Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 40

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SNÆLAUGUR STEFÁNSSON + Snælaugur Kristinn Stef- ánsson fæddist að Árbakka á Ár- skógsströnd 18. október 1945. Hann lést 16. maí síðastliðinn. Snæ- laugur var sonur hjónanna Ólafíu Halldórsdóttur, f. 30.3. 1925, og Stef- áns Snælaugssonar sjómanns, f. 27.6. 1916, d. 19.5. 1990. Systkini Snælaugs eru: Karólína, f. 12.7. 1947, gift Karli Magnús- syni pípulagningameistara á Akureyri, Ráðhildur, f. 17.11. 1948, gift Daða Hálfdánarsyni, rafvirkjameistara, Bolungar- vík, Óskar bifreiðastjóri, f. 8.10. 1951, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur, Kópavogi, Anna, f. 30.7. 1953, gift Bryn- leifi Siglaugssyni, bónda í Dalsmynni, Sigrún, f. 14.11. 1956 gift Birgi Stefánssyni, sjómanni, Ólafsfirði, Kristín, f. 4.5. 1967 gift Þórði Jóhanns- syni, þau búa í Noregi. Snælaugur flutti ungur til Akureyrar og hóf vélstjóra- nám og síðar nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Atla. Þá kynnist hann Mar- gréti Sölvadóttur og kvæntist henni 26.11. 1966. Eign- uðust þau tvær dæt- ur, Baldvinu Guð- rúnu þroskaþjálfa, f. 24.11. 1965, dóttir hennar er Margrét Björk, f. 20.6. 1990; og Ólavíu Kristínu verslunarmann, f. 13.7. 1969, sambýl- ismaður hennar er Eggert Arason. Eftir nám starf- aði Snælaugur við iðn sín á Atla og við Laxár- virkjun. Við stofnun Hitaveitu Akureyrar ræðst hann þar til starfa sem eftirlitsmaður með framkvæmdum og síðar verk- stjóri aðveitukerfis. Hann var verkstjóri dreifi- og aðveitu- kerfis til 1988 þegar hann tók við yfirverkstjórastöðu. Við sameiningu Hita- og Vatns- veitu var hann ráðinn yfirverk- stjóri hins nýja fyrirtækis og hafði á hendi yfirumsjón með öllum framkvæmdum og sinnti því starfi allt til loka. Snælaugur verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.00. Öll fáum við óskrifaða bók í vögg- ugjöf, sem okkur er ætlað að fylla. Bækumar eru misjafnlega þykkar, en sem betur fer veit enginn fyrir- fram hversu þykk hver og ein verð- ur. Það kemur fyrst í ljós þegar síð- asta blaðsíðan hefur verið rituð. Enginn veit heldur hvemig til tekst með gerð bókarinnar, einnig það hefur sinn tíma. Lífsbók míns góða vinar, Snæ- laugs Stefánssonar, er nú lokið. Við hefðum viljað hana lengri, en getum huggað okkur við að bókin sú var góð og skilur eftir andlegan auð, sem margir munu eiga eftir að njóta. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með Snælaugi í Reglu Musterisriddara á Akureyri um árabil og þótt aldursmunur væri nokkur, þá tókst með okkur traust vinátta sem aldrei bar skugga á. Aðalsmerki hans var hógværð, trú- mennska, heiðarleiki og kærleikur. Það var sama hveiju honum var trúað fyrir, hann lagði í öll sín verk það besta sem hann átti. Snælaugur var einstakt prúðmenni, hæglátur í fasi, traustur og drengur góður og naut virðingar allra, jafnt í leik sem starfi. Hann var heill í starfi sínu innan Reglunnar, sem og annarstað- ar og skarðið er hann skilur eftir sig þar verður vandfyllt. Ég kveð minn kæra vin með sorg og eftirsjá, er hann nú hverfur til æðri heima og sendi honum í huganum þakkir fyrir áralanga vináttu. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við hjónin færum ástvinum hans öllum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau og vernda í þungum harmi þeirra. Árni Valur. Þann 16. maí fengum við þær hörmulegu fréttir að móðurbróðir okkar, hann Snælaugur Stefánsson, oftast kallaður Snæsi eða Dæi, væri horfínn á braut. Sorginni og söknuð- inum er erfítt að lýsa. Ófáar stund- imar áttum við saman og sérstak- lega eftir að við fórum norður til Akureyrar í skóla. Alltaf vorum við jafn velkomnir heim til hans, þar sem oft var teflt fram á nótt en Snælaug- ur var góður skákmaður og voru þar ófá skákmótin haldin og mikið spjallað. Teflt var við hin ýmsu til- efni og voru oft skákmót þegar Óskar bróðir hans kom í bæinn og var þá tölvan notuð sem einn and- stæðingurinn en Snælaugur var mikill tölvuáhugamaður. Mörg önn- ur áhugamál áttum við saman og vom íþróttimar það stærsta og þá sérstaklega knattspyman og fómm við á marga leiki saman. Það lýsir mikið hugarfari Snælaugs að hann vildi báðum Akureyrarliðunum vel þó svo hann væri meiri KA-maður heldur en Þórsari. Við gátum rætt allt milli himins og jarðar, hvort sem það vom íþróttir, pólitík eða eitthvað annað. Við eigum eftir að sakna þess að eiga ekki fleiri stundir með þér, þú gafst okkur svo margt. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og megir þú hvíla í friði uppi hjá Ste- fáni afa. Elsku Magga, Baddý, litla Mar- grét, Olla Stína, Olla amma og systkini, Guð gefí ykkur styrk til að takast á við sorgina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stefán A. Arnalds, Guðmundur M. Daðason. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Snælaugs Stefánssonar. Mér er efst í hug þakklæti til hans fyrir samstarf okkar í allmörg ár, hjá Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar (STAK). Einnig vomm við nágrann- ar hér áður er við bjuggum í sama raðhúsi í Vanabyggð 2. Við sátum í stjóm STAK í nokkur ár, þar sem ég kynntist fyrst Snæ- laugi og mannkostum hans. Árið 1990 var leitað eftir því við mig að ég tæki að mér formennsku STAK. Ég tók að mér það verkefni, en sótt- ist jafnframt eftir því, ásamt stjóm, að Snælaugur yrði varaformaður. Ég taldi það ekki aðeins félaginu til heilla að fá Snælaug sem varaform- ann, heldur einnig mér til styrktar að fá jafn félagsvanan mann mér við hlið. Snælaugur fellst á þetta þrátt fyrir annasamt starf sitt sem yfír- verkstjóri hjá Hita- og vatnsveitu Akureyraar. Ég hef áður sagt og segi enn, að traustari og betri sam- starfsmann hefði ég ekki geta feng- ið. Hann var mér og jafnframt félag- inu ómetanleg stoð og stytta. Alltaf var gott að leita ráða hjá Snælaugi. Hann hafði mikla reynslu í félags- störfum, var úrræðagóður, rólegur og yfírvegaður. Hann var staðfast- ur, trúr skoðunum sínum og gat verið mjög ákveðinn ef því var að skipta. Ef stærri mál vom á döfínni hjá félaginu og fólk vantaði til starfa, kom nafn Snælaugs oftar en ekki upp. Hann sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir félagið í gegnum tíð- ina. Einnig var Snælaugur mjög vel að sér í fundarsköpum og fund- arstjórn, og var honum falið að vera 1. varaforseti á þingi BSRB 1991, sem hann leysti með sóma og vomm við félagar hans í STAK stoltir af honum sem og oft áður. Mikill harm- ur er nú kveðinn að allri fjölskyldu Snælaugs, svo og öllum er hann þekktu. Sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra og bið um styrk þeim til handa. Kæri Snælaugur, hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Jóhanna Júlíusdóttir. Kveðja frá Starfsmannafé- lagi Akureyrarbæjar, STAK Hve skammt nær vor síðbúna þökk í þögnina inn, sem þulin er líkt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund er í hinsta sinn hans stirðnuðu hönd vér þrýstum í kveðjuskyni. Og fátækt er orðið og fáskrúðug tjáning hver er fetar sig áfram vor hugur um tregans slóðir. - En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér? Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. Og skammdegisélið, sem fór yfir Qall og bæ og flutti andvökumanni getraunir sínar, það breiddi þá nótt hinn heiðsvala, hvíta snæ, hinn hljóðláta vetrarsnæ yfir moldir þínar. (Guðmundur Böðvarsson) Vil ég fyrir hönd stjórnar STAK þakka Snælaugi vel unnin störf fyrir félagið og sendi ættingjum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður. Góður vinur okkar og félagi, Snæ- laugur Stefánsson, Akureyri, er lát- inn. Snælaugur Stefánsson fæddist á Árskógsstörnd við Eyjafjörð. Ung- ur fiuttist Snælaugur til Akureyrar og lærði vélvirkjun á Akureyri. Snæ- laugur stundaði ýmis störf framan af æfí, svo sem sjómennsku með föður sínum og bróður, Óskari. Við stofnun Hitaveitu Akureyrar réðst Snælaugur þangað til starfa. Hann varð síðar yfírverkstjóri Hitaveitu og Vatnsveitu Akureyrar og gegndi því starfi til dauðadags. Snælaugur Stefánsson gekk ung- ur til liðs við Alþýðuflokkinn. Um skeið var hann formaður Alþýðu- flokksfélags A'kureyrar. Einnig var hann formaður kjördæmisráðs flokksins. Hann sat á framboðslist- um Alþýðuflokks til bæjarstjórnar- kosninga á Akureyri svo og til Al- þingiskosninga. Auk þeirra starfa fyrir hreyfíngu jafnaðarmanna sem að framan greinir sat Snælaugur í fjölda nefnda fyrir Alþýðuflokkinn. Á sviði félagsmála lét Snælaugur Stefánsson sig fleira varða en flokkspólitísk störf. Hann var ein- arður talsmaður launþega, sat í stjórn STAK um skeið og vann dyggilega að málefnum BSRB. Hvar sem Snælaugur Stefánsson kom að verki, hvort heldur var við dagleg störf eða að störfum á sviði félagsmála ávann hann sér traust samstarfsmanna. Hann var hæglát- ur maður og dagfarsprúður. Hann gat hins vegar verið fastur fyrir ef honum fannst órétti beitt. Eins og félagsmálastörf hans bera með sér velti hann málefnum allrar alþýðu mjög fyrir sér. Hann var hugmyndaríkur og slyngur. Ráðgjöf hans var ætíð vel þegin, þvi hann ígrundaði öll mál af mikilli kost- gæfni. Höndum var ekki kastað til verka. Næmi hans á stöðuna í pólitíkinni var einstök. Því kynntumst við vel sem höfðum við hann samneyti. Hann benti okkur, sem í fremstu víglínu stóðum, iðulega á það sem betur mætti fara og hrósaði því jafn- framt sem honum fannst vel gert. Oftlega áttum við löng samtöl um pólitíkina og hið daglega líf. Þar var Snælaugur jafnan gefandinn. Snælaugur kvæntist Margréti Sölvadóttur 1966. Þau eignuðust tvær dætur, Baldvinu og Ólafíu. Dóttir Baldvinu, Margrét Björk var mikið samvistum við afa sinn og augasteinn hans. Mikill harmur er kveðinn að ást- vinum og vinum Snælaugs. Maður á besta aldri kveður þennan heim. Vissulega hafði Snælaugur Stefáns- son átt við erfíðleika að etja upp á síðkastið. Hann bar ef til vill ekki gæfu til að deila þeim erfiðleikum með þeim mörgu sem honum voru kærir. Fyrir hönd íjölskyldna okkar og fyrir hönd Alþýðuflokksmanna fær- um við ástvinum Snælaugs Stefáns- sonar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Steindór og Sigbjörn Gunnarssynir. + Bergþóra Hall- dórsdóttir fæddist á Höfn í Bakkafirði 17. nóv- ember 1917. Hún Iést hinn 14. maí síðastliðinn. Berg- þóra var dóttir hjónanna Sólveigar Björnsdóttur, f. 18. júní 1883, d. 14. nóvember 1964, og Halldórs Runólfs- sonar, f. 1. október 1870, d. 27. ágúst 1920, kaupmanns á Höfn i Bakkafirði. Systkini hennar voru: Hilma Fanney, f. 1909, d. 1923; Bald- ur, f. 1911, d. 1926; Bragi, f. 1912; Jón, f. 1914, d. 1993; Njáll, f. 1915; Flosi, f. 1916, d. 1984. Bergþóra var frá sjö ára aldri alin upp hjá móðurbróður sín- um Gísla Björnssyni frá Elliða- vatni og konu hans Jóhönnu Björns- dóttur ljósmóður. Hinn 12. nóvember 1938 giftist Berg- þóra Erlendi Stein- ari Ólafssyni, f. 5.5. 1912, og eignuðust þau fjögur börn: 1) Guðrún Dóra, f. 3.6. 1938; 2) Baldur, f. 4.10 1939; 3) Sól- veig, f. 10.5. 1943, gift Sveini H. Skúla- syni og eiga þau tvö börn, Steinar Þór, f. 1971, og Hrund, f. 1977. 4) Gísli Jóhann, f. 22.3. 1947, kvæntur Kirsten Rindom Erlendsson og eiga þau þrjá syni: Kristian, f. 1978; Jakob, f. 1981; og Stefán, f. 1988. Útför Bergþóru verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kveðjustundum fínnur maður einnig hve hratt tíminn líður. Þegar ég hitti Beggu fyrst var ég á sama aldri og sonur minn er í dag og mér finnst sem það hafí verið í gær. Fyrsta heimsóknin til þeirra hjóna austur í Búrfell þar sem þau bjuggu þá er ljóslifandi í minni mínu. Bergþóra varð fyrir þeim harmi aðeins þriggja ára gömul að missa föður sinn. Um líkt leyti missti hún tvö systkini sín úr berklum. Hún sjálf greindist með berkla þriggja ára og var send á Vífílsstaði þar sem hún dvaldist um fjögurra ára skeið. Að lokinni dvölinni á Vífils- stöðum fór hún til sómahjónanna Gísla Bjömssonar frá Elliðavatni, sem var móðurbróðir hennar, og konu hans Jóhönnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Þar ólst hún upp í góðu yfirlæti ásamt dóttur þeirra hjóna, Guðrúnu, sem reyndar var orðin fullvaxta kona þegar Bergþóra kom á heimilið. Guðrún hafði veikst illa af berklum á unga aldri og bar hún þess merki alla ævi. Það má því segja að þessi vágestur, berklamir, hafi sett djúp spor á líf Bergþóru. Sólveig móðir hennar þurfti að láta frá sér eitt annað bam, en tókst af harðfylgi og dugnaði að halda heimili fyrir sig og þijá syni. Þessi harmsaga var eflaust saga margra á þessum ámm þegar berklar fóru sem eldur um landið og spánska veikin hafði heijað nokkru áður. Atburðir sem þessir hijóta að setja mark sitt á barnssálina. Bergþóra var líka á margan hátt stórbrotin persónuleiki. Hún var stór í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún gat líka verið dómhörð og var ekki allra, en þeim sem hún tók var hún betri en enginn. Persónuleiki hennar var á vissan hátt mótaður af atburðum æskunnar. Bergþóra giftist ung Erlendi Steinari Ólafssyni byggingatækni- fræðingi. Saga þeirra er saga margra ungra hjóna á Islandi í þá daga og enn í dag. Börnin komu hvert af öðru og eftir níu ára hjóna- band voru þau orðin fjögur. Á sama tíma var hafist handa við að koma húsi yfir fjölskylduna og var það byggt í Miðtúni. Þar hefur heimili þeirra hjóna staðið síðan 1945. Bergþóra helgaði heimilinu starfs- krafta sína. Hún var mjög myndar- leg húsmóðir og allt sem heimilis- störfum viðkom lék í höndum hennar. Á þeim tíma var ekki far- ið til útlanda til að kaupa föt á börnin. Allt var saumað heima, hvort heldur það voru buxur eða fínustu kápur. Þegar börnin voru vaxin úr grasi gafst þeim kostur á, vegna starfa Erlends Steinars, að dvelja víða erlendis um nokkurn tíma. Þau bjuggu í Danmörku um átta ára skeið og einnig um skemmri tíma í Færeyjum og á Grænlandi. Seinni hluta ævinnar átti Berg- þóra við mikla vanheilsu að stríða, en hún barðist við sjúkdóminn af þeim krafti sem henni var svo eiginlegur. Ég held að þrátt fyrir veikindi sín hafi hún verið mjög sátt við líf sitt. Hún átti yndislegan mann, fjögur börn sem hefur farn- ast vel og hafa verið foreldrum sínum stoð og stytta. Hún hafði farið víða og á margan hátt átt mjög gott líf. Þegar ég lít yfir farihn veg og minnist tengdamóður minnar er mér efst í huga gáfuð og óvenju víðlesin kona. Það var hægt að ræða við hana um því sem næst hvað sem var, það var hvergi kom- ið að tómum kofunum. Það má jafnvel orða það svo. að bókin hafi verið einn af hennar bestu vinum. Þá var umhyggja hennar fyrir mér og fjölskyldu minni alveg einstök. Á öllum tímamótum í lífi okkar og barnanna, jafnt í meðlæti sem í mótlæti, voru hún og Erlendur Steinar til staðar. Slíkt er ómetan- legt og fyrir það vil ég þakka á kveðjustund. Sveinn H. Skúlason. Látin er tengdamóðir mín, sóma- inn til baka yfír svið langra kynna konan Bergþóra Halldórsdóttir. Á og ýmsir atburðir sem maður taldi stundum sem þessum leitar hugur- löngu gleymda koma fram. Á BERGÞÓRA HALLDÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.