Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 25

Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 25 FORSETAKJÖR Pétur Kr. Hafstein I Villrækta sambandið við í landinu Undir lok kosningabaráttunnar hitti Elín Pálmadóttir forsetaefnið Pétur Kr. Hafstein og Ingu Ástu afslöppuð og yfirveguð heima hjá sér eftir langan dag á Akur- eyri og í beinu framhaldi heimsóknir á spítala og stofnanir í Reykjavík og viðtöl við fjölmiðla. MEÐAN ljósmyndarinn velur stað til myndatöku í bókaherberginu með bækur frá gólfi til lofts eða við píanóið í stofunni upplýsir Inga Ásta kímin að eini staður- inn þar sem ekki sé búið að mynda þau sé í svefnherberginu. Eftir mynda- tökuna setjum við okkur í stellingar fyrir spurningar til forsetaframbjóðans. Hvað telur Pétur vera meginhlutverk forseta: Ég tel meginhlutverk forseta íslands vera annars vegar að rækja hlutverk sitt í stjórn- skipuninni með öruggum hætti og stuðla þann- ig að traustu stjórnarfari. Hins vegar er hlut- verk forseta íslands að vera sameiningartákn og friðarafl í þjóðfélaginu. Af hverju telur hann að hann geti orðið þetta sameiningartákn? Ég hefi fært fram ákveðnar hugmyndir um embætti forseta íslands og mér fínnst að þær hugmyndir hafi hlotið mikinn hljómgrunn á ferðum mínum um landið. Framboð mitt er ópólitískt. Það er fram komið fyrir tilstilli fjöl- margra einstaklinga, fyrst og fremst úr ólíku umhverfi og ólíkum stjórnmálaflokkum. Hver er þá afstaða Péturs til afskifta for- seta af stjórnarmyndunum? Á hann að reyna að hafa áhrif á að stjórnarmyndun takist eins og Ásgeir Ásgeirsson er sagður hafa gert 1959 eða ganga einfaldlega á röðina, þannig að stjórnmálamennirnir fái að reyna hver á eftir öðrum, eins og Kristján Eldjárn og Vig- dís hafa gert? Forseti íslands hefur ekki pólitísk völd en getur haft áhrif og afskipti með margvíslegum hætti. Þegar til stjórnarmyndunar kemur ber forsetanum að mínum dómi að kanna það eins glögglega og honum er unnt hvaða kostir eru í stöðunni og reyna þannig að átta sig á því hvernig hann getur tryggt það að unnt sé að mynda starfshæfa meirihlutastjórn fyrst og fremst, eða minnihlutastjórn ef því er að skifta. Ég tel sem sé að ekki eigi að vera sjálfvirkni í þessu. Forsetinn á að meta sjálfstætt hveiju sinni hvar kostirnir liggja. Þannig að hann hefur virkilegu hlutverki að gegna þegar á þetta reynir. Að afloknum alþingiskosningum, oft með sviptingum, getur landslagið verið óljóst. Forsetinn á auðvitað að reyna að átta sig á hvað vilji þjóðarinnar segir til um. Þá vilja kjósendur eflaust vita fyrirfram skoðun forsetaframbjóðanda á lykilmálum í utanríkisstefnu íslendinga. Telur Pétur að aðild að Evrópusambandinu komi til greina? Ég tel að margvíslegt samstarf við Evrópu- sambandið geti verið gott og gagnlegt, eins og reynslan sýnir. Ef um það væri að ræða að innganga Islands í Evrópusambandið yrði að vera skilyrðislaus og þannig að sérstaða íslands væri að engu leyti virt, til dæmis að því er varðar auðlindir okkar, þá væri ég ekki fylgjandi slíkri aðild. En aðalatriðið er að þjóð- in sjálf fengi að dæma um þetta í almennri atkvæðagreiðslu. En hver er afstaða Péturs til Atlantshafs- bandalagsins? Ég hefi frá upphafi verið fylgj- andi veru íslands í Atlantshafsbandalaginu og tel að það hafi haft miklu hlutverki að gegna í þá átt að stuðla að friði og öryggi í Evrópu. Og að það hafi auknu og nýju hlutverki að gegna í framtíðinni. Nú hafa friðarmál komið mikið inn í umræð- una í kosningabaráttunni. Trúir Pétur því að íslendingar, þessi 250 þúsund manna þjóð, geti í raun stöðvað ófrið, sé til dæmis litið til Júgóslavíu þar sem Evrópulöndin samanlögð megnuðu lítið þar til kom þjóð sem hafði vopn sem dugðu, nægt fjármagn til að múta aðilum og öflugan her til að hóta stríðandi öflum? Ég held að spurningin sé kannski miklu fremur sú hvort ísland geti lagt sitt lóð á vpgarskálina til að koma í veg fyrir ófrið. Það geta Islendingar gert með margvíslegum hætti í samstarfi við aðrar þjóðir sern vilja leggja sig fram um að viðhalda friði í heiminum. Ráðdeild og aðhald Við erum skuldsett þjóð og hart hefur verið gengið í niðurskurði á viðkvæmum málaflokk- um til að ná endum saman í ríkissjóði. Pétur talar um að hann muni reka forsetaembættið með aðhaldi og ráðdeild. Sló þar nýjan tón. Hvernig ætlar hann að gera það? Ég tel það miklu skifta að þetta hugarfar um ráðdeild, aðhald og sparsemi sé ríkjandi og þá sérstaklega að við sníðum okkur stakk eftir vexti. Við þurfum ekki endilega að gera alla hluti eins og stærstu þjóðir mundu gera, til dæmis við móttöku erlendra gesta, svo eitt dæmi sé nefnt. Aðalatriðið er að forsetinn gæti þess sérstaklega i rekstri embættisins að aldrei sé farið fram úr þeim íjárheimildum sem Alþingi veitir til rekstursins á hveijum tíma. Undir þetta hefur enginn frambjóðend- anna tekið. Þetta þýðir ekki að forseti íslands geti ekki rækt embætti sitt af myndugleika og reisn, en ég tel einmitt að látleysi tryggi best virðuleika embættisins. Við drepum á samskipti við erlenda aðila og á hvaða tungumálum hjónin séu samræðu- hæf. Þau tala ensku og dönsku og Inga Ásta frönsku. Pétur kveðst hafa lært frönsku og þýsku og lesa hana , en vantar æfíngu í að tala. í sambandi við kynningu og ferðalög vakn- ar spurningin hvað forseti eigi að ganga langt í sölumennsku. Ég tel að forsetinn eigi að leggja íslenskum inarkaðsmálum lið í öðrum löndum eftir því sem hann hefur aðstæður til. Það er ekki sér- stakt verkefni forsetans að mínum dómi að afla viðskiptasambanda fyrir einstaklinga eða einstök fyrirtæki í útlöndum. Hann á hins vegar að ganga þannig fram í þessurn efnum að hann geri það í þágu heildarhagsmuna, þjóðarhagsmuna eða heilla atvinnugreina. Þannig gæti forsetinn til dæmis stutt mark- aðsátak íslenskra stjórnvalda eða markaðs- kynningu atvinnugreinanna eins og t.d. land- búnaðarins, sjávarútvegsins og ferðaþjón- ustunnar. Ékki einstaklinga eða fyrirtækja eða einstakra aðila í þjóðfélaginu. Hann er forseti allra íslendinga og verður að gæta jafnræðis í öllum störfum, þannig að allir geti setið við sama borð hvað varðar afskipti forsetans. Liðveisla við menningu og listir Oft er sagt að forsetinn sé útvörður íslenskr- ar menningar í alþjóðlegu umróti. Hvar liggur áhugi Péturs í menningarmálum? Hann segir að forseti íslands geti og eigi að leggja menningu og listum lið með margvís- legum hætti, með nærveru sinni innanlands og kynningu erlendis. Og brýna þjóðina til að standa vörð um íslenska tungu. Hann getur lagt lið ýmsu framtaki sem einstaklingar á því sviði eru að vinna að, m.a. með nærveru sinni. Hann segir að þeim hjónum hafi þegar þau bjuggu á Isafirði orðið enn betur ljóst hve ] 3 m 'é Morgunblaðið/Kristinn PÉTUR Kr. Hafstein og Inga Ásta á heimili sínu. miklu máli það skiftir fyrir fólk sem er að fást við eitt og annað af hreinum áhuga, að með því sé fylgst og vakin á því athygli. Og það geti forseti gert. Á ísafirði lagði Pétur lið með því m.a. að vera í stjórn og síðan formaður Tónlistarfélags ísafjarðar. Inga Ásta kenndi við Tónlistarskól- ann. Hann segir að eitt aðaláhugamál þeirra á þessu sviði sé tónlistin, þau hlusti mikið á klassíska tónlist og söng. Sjálfur hafi hann kannski mestan áhuga á sagnfræði og ljóð- list. Á Isafjarðarárunum var Pétur í stjórn Listasafns Isafjarðar og Byggðasafns Vest- fjarða. Bækur og bókasöfnun hefur líka lengi verið áhugamál beggja hjónanna, svo sem sjá má í bókaskápunum sem þekja veggi. Þarna má líka sjá listaverkabækur. Efst liggur ný falleg bók um dönsku Skagamálarana, enda hafa þau áhuga á myndlist og sækja sýningar bæði erlendis og hér heima. Einnig leikhús og kvikmyndir. Kveðst Pétur einkum hafa fylgst af áhuga með íslenskri kvikmyndagerð. Áhugamál hjónanna beinast i fleiri áttir. Pétur hefur sagt að hann vildi gjarnan sjá hross í túni á Bessastöðum.Við vorum bæði frá blautu barnsbeini í hestamennsku og þar lágu leiðir okkar saman. Við höfum átt hesta og ferðast mikið á hestum um landið. Þegar ég var 16 ára fór ég í þessa þá frægu 30 daga ferð í kring um Vatnajökul með Erni Johnson og Margréti, syni þeirra Ólafi Hauki og Þorláki Ottesen. Þetta er lengsta ferðin og var alveg ógleymanleg. Við höfum farið í fleiri styttri ferðir og hefur alltaf fundist það vera hápunkturinn að geta ferðast á hestum um landið. Fyrir vestan voru erfiðar aðstæður og drengirnir okkar svo ungir að fjölskyldan gat ekki verið saman í þessu, svo við fórum að fara á skíði með þeim. Sjálfur hafði ég ekki verið á skíðum en lærði það þá. Við höfum gert töluvert af því síðan og elsti sonur okk- ar, 17 ára, er nú í íþróttamenntaskóla i Nor- egi, segir Pétur. Hinir drengirnir eru 13 ára og 8 ára, svo áhugasvið fjölskyldunnar spann- ar breitt svið. Sund og gönguferðir eru líka snar þáttur í daglegu lífi. Pétur gengur dag- lega til og frá vinnu og heim í hádeginu, sem er á við hálfs annars tíma göngu, og þau hjón- in fara gjarnan í kvöldgöngu. Áhrif skoðanakannana Vendum okkar kvæði í kross, að kosninga- bráttunni. Gífurlegar skoðanakannanir hafa verið í gangi. Heldur Pétur að þær hafi haft áhrif á fylgi frambjóðenda? Ég held að skoðanakannanir geti því miður haft skoðanamyndandi áhrif, sérstaklega ef einhver hefur afgerandi forskot. Það er því miður þannig að sumir vilja gjarnan vera í liði sigurvegarans. Að minnsta kosti í aðdrag- anda kosninganna og meðan öll kurl eru ekki komin til grafar. En ég held að úr því dragi eftir því sem kynning eykst af hálfu frambjóð- enda og fólk færist nær þeirri alvöru að velja sér forseta. Skoðanakannanir eru auðvitað góð vísbending en engan vegin vitneskja um niður- stöðu. Pétur kveðst ekki hlynntur því að sett- ar séu hömlur á skoðanakannanir. í skoðanakönnunum hafa menn verið að sundurgreina kjósendur, t.d. pólitískt og jafn- vel eftir aldri. Þar kom fram m.a. að eldri kjósendur virtust frekar hallast að þeim eldri, en yngra fólkið að Pétri sem er innan við fimm- tugt, 47 ára, Ástþór 43, Ólafur 53 og Guðrún 55. Hefur hann fundið fyrir þessu með aldur- inn. Það er kannski ókostur við mig að ég er ungur. Sé svo þá get ég lofað því að það muni mást út með árunum, svarar Pétur.Við höfum fengið sérstaklega hlýtt viðmót og hlý handtök hjá eldri borgurum sem við höfum gert okkur far um að heimsækja víðsvegar um landið. Hjá þeim höfum við fundið fyrir mikilli hlýju og velvild. Ég hefi líka fundið mjög mikinn áhuga hjá yngra fólki, svo sem fram kemur í þessari greiningu. Til dæmis er öflugur hópur af ungu fólki, sem vinnur að mínu framboði og hefur virkilega orðið mér að liði. Pólitíska greiningin fínnst mér ganga úr hófi og er ekki sáttur við hvernig kjósendur eru sífellt flokkaðir eftir flokkspólitískum lín- um þegar þeir eru að kjósa sér þjóðhöfðingja. Því finnst mér ganga allt of langt hvaða álykt- anir menn draga og stilla okkur upp sem póli- tískum frambjóðendum. Mér fínnst það jaðra við að vera móðgun við kjósendur þar sem minni hluti kjósenda er flokksbundinn. Nú tala menn um að þessar kosningar séu pólitísk- ari en áður og myndist pólitískar fyikingar. Af hveiju skyldi það vera? Ætli meginskýring- in sé ekki að tveir af fjórum frambjóðendum eru stjórnmálamenn og alveg sérstaklega einn sem hefur verið formaður í stjórnmálaflokki og þátttakandi í illvígum deilum um árabil. I sambandi við hlýar móttökur segir Pétur: Við vitum að við höfum því miður ekki getað komið á alla staði sem við vildum, t.d. ekki mikið í sveitir. Ég kom það seint fram að ekki hefur unnist tími til þess og ég vona að menn reyni að skilja það og misvirði það ekki við mig, en reyni fremur að átta sig á því sem ég hefi fram að færa. Ég hefi hins vegar lagt mikla áherslu á það í mínum málflutningi að forsetinn eigi að rækta lifandi samband við fólkið í landinu og eigi sérstaklega að kosta kapps um að fara um landið, ekki eingöngu í opinberum heimsóknum eða við sérstök hátið- arhöld heldur einnig þess utan og það mun ég gera ef ég verð kjörinn til þessa embættis. Þá mun ég m.a. koma til þeirra staða sem ég hefi ekki haft tök á að heimsækja núna. Nú halda sumir að embættismaður verði mjög formlegur forseti. Á embættið að vera aflokað? Nei, einmitt ekki. Auðvitað þarf ákveðna formfestu og virðuleika í embættið, en forset- inn á ekki að vera fjarlægur embættismaður, einangra sig á skrifstofu sinni eða á Bessastöð- um. Hann á einmitt að kosta kapps um að rækta sambandið við fólkið í landinu. Ég vil leggja aukna áherslu á þátt forsetans á því sem inn á við snýr, en geri mér auðvitað um leið grein fyrir þýðingu þess að forseti komi fram fyrir Islands hönd erlendis með myndug- leika og reisn, eftir því sem efni eru til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.