Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 64
Jtemáí
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Júlíus
HLUÐ að hinum slösuðu á bílastæði við hús Krabbameinsfélags-
ins áður en þau voru flutt á slysadeild.
Alvarlegt slys í fallhlífarstökki
Tveir stökkvar-
ar féllu stjórn-
laust til jarðar
KENNARI í fallhlífarstökki og
kona sem var farþegi hjá honum
slösuðust í gærkvöldi eftir að fall-
hlifar sem þau voru í flæktust sam-
an og þau féllu stjórnlaust til jarð-
ar á malbikað bílastæði við hús
Krabbameinsfélagsins norðan Bú-
staðarvegar.
Kennarinn sem á að baki hátt
í tvö þúsund fallhlífarstökk slasað-
ist ekki alvarlega en meiðsli kon-
unnar sem var í sínu fyrsta stökki
voru mun meiri.
Æfðu stökk með farþega
Að sögn Þóijóns Péturssonar
fallhlífarstökkvara varð óhappið
þegar hann og félagar hans í Fall-
hlífarklúbbi Reykjavíkur voru að
æfa stökk með farþega á Reykja-
vikurflugvelli, en það hefur verið
gert í fjölda ára við kennslu í fall-
hlífarstökki. Stokkið var úr 9 þús-
und feta hæð og þegar opna átti
fallhlifarnar í 4-5 þúsund feta hæð
flæktist aðalfallhlífin.
Þóijón sagði að ef þetta kæmi
fyrir ætti fólk að losa sig við aðal-
fallhlífina og opna varafallhlíf, en
í gær hefði varafallhlífin opnast
of snemma og flækst við aðalfall-
hlífina. Rannsókn stendur yfir á
orsökum slyssins.
Slökkviliðinu barst beiðni um
aðstoð kl. 21.46 í gærkvöldi og var
fólkið þá enn í loftinu en ljóst að
hveiju stefndi. Það var með með-
vitund þegar það var flutt á slysa-
deild eftir óhappið. Rannsókn á
meiðslum fólksins stóð enn yfir
seint í gærkvöldi að sögn vakthaf-
andi læknis á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur í Fossvogi.
Óhappið átti sér stað um svipað
leyti og leik Vals og Grindavíkur
í 1. deildinni í knattspyrnu lauk
að Hlíðarenda og dreif nokkurn
fjölda fólks að slysstaðnum.
Endurtaka þarf kosningu til sambandsstjórnar
Alþýðusambands Islands
Tæplega 7 0% full-
trúa skiluðu auðu
TÆPLEGA 70% fulltrúa á þingi
Alþýðusambands íslands skiluðu
auðu í kosningu um fulltrúa í átján
manna sambandsstjórn ASÍ í gær-
kvöldi. Þar með féll tillaga kjör-
nefndar um fulltrúa í sambands-
stjórnina þar sem að minnsta kosti
helming atkvæða þarf til að vera
löglega kjörinn í stjórnina og verður
að endurtaka kjörið í dag.
Með því að skila auðu vildu þing-
fulltrúar sýna samstöðu með full-
trúum verslunarmanna á þinginu,
sem neituðu að gefa kost á sér í
sambandsstjórn vegna þess að þeir
töldu að í fyrri kosningum á þinginu
hefði kerfisbundið verið stillt upp
gegn þeim með þeim afleiðingum
að fulltrúar verslunarmanna náðu
naumlega kjöri eða féllu.
Beindist einkum gegn VR
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að þetta hefði einkum beinst
gegn fulltrúum VR. Hann hefði því
tilkynnt eftir samráð við fulltrúa
VR á þinginu að hann segði sig úr
kjörnefnd og fulitrúar VR myndu
ekki taka þátt í sambandsstjórnar-
kjörinu eða gefa kost á sér í það,
enda væri tilgangslítið að taka þátt
i störfum kjörnefndar eða gefa kost
á sér þegar stillt væri upp gegn
tillögum hennar kerfisbundið til að
fella fulltrúa verslunarmanna. Þetta
hefði endurtekið sig ítrekað og
raunar- bytjað strax og kosið var
um kjörnefndina. Fulltrúar verslun-
armanna á landsbyggðinni hefðu
einnig lýst því yfir að þeir myndu
ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni
og í kjölfarið hefði um helmingur
þingfulltrúa gengið yfir að borði
verslunarmanna og staðið þar og
sýnt með því stuðning sinn.
Magnús sagði að þetta sýndi að
hluti þingfulltrúa vildi ekki að þing-
ið væri á þessu plani sem það hefði
verið fært niður á með þessum
vinnubrögðum. Það lægi alveg ljóst
fyrir að það væru fulltrúar úr
Verkamannasambandinu sem
hefðu staðið fyrir þeim. Hann hefði
látið þá skoðun í ljósi að ef þessi
afstaða gagnvart verslunarmönn-
um væri spegilmynd af vilja manna
í Alþýðusambandinu væri ekki
hægt að taka það öðru vísi heldur
en að Alþýðusambandið myndi
klofna. „Það mun hins vegar ekki
standa á okkur að taka þátt í starfí
Alþýðusambandsins ef menn vilja
standa heilshugar og faglega að því
að efla Alþýðusambandið, en við
verðum náttúrlega að njóta sann-
mælis og hafa eðlileg áhrif miðað
við okkar styrk,“ sagði Magnús.
Harma atburðarásina
Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn
forseti ASÍ, sagði í gærkvöldi að
tilkynnt yrði á þinginu í dag hver
niðurstaða hefði orðið í atkvæða-
greiðslu um sambandsstjórnina.
„Auðvitað harma ég hvernig at-
burðarásin varð hér undir lok þessa
dags. Ég vona hins vegar að okkur
takist að snúa því til rétts vegar á
morgun,“ sagði Grétar.
HLUTI þingfulltrúa gekk yfir að að borði verslunarmanna og stóð þar við vegginn til að sýna
afstöðu verslunarmanna stuðning.
Þjóðveijar lofa hlutafé verði af byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi
Kostir tvöfalt
stærri verk-
smiðju athugaðir
FYRRI hluta hagkvæmniathugunar
vegna magnesíumverksmiðju á
Reykjanesi er nú lokið og benda
niðurstöður hennar til þess að slík
verksmiðja sé hagkvæm í rekstri. í
framhaldinu hefur verið ákveðið að
kanna hagkvæmni þess að reisa
tvöfalt stærri verksmiðju en upp-
haflega var áætlað. Framleiðslu-
geta hennar yrði um 50 þúsund
tonn á ári, eða sem nemur röskum
15% af heimsmarkaðsframleiðslu á
magnesíumi. Ef af byggingu verk-
smiðjunnar verður liggur fyrir
hlutafjárloforð frá dótturfyrirtæki
þýska stórfyrirtækisins Preussag
Anlagenbau.
Upphaflegur byggingarkostnað-
ur var áætlaður 16-17 milljarðar
króna en ekki liggur fyrir hver
kostnaður við verksmiðju af þessari
stærðargráðu yrði. Að sögn Júlíusar
Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suð-
umesja, sem hefur unnið að undir-
búningi þessa máls, sé hins vegar
umtalsverð hagkvæmni fólgin í því
að byggja verksmiðjuna í þessari
stærð, sérstaklega í ljósi þess að
upphaflegar áætlanir hafi gert ráð
fyrir stækkun síðar meir.
Júlíus segir að fyrri hluti könnun-
arinnar hafi fyrst og fremst snúið
að því að kanna hvort sú tækni sem
Rússar hefðu beitt við framleiðslu
magnesíums henti hér á landi og
hvort hún sé hagkvæm.
Það hafi verið niðurstaðan að svo
væri. Þessi aðferð er frábrugðin
þeim aðferðum sem þekktar eru á
Vesturlöndum, meðal annars þar
sem jarðvarmi nýtist betur við
framleiðsluna.
Nauðsynlegt að hið opinbera
komi inn í fjármögnun
Þegar hefur verið stofnað hluta-
félag um hagkvæmniathugun á
magnesíumframleiðslu á Reykja-
nesi. Hluthafar eru Hitaveita Suð-
urnesja með rúmlega 70% eignar-
hlut, Byggðastofnun með tæp 17%,
Reykjanesbær með 7,5% og At-
vinnuþróunarfélag Suðurnesja með
rúm 4%.
Undirbúningur hefur verið unn-
inn í samstarfi við þýska fyrirtæk-
ið Saltzgitter Anlagenbau, sem
annast hagkvæmniathugunina,
rússneska fyrirtækið Consortium
Magnyi, sem leggur til framleiðslu-
tæknina, og Amalgmet Canada,
sem sinnt hefur markaðsöflun.
Júlíus segir að næsta skref verði
að fjármagna síðari hluta hag-
kvæmniathugunarinnar. Fyrir
liggur að kostnaður við hana muni
nema rúmum 50 milljónum króna.
Hluti þess kostnaðar mun falla á
erlendu samstarfsaðilana en Júlíus
segir ljóst að leitað verði eftir
hlutafjárframlögum frá hinu opin-
bera og fleiri innlendum aðilum til
þess að fjármagna það sem upp á
vanti.
Kaupa 20%
í Sæbergi
ÞORMÓÐUR rammi á Siglu-
firði hefur keypt 20% hlut í
Sæbergi á Ólafsfirði fyrir um
210 milljónir. Aðalfundur Sæ-
bergs samþykkti að auka hluta-
fé fyrirtækisins um 45 milljónir
og kaupir Þormóður rammi
bréfin á genginu 4,6.
Sæberg hf. hefur yfir að ráða
ígildi 6.000 tonna af þorsk-
kvóta. Fyrirtækið gerir út fjóra
frystitogara ásamt dóttur-
fyrirtækjum sínum.
Samhliða kaupum Þormóðs
ramma á hlutabréfunum var
gengið frá samningi um sam-
starf fyrirtækjanna. Grandi hf.
á um 23% hlut í Þormóði ramma
- og hefur skapast náin samvinna
þar á milli.
■ Þormóður rammi/16