Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ELÍN JÓSEFSDÓTTŒ + Elín Jósefsdótt- ir fæddist í Reykjavík 30. júní 1915. Hún lést á V ífilsstaðaspítala 20. raaí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðriður Guð- mundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós og Jósef Gottfred Blöndal Magnússon trésmiður úr Reykjavík. Systkini hennar voru Magn- ús, f. 1911, Jakob- ína, f. 1912, Gott- freð, f. 1918, og Guðmundur Vignir, f. 1921, og eru þau öll látin. Hinn 1. júli 1933 giftist Elín Eliasi Óskari Illugasyni, skip- stjóra í Hafnarfirði, f. 1.11. 1909, d. 13.5.1975. Þau eignuð- ust þijá syni: 1) Jó- sef Birgir, f. 26.11. 1933, sjómaður í Hafnarfirði. 2) Skúli Grétar, f. 16.7. 1939, vélstjóri í Grindavík, kvænt- ur Rós Jóhannes- dóttur og eiga þau fjögur börn. 3) Bl- ugi Þórir, f. 24.1. 1944, vélvirki í Hafnarfirði, kvænt- ur Margréti Péturs- dóttur og eiga þau fjögur böm. Barna- bömin em átta og baraabarnabörnin fjögur. Elín tók virkan þátt í félagsmál- um og sat meðal annars í bæjar- stjóra Hafnaríjarðar 1980-85. Útför Elínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Elín amma. Hana nöfnu þína langar til að senda þér nokkr- ar línur til að þakka þér í síðasta skipti fyrir allt. Enda þótt enginn sé eilífur er samt skrýtið að hugsa til þess að amma sé það ekki. Amma Elín sem maður heimsótti alltaf þegar leiðin lá suður. nú heim- sæki ég þig á annan stað. Mér þótti svo vænt um að eiga þig að þó svo að heimsóknir og símhringingar hafi ekki verið tíðar. En alltaf vissi ég að þér þótt vænt um mig og litla strákinn minn. Og þú studdir mig þegar ég tók mikilvæga ákvörðun. Þú sagðir þá, að aðeins ég sjálf gæti lifað mínu lífi. Og ég þakka þér fyrir að hafa hlustað á mig í gegnum árin, enda þótt við værum ekki alltaf sammála og að ég hafí skellt hurðum í reiði minni. Kannski er ég of lík þér í skapi. Núna þegar ég sit hér og hugsa til þín og Óskars afa koma svo margar minningar upp í hugann. Manstu hvað við sungum mikið í bfltúrunum. Og manstu þegar ég fór ein með ykkur afa upp í Munað- ames og jarðskjálftinn kom. Það var sko tilefni til mikillar umræðu með stóram lýsingarorðum. Já, það var gott að eiga ömmu og afa. Það er líka gott að eiga minningar um ykk- ur, því þær era dýrmætari en allt annað. Og nú þegar Illugi Pétiu' talar um að Elín langamma sé orðin engill hjá Guði rifja ég upp minning- ar um þig og leyfi honum að eiga þær með mér. Og svo eigum við nú allan pijónaskapinn eftir Elínu langömmu og þar með talda grænu peysuna sem þú pijónaðir á Illuga, þrátt fyrir að þér fýndust litimir svo hriklega ljótir. En sú peysa varð nú samt uppáhaldið hjá Illuga. Elsku amma mín, ég veit að þú ert núna hjá afa og þar mun þér líða vel. Samt er svo erfitt og skrýt- ið að segja bless. En ég veit að þú og afi fylgist með okkur og við minnumst ykkar sem elsku afa og ömmu. Takk fyrir allt. Þín nafna, Elín. Hún amma mín er dáin. Mig langar að kveðja hana með nokkr- um orðum og þakka fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Alltaf var gott að koma á Reykja- víkurveginn og spjalla um daginn og veginn þó að heimsóknimar yrðu stopulli eftir að ég flutti til Homa- Qarðar. Minntumst við oft þess þeg- ar við systumar fóram í bíltúr með afa og ömmu og þá var nú sungið mikið og hátt. Daginn sem amma varð áttræð eignaðist ég annan son minn. Veit ég að það gladdi hana og hringdi hún 30. hvers mánaðar til að óska okkur til hamingju með daginn og t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR, Brunngötu 4, Hólmavík. Þorsteinn Guðbjörnsson, Aðalbjörn Þorsteinsson, Ingibjörg Slgtryggsdóttir, Guðmundur Magni Þorsteinsson, Lilja Björk Ólafsdóttir, Birna Katrin Þorsteinsdóttir, Sjöfn Þorsteinsdóttir, Hjörtur Númason, Bjarni Hákon Þorsteinsson, Helga Hanna Þorsteinsdóttir, Steinunn Jóhanna Þorsteinsdóttir, Reynir Björnsson og barnabörn. Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS STEINDÓRSSONAR, Lindargötu 16, Siglufirði. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir umönnun þeirra, svo og öllum þeim, er minntust hans með kveðj- um, gjöfum, blómasendingum og vinarhug. Bekkjarsyskinum hans, félögum og öðrum vinum og vandamönnum sendum við hjartans þökk fyrir veitta aðstoð við útför og erfidrykkju. Ásta Margrét Gunnarsdöttir, Halldór Birgisson, Esther Ingólfsdóttir, Jónas Birgisson, Ásta Björk Halldórsdóttir, Steindór Birgisson, Þórður Birgisson. MINIMINGAR fylgjast með hvemig gengi til sjós og lands. Amma kom með mömmu og pabba austur til okkar Ásgeirs þeg- ar hún varð 75 ára. Minntist hún þess þegar ég hafði orð á því að ég hefði viljað koma í afmælið henn- ar sl. sumar. Þá sagði hún að ég þyrfti þess ekki því ég hefði haft hana ein fimm árum fyrr. Amma var hörkukona og megum við vera stolt af því að hún var fysta konan sem sat í bæjarstjóm Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Sýnir það okkur styrk hennar og áræði til að takast á við margvísleg verkefni þrátt fyrir að hafa ung orðið fyrir alvarlegum veikindum. Guð blessi þig. Eygló. Kveðja frá Hraunprýði Elín Jósefsdóttir, heiðursfélagi í slysavamadeildinni Hraunprýði, er látin. Það var árið 1947 sem Elín fluttist til Hafnarfiarðar ásamt eig- inmanni sínum, Öskari Illugasyni skipstjóra. Hún fór fljótlega að starfa í slysavamadeildinni Hraun- prýði sem þá starfaði með miklum blóma og þar bættist félaginu góður liðsmaður, því Elín tók strax virkan þátt í störfum deildarinnar og átti eftir að setja svip sinn á starfsem- ina á þeim áram sem á eftir komu. Elín var einstök félagskona. Hún var bæði framleg og fijó i hugsun og alltaf tilbúin að vinna þau verk sem kölluðu að hveiju sinni, hvort heldur var að leika alls konar hlut- verk á ýmsum uppákomum sem deildin stóð fyrir eða flytja hvatn- ingarræður á hátíðarstundum. Þótt allir skilji í dag mikilvægi gúmbáta, tilkynningaskyldu og önnur stór verkefni félagsins, var oft þungur róður að koma þeim málum í höfn. Þar var Elín góður liðsmaður. Hún var alltaf á landsþingum félagsins á þessum árum, var mjög vel máli farin og fylgdi fast eftir þeim mál- um sem efst voru á baugi, bæði í ræðu og riti. Hún var ritari deildar- innar um árabil og bera fundargerð- ir frá þeim áram vitni um afburða ritfæmi og létta kímni. Ég starfaði mikið með Elínu á þessum áram, bæði í stjórn Hraun- prýði og á öðram vettvangi. Meðal annars átti ég þess kost að fara með þeim hjónum í ferðalög til út- landa. Elín og Óskar voru góðir ferðafélagar og miklir gleðigjafar. Óskar var léttur spaugari og kom manni oft á óvart með fyndnum athugasemdum svo allt leystist upp í græskulausa kæti. Þetta vora gleðidagar. Elín missti mann sinn árið 1975, rúmlega 60 ára gamlan. Það var eins og tilvera hennar yrði aldrei eins leiftrandi glöð eftir það. Óskar var mikill ágætismaður. Hann styrkti hana í einu og öllu til þess að hún gæti notið hæfileika sinna í þeim miklu störfum sem hún tók að sér á opinberam vettvangi. Elín var heiðursfélagi í slysavamadeild- inni Hraunprýði og ein af styrkustu stoðum félagsins meðan hennar naut við. Seinni árin vora henni erfið því heilsan var þrotin. Þó skein alltaf í gullið ef því var að skipta eins og það sýndi sig á 80 ára afmælinu hennar á síðasta ári, þegar hún fluttí kvæðið Áfanga eftir Jón Helgason af munni fram án þess að hika. Hraunprýðikonur þakka Elínu Jósefsdóttur árin hennar öll og biðja henni blessunar á nýjum leiðum. Sonum hennar og íjölskyldum þeirra era sendar innilegar samúð- arkveðjur. Ester Kláusdóttir. í dag kveðjum við sjálfstæðiskon- ur í Vorboða í Hafnarfirði frú Elínu Jósefsdóttur, fyrrverandi formann og heiðursfélaga, með þakklæti og virðingu. Elín gekk til liðs við sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboða á félagsfundi 27. nóvember 1953, kraftinn og þorið bar hún með sér og var hún fyrst kosin í stjóm félagsins á aðal- firndi 1954, en í stjóm félagsins átti hún sæti í 25 ár þar af í ár sem formaður. Þá gegndi Elín ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Elín tók þátt í skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins í byijun árs 1958, var könnunin gerð fyrir bæj- arstjómarkosningamar þá um vorið og var útkoma hennar það góð að hún taldi sig ekki geta skorast und- an eftir þau úrslit. Þá var hún fyrsta sjálfstæðiskonan sem átti sæti á lista flokksins í Hafnarfirði. í bæjar- stjómarkosningunum 1958 er Elín kosin í bæjarstjóm Hafnarfjarðar og á hún sæti þar til 1966, ásamt setu í fræðsluráði. I bókasafnsstjóm sat Elín í átta ár, 1974-1982, þar af fjögur sem formaður. Þegar Elín sinnti bæjarstjómarstörfum sínum var hún traustur bæjarfulltrúi sem stóð vörð um sjálfstæðisstefnuna og hagsmuni bæjarfélagsins. Elín var í mörgu kona á undan sinni samtíð, var hún t.d. fyrsta konan sem kosin var í hafnarstjórn + Innilegar þakkir til allra, þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför LAUFEYJAR SVÖVU BRANDSDÓTTUR. Haukur Haraldsson, Þóra Haraldsdóttir, Rebekka Haraldsdóttir, Jóhanna Haraldsdóttir. + Innilega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, stjúpmóð- ur, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Sellátrum f Tólknafirðl. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Ingimar Einar Ólafsson, Guðjóna Ólafsdóttir, Gunnbjörn Ólafsson, Guðrún Ólöf Ólafsdóttir, Sigurlfna Davíðsdóttir, Guðný Davfðsdóttir, Höskuldur Davfðsson, Hreggviður Davfðsson, Davíð J. Davfðsson, Ólafur Davfðsson, Einar Ármannsson, Björg Þórhallsdóttir, Björn Sveinsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Jón H. Ólafsson, Marit Ranestad, Fjóla Benediktsdóttir, Bára Pálmarsdóttir, Þórdís Marteinsdóttir, Sigurjón Davfðsson, Benedikt Davíðsson, Guðlaug Einarsdóttir, Guðleif Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hafnaríjarðar og sat hún fyrir Hafnarijarðarhöfn þrisvar á þingi Hafnasambandsins. Eiín var ljúf í viðmóti, fór henni vel úr hendi að miðla reynslu sinni til þeirra er seinna komu. Hún tók að sér að sinna starfí erindreka landssambands sjálfstæðiskvenna, þá ferðaðist hún um allt land, þar sem hún kvatti konur til að stofna sjálfstæðiskvennafélög í sinni heimabyggð, starfið skilaði árangri. Á vorkvöldi Vorboðakvenna fyrir ári sagði Elín okkur sögu einmitt frá þessum tíma þegar hún var er- indreki. Var frásögn hennar lifandi og skemmtileg. Vorboðakonur sjá nú á eftir frumheija sínum í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, konunni sem stóð á sannfæringu sinni og hvikaði hvergi. Fyrir hönd sjálfstæðis- kvenna í Vorboðanum votta ég son- um, tengdadætrum og fölskyldum þeirra innilegustu samúð. Blessuð sé minning Elínar Jósefs- dóttur. Valgerður Sigurðardóttir. Elín Jósefsdóttir var hljóðlát kona sem hafði mótaðar skoðanir og á var hlustað. Hún gekk aldrei hratt en komst ávallt leiðar sinnar. Lífsbaráttan var ströng en sigurinn oftast hennar. Til Hafnarfjarðar fluttist hún 1946 ásamt eiginmanni sínum Elíasi Oskari Illugasyni og drengjunum þeirra þremur og þar bjó hún síðan. Leiðin lá frá Vest- mannaeyjum um Garðinn og á þeim tíma glímdi hún við skæðan sjúk- dóm en hafði sigur. í Hafnarfirði undu þau Elín og Óskar hag sínum vel. Hann við skip- stjórastörf og síðar störf við Hafnar- fjarðarhöfn, en Óskar lést 1975. Samfara húsmóðurstörfum sínum hóf Elín þátttöku í félagsmálum, enda sóst eftir starfskröftum henn- ar. Slysavamadeildin Hraunprýði, Berklavöm og styrktarfélag aldr- aðra nutu starfskrafta hennar og umhyggju, enda þekkti hún nauðsyn þessarar starfsemi af eigin raun. Elín Jósefsdóttir var afar sjálf- stæð kona og eindregin í baráttu fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Hún starfaði mikið í Sjálfstæðisflokknum og var braut- ryðjandi, þegar hún fyrst kvenna, ásamt Þóranni Helgadóttur frá Al- þýðuflokknum, var kjörin bæjarfull- trúi í bæjarstjóm Hafnarfjarðar 1958 og sat síðan í bæjarstjóm til 1966. I fjölmörgum áhrifamestu nefndum Hafnarfjarðarbæjar vora Elínu falin störf og skipti þá engu hvort um var að ræða skóla- og menningarmál, atvinnu- eða hafn- armál. Víðtæk þekking sem hún hafði öðlast í skóla lífsins kunni hún að hagnýta öðram til góðs. Hafnar- fjarðarbær naut svo starfskrafta hennar síðustu starfsaárin. En það kemur að leiðarlokum hjá okkur öllum. Elín Jósefsdóttir var komin á leiðarenda og því hvíldin henni kærkomin. Ég og fjölskylda mín kveðjum Elínu með þakklæti fyrir vináttu hennar og stuðning. Við biðjum henni guðs blessunar og sendum sonum hennar og íjöl- skyldum þeirra kveðjur okkar. Matthías Á. Mathiesen. Skilafrestur vegna minn- ingargreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.