Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 30

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ íslendingar í Lúxemborg EFTIR að hafa lesið grein um íslendinga í Lúxemborg í Lesbók Morgunblaðsins þ. 27. apríl síðast- liðinn, kom í huga mér málsháttur- inn „oft gleymir kussa því að hún var kálfur“. Ég átti frumkvæði að útgáfu bókar um landnám íslendinga í Lúxemborg og finnst ástæða til að ítreka þær forsendur sem gengið var út frá þegar því verki var hrundið í framkvæmd. Hug- myndin að baki bókar- innar var fyrst og fremst að gefa börnum okkar tækifæri til að kynnast uppruna sín- um. _ Afkomendur þeirra íslendinga sem hér komu fyrst eiga óhjákvæmilega eftir að blandast öðrum þjóðar- brotum í því fjölskrúð- uga mannlífi sem Mið-Evrópa samanstendur af og taka þátt í ein- ingu ólíkra menningarheima. Þegar verið er að bera saman mannlíf á ísiandi og hér er því er ekki úr vegi að minna á þær sérstöku að- stæður sem Lúxemborgarar búa við og leggja áherslu á að þó að við- horf þeirra til menningar sinnar séu að mörgu leyti frábrugðin okkar þá eru þau að engu leyti verri. Það er alveg ljóst að Loftleiðaæv- intýrið, sem hófst árið 1955, hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að tvær litlar þjóðir í Evrópu tóku höndum saman um að opna leið yfir Atlantshafið. Lúxem- borgarar, sem aldrei hafa þurft að búa við sömu landfræðilegu ein- angrun og íslendingar, greiddu leið íslendinga í Mið-Evrópu á þessum tíma og opnuðu þeim samgönguleið bæði til Evrópu og Ameríku. Þeir voru þá og eru enn, vel meðvitaðir um að „betur mega tveir en einn“. Virðing Lúx- emborgara gagnvart nágrönnum sínum og sú fullvissa þeirra að samnýting og samstarf við aðrar þjóðir séu ávinningur fyrir alla er það sem hefur orðið þeim vegsauki og lagt grundvöllinn að sam- einingu Evrópu. Fram- gangur Loftleiða og síðar Flugleiða í Lúx- emborg er árangur sameiginlegs átaks, en ekki dugnaðar íslendinga einna sér. Stundum virðist nokkurs mis- skilnings gæta í umfjöllun um menningarlíf í Lúxemborg. Mér finnst því ástæða til að taka það fram að hér er háskóli; Centre Universitaire de Luxembourg. Þar er hægt að nema þær greinar er varða menningu þeirra sjálfra til fulls (svo sem lögfræði) en aðrar greinar í eitt ár. Að því loknu senda Lúxemborgarar nemendur sína í háskóla í nágrannalöndunum enda María Huesmann Karlsdóttir MMC L-300 Minibus 4x4 Turbo Diesel '88. Grásans., 8 manna, ek. 114 þ.km. V. 960 þús. Bílamarkabunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 4. 567-1800 ^ Löggild bílasala Toyota Corolla XL Sedan '92, vínrauöur, 5 g., ek. aöeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þús. Toyota Corolla 4x4 GTI Touring '91, grar, 5 g., ek. 91 þ.km. rafm. í rúöum, álfelgur o.fl. V. 1.130 þús. Volvo 760 GLE '90, blár, sjálfsk., ek. 115 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í ölu, ABS o.fl. V. 1.490 þús. Hyundai Pony GLSi Sedan ‘93, blár, 5 g., ek. aöeins 27 þ. km. V. 770 þús. Ford Ranger V-6 4x4 PUP ‘91, blár, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur o.fl. Tilboösverö 870 þús. Daihatsu Charade Limited ‘92, 3 dyra, rauöur, 5 g., ek. 62 þ. V. 640 þús. Subaru Justy J-10 4x4 '85, 5 dyra, nýskoö aöur. v. 195 þ. Daihatsu Charade CS '88, 5 dyra, rauö ur, ek. 96 þ. V. 300 þ. Toyota Corolla GTi 16 v Liftback '88, 5 g., ek. 134 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. Fallegur bíll. V. 670 þús. Cherokee Limited 4.0 L '90, svartur, sjálfsk., ek. 93 þ. km., leöurklæddur o.fl. Tilboösverö 1.790 þús. Cherokee Pioneer 4.0 L '87, 5 dyra, sjálfsk., ek. aöeins 64 þ. km., óvenju gott eintak. V. 1.190 þús. Ford Explorer XLT '93, sjálfsk., ek. 27 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, þjófavörn o.fl, V. 2,9 millj. MMC Pajero langur (bensln) '88, 5 g., ek. 109 þ. km., mikiö endurn., nýryövarinn o.fl. Topp- eintak. V. 1.150 þús. MMC Pajero V-6 langur '93, sjálfsk., ek. 39 þ. km., sóllúga o.fl. V. 3 millj. Subaru Justy J-12 4x4 '91, 5 dyra, ek. 69 þ. km. V. 620 þús. Toyota Corolla XLi '94, 3ja dyra, hvítur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Grand Cherokee V-8 Limited '93, græns ans., sjálfsk., ek. aöeins 42 þ. km., rafm. í öllu, leöm'innr. o.fl. V. 3.350 þús. Nisðan Sunny SLX 1.6 Sedan '92, sjálfsk., ek. aöeins 54 þ. km., rafm. í rúöum, spoil er, 2 dekkjagangar o.fl. V. 930 þús. Grand Cherokee Ltd. Orvis V-8 '95, sjálfsk., ek. aöeins 3 þ. km., leöurklæddur m/öllu. V. 4.450 þÚS. Toyota Corolla DX '87, 3ja dyra, hvítur, sóllúga, spoiler. V. 340 þús. Mjög fallegur bíll. Subaru Legacy 1.8 station '91,5 g., ek.. 79 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensín) '91, grás ans, 5 g., ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. MMC Pajero V-6 langur '91,5 g., ek. 75 þ. km., góöur jeppi. V. 1.890 þús. Toyota Corolla GL Special series'91, 5 g., ek. 93 þ. km., 5 dyra, rafm. I rúöum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Grand Cherokee V-6 Limited '94, rauöur, sjálf- sk., ek. aðeins 27 þ. km., leöurinnr., rafm. í öllu, ABS, þjófavörn o.fl. V. 3.790 þús. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. rafm. í rúöum o.fl. Fallegu.r jeppi. V. 1.430 þús. 86 þ.km., 650 þús. rafm. í rúöum o.fl. V. 780 þús. Tilboö Fjöidi bíla á skrá og á staðnum. Bílaskipti, hagstæögreiðslukjör. Opið laugard. kl. 10-17 2. í hvítasunnu kl. 13-18 Þj óðfélagslegur kostnaður vegna reykinga er um stuttar vegalengdir að ræða, fyrir nú utan hve þeir telja það nauðsynlegt þegnum lítillar þjóðar að tileinka sér tungu og menningu nágrannaríkjanna. Það að þeir skuli hafa lifað af sem sérstök menning- arheild og sjálfstæð þjóð í aldanna rás sýnir kannski einna best hversu rétt þeir hafa haft fyrir sér. Einnig finnst mér rétt að minna á að hér í Lúxemborg ér stórt og veglegt þjóðleikhús, þar sem færðar eru upp gestasýningar erlendis frá allan ársins hring. Þar gefst Lúxemborg- urum kostur á að sjá það besta í Evrópu í hnotskurn, enda eru þeir svo til jafnvígir á helstu mál Evrópu og vel færir um að njóta þess. Þar að auki eru starfandi leikhópar í flestum bæjarféiögum og er það fastur liður í bæjarlífinu að sækja þær sýningar. Leikflokkurinn Letzebuerger Theater hefur starfað í meira en 50 ár. í borginni Wiltz er starfrækt mikið útileikhús og í tengslum við það er rekin listahátíð sem nú nýtur alþjóðlegrar virðingar ekki ósvipað og listahátíð í Reykjavík, þar að auki er mikil listahátíð tengd bæn- Þrátt fyrir að 45% íbúa Lúxemborgar séu útlendingar, segir Mar- ía Huesmann Karls- dóttir, hefur Lúxem- borgurum tekist að varðveita tungumál sitt og menningu. um Echternach og hafa þar komið fram margir heimsfrægir listamenn á liðnum árum. Á þeim 30 árum sem ég hef búið hér í hinum græna hjarta Evrópu hef ég notið þess að sjá og upplifa marga framúrskar- andi listviðburði á öllum sviðum, ekki síst á síðastliðnu ári þegar Lúxemborg var höfuðborg menn- inga og iista í Evrópu. Er það ein- róma álit manna í Evrópu að listaár- ið hafi tekist með miklum sóma og fjölbreytni verið í fyrirrúmi, Lúxem- borg sá meira að segja sóma sinn í því að senda lúxemborgíska lista- menn til vinaþjóðar sinnar íslands og taka á mó.ti íslenskum lista- mönnum í eins konar „menningar- samskiptum" af þessu tilefni. Þrátt fyrir þá staðreynd að 45% íbúa Lúxemborgar séu útlendingar hefur Lúxemborgurum tekist að varðveita tungumál sitt og menn- ingu, auk þess að búa vel að þeim þjóðarbrotum sem þar hafa valið sér samastað. Þótt ekki sé til mik- ill þjóðararfur í rituðu máli kunna þeir að sjálfsögðu álíka vel að skrifa og tjá sig á lúxemborgísku og ís- lendingar á íslensku. Ég tek undir orð Elínar Pálma- dóttur í grein hennar Gárum 5. maí sl. um viðhorf íslendinga gagnvart sjálfum sér og um heiminum: „Að kannski væri farsælla að gefa sér obbolítinn tíma til að festa ræturnar fyrir grobbi.“ Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn svo bókin yrði bók. Höfundur er ráðgjafi íLúxemborg. SÍÐAN lög um tóbaksvarnir nr. 74/1984 tóku gildi í ársbyrjun hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum til varnaraðgerða, m.a. vegna auk- innar þekkingar á áhrifum óbeinna reyk- inga. Erlendis hefur löggjöf orðið æ harð- ari, ekki síst um tak- markanir á reykingum. Þetta á t.d. við um Bandaríkin og Kanada. Þá hefur Evrópusam- bandið markað ákveðna stefnu gegn tóbaksneyslu í tengsl- um við víðtækt átak gegn krabbameini og sum bandalagsríkin hafa gengið enn lengra en þeim er skylt. Við íslendingar höfum því ekki lengur sömu for- ystu í tóbaksvörnum og áður að því er löggjöf varðar. Á hinn bóginn samþykkti Alþingi með íslenskri heilbrigðisáætlun 19. mars 1991 einarða stefnu í tóbaksmálum sem trauðla verður framfylgt nema með víðtækari og afdráttarlausari lögg- jöf um þessi mál. Þar segir í 8. lið: „Draga skal úr og helst útrýma neyslu tóbaks með því að fá fólk til að byija ekki að reykja og þá sem reykja til að hætta. Til þess að ná þessu markmiði verður að auka bæði upplýsingar og áróður og athuga sérstaklega tengsl milli reykinga og annarra lífshátta.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint fjórþætt markmið tóbaksvarna sem greina má þannig í stuttu máli: Að ungt fólk byrji ekki að reykja. Að reyk- ingamenn hætti að reykja og fái til þess hvatningu og aðstoð. Að þeir sem ekki hætta að reykja fái sem minnst af skaðlegum efnum úr reyknum. Að þeir sem ekki reykja njóti verndar gegn tóbaksreyk frá öðrum. Þegar skoðaður er þjóðfélagsleg- ur kostnaður á íslandi vegna reyk- Beinn þjóðfélagslegur kostnaður vegna reykingja varð árið 1990, segir Asgerður Jóna Flosadóttir, nálægt þremur millj örðum króna. inga _ koma óhugnanlegar tölur í Ijós. í merkilegri skýrslu sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla íslands fyrir Tóbaksvarnanefnd um þjóðfélagslegan kostnað vegna reykinga árið 1990 og gefin út árla árið 1992 kemur fram að 240 einstaklingar deyja árlega af völd- um reykinga á Islandi. Beinn þjóðfélagslegur kostnaður vegna reykinga árið 1990 var u.þ.b. 3 milljarðar króna. Ef tekinn er samanlagður beinn og óbeinn kostnaður vegna árlegra reykinga erum við að tala um hvorki meira né minna en 6 milljarða króna. Er þá átt við heilbrigðiskostnað vegna reykingasjúkdóma, þ.e. kostnað vegna heilsugæsluþjónustu, lyfja- kostnað, sérfræði- og almennan sjúkrahúskostnað sem greiddur er úr almannasjóðum, tapaðar vinnu- tekjur reykingamanna af völdum reykingasjúkdóma, bætur og sjúkragreiðslur sem greiddar eru til sjúklinga sem veikst hafa af völdum tóbaksneyslu, kostnaður vegna ótímabærra dauðsfalla reyk- ingamanna, framtíðargreiðslur sem þjóðfélagið sparar, t.d. trygginga- greiðsiur og skatta sem ríkið tapar vegna ótímabærra dauðsfalla. Þá má nefna ytri áhrif eins og eldsvoða af völdum tóbaksneyslu. Þegar reykingamaður líður fyrir eða deyr af völdum reykingasjúkdóma hef- ur það óhjákvæmilega áhrif á vini og aðstand- endur. Það er ómögu- legt að verðleggja and- legar þjáningar og þrautir sem aðstand- endur og vinir verða fyrir. Skaði þjóðfélagsins er gífurlegur vegna reykinga og mun þjóðin standa frammi fyrir miklum kostnaðarauka í framtíðinni í heil- brigðiskerfinu. I landinu er starf- andi tóbaksvarnanefnd og formaður hennar er Halldóra Bjarnadóttir. Nefndin hefur unnið mjög gott starf á landsvísu miðað við það fjármagn sem hún hefur til ráðstöfunar. Framlag ríkisins til tóbaksvarna árið 1990 var um 8 milljónir sem er ekki hátt miðað við þann vágest sem tóbaksreykingar eru. Auka þarf til muna stuðning við þá aðila og félagasamtök sem berjast gegn reykingum. I nýju frumvarpi til tóbaksvama- laga segir í 7. gr: „Skylt er að veija a.m.k. 0,78% af brúttósölu til tób- aksvarnastarfs." Mun sú upphæð verða nálægt 35 milljónum i ár. í 3. gr. sama frumvarps segir. „Tóbak veldur ávana og fíkn og ætti í raun að skilgreina það sem fíkniefni. Þetta skýrir að verulegu leyti hve sterk tök það hefur á flestum neyt- endum, jafnvel þótt þeim sé ljóst hvaða háska það veldur." í dag hafa þeir sem reykja en vilja hætta nokkra kosti um að velja. Þau hjálpartæki sem eru á boðstólum eru eftirfarandi: nefúði, plástur, tyggjó, munnstykki, auk þess er boðið upp á dáleiðslu og nálastunguaðferðir. Stórum hópi manna hefur tekist að hætta að reykja með þessum hálpartækjum. Gallinn er bara sá að þessi hjálpar- tæki em allt of hátt verðlögð, og illa aðgengileg. Neytandinn getur einungis nálgast þau í lyfjaverslun- um þar sem um litla verðsamkeppni er að ræða. Væri ekki nær að hafa þessi hjálpartæki í hillum stórmark- aða og við hliðina á tóbakinu í sölu- turnunum? Þannig fengist verðsam- keppni. En til að svo geti orðið þarf að breyta lyfjalögum í landinu. Væri þetta ekki umhugsunarefni fyrir þá þingmenn sem sitja á Al- þingi íslendinga? I dag kostar pakki með 105 mentol nikótín tyggjóplötum um 3.000 krónur. Ef við gefum okkur að innkaupsverðið á þessum pakka sé 800 til 900 krónur þá er álagn- ingin það há að viðskiptavinurinn greiðir fyrir sama pakka 3-000 krónur. Er eitthvað vit í slíkri verð- lagningu þar sem varningur þessi er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja hætta tóbaksneyslu? Margir telja nauðsynlegt að hækka verulega verð á tóbaki. Þau rök sem menn beita í þeim málflutn- ingi eru að þeir sem reykja þiggi dýra þjónustu úr heilbrigðiskerfinu umfram aðra skattgreiðendur og því eðlilegt að þeir greiði meira í hina sameiginlegu sjóði lands- manna. Ef reyklaus einstaklingur kaupir sér líftryggingu fær sá sami sér- stakan afslátt fyrir það að reykja ekki. Mætti ekki taka slíka afslætti upp víðar í þjóðfélaginu reyklausum í hag? Höfundur er stjómmálafræðingur. Ásgerður Jóna Flosadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.