Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA LARA ÞORGILSDÓTTIR ÓSKAR PÉTUR EINARSSON + Helga Lára Þorgilsdóttir fæddist á ísafirði 19. september 1952. Hún lést á Lands- spítalanum 21. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þorgils Arnason, f. 1915 í Ólafsvík, d. 1991, og Agnes Lára Magn- úsdóttir, f. 1915 á Isafirði. Helga Lára var níunda í röðinni af 10 börnum þeirra. Þau eru Ag- ústa, f. 1936, búsett á Núpum í Ölfusi, Ragnheiður, f. 1937, bú- sett í Hveragerði, Ami, f. 1940, búsettur í Olafsvíkj Magnús, f. 1941, búsettur á Isafirði, Ás- björn, f. 1944, búsettur í Djúpu- vík, Gunnlaugur, f. 1946, d. 1988, Valdís, f. 1948, búsett í Reykjavík, Hjördis, f. 1951, bú- sett í Kópavogi, og yngri en Mágkona mín Helga Lára lést á Landsspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 21. mai. Eftirþriggja ára baráttu varð hún að láta í minni pokann fyrir þeim skæða sjúkdómi, krabbameininu, aðeins 43 ára gömul. Við Helga kynntumst skömmu eftir að ég giftist Ásbimi bróður hennar árið 1972. Reyndar var alla tíð langt á milli okkar í land- fræðilegum skilningi, þar sem hún bjó á ísafirði lengst af, en mín fjöl- skylda flutt norður á Strandir þeg- ar hún flutti til Reykjavíkur. Helga sleit bamsskónum á ísa- firði, gekk þar í skóla og starfaði þar síðan, lengst af hjá Ishúsfélagi Isfirðinga. Þar kynntist hún einnig manninum sínum, John Chavaro, sem komið hafði frá Indlandi til að mennta sig á íslandi. Hann lærði netagerð á ísafirði og er annálaður dugnaðarforkur. Helga og John fóm að búa 1976 og ári síðar eignuðust þau soninn Einar sem nú í vor er að ljúka næstsíð- asta ári frá MH. Árið 1985 eignuðust þau soninn Elmar sem gengur í Grandaskóla og spilar fótbolta í 5. fl. hjá KR. Báðir þessir drengir sem sakna nú sárt móður sinnar voru stolt henn- ar og bera foreldrum sínum fagurt vitni sem uppalendum. Nokkru áður en fjölskyldan flutti frá ísafirði hafði Helga kennt þess sjúkdóms sem síðar dró hana til dauða, og skömmu eftir komu þeirra til Reykjavíkur gekkst hún undir mikinn uppskurð. Óll bundum við vonir við að tekist hefði að kom- Helga Lára er Þor- gils, f. 1955, búsett- ur í Kópavogi. Helga Lára ólst upp á Isafirði og þar kynntist hún eftir- lifandi manni sínum John Chavaro. John, f. 2. maí 1947, er fæddur og uppalinn á Indlandi og kom hingað til lands til mennta. Foreldrar hans eru bæði látin, en hann á þar fjögur systkini. Helga og John hófu búskap sinn á Isafirði árið 1976 og bjuggu þar þar til fyrir ári er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvo syni, Einar, f. 11. júní 1977, og Elmar, f. 9. júní 1985. Útför Helgu Láru fer fram frá Kristskirlqu, Landakoti, þriðjudaginn 28. maí og hefst athöfnin kl. 15. ast fyrir meinið, en svo reyndist þó ekki vera. Helga lét þó ekki bugast, veikindin höfðu þvert á móti þroskandi áhrif á hana. Hún las mikið og velti fyrir sér spuming- um um lífið og tilveruna og hún leitaði svara við ýmsum spuming- um varðandi trú sína. Það verður ógleymanlegt fyrir okkur sem vor- um viðstödd síðasta kvöldið sem hún lifði þegar séra Patrick prestur í Kristskirkju kom að sjúkrabeði Helgu og við áttum þar saman bænastund. Þessi stund mun a.m.k. aldrei líða mér úr minni. John og aðrir aðstandendur Helgu hafa beðið mig að koma á framfæri kæm þakklæti til starfs- fólks deildar 12 G á Landsspítalan- um, sem annaðist Helgu í veikind- um hennar. Sú umhyggja sem starfsfólkið sýndi bæði Helgu og okkur aðstandendum síðasta sólar- hringinn var alveg sérstök og ómetanleg. Einnig þökkum við Kristínu Á. Guðmundsdóttur, frænku Helgu, fyrir umhyggju og elsku í hennar garð. Hjördís, systir Helgu, hefur beð- ið mig að kveðja fyrir sig kæra systur og þakka fyrir liðin ár. Ég vil hins vegar fyrir hönd okkar hinna þakka Hjördísi þá hjálp sem hún veitti John þennan síðasta erf- iða tíma og alla þá ást og um- hyggju sem hún sýndi Helgu allt til hins síðasta. Elsku John, Einar og Elmar litli, Lára tengdamamma og önnur skyldmenni. Ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Eva, Djúpuvík. t Faðir minn, LUDVIG HJÖRLEIFSSON, Hraunbæ 26, lést í Landspítalanum að kvöldi 24. maí. Smári Ludvigsson. t Móðir okkar og fósturmóðir, BENEDIKTA E. HAUKDAL, sem lést 22. maí sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. maí kl. 13.30. Sigurður Haukdal, Eggert Haukdal, Ásta Valdimarsdóttir. + Óskar Pétur Einarsson fæddist á Isafirði 20. mars 1920. Hann lést 14. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Einar Krist- björn Garibalda- son, f. 22.11. 1888, d. 27.6. 1968, og Margrét Jónína Einarsdóttir, f. 20.9. 1895, d. 27.2. 1959. Systkini Pét- urs eru Garibaldi, f. 13.1. 1919, d. 1969, Hannibal, f. 20.3. 1920, d. 1988, Lúðvík, f. 20.10.1921, Jónina, f. 20.9. 1927, og Bald- ur og Bragi, f. 26.5. 1932. 27. maí 1944 kvæntist hann Guð- björgu Rósu Jónsdóttur, f. 27. maí 1921, sem lifir mann sinn. Börn þeirra eru Reynir, f. 12.3. 1947, búsettur á Isafirði, Margrét Jónína, f. 11.3. 1948, búsett í Reykjavík, hún á einn son, Þorgeir Jón, f. 29.12. 1949, búsettur í Reykjavík, kona hans er Guðbjörg Þor- láksdóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, Gunnar Pétur, f. 13.6. 1955, búsettur í Keflavík, kvæntur Höllu H. Birgisdóttur, þau eiga þrjú Pétur var ávallt glettinn og vildi hafa líf í kringum sig. Stjómmál voru ofarlega í huga hans og var íhaldið þar efst á blaði. Aldrei var haldið það kaffiboð að honum tæk- ist ekki að koma af stað líflegum umræðum og var hann þá gjarnan á öndverðum meiði ef til þurfti. íþróttir voru stórt áhugamál hjá honum. Sjálfur spilaði hann fót- bolta á yngri ámm með knatt- spyrnufélaginu Herði og hafði ávallt mikið dálæti á þeirri íþrótt. Hann fylgdist með íþróttum af miklum áhuga og studdi sína menn börn, Dagný Rósa, f.2.11.1963, búsett í Kópavogi, gift Guðmundi Fr. Jó- hannssyni, þau eiga einn son. Pétur var fædd- ur og uppalinn á ísafirði og vildi hvergi annars staðar búa. Hann lærði skipasmíði hjá Marzellíusi Bernharðssyni og starfaði við þá iðn samfellt í 25 ár. Þá starfaði hann við Djúpbátinn hf., fyrst sem skrifstofumaður og síðar framkvæmdastjóri. Seinna starfaði hann hjá ÁTVR á ísafirði og einnig við ýmis skrifstofustörf. Starfsævinni lauk hann sem gangavörður við Grunnskólann á ísafirði, þar sem hann eignaðist marga vini meðal nemenda og kenn- ara. í ágúst 1989 gekkst hann undir hjartaaðgerð á Bromp- ton sjúkrahúsinu i London. Eftir þá aðgerð. minnkaði starfsþrekið og hætti hann störfum fljótlega eftir það. Útför Péturs var gerð frá ísafjarðarkirkju 20. apríl. í boltanum hvort heldur hann hvatti þá á vellinum eða sagði þeim til við sjónvarpið heima í stofu. Hann tók þátt í kórastarfi á ísafirði ásamt eiginkonu sinni Guðbjörgu og sigldu þau ásamt Sunnukómum til Noregs með Gullfossi árið 1973. Um nokkurra ára skeið starfaði Pétur í Lions-hreyfingunni sér til mikillar ánægju. 27. maí 1944 gekk Pétur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guð- björgu Rósu Jónsdóttur frá Hlíðar- enda á ísafirði og hefðu þau átt 52 ára brúðkaupsafmæli 27. maí PÉTUR PÉTURSSON + Pétur Péturs- son stórkaup- maður andaðist á Landsspítalanum 17. maí síðastliðinn. Hann fæddist í Reykjavík 1.10. 1918. Foreldrar Péturs voru þau Pétur Guðbergur Gíslason sjómaður f. 19.9. 1892 í Móhúsum í Útskálaprestakalli í Gullbringusýslu, d. 21.1. 1922 og Krist- rún Jóna Jónsdóttir, f. 9.3. 1896, í Austari-Krókum í Fnjóskadal, Hálshreppi, S- Þing., d. 20.7. 1950. Pétur Guð- bergur andaðist ungur að árum og giftist Kristrún Jóni Guð- mundssyni, tollverði, frá Lamb- haga íRangárvallasýsIu, f. 2.4. 1899 og d. 2.12. 1970. Pétur á tvær systur, Helgu Pétursdóttir, f. 21.10. 1921 og Guðrúnu S. Jónsdóttir f. 12.7. 1934. Helga er gift Theódóri Rósantssyni, f. 30.5. 1924 og eiga þau einn son, Theódór. Guðrún er gift Guðmundi T. Friðrikssyni, verkfræðngi, f. 11.6. 1920 og eiga þau 4 böm, Jón, Pétur, Friðrik Þór og Kristrúnu Jónu. Pétur giftist þrisvar um ævina. Hann giftist Guð- rúnu Steindórs- dóttur, f. 7.10. 1917, d. 20.4. 1994. Með Guðrúnu eign- aðist Pétur syni sínajnjá, þá 1) Ein- ar Asgeir, f. 13.5. 1943 og á hann fjóra syni sem era Stefán, Steindór, Jón Þór og Einar Gunnar. 2) Pétur Guðberg, f. 27.5. 1944 og á hann eina dóttur, Guðrúnu Huldu. 3) Steindór sem giftur er Guðrúnu S. Grétarsdóttur og á hann einn son, Trausta. Pétur og Guðrún skildu 1964. Pétur giftist Elísabethu Clausen en þau skildu 1969. 1.10.1971 giftist Pétur Hrefnu S. Magnúsdóttur, f. 28.3. 1926, d. 15.3. 1996. Börn Hrefnu frá fyrsta hjónabandi eru þau Steinunn, Magnús og Ásmund- ur. Pétur var til sjós á yngri Handrit afmælis- og minningargreina skulu vcra vel frá gengin, vélrituð cða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess MblÞcentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðaö við meðallfnubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. á 75 ára afmælisdegi hennar. Lengst af bjuggu þau á Austur- vegi 12. Mamma og pabbi komu reglu- lega í heimsóknir suður til okkar barnanna og fjölskyldna okkar seinni árin. Pabbi var mikill ísfirð- ingur og var farinn að spá í heim- ferð í lendingu á Reykjavíkurflug- velli, svona í það minnsta til að stríða okkur bömunum. Fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna okkar viljum við þakka elskulegri móður okkar fyr- ir góða umönnun í veikindum pabba og einnig starfsfólki Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafírði. Við biðjum góðan Guð að styrkja móður okkar í sorg hennar og biðj- um pabba Guðs blessunar, með þökk fyrir yndislega samveru í gegnum lífið. Hvíl í friði. Reynir, Margrét, Þorgeir, Gunnar og Dagný. Mig langar að skrifa fáeinar lín- ur til minningar um afa minn Ósk- ar Pétur Einarsson. Ég á margar góðar minningar um afa og ömmu sem lifir mann sinn. Ég var mikið hjá þeim í æsku og seinna bjó ég hjá þeim um tíma þegar ég var að vinna á ísafirði í góðu yfirlæti eins og ætíð þegar ég kom vestur. Afi minn var mér afskaplega kær og góður og áttum við margar skemmtilegar samræð- ur. Við hittumst öll fjölskyldan um jólin, þegar ég kom frá Noregi. Það var mér mikils virði. Ég sá að hveiju stefndi hjá honum, enda tjáði hann mér að hans síðasta ósk væri að fá að deyja heima, og fékk hann þá óska síns uppfyllta. Hann sofnaði útaf við sjónvarpið í lok yndislegs dags, sem hann eyddi með ömmu og Reyni. Elsku amma mín, Guð gefi þér styrk og blessun í þinni stóru sorg. Einnig votta ég systkinum og móður minni mína innilegustu samúð. Blessuð sem minning þín, afi minn. Kveðja, Óskar Pétur. árum en fór síðan til Belgíu að læra glerslípun og speglag- erð. Hann kom heim frá Belgíu sem einn af Petsamó-farþegum 10.10. 1940. Pétur opnaði glerslípun og speglagerð í Hafnarstræti 7 í Reykjavík og rak hana ásamt tveimur versl- unum til ársins 1954. Arið 1953 hóf Pétur að reka heildverslun undir eigin nafni fyrst í Hafnarstræti 4 og síðan í Suð- urgötu 14 í Reykjavík. Utför Péturs Péturssonar fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. maí og hefst athöfnin kl. 15. Ég minnist Péturs afa með miklum hlýhug og þakklæti, þeg- ar við fjölskyldan litum inn til afa á Suðurgötuna fengu krakkarnir alltaf eitthvað góðgæti, þá ljóm- uðu andlitin á þeim litlu, það var augljóst að afi hafði mikla ánægju af því að gleðja börnin. Mínar fyrstu minningar um afa eru þeg- ar hann fór með okkur barnabörn- in á bíómyndir sem við fengum að velja sjálf og eftir bíó bauð hann okkur á fína matsölustaði, þar máttum við panta allt sem okkur langaði í af matseðlinum, þetta var ævintýri líkast fyrir lít- inn snáða og á ég margar skemmtilegar minningar úr þess- um bíóferðum. Afi vissi að við krakkarnir hittumst sjaldan og vildi augljóslega bæta úr því og gerði það á svo eftirminnilegan hátt. Óg þegar árin færðust yfir mætti ég alltaf skilningi og hjálp- semi frá Pétri afa sem hefur nú kvatt þennan heim. Blessuð sé minning þín. Jón Þór, Fjóla, Tinna og Andri Már.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.