Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 45
MINIMIINIGAR
sögn. Honum var ekki hugað líf því
hann hafnaði móðurmjólkinni. Meri
nokkur kastaði á túninu heima í
Goðdölum og honum var gefið að
súpa á merarmjólkinni. Það varð
honum til lífs því hann hélt henni
niðri og braggaðist upp frá því.
Skynsamlegt matarræði eða öllu
heldur vísindalegar ákvarðanir í
hollustu þess sem hann ákvað að
láta ofan í sig er nærtækasta skýr-
ingin á hárri elli Eggerts. Alltént
gaf hann það í skyn á tíræðisafmæl-
inu þegar hann skýrði frá því að
hann hefði hætt að reykja og drekka
fyrir níutíu árum. Eg veitti hinu
vísindalega mataræði strax eftir-
tekt þegar ég hitti hann í fyrsta
sinn. Eggert drakk soðið vatn sem
hann hafði geymt á brúsa og síðar
frétti ég af kostulegum hafra-
grautsrétti sem hann mallaði ofan
í sig í ótal mál. Enginn annar er
til frásagnar um hvernig þessi rétt-
ur bragðaðist en það skipti Eggert
mestu að hann var hollur og auð-
velt að laga fyrir einsetumann.
Meinlætalifnaður Eggerts átti sér
ótal birtingarmyndir. Hann var til
dæmis ekki til viðræðu um að end-
urnýja jakkfötin sem hann var
löngu búinn að olnboga sig út úr.
Hann var orðinn gamall og fannst
hann ekkert þurfa að fata sig upp.
Frænkur hans, Hildur og Kristín
Bjarnadætur, sem önnuðust hann
síðustu árin, urðu að vonum stein-
hissa þegar hann birtist á stofugólf-
inu í spánnýjum flíkum frá toppi
til táar. Hann gaf þá skýringu að
hann gæti notað nýju fötin fram
að dánardegi og frænkurnar þyrftu
ekki að hafa áhyggjur af því að
hann færi illa til fara á stefnumót
við nýjan heim.
Við Eggert kynntumst fyrir til-
stilli frænda Eggerts, Bjarna Þor-
bergssonar. Hann sagði mér frá
Eggerti eina kvöldstund fyrir u.þ.b.
sex árum. Ég hlustaði á Bjarna
rekja lífshlaup frænda síns og þar
kom meðal annars fram, að hann
hefði smitast af spænsku veikinni.
Hann hefði upplifað fyrri heims-
styijöldina í Þýskalandi þar sem
hann var við vélfræðinám. Hann
minntist á að Eggert hefði fyrstur
íslendinga lokið flugmannsprófi,
lent í hremmingum kreppunnar,
haft ofan af fyrir sér með grúski í
eðlisfræði einkum pælingum í Af-
stæðiskenningu Einsteins sem var
verulega gölluð að hans mati. Hann
sagði mér frá fæðingargallanum í
nefinu sem einangraði hann frá
samfélagi við fólk en í stað þess
var hann meira upptekinn við tól
og tæki ýmiss konar. Hann átti þó
eftir að kvænast Catherine, ekkju
húsráðanda í Pennsylvaniu, sem
hann hafði unnið hjá um nokkurt
skeið. Hann upplifði ást og um-
hyggju eiginmannsins og föðurins,
því hann gekk dóttur Catherine í
föðurstað. En hann lifði þær báðar.
Eggert var orðinn saddur lífdaga
eftir hálfrar aldar dvöl í Bandaríkj-
unum og kom heim til að deyja, en
þá kynnist hann Þorbirni Sigur-
geirssyni eðlisfræðingi. Þeirra
kynni endurnýjuðu lífdaga Eggerts
og hann helgaði sig vísindastörfum
Þorbjarnar og félaga á Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands. Hann
gerðist mikill velunnari þeirra og
BORGAR
APÓTEK
Álftamýri 1-5
GRAFARVOGS
APÓTEK
Hverafold 1-5
eru opin til kl. 22
—&r~
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Borgar Apótek
styrkti Háskólann af miklum rausn-
arskap. En Eggert lifði Þorbjörn
og brátt voru fæturnir orðnir það
lúnir að hann átti bágt með gang
frá heimili sínu að Raunvísinda-
stofnuninni þar sem hann var au-
fúsugestur.
Þá knúði ég dyra að heimili
Eggerts. Við Eggert náðum ágæt-
lega saman; honum þótti ég vera
stórskrítinn ungur maður að vera
spá í svona gamlan kall eins og
hann. Eggert var ekkert hrifinn
af fortíðinni. Hann var maður nýj-
unga og mér þótti það stórskrítið
að svona gamall maður vildi ekki
fyrir nokkurn mun tala um sjálfan
sig heldur velti sér upp úr varma-
fræði og jarðvísindum af sannri
innlifun og áhuga. Ég vildi tala við
hann um fortíðina en hann við mig
um framtíðina. Við náðum sam-
komulagi um að ég gerði leikna
heimildarmynd um hann, en þá
þyngdist þrautin, því sáralítið kom
upp úr Eggerti um hann sjálfan
nema yfirmáta hógværar lýsingar
á látlausum atvikum. Það var mér
til happs að Eggert leyfði mér að
líta á einkabréfasafn hans sem var
rakinn vitnisburður um ævintýra-
legt lífshlaup. Þetta lífshlaup
reyndi ég að festa á filmu og þeg-
ar myndin var tilbúin var haldið
látlaust frumsýningarhóf honum
og aðstandendum til heiðurs, en
Eggert lét ekki sjá sig. Ég frétti
síðar að hann hafi horft á myndina
fram að miðbiki hennar, þá hafi
hann staðið upp, gengið inn í her-
bergið sitt og haldið áfram að
glugga í jarðvarmafræðina, minnst
eitthvað á það að íslendingar ættu
að kaupa landspildu í Sahara-eyði-
mörkinni, því framundan væru
miklir kuldar á jörðinni og þá væri
gott fyrir íslendinga að flytja til
Sahara þar til hlýnaði á ný.
Þetta var það síðasta sem ég
frétti af Eggerti. Hann sagði mér
frá því að lengst af hafi hann ver-
ið einn á ferð. Hann þekkti ekki
alfaraleiðir. Hann fyrirskipaði lát-
lausa athöfn og var jarðsunginn í
kyrrþey. Það var eftir honum. Að-
standendum og nánum vinum votta
ég samúð mína. Eggerti þakka ég
samfylgdina og óska honum frið-
sældar á ferð sinni um nýjan heim.
Sæmundur Norðfjörð.
Eggert frændi minn er látinn,
saddur lífdaga eftir langt og við-
burðaríkt líf. Síðustu mánuðir voru
honum erfiðir, einkum þótti honum
sárt að vera upp á hjálp annarra
kominn, maður sem alltaf hafði
lagt áherslu á að bjarga sér sjálfur
og hafði aldrei hugsað sér að leggj-
ast í kör. Það má kannski segja,
að þarna hafi lokast hringurinn,
því að hann þótti ekki mjög lífvæn-
legur þegar hann fæddist, gat engu
haldið niðri, ekki einu sinni móður-
mjólkinni og þótti ekki annað sýnt
en að hann dæi úr hungri. Honum
vildi það til lífs, að hryssa kastaði
um haustið og var þá tekið til
bragðs að gefa barninu kaplamjólk
og við það braggaðist hann svo,
að hann hélt upp á 100 ára afmæl-
ið sitt í fyrrasumar.
Eggert fæddist að Goðdölum í
Skagafirði, en fluttist með foreldr-
um sínum og fósturbróður, Sigurði
Birkis, síðar söng'málastjóra Þjóð-
kirkjunnar, að Staðarstað á Snæ-
fellsnesi, þar sem faðir hans var
prestur frá 1901-1911. Þegar Vil-
hjálmur afi lét af prestsskap vegna
heilsubrests fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur og Eggert settist í
Menntaskólann. En hann langaði
í vélfræðinám og að ráði Eiríks
Briem, föðurbróður síns, fór hann
til Þýskalands árið 1913, því að
þar var unnt að ljúka vélfræðinámi
á fjórum árum án þess að taka
fyrst stúdentspróf. Þetta þótti mik-
ill kostur, því að enn var allt í tví-
sýnu með heilsu Vilhjálms. En
dvölin í Þýskalandi varð endaslepp.
Steinunn amma hafði tekið loforð
af syni sínum um að drífa sig heim,
ef ófriður brytist út. Eggert fór
því frá Þýskalandi, þegar heim-
styrjöldin fyrri hófst og hélt vestur
um haf til Bandaríkjanna og hóf
nám í vélskóla þar. Þegar hann var
kominn að lokaprófi árið 1918,
veiktist hann hastarlega af
Spönsku veikinni og kom þá heim
til íslands, en var lengi að ná sér.
Á árunum 1924-28 ferðaðist
hann um landið, að mestu fótgang-
andi, og varð þá ljóst, hve flugsam-
göngur myndu verða til mikilla
bóta í stijálbýlinu hér á landi.
Hann hélt því enn til útlanda, en
nú í því skyni að læra að fljúga.
Fyrst fór hann til Þýskalands, en
líkaði ekki þar, fannst Þjóðveijar
hafa hug á að fara aftur í stríð
og hefna ófaranna frá 1918 og
flutti sig því til Bandaríkjanna. Þar
lærði hann flug og lagði einkum
áherslu á að æfa sig í erfiðum lend-
ingum með tilliti til aðstæðna hér
á landi. En þegar náminu var lok-
ið, var kreppan mikla skollin á og
litla atvinnu að hafa á þessu sviði
þar vestra og alls enga á Islandi.
Eggert dvaldist áfram í Bandaríkj-
unum, vann við sitt af hverju til
þess að halda sér uppi, en stund-
aði annars sjálfsnám í eðlisfræði.
Það gerði hann með því að sækja
bókasöfn og að eigin sögn var það
aðallega þeirra vegna, að hann
ílentist vestra.
Þegar Bandaríkin drógust inn í
seinni heimsstyijöldina, vann Egg-
ert fyrir herinn við smíði og við-
gerðir á hergögnum. Eftir stríðið
starfaði hann sem vélfræðingur í
verksmiðju við að líta eftir sauma-
vélum og auka hagkvæmni þeirra
og fékk hann einkaleyfi á mörgum
uppfinningum í sambandi við það.
Eggert kvæntist bandarískri
konu, Catharine Hall Multer að
nafni og bjuggu þau í Wilkes-
Barre í Pennsylvaníu. Catharine
lést árið 1958 og skömmu síðar
kom Eggert í heimsókn til íslands,
þótt hann ætlaði sér að búa áfram
í Bandaríkjunum. Þá komst hann
í kynni við Þorbjörn Sigurgeirsson
og starf það, sem þá var að hefj-
ast á Eðlisfræðistofnun Háskólans.
Er skemmst frá því að segja, að
þarna hófst nýr kafli í ævi Eg-
gerts. Hann hafði alla tíð haft
áhuga á eðlisfræði og lesið sér
mikið til um þau efni, en ekki kom-
ist í kynni við fólk í Bandaríkjun-
um, sem hann gæti talað við um
þessi vísindi. Á Eðlisfræðistofnun-
inni og seinna Raunvísindastofnun
Háskólans kynntist hann mönnum,
sem skildu hann og voru tilbúnir
til þess að ræða skoðanir hans og
sjónarhorn.
Það varð því úr, að Eggert sett-
ist aftur að í heimalandi sínu á
gamals aldri og var hann síðan
Háskólanum betri en enginn. Fljót-
lega eftir að hann tók að venja
komur sínar þangað sá hann, að
fjárskortur hamlaði því, að unnt
yrði að ráðast í ýmis verkefni og
tilraunir, sem hann hafði áhuga
á. Hann hafði haft töluverðar tekj-
ur vegna einkaleyfa sinna og
ávaxtað þær á verðbréfamörkuð-
um. Hann bauðst. nú til þess að
gefa tæki og kosta ýmsar rann-
sóknir og hafði af því ómælda
ánægju að sjá það fé, sem honum
hafði áskotnast um ævina, verða
Raunvísindastofnun Háskólans að
gagni. Nýlega var stofnaður sjóð-
ur, sem ber nafn hans, við Háskól-
ann og lagði Eggert honum til
dijúgt stofnfé, auk þess sem sjóð-
urinn er aðalerfingi hans. Fleiri
stofnanir nutu góðs af örlæti Eg-
gerts, m.a. gaf hann Rannsókna-
stofu í frumu- og sameindalíffræði
á vegum Krabbameinsfélags Is-
lands álitlega fjárhæð til tækja-
kaupa í minningu konu sinnar, sem
lést úr krabbameini.
Eggert var hálfgerð þjóðsagna-
persóna í augum okkar systkin-
anna í Suðurgötu 16, þar sem við
bjuggum í sambýli við afa og
ömmu, foreldra hans. Við höfðum
aldrei séð hann, en hann var ein-
hvern veginn alltaf nálægur, amma
talaði mikið um hann, við vissum
nákvæmlega hvar hann bjó, því að
við fórum á pósthúsið með Morgun-
blaðið, sem honum var sent. Allt
í einu var hann giftur konu með
þetta merkilega nafn, Catharine,
og hún fór að senda afa og ömmu
gjafir. Það var því mikill spenning-
ur þegar hann loksins kom til Is-
lands og við fengum að sjá hann.
Þá kom reyndar í ljós, að þetta var
býsna skrýtinn náungi, talaði
hægt, notaði einkennileg orð og
var að öllu leyti framandi. En eftir
að hann fór að koma hingað árlega
og ekki síst eftir að hann settist
hér að, kynntumst við honum bet-
ur. í fyrstu var reyndar ekki laust
við, að við hlægjum stundum að
honum og lífsháttum hans, sem
voru okkur gjörsamlega framandi,
t. d. var það fjarri honum að eyða
nokkru á sjálfan sig, hvort sem var
í mataræði eða fatakaupum, þótt
hann væri sterkefnaður og hefði
vel ráð á að halda sig ríkmann-
lega. Þetta var þó alls ekki sökum
nísku, honum var bara í blóð borin
nægjusemi fyrri kynslóða; að vera
ekki að eyða fé í óþarfa. Sjálfsagt
mættum við nútímafólk taka okkur
þetta til fyrirmyndar.
En smám saman varð okkur
ljóst, hversu stórmerkilegur per-
sónuleiki hann var og óendanlega
vænn maður. Við höfum nú búið
undir sama þaki í um það bil þijá
áratugi, lengstum bjó Eggert á
háaloftinu, þar sem Unnur systir
hans hafði útbúið sér íbúð, en síð-
ustu árin, eftir að hann gerðist
hrumur og gat ekki séð um sig
sjálfur, þá skiptu þeir um sama-
stað, Éggert sonur minn og Egg-
ert frændi, svo að sambýlið varð
nánara, uns hann þurfti að flytjast
á öldrunarlækningadeildina í Hát-
úni fyrir rúmu ári. Eftir svona löng
samskipti er því visst tómarúm,
þegar frændi kveður, en hann var
sjálfur farinn að verða langeygur
eftir vistaskiptunum, svo að ég
kveð hann að sinni, óska honum
góðrar ferðar og vonast til að hitta
hann og alla fjölskylduna einhvern
tímann aftur.
Kristín Bjarnadóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR SIGURLÍNA BJÖRNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. þessa mánaðar.
Guðríður Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson,
Gunnar Björn Jónsson, Sigriður Einvarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
BENEDIKT ÞÓRARINSSON,
Stóra-Skógi,
Miðdölum,
andaðist ó Hrafnistu 17. þessa mánaðar.
Jarðaförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMAR BOGASON,
Freyjugötu 34,
Sauðárkróki,
sem lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudaginn 19. maí, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. maí kl. 14.00.
Hörður Ingimarsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Bogi Ingimarsson, Birna Helgadóttir,
Ólafur Ingimarsson, Veronika Jóhannsdóttir,
■ Sigurður Ingimarsson, Elenóra Jósafatsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA S. JÓHANNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu 18. maí.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 28. maí kl. 13.30.
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir,
Eyjólfur Rósmundsson,
Elísabet Rósmundsdóttir,
Unnur Rósmundsdóttir,
og barnabarnabörn.
Sigurður V. Hallsson,
Sigurður J. Helgason,
Maria Sigurðardóttir,
Helga Sigurðardóttir,
Jóhann Þór Sigurðsson
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
BÁRA VILBERGSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 97,
Reykjavik,
varð bráðkvödd á heimili sínu þann
22. maí.
Útförin auglýst síðar.
Bjarni ísleifsson,
Svanlaug Júliana Bjarnadóttir, Gylfi Már Bjarnason,
Kolbrún Lilja, Elsa Eiríksdóttir,
Berglind, Petra Dís,
Bjarni ísleifur,
Bára Líf,
Andri Már.