Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 31

Morgunblaðið - 26.05.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 3^. SKOÐUN IX En við verðum að lifa í voninni. Við verðum að treysta því, sem gamli Grundtvig segir í sálmi sín- um, að þótt kirkja vors Guðs sé gamalt hús, að þá muni sú bygging eigi hrynja og hann verði til hjálpar henni fús, hvernig sem stormarnir dynja. - Þjóðareiningunni er það bráðnauðsynlegt, að kirkjan haldi áfram að vera það sameiningarafl, á gleði- og sorgarstundum, lands- manna sem hún oftast hefur verið í aldanna rás, en misjafnlega þó á stundum, - allt eftir því hver hélt þar um stjórvölinn. Hitt er svo annað mál, að kirkjan og þjónar hennar eru ekki og eiga ekki að vera hafin yfir alla gagn- rýni. En þar verður að gæta hófs og sanngirni og forðast hvatvísa dóma, ógrundaða og ósanngjarna. Þeir menn, sem hæst láta nú og hafa í hótunum að segja sig úr þjóð- kirkjunni, sem reyndar öllum er fijálst, ættu að minnast þess, að í vaxandi mæli eru innan kirkjunnar og á hennar vegum stunduð marg- vísleg mannúðar- og iíknarmál, - utanlands sem innan. Víða á vegum kirkjunnar er barna- og æskulýðs- starfsemi stunduð af miklum krafti og með sóma. Sums staðar er starf þetta í miklum blóma, og veitir svo sannarlega ekki af til bess að vega upp á móti mörgum þeim ósóma, sem hafður er fýrir börnum og ungmennum þessa lands í tíma og ótíma. Og svo tala menn um það í fúlustu alvöru að segja sig úr þjóð- kirkjunni, sem þýðir í raun það, - að þeir eru að snúa baki við því góða starfi og þjóðnauðsynlega, sem þar er unnið. - Þeir menn, sem þannig hugsa hættu að sækja barnaguðsþjónustumar og hlusta á hinn tæra og saklausa söng bam- anna í kirkjunni. í Guðshúsi er ekk- ert haft fyrir börnum, nema það eitt, sem gott er, - sem betur fer þvert á það, sem svo víða við- gengst annars staðar og er börnum og ungmennum til óþurftar. Það haustar misjafnlega að í sál- um manna. Suma sækir haustið heim langt um aldur fram. Betra er að vera vorsál en haustsál. Betra er að styðja við bakið á allri heil- brigðri barna- og æskulýðsstarf- semi, innan kirkju sem utan, en snúa við henni baki. Shakespeare er talinn vera bók- menntunum. Eru það líklega orð að sönnu. Um langa hríð hefur Langholts- söfnuður búið við góða kirkjutónlist, sem fræg er. Nú eiga þeir um sárt að binda í þeim efnum. Líklega segir nú margur þar í hjarta sínu eins og sagt var í ævintýrinu og harmað var það, sem glatað var: „Ó, kæri Ágúst- ín - allt horfið burt.“ Þetta er meira en dapurlegt. Þetta er sorgarsaga. - En þeir munu rétta úr kútnum með Guðs og góðra manna hjálp - og aftur mun kirkja þeirra óma öll af göfugri tónlist til styrktar Guðstrú, eftir hið mikla gjömingaveður, - Kirkja þeirra, Kirkja Krists og allra landsmanna mun eflast að nýju. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Skólaslit Finnboga- staðaskóla Árneshreppi. Morgunblaðið. FINNBOGASTAÐASKÓLA var slitið 17. maí sl. en skólinn verður nýttur í sumar fyrir ferðafólk. Haraldur Óskarsson, skóla- stjóri, sagði 10 nemendur hafa verið í skólanum í vetur sem skipt- ust í eldri og yngri deildir. Hann sagði að á næsta ári liti út fyrir að ekki yrðu nema 7 nemendur nema ef ske kynni að fjölgaði í sveitinni. Haraldur verður ekki skólastjóri næsta ár, kveðst vera búinn að segja upp og sækja um annars staðar. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson NEMENDUR og kennarar í Finnbogastaðaskóla. X Kirkja vors Guðs er gamalt hús, - en hún er meira en það, þótt forn sé, - um langan aldur hefur hún verið kjölfesta þjóðfélagsins í orðsins fyllstu merkingu. Hún hefir oft fengið á sig ágjöf, orðið fyrir áföllum og jafnvel fengið á sig mikla brimskafla, sem næstum hafa fært hana í kaf, en alltaf hefur hún rétt sig við aftur og orðið sterkari eftir þær raunir og komið öflugri út úr eldskírninni. Á öllum tímum hefur það gerst, að til voru þeir menn, sem í stæri- læti sínu og ofstopa töldu sig yfir alla trú hafna, kirkju og Krist. Hver man þá nú? Nðfn þeirra eru gleymd og grafin. En enn lifir Krist- ur og kirkja hans. Og enn lifir í sálum manna sú hin mikla trú og von og fyrirheitið mesta, er hann segir: „Ég lifi og þér munuð lifa. “ Á þessu mikla fyrirheiti grundvall- ast trúin á Krist, - og sú trú verð- ur ekki í kútinn kveðin. Engin mannlegur máttur kemur henni fyr- ir kattarnef, né kirkju Krists, - samfélagi kristinna manna. XI Um langan aldur - já, í aldaraðir hefur hin göfuga kirkjutónlist verið mikill styrkur Guðskristni. í góðri Guðsþjónustu hefur hún verið eins og punkturinn yfír i-ið. Hún hefur í gegnum tíðina verið mikið afl til eflingar guðstrúnni. Hún hefur verð eitt af höfuðprýðum kirkjunnar og er ómissandi í þjónustunni við Guð. - Sæl er sú sókn og sæll er sá krist- inn söfnuður, sem á því láni að fagna að búa við góða kirkjutónlist. Bach, sem og aðrir höfuðsnillingar kirkju- tónlistar, ætti ekki að vera hrakinn úr kirkjunni. Af mörgum mun Bach vera talinn það tónlistinni sem FJÁRMÖGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Tæki sem auka hagkvæmni og lækka þannig rekstrarkostnað koma þér til góða. Og tæki sem auka möguleika þína á að afla tekna eru skynsamleg fjárfesting. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér íjórar ólíkar leiðir til íjárfestingar í atvinnutækjum. Við gefum þér góð ráð um hver þeirra hentar þér best. Komdu við hjá okkur á Kirkjusandi eða hringdu í ráðgjafa okkar, sem ráða þér heilt. Glitnírhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. OTTO*- 6RAFÍSK HÓNNUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.