Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 47

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 47 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON + Þórarinn Þór- arinsson fædd- ist í Ólafsvík 19. september 1914. Hann lézt á Borg- arspítalanum 13. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 23. maí. í dag er jarðsung- inn þjóðkunnur heið- ursmaður, Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi alþingismaður og ritstjóri. Hann var al- þingismaður í tvo áratugi og rit- stjóri í nær hálfa öld. Átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis og er kunnur fyrir störf sín að utanríkis- málum. Hann var í nefnd er vann að undirbúningi að hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og sat hafréttarráðstefnuna árin 1971 til 1982 eða í ellefu ár. Á þeim vett- vangi lágu leiðir okkar saman og þar var upphaf að kynnum okkar. Góð vinátta varð á milli okkar Þórarins, og konu hans, Ragnheiði Þormar, kynntist ég einnig mjög vel% Á þessum árum má segja að Þórarinn hafí verið í fylkingar- bijósti utanríkismála þjóðarinnar. Hann var í senn ötull og afkasta- mikill, og ritaði mikið um utan- ríkismál. Hann var mikill fræða- þulur og hafði kynnst mörgu á viðburðaríkri ævi. Þekking hans var yfirgripsmikil á þjóðfélagsmál- um. Hann var afar glöggur, hafði lifandi áhuga á bókmenntum auk margs annars. Eftir hann liggja merkilegar ritgerðir, bæði sagn- fræðilegar og menningarsöguleg- ar. Þórarni var lagið að greina á milli þess sem var kleift að fram- kvæma og hins óraunhæfa. Hon- um var létt um að sjá kjarna hvers máls. Hann var í senn góðgjarn, geðfelldur og skilningsríkur, og bjó yfir framsýni og rökfestu. Orð- hagur var hann og hafði djúpa innsýn í umhverfi sitt. Hann var lítillátur og laus við framagirni að því mér virtist. Mér var sagt að aldrei hafi hann sóst eftir ráðher- rastól. Framlag hans sem ritstjóra var rikulegt og mun lengi verða minnst. Áhrif hans voru mikil í utanríkismálum, enda skorti hann síst hugmyndaríki, og viðburðaríkt var á starfsdegi hans á þeim vettvangi. Þórarinn gat verið spaugsamur og brugðið á leik þegar vel hagaði til. Minnist ég margra góðra stunda sem við áttum saman á hafréttarráð- stefnunni. Þórarinn átti glæsi- legri eiginkonu sinni, Ragnheiði, mikið að þakka. Hún stóð ætíð við hlið hans og studdi hann í lífi og starfi. Þau hjónin voru mjög samlynd í hvívetna og þau var gott heim að sækja. Þórar- inn var alla tíð andlega hress en síðustu árin hnignaði líkamlegri heilsu hans eftir langan starfsdag. Þá reyndist Ragnheiður sem jafn- an áður hin trausta stoð og stytta og annaðist hún mann sinn af mikilli ástúð og umhyggju á heim- ili þeirra. Áð leiðarlokum kveð ég Þórarin með þökk fyrir ánægjulega sam- fylgd. Ég votta Ragnheiði, börnum þeirra hjóna og barnabörnum inni- lega samúð mína. Jón L. Arnalds. Með Þórarni Þórarinssyni er genginn einn af frumkvöðlum Sambands ungra framsóknar- manna. Þórarinn var einn af for- vígismönnum um stofnun samtak- anna. Hann var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykja- vík á árunum 1936-38 og beitti sér þá snemma fyrir stofnun land- sambands^ ungra framsóknar- manna. Á fjölmennu stofnþingi Sambands ungra framsóknar- manna á Laugarvatni dagana 11.-14. júní 1938 var Þórarinn kjörinn fyrsti formaður samtak- anna og var hann það næstu árin. Með Þórarni sátu í fyrstu fram- kvæmdastjórn SUF Egill Bjarna- son, Guðmundur V. Hjálmarsson, Jón Helgason og Valdimar Jó- hannsson. Starfsemi Sambands ungra framsóknarmanna fór af stað með miklum krafti undir formennsku Þórarins. Samtökin gáfu út ritverk Jónasar frá Hriflu, blöð og þjóð- málarit og héldu stjórnmálanám- skeið. Þá var Þórarinn óþreytandi í að halda fundi um land allt á næstu árum til að kynna störf og stefnu SUF og afla samtökunum fylgismanna. Helsta baráttumál ungra framsóknarmanna í upphafi var sambandsmálið svokallaða og börðust Þórarinn og félagar hans fyrir lýðveldisstofnun og var Sam- band ungra framsóknarmanna fyrst stjórnmálahreyfinga til að marka stefnu þar að lútandi. Kraftur og áræðni einkenndu störf Þórarins og formannstíð hans. Hann lagði þá og jafnan síð- an áherslu á að ungir framsóknar- menn styddu flokkinn með upp- byggilegri og heiðarlegri gagn- rýni. Forystuhlutverk hans á upp- hafsárum Sambands ungra fram- sóknarmanna hefur verið þeim er á eftir hafa komið gott fordæmi og til eftirbreytni. Ungir fram- sóknarmenn hafa jafnan kunnað að meta störf Þórarins og frum- kvæði hans að stofnun landssam- bands þeirra og þá rækt sem hann lagði við SUF alla tíð. Á 50 ára afmæli Sambands ungra fram- sóknarmanna árið 1988, sem líkt og stofnþingið, var haldið á Laug- arvatni, var Þórarinn gerður að heiðursfélaga SUF. í ræðu sinni á stofnþingi Sam- bands ungra framsóknarmanna lagði Þórarinn áherslu á samvinnu og samheldni manna. Hann sagði þá m.a.: „Við þurfum að kenna einstaklingunum að vinna sainan á réttan hátt, kenna þeim að taka heilbrigt tillit til hagsmuna og rétt- inda annarra, kenna þeim að skipta afrakstri starfsins og nátt- úrugæðanna réttlátlega á milli sín. Slíkur skilningur og sú samheldni, sem hann hlýtur að skapa, er hin eina örugga vörn þjóðarsjálfstæð- isins gegn aðsteðjandi hættum." Þessi orð eiga að mörgu leyti enn vel við í dag, 58 árum síðar. Enn leggja ungir framsóknarmenn áherslu á samvinnu og samheldni, samhjálp og félagshyggju og rétt- láta skiptingu lífsgæðanna. Orð og gjörðir Þórarins eru þeim hvatning í streði stjórnmála nútím- ans. Það er því með mikilli virð- ingu og þökk sem ungir framsókn- armenn kveðja frumkvöðulinn og foringjann Þórarin Þórarinsson. Eftirlifandi eiginkonu Þórarins, börnum og öðrum ættmennum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar í sorg sinni. F.h. Sambands ungra fram- sóknarmanna. _ Guðjón Ólafur Jónsson, formaður. BERGÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR + Bergþóra Júl- íusdóttir fædd- ist í Reykjavík, 21. ágúst 1905. Hún lést í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar: Ing- veldur Jóhanns- dóttir og Júlíus Arason, skipsljóri, fórst með Ingvari 1906. Fósturfaðir: Magnús Björnsson, skósmiður. Bergþóra giftist 18.12. 1925, Jó- hannesi S. Jóns- syni, gjaldkera hjá Eimskip, f. í Reykjavík 13.8. 1901, d. 27.10. 1970. Foreldrar: Sigur- veig Guðmunds- dóttir og Jón Einar Jónsson, prentari. Börn: Þorkell, f. 30.9. 1929, kvænt- ur Ester Eggerts- dóttur, börn Þor- kels eru: Jóhannes, Einar og Jón í Danmörku, Berg- þóra og Þorkell. Ingveldur, f. 10.8. 1945, hennar sonur er Jóhannes Bend- er Bjarnason. Barnabarnabörn Bergþóru eru sex að tölu. Útför Bergþóru fór fram frá Dómkirkjunni 30. apríl. Vegna fjarveru minnar erlendis, gat ég því miður ekki verið við- stödd útför minnar góðu vinkonu Bergþóru Júlíusdóttur, Begga, eins og hún var kölluð meðal vina, var búin að berjast við erfið veik- indi um langan tíma. Dauðinn var henni því líkn í þraut. Hún andað- ist 21. apríl sl. Ég á margar góðar endurminningar frá samveru- stundum okkar á liðnum árum. Ogleymanleg eru öll sumrin, sem við ásamt fjölskyldum dvöldum í bústöðum okkar við Vatnsenda. í minningunni fannst mér eigin- lega alltaf hafa verið gott veður þessi sumur. Þegar við sóttum mjólkina í brúsum að bænum, þar sem Sigríður mágkona Beggu var húsfreyja. Oft var þá drukkinn kaffisopi í eldhúsinu hjá henni. Ekki spillti fyrir ef Lárus bóndi var heima, því hann gat komið öllum í gott skap, svo fróður og skemmtilegur var hann. Þá var oft margt um manninn niðri við vatnið, þar sem börnin okkar ungu gátu leikið sér í sandinum og buslað í volgu vatn- inu. Þetta voru sæludagar. Begga var glæsileg kona, há- vaxin og teinrétt. Það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var mörgum kostum búin, mikil hús- móðir, frábær hannyrðakona, ljúf í lund og félagslynd. í mörg ár var hún félagi í Kvenfélaginu Hringnum. Meðan heilsan leyfði hlakkaði Begga alltaf til að taka þátt í skemmtiferðum félagsins, einnig lagði hún ávallt dijúgan skerf til basars okkar með vel unnum og fallegum munum. Stórt og fallegt veggteppi - gjöf frá Beggu, prýðir nú félags- heimilið á Ásvallagötu 1. Við Hringskonur þökkum henni sam- veruna. Ég votta börnum hennar og fjölskyldu samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Einarsdóttir. HELGA G UNNARSDÓTTIR 4- Helga Gunn- * arsdóttir var fædd á Akranesi 23. ágúst 1916. Hún lést á sjúkra- húsi Akraness 19. maí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Sig- urðsson sjómaður og síðar verkamað- ur og Laufey Gunnlaugsdóttir húsmóðir og fisk- verkakona. Systk- ini Helgu voru Sig- urður, Ingunn, Vil- helmína, Gunnlaugur og Gunnar. Gunnlaugur er einn eftirlifandi þeirra systkina. 2. nóvember 1907 giftist Helga eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Helgasyni húsa- smíðameistara. Sigurður er fæddur 6. marz 1907. Þau bjuggu alla tíð á Akranesi. Börn þeirra eru tvö, Sigrún Erla Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 30.7. 1937, gift Hauki Ármannssyni og eiga þau fimm börn: Helgu, Ár- mann, Sigurð, Helga og Sigur- björgu. Helgi Sig- urðsson verslunar- stjóri, f. 22.9. 1945, giftur Stef- aníu Sigmarsdóttir og eiga þau þijú börn: Guðríði, Helgu (hún lést af slysförum) og Sig- urð. Útför Helgu verður gerð frá Akraneskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma! Nú þegar sumarið er gengið í garð og móðir jörð að klæðast kjóli gróandaiis og nýs lífs, þá er sem veturinn sé í órafjarlægð. En þegar grannt er skoðað þá eru veturnir fleiri, því mannsævinni má líkja við árstíðirnar. Og hjá þér kom veturinn eftir blómlegt sumar og erfitt haust. Þú varst stóra sterka tréð í garði þessarar fjölskyldu sem skýldir græðlingunum þínum með sterkum stofni og laufguðum greinum. Líf þitt snerist um garð- inn þinn. í honum var gott að vaxa og þroskast í þínu skjóli. Þið afi bjugguð okkur fallegan garð þar sem sú eina regla gilti að allir ættu að fá jafn gott beð að vaxa í, og gættir þú þess ávallt að svo væri. Vel var hlúð að beðunum ykkar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vaxa í þessum garði og veit að við búum vel að því sem nutum. Ég er líka þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig og sjá þrautir þínar hverfa, og ég veit að nú hefur þú vaknað til lífsins á nýju vori í öðrum garði þar sem tóku á móti þér blóm sem þú þráð- ir að hitta á ný. Með söknuði kveð ég þig amma mín, en minningin veitir styrk. Elsku afi. Missir þinn er mikill og ég veit að nú er einmanalegt í garðinum góða. Ég bið þess að góður Guð veiti þér styrk á þessum erfiðu tímum til að takast á við þína miklu sorg. Guðríður. Amma fæddist á Akranesi í ágúst 1916, elst af 6 systkinum sem komust upp. Amma þurfti ung að árum að bera ábyrgð á yngri systkinum sínum og þannig hélt það áfram. Það hafa alltaf verið börn í kringum ömmu. Þótt amma og afi eignuðust aðeins tvö börn sjálf urðum við barnabörnin þeim mun fleiri og flest okkar bjuggu um lengri eða skemmri tíma í sama húsi og afi og amma. Við barna- börnin nutum þess í ríkum mæli að hafa ömmu og afa svona ná- lægt. Til ömmu og afa var alltaf hægt að fara og ávallt var vel tekið á móti okkur. Otæmandi dunkar af kleinum, heimabökuð- um vínarbrauðum og jólakökum að ógleymdum hveitikökunum. Við systkinin áttum það til að fara yfirum til ömmu og kíkja í pottana hjá henni til að athuga hvoru megin væri betra að borða. Amma var ánægðust þegar sem flestir komu við hjá henni og hún tók vel á móti öllum. í miðri hringiðunni vildi hún helst vera. Amma hafði mikla lífsorku og kom það ekki minnst fram í þrautseigju hennar síðustu árin eftir að heilsan var farin að bila. Hún hélt sínu striki fram undir það síðasta og lét engan bilbug á sér finna þótt líkaminn hefði átt að hafa gefist upp fyrir löngu. Baráttu ömmu er lokið núna og hún hefur fengið hvíld. Afa mínum votta ég dýpstu samúð mína. Eftir 60 ára hjóna- band er erfitt að kveðja lífsföru- nautinn, en við sem eftir lifum vitum að amma er í góðum hönd- um. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín, Helga. Tóniistarvor í Fríkirkjunni Negrasálmokvöld þriðjudaginn 28. moí kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur. Einsöngvarar. Davíð Ólafsson, Ólðf Ásbjörnsdóttir, Svava Kr. Ingólfsdóttir og Þuríður G. Sigurðardóttir. Stjórnandi: Pavel Smid. t I L. q~ í s í ffi ffi ffi ffi t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auð- sýndu okkur vináttu og samúð vegna andláts föður míns, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA GRÍMSSONAR fyrrum skipstjóra og útgerðarmanns, Herjólfsgötu 14, Vestmannaeyjum. Sigurður Guðnason, Lilja Ársælsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Rafn Einarsson, Lovísa Sigurðardóttir, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðni Sigurðsson, Olga Sædfs Bjarnadöttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.