Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 11
Auglýsing
Trúmál
og forseti íslands
Af þeim sem nú eru í kjöri til forseta íslands, hefur aðeins einn frambjóðandi gefið tilefni til
umræðna um trúarlega afstöðu sína fyrr og nú. Sú umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og því auðvelt
að festa hendur á því sem sagt hefur verið og mestu máli skiptir. Sá frambjóðandi sem hér er átt við er
Ólafur Ragnar Grímsson. Það sem hann hefur sagt um viðhorf sitt til trúmála á erindi til kjósenda. Rétturinn
til að velja og hafna er í þeirra höndum. Það val á að byggjast á þekkingu. Sá fróðleikur sem hér fer á eftir
er upprifjun á eigin orðum Ólafs Ragnars Grímssonar.
Trúarviðhorf í 15 ár
í október sl. var rætt við Ólaf Ragnar Grímsson í þættinum Þriðja manninum á Rás 2. Rifjað var upp að hann
hefði sagt í viðtali í Helgarpóstinum 15 árum áður að hann væri „nokkuð sannfærður um að guð væri
ekki til.“ Síðan var Ólafur spurður: „Ertu enn þeirrar skoðunar?“ Svar Ólafs: ,Já ég er það nú
eiginlega.“ í framhaldi af þessu svari ræddi Ólafur um kynni sín af trúarbrögðum framandi þjóða sem trúa
á marga guði og einnig á stokka og steina og sagði síðan að eftir þessi kynni „er voðalega erfitt að
sannfæra mig um að einhver einn af þessum guðum sé hinn eini rétti þ.e.a.s. sá sem ríkir
í kirkjunum hér heima.“
Síðan var Ólafur spurður beinni spurningu: „Á hvað trúir þú?“
Svar Ólafs: „Ég veit það eiginlega ekki. Ég held að þrátt fyrir allt að þá trúi ég svona einna
helst á manninn.“
10. júní1996
í viðtali við Elínu Hirst á Stöð 2 hinn 10. júní sl. sagði forsetaframbjóðandinn Ólafur Ragnar Grímsson:
„Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni,
skírður og fermdur og trúi á þann guð sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“
Og einnig: „Víst trúi ég á guð, Elín.“
Svo til öll íslenska þjóðin tilheyrir þjóðkirkjunni og öðrum kristnum söfnuðum.
Það er hennar að meta hverjum hún treystir í trúmálum.
ÓHÁÐIR ÁHUGAMENN UM FORSETAKJÖR 1996