Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? 22 punda flugu- lax úr Vatnsdalsá VEIÐI gekk með miklum ágætum í Vatnsdalsá er veiðimenn mund- uðu þat' stangir í fyrsta sinn á þessu sumri. Hófst veiðin á mið- vikudagsmorgun og á hádegi í gær, eftir einn og hálfan dag voru komnir 17 laxar á land, allt stór- laxar, 10 til 22 pund. í Vatnsdalsá er nú veitt samkvæmt kerfinu „veiða-sleppa“ og verður svo til 17. ágúst. Að sögn Gylfa Ingasonar, sem var meðal veiðimanna við Vatns- dalsá, verður nú allur lax merktur og fylgst nákvæmlega með endur- veiddum fiskum er leyft verður að drepa lax á ný í ágúst. Næstu þrjú sumur verður síðan öllum laxi sleppt. 22 punda flugulax... Gylfi veiddi sjálfur stærsta lax- inn í gærmorgun, 22 punda hæng í Hnausastreng á Black Sheep númer 8. Flestir laxarnir veiddust á Black Sheep, en einnig gaf svört Frances aðeins. Sagði Gylfi þyngd ákvarðaða samkvæmt reynslu manna. Hængurinn hans hefði ver- ið 101 sentimetri á lengd og akfeit- ur. Það hefði verið mál manna að hann væri 22 pund. Auk þess veiddust í opnuninni tveir 17 punda og einn 15 punda. Hnausastrengur hefur gefið flesta láxana en í gær- morgun veiddust fyrstu laxarnir fyrir ofan Flóðið. Rífandi opnun í Álftá Álftá á Mýrum opnaði eftir há- degi á þriðjudag og var strax hörkuveiði. Þeir sem veiddu fyrsta daginn fengu 7 laxa og 7 sjóbirt- MARGUR hefur byijað ver- tíðina verr en Hafsteinn Orri Ingvason. Hann renndi í Langá og fékk þessa 13 og 17 punda fiska, þann stærri á maðk í Krókódíl, en þann smærri á flugu í Stangarhyl sem er í baksýn. inga og gátu þeir þó lítið athafnað sig á morgunvaktinni vegna flóðs og gruggs sem hljóp í ána í stór- rigningu um nóttina. Laxinn var allur smár, 4-6 pund og sjóbirting- arnir upp í 4 pund. Laxarnir veidd- ust mest í Hrafnshyl og á Kerfoss- svæðinu, en menn sáu lax miklu víðar. Allur laxinn kom á maðk, en margir sjóbirtingana tóku flugu. Glaðnandi veiði víða Fjórir laxar voru komnir úr Sog- inu í gær, þrír úr Bíldsfelli og einn úr Alviðru. Stærstur 13 punda. Hafa menn að sögn séð nokkuð líf í ánni, einkum í Bíldsfellinu og bæði þar og á Ásgarðssvæðinu hafa menn auk þess fengið ljóm- andi bleikjuveiði. Hafa veiðst bleikjur allt að 5 punda, en þorrinn er þó 1-2,5 pund. Hlutirnir gerast hratt í Norðurá, þar lauk holl veiðum í gærdag með 76 laxa og voru þá komnir 380 laxar á land. Er áin langefst. Lax er upp um alla á, meira að segja fyrir ofan Króksfoss. Miklar smá- laxagöngur eru á ferðinni og fara hratt yfir. Gljúfurá er einnig að lifna aft- ur. Fyrst var hún opnuð með 8 löxum, en næsta holl náði aðeins einum fiski. Þriðja hollið fékk hins vegar 11 laxa og sá laxa víða, ekki síst á neðri svæðunum þar sem auðsjáanlega voru góðar göngur á ferðinni. Um 50 laxar voru komnir úr Víðidalsá í gærdag, að sögn Ragn- ars Gunnlaugssonar á Bakka í Víðidal, og er fiskur kominn alla leið inn í Kolugljúfur. Þá er sjó- bleikja farin að reytast á land á silungasvæði árinnar og þar hefur einnig veiðst einn lax. Það gengur vel í Langá að sögn Ingva Hrafns Jónssonar, eins leigutaka árinnar, rúmlega 100 laxar hafa veiðst á neðstu svæðun- um og algeng dagsveiði þar er 8 til 15 laxar. Á miðsvæðunum voru komnir 35 laxar í gærdag og menn eru að fá 3 til 8 fiska á dag á þeim slóðum. Þá hafa nokkrir lax- ar veiðst í hyljum neðan Sveðju- foss á efstu svæðunum. Loks er að geta Rarígánna, um 20 laxar eru komnir úr Ytri Rangá, flestir stórir, 10 til 13 pund. Þá eru fyrstu laxarnir komnir úr Eystri-Rangá, tveir af svæði 4 og aðrir tveir af svæði 9, sem kennt er við Bergsnef. Annar laxanna þar var rúmlega 14 pund. Kosiðum pENT.UM Á RIPIlö’lS" ■ ■■■ « ■ ■ w IVI Mr^k utsoiu BESSASTAÐI KOSIÐ verður um hvort áfengisút- sölur skuli opnaðar á Dalvík og Þórs- höfn, um leið og menn velja einn frambjóðenda til embættis forseta á laugardag. Einnig verður kannað í Suður- Þingeyjarsýslu hvort vilji sé hjá kjós- endum fyrir því að ræða hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, segir Olafur Birgir Árnason formað- ur yfirkjörstjórnar Norðurlands eystra. ------♦ ♦ ♦----- Ónýtir eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Kringlumýrar- og Miklubrauta í gærdag klukkan tvö. Tveir fólksbílar skullu saman og þurfti að draga þá af slysstað. Ökumennirnir voru einir í hvorum bíl um sig og var annar þeirra flutt- ur á slysadeild með sjúkrabíl vegna eymsla í fæti. Hinn var fluttur á slysadeild með lögreglubíl. Slökkvi- liðið var einnig kallað til og hreins- aði upp olíu af götunni. Pentium 100 MhZ Intel 100MHZ örgjörvi 8mb innra minni 14" lággeisla litaskjár 1280 mb harður diskur Cirrus Logic 1 mb skjákort Win'95 lyklaborð Þriggja takka mús 256kb skyndiminni Plug&Play Bios PCI gagnabrautir 3.5" disklingadrif 6 hraða geísladríf 16 bita hljóðkort - Grensásvegur 3 - Sími: 5885900 - - kjarni málsins! Morgunblaðið/Golli ENDURBÓTUM á Einarshúsi í Hafnarfirði er að ljúka. Nýjar verslanir í fornfrægu húsi ENDURBÓTUM á húsinu við Strandgötu 49 í Hafnarfirði er nú að mestu lokið og hafa verslanir í húsinu verið opnaðar. Að utan hef- ur húsið verið fært í upprunalegt horf, og í öðru verslunarplássinu á jarðhæð eru innréttingar frá því húsið var byggt árið 1907. Þær eru einhveijar elstu upprunalegu versl- unarinnréttingar hérlendis. Fyrirtækin á jarðhæð hússins eru Vort daglegt brauð og Einarsbúð. Vort daglegt brauð er útsölustaður frá Kökubankanum, sem er í eigu Þorsteins Stígssonar og Þóru Hauksdóttur. Þar verða innrétting- arnar upprunalegu. Einarsbúð er vinnu- og útilífsfatabúð og er hún í eigu Elsu Aðalsteinsdóttur og Ing- vars Árnasonar. Þorgils Óttar Mathiesen keypti húsið fyrir tæpu ári ásamt unnustu sinni, Bertu G. Guðmundsdóttur, en það var langafi Þorgils Óttars, Einar Þorgilsson útgerðarmaður og kaupmaður, sem byggði húsið árið 1907. Þorgils Óttar og Berta fluttu fyr- ir um tveimur mánuðum inn í íbúð á 2. hæð sem áður var um 60 fm skrifstofuhúsnæði en þau stækkuðu það og gerðu úr því um 80 fm íbúð. Þau eiga síðar möguleika á að gera risið íbúðarhæft. Enn er ófrágengið um 100 fm pláss á 2. hæð. Þorgils Óttar segir húsið alveg að verða tilbúið að utan, aðeins eigi eftir að mála hluta bakhliðar og ganga frá nokkrum smáatriðum. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 70 milljónir Vikuna 20. - 26. júní voru samtals 69.779.930 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 21. júní Kringlukráin 53.576 21. júní Catalina, Kópavogi 268.804 22. júní Hard Rock Café 109.290 22. júní Mónakó 135.956 23. júní Háspenna, Hafnarstræti... 105.381 23. júní Háspenna, Hafnarstræti... 58.307 24. júní Pizza 67, Hafnarfirði 197.611 Staöa Gullpottsins 26. júní, kl. 23.30 var 9.185.000 krónur. Q Q Silfurpottarnir byrja alltaf i 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 k! og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.