Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ - Skyndi- fundur um Bosníu FULLTRÚAR Bandaríkjanna, Rússlands og Evrópuríkja munu eiga fund með stjóm- völdum í Bosníu, Króatíu og Serbíu í Genf í byijun júní. Þar munu fyrrnefndu þjóðirn- ar lýsa yfir áhyggjum sínum vegna framkvæmdar friðar- samkomulagsins um Bosníu sem náðist í Dayton, sérstak- lega þann hluta þess sem varð- ar óbreytta borgara. Röð mistaka á Viktoríu- vatni FJÖLDI þeirra sem fórust er feija sökk á Viktoríuvatni fyrr í vikunni er enn óljós. Sam- göngumálaráðuneyti Tansaníu fullyrðir að feijan hafi verið yfirhlaðin og telur að um 660 manns hafí verið um borð, þar af hafi 547 drukknað. Leyfi- legur hámarksfjöldi var um 430 farþejgar. Aðeins 25 lík hafa fundist og þarf að fara með voldugar málmklippur niður að flakinu til að ná líkun- um út. Getgátur eru uppi um að skipstjórinn hafi ekki verið í brúnni, skipið hafi oltið mikið í nokkra klukkutíma áður en það sökk og að björgunarvesti og bátar hafi verið af skornum skammti. Mladic í ferðabann DAGBLAÐ í Belgrad full- yrti í gær að Slobodan Mi- losevic Serb- íuforseti hefði komið í veg fyrir að Ratko Mladic, yfir- maður hers Bosníu- Serba, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, gæti snúið aftur til svæðis Serba í Bosníu. Hann var í Belgrad fyrr í vik- unni til að vera viðstaddur jarðarför eins hershöfðingja Bosníu-Serba. Abbas næst- ráðandi Ara- fats MAHMOUD Abbas, einn stofnenda Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, tekur við af Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínu, falli hann frá. Framkvæmda- nefnd PLO hefur kosið Abbas, sem þekktur er undir nafninu Abu Mazen, framkvæmda- stjóra sinn og þar með næst- ráðanda Arafats. Ráðherra drepinn ANATOLÍJ Stephanov, að- stoðardómsmálaráðherra Rússlands, fannst í gær látinn á heimili sínu. Hafði hann ver- ið sleginn í höfuðið með þung- um hlut og útilokuðu talsmenn innanríkisráðuneytisins ekki að Stephanov hefði fengið gesti í fyrrakvöld, sem hefði sinnast við gestgjafann og myrt hann. Mladic. Norður-kóreskur orrustuflugmaður flýr til Suður-Kóreu Alvarlegir brestir í varn- arkerfi Norður-Kóreu Seoul. Reuter. NORÐUR-kóreskur orrustuflug- maður, sem flýði á afgamalli MiG- þotu sinni til Suður-Kóreu í gær- morgun kvaðst hafa verið búinn að fá sig fullsaddan af aðstæðum heima fýrir. Atburðurinn er talinn til marks um alvarlega veikleika í landvömum Norður-Kóreu. Sex suður-kóreskar orrustuþotur voru sendar á loft í mikilli flýti er þotan nálgaðist vesturströndina utan af Gula hafinu og viðbúnaður var viðhafður í Seoul. Norður-kóreski flugmaðurinn vaggaði vængjum er þær birtust til marks um að hann væri á flótta. Fylgdu suður-kóresku þoturnar honum til lendingar á Suw- on-herflugvellinum skammt suður af Seoul. Þangað kom þotan klukkan 11:09 að staðartíma í gærmorgun. Fréttaskýrendur sögðu að flóttinn benti til þess að alvarlegir brestir væru komnir í landvamir Norður- Kóreu. „Það virðast vera veikleikar í stjórnkerfi hersins," sagði Noriyuki Suzuki hjá Radio Press sem hlerar útsendingar norður-kóreskra út- varpsstöðva. „Það hlýtur að angra leiðtoga landsins að engar flugvélar voru sendar á loft til þess að reyna að hindra flóttann," bætti hann við. Þotan var af gerðinni MiG-19, silfurgrá með merki flughers Norð- ur-Kóreu á báðum hliðum búksins og með raðnúmerin 529. Flugmaðurinn, Li Chol-su ofursti, er þrítugur og hefur verið flugmaður í flugher Norður-Kóreu frá 1986. Hann hóf för sína í Onchon-herstöð- inni suður af norður-kóresku höfuð- borginni Pyongyang. A blaðamannafundi, sem skotið var á í hasti skömmu eftir lending- una, sagðist hann ekki hafa þolað lengur við í því stalíníska stjórnar- fari sem ræður ríkjum í Norður- Kóreu. „Ég hélt suður því þolinmæðin var Reuter SUÐUR-kóreskir hermenn standa vörð um norður-kóresku MiG- 19 þotuna sem ofursti í flugher Norðanmanna flýði á til Suður- Kóreu á þrotum,“ sagði Li. Eftir skildi hann eiginkonu sína og tvö börn. Suður- kóresk stjórnvöld munu taka honum vel og m.a. verðlauna hann með 250 milljónum won, jafnvirði 16,5 millj- óna króna, en það fær hann aðallega greitt í gullstöngum. Atburðurinn jók ekki aðeins á spennuna á Kóreuskaganum heldur vakti einnig mikla athygli því her- flugvél hafði ekki verið flogið til Suður-Kóreu frá norðurríkinu frá því í febrúar 1983. Gagnkvæmar ásakanir um ögrun á landamærum áttu sér stað milli Kóreuríkjanna í gær. Nokkrum klukkustundum áður en Li flýði sigldu fimm norður-kóresk skip inn í landhelgi Suður-Kóreu. Strand- í gær. gæsluskip stökktu þeim á flótta til baka og var engum skotum hleypt af, að sögn talsmanns varnarmála- ráðuneytisins í Seoul. Stjórnvöld í Pyongyang sendu frá sér aðra útgáfu af atburðunum og sögðu átta herskip hafa siglt langt inn í vesturlögsögu Norður-Kóreu. Fyrir stillingu norður-kóreskra yfir- valda hefði verið komið í veg fyrir vopnuð átök. „Þetta er heilaspuni, tilbúningur sem er ekki svaraverður," sögðu sunnanmenn um þessar ásakanir. Yfirstjórn gæslusveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fordæmdi landhelgis- brot norðanmanna og sagði það stríða alvarlega gegn anda vopna- hléssamkomulagsins. LI Chol-su ofursti kampakátur á blaða- mannafundi skömmu eftir að hafa flúið á þotu sinni frá Norður-Kóreu til Seoul. Ætla að útrýma mengunarþokunni London. Reuter. UMHVERFISMÁLARÁÐHERRAR átta ríkja Evrópusambandsins lýstu því yfir á þriðjudag að sambandið hygðist draga mjög úr loftmengun og setja sér það markmið að útrýma mengunarþoku sumarmánuðanna úr borgum Evrópu fyrir árið 2005. Bretland, Frakkland, Irland, Dan- mörk, Lúxemborg, Holland, Þýzka- land og Belgía hyggjast skiptast á upplýsingum og spám um magn eitr- aðs ózons í andrúmsloftinu, meðal annars til þess að stjómvöld eigi auðveldara með að gefa út viðvaran- ir og grípa til fyrirbyggjandi ráðstaf- ana áður en lofttegundin verður mönnum hættuleg. Jafnframt hyggjast ríkin minnka útblástur lofttegunda, sem breytast í ózon. Ráðherramir sögust myndu hvetja Evrópusambandið til að setja strangari reglur um útblástur bif- reiða og sögðust fylgjast af áhuga með tilraunaverkefni í Þýzkalandi, þar sem bannað er að aka bflum án hvarfakúta við ákveðin veðurskil- yrði. Loftmengun oft yfir hættumörkum Á heitum, lygnum sumardögum getur eitruð ózonþoka lagzt yfír stórborgir Evrópu og valdið íbúun- um öndunarerfiðleikum og ýmiss konar sjúkdómum. Þokan getur líka valdið uppskembresti og skemmt vefnaðarvöru og málningu. Í fyrrasumar var óvenjulega heitt í Bretlandi og fór loftmengun þá fjórum sinnum yfir hættumörk, samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins. Í Belgíu gerðist þetta 31 sinni. Sú borg Evrópu, þar sem eitur- þokan er þykkust, Áþena, fer um sinn á mis við mengunarvarnaátak ESB-ríkja, þar sem Grikkland á ekki aðild að samkomulaginu. ♦ ♦ ♦------ Walesa vill verða forseti Evrópu • LECH Walesa, fyrrverandi for- seti Póllands, hélt ræðu í Cambridge- háskóla síðastliðinn laugardag. Wa- lesa sagðist ekki myndu sækjast eftir forsetaembætti lands síns á nýjan leik en sagðist telja sig geta fengið miklu áorkað á alþjóðavett- vangi, sem eins konar farandsendi- herra. „Ég vil verða fyrsti forseti Bandaríkja Evrópu,“ sagði Walesa. Fjölmiðlar furða sig á Bretum Brussel. Reuter. EVRÓPSK dagblöð lýstu í gær yfir mikilli undrun sinni og jafnvel hryllingi vegna þeirrar ákvörðunar bresku stjórnarinnar að taka ekki þátt í samvinnu innan Evrópusam- bandsins þar til að lausn finnst á kúariðudeilunni. „Klikkun" sagði þýska dagblað- ið Frankfurter Rundschau en hið hollenska De Volkskrant taldi nær að tala um „vitfirringu". í leiðara blaðsins sagði að vissulega væri reiði Johns Majors forsætisráð- herra Breta, skiljanleg. Þær að- gerðir sem hann væri að grípa til gætu hins vegar haft mun alvar- legri afleiðingar en kúariðudeilan gæfi tilefni til. Það yrði „harmleik- ur“ ef böndin milli Breta og vina- þjóða þeirra í Evrópu myndu bresta. Flest dagblöð á meginlandi Evr- ópu, sem yfirleitt eru mjög Evr- ópusambandssinnuð, drógu þá ályktun að John Major væri orðin að strengjabrúðu Evrópuandstæð- inga innan íhaldsflokksins. „Þetta er mjög áhættusöm stefnubreyting sem sýnir veikan og afkróaðan stjórnmálamann,“ sagði hið franska Libération. Hið portúgalska Publico sagði ákvörð- un Majors hafa vakið upp vonir hjá mörgum um að boðað yrði til kosninga í Bretlandi þar sem að íhaldsflokknum yrði loks bolað frá völdum. Sum blöð greindu frá við- brögðum bresku götublaðanna sem flest hver fóru í þjóðernislegar skotgrafir. Oftar en ekki var vísað til sigurs Breta í heimsstyijöldinni og gert lítið úr útlendingum. Gott dæmi er The Sun sem hvatti les- endur sína til að sniðganga erlend matvæli og vera dónalega við þýska ferðamenn. Hið belgíska Le Soir sagði Breta velta sér upp úr „tryll- ingslegu útlendingahatri“. Þýska blaðið Bild sagði „æði“ hafa runnið á Breta. Af blöðum utan Evrópusam- bandsins var það hið svissneska Tribune de Géneve sem gagnrýndi Breta hvað harðast. Sagði það Major greinilega hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði engu að tapa með því að kynda undir sjónarmið Evrópuandstæð- inganna er „gubbuðu með ánægju á allt sem á uppruna sinn handan Ermarsunds." Breskir stjórnarerindrekar á meginlandinu lýstu yfir miklum áhyggjum af framferði breskra fjölmiðla og sögðu ummæli þeirra hafa mjög móðgandi áhrif á vina- þjóðir Breta og geta skaðað ímynd Bretlands verulega sem og sam- skipti þeirra við önnur ríki. Aðilar í bresku viðskiptalífi og ferða- mannaþjónustu lýstu einnig yfír verulegum áhyggjum. \ \ \ í i \ ! I \ I L » i í l I L I 1 I I I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.