Morgunblaðið - 28.06.1996, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
i
Vaclav Klaus áfram við völd
Prag. Reuter.
STJÓRNARFLOKKARNIR í Tékk-
landi undirrituðu í gær nýjan stjórn-
arsáttmála en þeir misstu meirihlut-
ann naumlega í þingkosningum
nýverið. Mun hægrimaðurinn
Vaclav Klaus forsætisráðherra nú
mynda minnihlutastjórn og er búist
við að hún njóti stuðnings jafnaðar-
mannaflokks Milos Zemans sem
vann mjög á í kosningunum.
Klaus varð á síðustu stundu að
sætta sig við að fiokkur hans fengi
aðeins helming ráðherraembætta
en ekki meirihluta þeirra. Tékk-
neska þingið gerði í gær Zeman að
þingforseta og hefur þá eitt af skil-
yrðum hans fyrir stuðningi verið
uppfyllt en að auki er búist við að
jafnaðarmenn fái forystu í nokkrum
þingnefndum. Vaclav Havel forseti
mun hafa átt mikinn þátt í að mála-
miðlun náðist.
Zeman er svarinn andstæðingur
Klaus sem margir saka um hroka
og yfirgang. Stjórnin hefur aðeins
99 af 200 sætum á bak við sig og
búist er við að samskiptin við jafn-
aðarmenn verði oft erfið. Þeir ætla
að reyna að knýja fram ýmsar
breytingar á stefnunni í félags- og
heilbrigðismálum áður en gengið
verður til atkvæða um traust á
stjórnina.
Klaus er í forystu fyrir Borgara-
lega lýðræðisflokknum og er nú
eini eindregni hægrisinninn við völd
í fyrrverandi kommúnistaríkjum
Mið- og Austur-Evrópu. „Ég tel að
á grundvelli þessa sáttmála getum
við haldið áfram næstu mánuði og
ár,“ sagði Klaus er hann skálaði
við samstarfsmenn sína í hinum
fiokkunum tveim sem mynda
stjórnina,.
Reuter
VACLAV Klaus (fyrir miðju) forsætisráðherra horfir á leiðtoga samstarfsflokka Borgaralega lýð-
ræðisflokksins takast í hendur í gær eftir að hafa samið um myndun minnihlutastjórnar.
Bildt gefur lítið fyrir
kröfur Karadzics
Pale í Bosníu. Reuter.
Skipverj-
ar á Ordz-
honíkídze
skutu
Crabb
TALIÐ er að dularfullt hvarf
breska froskmannsins Lionels
Crabbs í höfninni í Portsmouth
fyrir um 40 árum sé nú upp-
lýst, segir í Berlingske Tidende
nýverið. Crabb var sendur til
að njósna um sovéska herskip-
ið Ordzhoníkídze og er nú full-
yrt að skipvetjar hafi skotið
hann.
Skipið var í vináttuheim-
sókn og um borð var m.a. Ník-
íta Krústsjov, valdamesti leið-
togi Sovétríkjanna. Hann mun
hafa haldið teiti um borð sama
kvöld og Crabb hvarf í höfn-
inni. Breska leyniþjónustan,
MI6, sendi froskmanninn á
vettvang til að njósna um ör-
yggisbúnað á skipsskrokkn-
um, Maðurinn hvarf og fannst
líkið ári síðar, þá vantaði á það
höfuð og hendur.
Hvarf Crabbs kom af stað
aragrúa sögusagna, hann var
sagður hafa sést í París og
einnig í sovésku fangelsi, ein-
hveijir fullyrtu meira að segja
að hann hefði verið sovéskur
njósnari og orðið liðsforingi í
Sovétflotanum.
Leynd á skjölum um málið
verður ekki aflétt í Bretlandi
fyrr en árið 2057 en ísraelskur
blaðamaður, Yigal Sema, hef-
ur spurt fyrrverandi yfirmann
leyniþjónustu Sovétflotans,
Jósef Zverkín, um örlög
Crabbs. Zverkín býr nú í ísra-
el.
„Varðmaður um borð í skip-
inu kom auga á Crabb. Tveir
skipvetjar, annar óbreyttur
sjóliði, hinn liðsforingi, fengu
skipun um að kanna málið og
voru þeim fengin létt skotvopn
í hendur. Þegar Crabb kom
upp á yfirborðið varð liðsfor-
inginn honum að bana, skaut
hann í höfuðið og hann sökk
til botns“, segir Zverkín.
CARL Bildt, sáttasemjari í Bosníu,
gaf í gær lítið fyrir kröfur harð-
línusinnaðra Bosníu-Serba um að
komið verði til móts við „forseta"
þeirra, Radovan Karadzic, sættist
hann á að láta af völdum.
Talsmaður Bildts sagði við
fréttamenn að engir samningar
yrðu gerðir, og að Bildt vænti
þess að Karadzic hyrfi af vett-
vangi innan skamms, og myndi á
endanum verða dreginn fyrir her-
dómstól í Haag, eins og allir sem
hafa verið ákærðir fyrir stríðs-
glæpi.
Slobodan Milosevic, forseti
Serbíu, gerði í raun út um mögu-
leika Karadzic á að standa af sér
ákafan þrýsting Vesturlanda um
að hann segi af sér, með því að
krefjast afsagnar Karadzics, til
þess að ekki kæmi til efnahags-
þvingana gegn Serbíu.
Kom á óvart
Valdaafsal Karadzics og réttar-
höld yfir honum voru meðal grund-
vallaratriða í friðarsáttmálanum í
Dayton, og var Milosevic meðal
þeirra sem undirrituðu hann.
Krafa Serbíuforseta, sem hann
lagði fram á mánudaginn, kom
ráðamönnum Bosníu-Serba á
óvart, og á miðvikudag krafðist
forsætisráðherra þeirra, Goran
Klickovic í raun uppstokkunar á
friðarsamningunum, gegn því að
Karadzic segði af sér.
Óháða fréttaritið VIP sem gefið
er út í Belgrad, hefur eftir heim-
ildamönnum í Pale að Milosevic
sé hlynntur sumum kröfum Bosn-
íu-Serba. Stjórnarerindrekar telja
þó ólíklegt að Milosevic reyni að
standa uppi í hárinu á Vesturveld-
unum, sem þverneita því, að frið-
arsamningarnir verði endurskoð-
aðir.
í forseta-
framboð?
Karadzic sagði í gær, að ef
ekki yrði orðið við kröfum Bosníu-
Serba myndi hann bjóða sig fram
til forseta í kosningunum sem
fram eiga að fara í Bosníu í sept-
ember. Gaf Karadzic ennfremur í
skyn, að leiðtogar Bosniu-Serba
myndu ekki láta undan, þrátt fyr-
ir að Milosevic krefðist þess.
Áhersla íra á EMU
Dublin. Reuter.
ÍRAR, sem taka við forystunni í
ráðherraráði Evrópusambandins
um mánaðamótin, sögðu í gær að
á sex mánaða formennskutímabili
sínu myndu þeir leggja áherslu á
að brýna fyrir einstaklingum og
fjármálamörkuðum að hinn pen-
ingalegi samruni Evrópuríkja
myndi eiga sér stað samkvæmt
áætlun.
Þá hyggjast írar gera baráttuna
gegn spillingu og sköpun nýrra
atvinnufyrirtækja að forgangs-
verkefni.
Ruairi Quinn, fjármálaráðherra
írlands, sagði næstu sex mánuði
skipta gífurlegu máli varðandi sam-
eiginlegu myntina. Aðildarríki ESB
EVRÓPA^
eru nú að Ieggja lokahönd á fjárlög
fyrir árið 1997 og því ættu línur
að skýrast í árslok um það, hvaða
ríki uppfylla skilyrði vegna EMU.
Stefnt er að því að taka upp
sameiginlegu myntina 1. janúar
1999 og verða hagtölur ársins 1997
lagðar til grundvallar þegar ákveð-
ið verður hvaða ríki geta tekið þátt.
A fjármálamörkuðum hallast æ
fleiri að því að lokaákvörðunin um
það hvort að Frakkar og Þjóðveijar
uppfylli skilyrðin verði pólitísk en
ekki byggð á strangri túlkun skil-
yrða Maastricht-sáttmálans.
Maurice O’Connell, seðlabanka-
stjóri írlands, virtist sömuleiðis
hallast því er hann sagði við blaða-
menn í gær að ákvörðunin myndi
ekki byggjast á „stærðfræði".
í bréfi til starfsbræðra sinna í
öðrum ESB-ríkjum lagði O’Connell
áherslu á að leggja yrði ríka áherslu
á það í allri umræðu að allt benti
til að EMU myndi eiga sér stað
samkvæmt áætlun.
Blaðakona
myrt á götu
Dublin. Reuter.
VERONICA Guerin, þekktasti
glæpafréttamaður á írlandi, var
myrt í bíl sínum í Dublin á miðviku-
dag og er talið að útsendarar
glæpaforingja hafi verið að verki.
Ráðamenn landsins hörmuðu örlög
Guerin sem unnið hefði ötullega að
því að svipta hulunni af skipulagðri
glæpastarfsemi.
Tveir menn á mótorhjóli óku upp
að bíl Guerin er hún beið við um-
ferðarljós í úthverfi borgarinnar og
skutu þeir allt að sex sinnum. Guer-
in, sem var 33 ára gömul, lést sam-
stundis en morðingjarnir flýðu í
skyndingu inn í miðborgina. Lög-
reglu grunar að einn af helstu
glæpaforingjum í Dublin hafi verið
á bak við morðið.
vÆg STUTT
Simitis
hótar
afsögn
COSTAS Simitis forsætisráð-
herra Grikklands sagðist í gær
myndu segja af sér næði hann
ekki kjöri sem flokksleiðtogi
sósíalistaflokksins (PASOK)
nk. sunnudag. Sagðist hann
þurfa á leiðtogavaldi að halda
til að koma í kring nauðsyn-
legum umbótum í flokknum.
Stefnir í uppgjör milli Simitis
og Akis Tsohatzopoulos
innanríkisráðherra.
Vildu refsa
Andreotti
ÍTALSKA mafían hugðist
hefna þess að Giulio Andre-
otti forsætisráðherra snerist
gegn henni með því að myrða
eitthvert barna hans, að sögn
mafíósans
Gioachino La
Barbera, sem
vitnar gegn
forsætisráð-
herranum
fyrrverandi í
réttarhaldi í
Palermó.
Barbera
sagði Andreotti hafa liðsinnt
mafíunni og veitt leiðtogum
hennar pólitíska vernd allt þar
til 1992 er áfrýjunarréttur
staðfesti langa fangelsisdóma
yfir fjölda mafíósa. Kenndu
þeir honum um að dómarnir
voru ekki mildaðir og þar sem
erfitt yrði að klekkja á honum
hugðust þeir sýna afkomend-
um hans banatilræði.
Jafntefli
í 11. skákinni
ANATOLÍJ Karpov og Gata
Kamskí gerðu jafntefli í 11.
skák einvígis þeirra um
heimsmeistaratign Alþjóða-
skáksambandsins (FIDE) í
gær. Skákinni lauk eftir 67
leiki en hún fór í bið á mið-
vikudag. Karpov hefur sjö
vinninga gegn fjórum og þarf
3,5 vinninga úr níu skákum
sem eftir eru til að halda titl-
inum.
Aðgátar er
þörf í nær-
veru fíla
NEPALSKUR bóndi beið
bana er fíll traðkaði á honum
eftir að hánn og félagi hans
höfðu truflað ástarleik fíla-
pars á Chitaun-verndarsvæð-
inu í Nepal. Trylltist karldýrið
og veitti bændunum eftirför.
Bændurnir voru að koma
heim úr eldiviðarsöfnunarleið-
angri er þeir gengu fram á
fílana og styggðu þá.
Kínverskur
piltur með
þrjúnýru
LÆKNAR í borginni Hangz-
hou í Zhejiang-héraði í Kína
urðu agndofa er þeir fundu
út að 10 ára piltur þar í borg
var með þrjú nýru. Það þriðja
var hálfu minna en hin, sem
voru fullvaxin, og leyndist bak
við hægra nýrað, Skemmdist
það er drengurinn hlaut
innvortis meiðsl er hann varð
fyrir slysi. Var aukanýrað
fjarlægt með skurðaðgerð.