því er
segir í frétt.
A ráðstefnunni var Þórarinn
Ævarsson valinn besti verslunar-
sjóri Domino’s Pizza Internation-
al. Pizzastaðurinn á Grensásveg-
ur 11 var með næst mestu velt-
una hjá Domino’s pizzastöðum i
heiminum, en mestu sölu í heimi
ef tekið er tillit til fjölda pizza
og meðalverðs.
Þá varð mesta söluaukningin
milli ára hjá Domino’s Pizza á
Höfðabakka 1 og staðirnir þrír
voru með næstbesta heildarár-
angur í pizzakeðjunni ef tekið
er í efnahagslífinu og bréfin séu því
fýsilegur kostur.“
í útboðinu voru 25 milljónir seld-
ar þannig að hver aðili mátti kaupa
að hámarki bréf að nafnvirði 120
þúsund. Við sölu á 18 milljónum var
miðað við að hver kaupandi fengi
þau með auknu íjármagni. Hin
leiðin er að sameina fyrirtækin.
Reynsla okkar af samvinnunni við
Granda var það góð að við töldum
okkur geta gert svipaða hluti hér.
Það hefur sýnt sig að þessi eign-
artengsl sjávarútvegsfyrirtækja
hafa skilað þeim verulegum rekstr-
arbata þar sem samvinnan hefur
tekist vel.“
Að sögn Róberts hefur samvinna
tekist við Granda á ótal mörgum
sviðum. Þannig kemur stærstur
hluti af því hráefni sem er unnið
í frystihúsi Þormóðs ramma frá
togurum Granda um þessar mund-
ir.
Aðspurður um hvort til greina
kæmi að bjóða hlutafé í Sæbergi
til sölu á almennum hlutabréfa-
markaði, sagði Róbert að það yrði
skoðað í nánustu framtíð.
í stjórn Sæbergs voru kjörnir
Ásgeir Ásgeirsson, Jón Þorvalds-
son og Róbert Guðfinnsson.
er mið af sölu og söluaukningu
o.s.frv.
Það er Ijóst að árangur Futura
hf. þykir einstakur, sérstaklega
þegar tekið er mið af því að um
5.500 Domino’s Pizza staðir eru
starfræktir í um 40 löndum.
Starfsmönnum Domino’s Pizza á
íslandi var tekið einstaklega vel
í Las Vegas og litið var á þá sem
fyrirmynd innan Domino’s Pizza-
samsteypunnar, segir ennfremur
í frétt frá fyrirtækinu.
Árið 1995 var besta ár í sögu
Domino’s Pizza Inc. og var
rekstrarhagnaður fyrirtækisins
um það bil 40 milljónir dollara.
Ástæðurnar fyrir þessum góða
árangri eru raktar til til stöðugra
gæða og fyrirmyndarþjónustu.
Domino’s Pizza er næststærsta
pizzukeðja heims og fór á síðasta
ári úr þrettánda sætinu í það
fimmta á listanum yfir stærstu
skyndibitakeðjur utan Banda-
ríkjanna.
að hámarki bréf að nafnvirði 2 millj-
ónir. Þetta er annað hlutafjárútboð-
ið hjá Kaupþingi sem lýkur á svo
skömmum tíma, en öll bréf í útboði
Sláturfélags Suðurlands seldust
einnig upp samdægurs á þriðjudag.
Þá er sala hlutabréfa ríkisins og
Reykjavíkurborgar í Jarðborum
langt komin hjá fyrirtækinu. Þar
var um að ræða bréf að nafnvirði
90 milljónir sem boðin voru á geng-
inu 2,25 eða fyrir 200 milljónir sam-
tals. Síðdegis í gær höfðu selst bréf
fyrir um 150 milljónir, að sögn
Halldórs Friðriks.
Tíðir
árekstrar
vegna
Campari
INGVAR Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Karls K. Karls-
sonar, segir það rangt sem haft
var eftir Svövu Bernhöft, inn-
kaupastjóra ÁTVR, í Morg-
unblaðinu í gær, að hann hafi
ekki lækkað verð sitt fyrr en
eftir að ÁTVR hófinnflutning á
Campari frá Svíðþjóð.
Hann segir að þessi verð-
lækkun hafí orðið í mars, eða
rúmum tveimur mánuðum áður
en „sænska" Campariið hafi
komið í verslanir ÁTVR. Leitað
hafi verið eftir því við framleið-
endur Campari að þeir lækkuðu
söluverð sitt hingað til lands,
þar sem ÁTVR hafí hækkað
álagningu sína. Þessi leið hafi
því verið farin til að koma í veg
fyrir hækkanir hjá ÁTVR.
Ingvar segir að verðið á
Campari til veitingamanna sé
nú t.d. lægra en áður vegna
þessarar lækkunar.
Svava Bernhöft, innkaupa-
stjóri hjá ÁTVR, segir að fyrir-
tækið hafí verið komið í sam-
band við umræddan dreifingar-
aðila í Svíþjóð áður en þessi
verðlækkun hafi átt sér stað.
Aðspurð hvers vegna svo langur
tími hafi liðið frá því varan var
keypt þar til hún var sett í sölu,
segir Svava að gripið hafí verið
til þessara birgða þar sem
Campari hafi ekki fengist tíma-
bundið hjá umboðinu.
Ingvar segir það hins vegar
rangt að varan hafi ekki feng-
ist hjá þeim. Hún hafi allan tím-
ann verið til á lager.
Villeroy &
Boch í
Kringluna
HEILDVERSLUN Jóhanns J.
Ólafssonar hf. hefur tekið á
leigu 80 fermetra verslunar-
rými á efri hæð Kringlunnar,
gegnt afgreiðslu Pósts og síma
fyrir nýja verslun með postul-
ínsvörur frá Villeroy & Boch.
Stefnt er að því að verslunin
verði opnuð í ágúst nk.
Að sögn Sigurðar Ingimund-
arsonar, framkvæmdastjóra Jó-
hanns J. Ólafssonar, verður
mikið úrval af ýmiskonar post-
ulínsvörum á boðstólum í nýju
versluninni, t.d. gjafavörur og
borðbúnaður.
Fyrirtækið hefur haft um-
boðið fyrir þetta vörumerki um
langt skeið en eingöngu annast
dreifingu til annarra verslana
hingað til. Sigurður segir engar
breytingar fyrirhugaðar á heild-
sölustarfseminni með vörur frá
Villeroy & Boch. Nýju verslun-
inni sé ætlað að styrkja þetta
merki ennfrekar á markaðnum
og hjálpa öðrum verslunum.
Ráðstefna
*
Imarks í
næstu viku
RANGHERMT var í frétt við-
skiptablaðs í gær að ráðstefna
ímarks um svokallaða sam-
skiptamarkaðssetningu yrði
haldin í dag.
Hið rétta er að ráðstefnan
verður haldin föstudaginn 31.
maí á Grand Hótel frá kl. 9. til
17. Fyrirlesari á ráðstefnunni
verður Bandaríkjamaðurinn
Terry G. Vavra. Hann hefur
sérhæft sig í ráðgjöf á þessu
sviði mörg undanfarin ár auk
þess sem hann er höfundur
bóka um þetta efni.
Royal Arctíc
Line eykur flutn-
ingatilíslands
Metsala hjáDomino’s
Pizza á íslandi
Michel Camdessus áfram
framkvæmdastjóri IMF
Washington. Reuter.
Hlutafjárútboði Þróunarfélags íslands lauk á fáeinum klukkustundum
Færri fengu
hlutabréf en vildu