Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJOR ’96 STEFÁN Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að skipting úrtakshópsins í skoðan- könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í gær bendi til þess að fylgi Ólafs Ragn- ars Grímssonar kunni að vera van- metið, en fylgi Péturs Kr. Hafsteins og Guðrúnar Agnarsdóttur ofmetið. Samkvæmt könnuninni hefur fylgi Ólafs Ragnars lækkað úr 41,7% í könnun, sem gerð var 22. og 23. júní, niður í 36,4%. Fylgi Péturs lækkar úr 33,3% í 32,6%, fylgi Guðrúnar hækkar úr 20,1% í 27% og fylgi Ástþórs Magnússon fer úr 4,9% í 4%. Ekki eins skipting Skoðanakannanir hafa sýnt að Ólafur á mikinn stuðning meðal framsóknarmanna og Pétur nýtur mikils stuðnings meðal sjálfstæðis- manna. Það kann þess vegna að hafa haft einhver áhrif á niðurstöðu þeirrar könnunar sem birtist í Fylgi Ólafs Ragnars líklega vanmetið Morgunblaðinu í gær, að færri framsóknarmenn eru í svarenda- hópnum en í fyrri könnun, en sjálf- stæðismenn eru hins vegar fleiri. í könnuninni sem gerð var 22.-23. júní svöruðu 151 framsóknarmað- ur, en í þeirri könnun sem gerð var 25.-26. júní svöruðu 117 framsókn- armenn. 283 sjálfstæðismenn svör- uðu í síðustu könnun en 243 í könn- uninni sem gerð var 22.-23. júní. Stefán sagði að leiða mætti líkur að því að fylgi Ólafs Ragnars væri vanmetið um allt að 2% og fylgi Péturs ofmetið um 1-2%. Fylgi Guðrúnar væri hugsanlega einnig ofmetið. Ungir skipta um skoðun í tveimur skoðanakönnunum sem Félagsvísindastofnun gerði í síðustu viku mældist fylgi Ólafs Ragnars rúmlega 40% á Reykjanesi, en í þeirri könnun sem gerð var 25.-26. júní mældist fylgi hans á Reykja- nesi 31,2%. Pétur nýtur mests fylg- is frambjóðanda á Reykjanesi. Ólaf- ur Ragnar, Pétur og Guðrún mæl- ast með svipað fylgi í Reykjavík eða um 30%. 1. Hvem af eftirtöldum frambjóðendum vildir þú helst fá sem næsta forseta íslands? 2. Þau sem sögöu „veit ekki“ vom spurð áfram: En hvern telurðu líklegast að þú munir styðja? Þau sem tóku afstöðu 30. maí-5. júní 14.-17. júní 22.-23. júní 25.-26. júní 1. spurning 69,7% 64,1% 73,1% 74,8% 32 6%I 1. og 2. spurning 83,6% 84,8% 86,7% 87,2% 36,9% 3 05 .c E 3 S- 1 36,4% 1 +/, 35/ 34,2% 25,0% Ólafur Ragnar Grimsson PéturKr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Ástþór Magnússon Oráðnir, skila auðu, kjósa ekki, neita að svara 25,1% 12,8% Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir búsetu þátttakenda Ólafur Ragnar Grímsson Niðurstöður eftir 1. og 2. spumingu Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Astþór Magnússon Allt landið 136,4% 132,6% 127,0% Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin 133,6% 331,2% j 43,0% 30,6% 38,6% 30,6% 5,2% 30,6% 25,4% 24,2% 02,3% Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir kyni og aldri Ástþór Guðrún Agnarsdóttir Magnússon Niðurstöður eftir 1. og 2. spumingu Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafsteín Karlar Konur | 41,6% 31,6% 135,9% 129,7% 116,5% 36,6% |6,0% Q2,1% 60-75 ára | ........42,6% 35-44 ára I ..........131,1 % 25-34 ára l 132,0% 18-24 ára I 136,9% 43,4% |13,1% 334,7% 321,4% 125,1% 330,5% 330,7% □ 35,0% 10,8% 13,3% □ 6,6% 02,7% □ 6,8% í könnun Félagsvísindastofnunar kemur fram að fylgi Ólafs Ragnars meðal eldri kjósenda minnkar. Stuðningur við hann meðal kjós- enda í aldurshópnum 45-59 ára fer úr 50% í 40,4% og í aldurshópnum 60-75 ára úr 54,4% í 42,6%. Hann styrkir hins vegar stöðu sína meðal yngsta kjósendahópsins þar sem fylgið fer úr 27,4% í 36,9%. Fylgi Péturs meðal þeirra sem eru á miðj- um aldri breytist lítið, en fylgi hans meðal þeirra sem eru 18-24 ára fer úr 39,8% í 21,4%. Stuðningur við hann meðal þeirra sem eru 60-75 ára fer hins vegar úr 33% í 43,4%. Fylgi við Guðrúnu Agnarsdóttur eykst í öllum aldurshópum, en mest þó í yngri aldurshópunum. Stuðn- ingur við hana meðal þeirra sem eru 18-24 ára fer úr 24,8% í 35%. Rétt er að leggja áherslu á að sú könnun sem hér er gerð grein fyrir var gerð 25.-26. júní, en sú könnun sem sagt er frá í dag á baksíðu blaðsins var gerð í gær og í fyrradag. Breyting á fylgi frambjóðenda til embættis forseta íslands á milli skoðanakannana 30. maí-5. júní 14.-17. juní 22.-23. júní 25.-26. júní Niðurstöður úr 44,1% 4n 4o/. 41,7% 1. og 2. spurningu 28,5% 33,3% _Q 7^i 36,4% Ólafur Ragnar Grímsson * 32,6% Pétur Kr. Hafstein 27,0% Guðrún Agnarsdóttir 14,0%1 Guðrún Pétursdóttir 4,0% Ástþór Magnússon Hvaða frambjóðanda hyggjast menn kjósa sem næsta forseta íslands?, greínt eftir því hvað menn kusu í síðustu Alþingiskosningum Niðurstöður úr 1. og 2. spurningu I I ÁstþórMagnússon I I Ólafur Raonar Grimsson þÚxl Guðnin Agnarsdóttir I---1 Pétur Kr. Hafstein Kusu Alþýðuflokk 4,9% 29,6% Kusu Sjálfstæðisflokk Kusu Kvennalista 2^8% 19,1% 2,6% 40,7% 24,7% 18,4% 59,7% Kusu Framsóknarflokk Kusu Alþýðubandalag Kusu Þjóðvaka 1^L21,5% 55,6% 15,4% 2,5% 38,5% 74,7% 38,5% 15,4% Flókagata - Reykjavík Vorum að fá til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð á þessum vinsæla stað. Samþ. teikning fyrir 36 fm bílsk. Heimas. Sigurður551 7253 og Valhús, sími 565 1122. Skúlaskeið - Hafnarfirði Falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð auk herbergis í kjall- ara. Ibúðin er öll endurnýjuð. Góð lán. Góð staðsetning í nágrenni við Hellisgerði. Upplýsingar gefur Þórdís í síma 565 5488 og Valhús í síma 565 1122. Mosfellsbær - raðhús Bein sala eða skipti á ódýrari eign í Hafnarfirði eða Garðabæ. 145 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt bíl- skúr. 4 svefnherb. Góð lóð og nýr sólpallur. Áhvílandi góð lán 6,7 millj. Verð 10,7 millj. Upplýsingar hjá Sverri í síma 565 3503 eða Valhús í sfma 565 1122. RÚV og Stöð 2 Sameiginleg útsending RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð 2 munu sameiginlega standa fyrir sjón- varpsfundi forsetaframbjóðenda í kvöld og kosningavöku að kvöldi kjördags. Sjónvarpsstöðvarnar verða með beina útsendingu frá fundi frambjóð- endanna fjögurra milli kl. 21.20 og 22.50 í kvöld. Að kvöldi kjördags hefst sameiginleg kosningavaka kl. 21.30, þar sem fylgst verður með talningu atkvæða. Gallup-könnun > ____ Fylgi Olafs Ragnars minnkar um 5% FYLGI Ólafs Ragnars Grímssonar minnkar en Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Agnarsdóttir bæta við sig, samkvæmt könnun Gallups sem gerð var á þriðjudag og miðvikudag. 39,3% þeirra sem spurðir voru kváðust ætla að kjósa Olaf Ragnar eða töldu líklegast að hann yrði fyrir valinu. Samsvarandi hlutfall hjá Pétri er 30,7%,,25,7% hjá Guð- rúnu og 4,3% hjá Ástþóri Magnús- syni. Þegar þetta er borið saman við síðustu könnun Gallups sem gerð var þremur dögum fyrr sést að fylgi Ólafs Ragnars hefur minnk- að um rúmlega 5% sem telst mark- tæk minnkun, að því er fram kemur hjá Gallup. Á móti eykst fylgi Pét- urs um 2% og Guðrúnar um 2,7% en aukning þeirra telst ekki mark- tæk. Fram kemur að þetta er í fyrsta sinn í Gallup-könnun, frá því fram- boðsfrestur rann út, sem fylgi Ólafs Ragnars fer niður fyrir 40% mark- ið. Þá hefur fylgi Péturs og Guðrún- ar ekki mælst eins mikið fyrr. Sam- kvæmt könnuninni hefur Ólafur Ragnar marktækt meira fylgi en aðrir þá daga sem könnunin var gerð en munur á fylgi Péturs og Guðrúnar nær því ekki að vera marktækur. Fylgi Ástþórs er svipað og áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.