Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 1
80 SIÐUR B/C/D
144. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Lebed veitist að
vestrænni menningn
Moskvu. Reuter.
ALEXANDER Lebed, yfirmaður
rússneska Öryggisráðsins, sagði í
gær að héðan af yrði ekki snúið
af braut umbóta og réðst um leið
að vestrænum gildum og menning-u.
Lebed sagði stuðningsmönnum
sínum í ræðu, sem kemst næst því
að teljast kosningaávarp fyrir Borís
Jeltsín Rússlandsforseta frá því
hann komst inn í innsta hring
stjórnar hans eftir að hafa hreppt
þriðja sætið í fyrri umferð forseta-
kosninganna, að hann vildi endur-
reisa mikilfengleika Rússlands og
það yrði ekki gert með kommún-
isma. Jeltsín væri ekki hinn full-
komni forseti, en eini kosturinn.
Lebed sagði að vestræn menn-
ingarleg og trúarleg útþensla, sér-
staklega erlendra trúarhópa, væri
ógnun við rússneska öryggishags-
muni. Leyfa mætti hefðbundin trú-
arbrögð á borð við rétttrúnaðar-
kirkjuna, íslam og búddatrú, en
„allir þessir mormónar eru myglan
og óþrifnaðurinn, sem er kominn
til að eyða rikinu. Ríkið ætti að
gera þá útlæga. Þeir ættu ekki að
þrífast á okkar landi.“
Vísar fréttum um
öryggisáætlun á bug
Lebed vísaði því á bug í gær að
hann hefði lagt fram fullgerða áætl-
un um öryggismál í Rússlandi.
Fréttastofan Interfax hélt því fram
að samkvæmt áætluninni ætti að
grípa til harðra pólitískra og efna-
hagslegra ráðstafana, sem minntu
fremur á hugsunarhátt sovét-
tímans, en pólitískar og efnahags-
legar umbætur undanfarinna fjög-
urra ára.
Lebed sagði að aðeins væri verið
að vinna að hugmyndum, umrædd
drög að áætlun hefðu verið gerð
af fyrirrennurum hans í ráðinu.
Seinni umferð kosninganna milli
Jeltsíns og Gennadís Zjúganovs,
leiðtoga kommúnista, verður 3. júlí,
eða á miðvikudag, og kosningabar-
áttan er í aigleymingi.
Jeltsín skoraði í gær á þá, sem
studdu Zjúganov í fyrri umferðinni,
að kjósa ekki „gegn hinum nýju lífs-
háttum". Jeltsín hefur i sjónvarps-
auglýsingum lagt áherslu á ógnir
Sovétríkjanna, þar á meðal aftökur,
þrælkunarbúðir, borgarastyijöld og
hungursneyð.
í kosningaherbúðum Zjúganovs
er því staðfastlega neitað að sigur
hans myndi hafa í för með sér bið-
raðir og tómar hillur.
Zjúganov veittist einnig að vest-
rænni menningu í gær og hét því
að uppræta „siðleysi" í fjölmiðlum
og endurreisa andleg rússnesk gildi.
Zjúganov sagði á fundi með fulltrú-
um rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unnar að flokkur hans hefði horfið
frá guðleysi á vegum rikisins.
Reuter.
TVEIR lögreglumenn fylgjast með Clinton Bandaríkjaforseta þar
sem hann gengur í gegnum mannfjöldann er tók á móti honum
í bænum Perouges.
Hvalveiðar
Falla frá
undan-
þágn-
beiðni
London. Reuter.
BANDARÍKIN drógu í gær tilbaka
beiðni sína á ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins um undanþágu frá
banni hvalveiðibanniráðsins fyrir
indíana af ættbálkinum Makah.
Farið hafði verið fram á undan-
þágu þannig að indíánarnir gætu
fellt fimm dýr samkvæmt reglum
ráðsins um frumbyggjaveiðar.
Nokkrir fulltrúar á ársfundinum
drógu í efa að Makah-indíánar upp-
fylltu skilyrðin fyrir slíkar veiðar,
þar sem að þeir hefðu lifað af án
hvalveiða í sjö áratugi. Þá báðu
fulltrúar um nánari upplýsingar um
hvernig til stæði að veiða hvalina.
James Baker, leiðtogi bandarísku
sendinefndarinnar, sagði að beiðnin
um undanþágu yrði dregin tilbaka
tímabundið þannig að hægt yrði að
veita ættbálknum tækifæri til að
svara þeim fyrirspurnum er hefðu
borist. Yrði hún lögð fram að nýju
á næsta ársfundi.
í dag verða greidd atkvæði um
svipaða undanþágubeiðni frá Rúss-
um vegna íbúa á Chukotska-skaga.
Arnór Halldórsson, sem er
áheyrnarfulltrúi íslands á ráðstefn-
unni, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tillaga Japana um að fá
kvóta fyrir 50 hrefnur hefði verið
felld í gær með 16 atkvæðum gegn
8 en sambærileg tillaga hefur verið
felld með sama atkvæðamun á fyrri
fundum ráðsins. Arnór sagði að
búast mætti við átökum um nokkr-
ar tillögur sem kæmu til atkvæða
á fundinum í dag, m.a. gegn hval-
veiðum í Kanada. Þar er um að
ræða beiðni um undanþágu fyrir
indíánaættbálk í Kanada til að fella
eitt dýr.
Fundur sjö helstu iðnríkja heims hefst í Lyon
Heita hertri baráttu
gegn hryðjuverkum
Lyon. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja
heims samþykktu í gærkvöldi álykt-
un þar sem hryðjuverk eru fordæmd
og því er heitið að baráttan gegn
þeim verði hert. Catherine Colonna,
talsmaður Jaeques Chiracs Frakk-
landsforseta, sagði að tilgangur
ályktunarinnar væri ekki að leggja
til sértækar aðgerðir í baráttunni
gegn hryðjuverkum, heldur senda
skýr skilaboð þar sem hermdarverk
í allri sinni mynd eru fordæmd.
Chirac sagði á blaðamannafundi með
Bill Clinton Bandaríkjaforseta að
ráðherrar iðnríkjanna myndu hittast
aftur eftir þijár vikur til að ræða
baráttuna gegn hryðjuverkum.
Clinton sagði í ræðu er hann hélt
fyrr um daginn í bænum Perouges
að hryðjuverk væru ein helsta ógn-
unin við frelsi í heiminum að kalda
stríðinu loknu. Bærinn var frelsaður
sameiginlega af bandarískum her-
mönnum og frönsku andspyrnu-
hreyfingunni í lok síðari heimsstyij-
aldarinnar og sagði Clinton að nú
yrðu menn að taka saman höndum
á sama hátt til verndar frelsi í heim-
inum.
„Við verðum að sameina krafta
umburðarlyndis og frelsis í barátt-
unni gegn hryðjuverkum, rétt eins
og við beijumst fyrir friði í Bosníu
undir öflugri forystu Frakka og
Chiracs forseta," sagði Clinton.
Hann sagðist vona að á fundinum
yrði samþykkt áætlun í fjörutíu lið-
um er miðaði að því að beijast gegn
hryðjuverkum, skipulagðri glæpa-
starfsemi, eiturlyfjasölu og kjarn-
orkusmygli. Hafa sérfræðingar unn-
ið að smíði áætlunarinnar frá síðasta
leiðtogafundi, er haldinn var í Hali-
fax í Kanada.
Að sögn stjórnarerindreka er helst
búist við deilum um það, hver afstað-
an til ríkja á borð við íran, Líbýu
og Sýrlands eigi að vera. Banda-
ríkjastjórn sakar þessi riki um að
styðja hryðjuverk og vill beita þau
hörðum refsiaðgerðum. Onnur ríki í
hópnum eru því andvíg.
Upphaflega átti baráttan gegn
hryðjuverkum ekki að vera megin-
efni fundarins en dagskrá hans var
breytt í kjölfar sprengjutilræðis í
bandarískri herstöð á þriðjudag, þar
sem nítján féllu.
Meðal annarra mála, sem rædd
eru á fundinurp, er alþjóðavæðing
efnahagslífsins og áhrif þess á at-
vinnu, velferðarkerfi, fjármálamark-
aði og þróunarríki.
Þá verður á fundinum rædd áætl-
un um stuðning við 40 fátækustu
ríki heims.
Efnahagsályktun fundarins verð-
ur samþykkt síðdegis í dag skömmu
áður en viðræður leiðtoganna við
Viktor Tsjernómyrdín, forsætisráð-
herra Rússlands, hefjast.
Búa sig undir
efnavopnaárás
Öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær áætlun um að búa
Bandaríkin undir árás hryðjuverka-
manna er myndu beita efnavopnum
eða lífrænum vopnum.
Sam Nunn, einn flutningsmanna
tillögunnar, sagðist telja miklar líkur
á að árás af þessu tagi myndi eiga
sér stað á næstu árum. „Við viljum
ekki þurfa að svara fyrir það af
hveiju við vorum ekki undir slíkt
búnir. Við viljum ekki Pearl Harbour
hér innanlands,“ sagði Nunn.
Reuter
Burt með
eiturlyfin
KÍNVERSKIR lögreglumenn
brenna 896 kíló af blönduðum
eiturlyfjum í borginni Putian.
Lögregla hafði lagt hald á eit-
urlyfin frá árinu 1994 og var
þeim tortímt í tilefni af bar-
áttudegi Sameinuðu þjóðanna
gegn eiturlyfjum. Að minnsta
kosti 110 menn, er gerst höfðu
brotlegir við eiturlyfjalöggjöf
Kína, voru einnig teknir af lífi.
Gagnleg-
ustu málin
Hnissi'l. Rciitor.
ENSKA og rússneska eru þau
tungumál sem flestir Evrópubú-
ar tala eða skilja, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun ESB.
Einn af hveijum þremur að-
spurðum sagðist telja sig tala
skiljanlega ensku, 15% skilja
frönsku og 9% þýsku. Ef A-Evr-
ópu væri 'oætt við er rússneska
liins vegar það tungumál sem
flestir skilja eða alls 35%. Port-
úgalska, finnska og gríska voru
af flestum nefnd sem mál er
ekki væri hagur af að kunna.