Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 37
MINNINGAR
ULFHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Úlfhildur Guð-
mundsdóttir
var fædd á Þyrli á
Hvalfjarðarströnd
13. nóvember 1904.
Hún lést á heimili
sínu á Hlaðhömrum
2 í Mosfellsbæ 21.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Magnússon frá
Þyrli á Hval-
fjarðarströnd og
Kristín Einarsdótt-
ir frá Flekkudal í
Kjós. Úlfhildur var
næstyngst i röð sjö systkina.
Bræður hennar voru Magnús,
Hermann, Kristján, Jón Einar,
Kristmundur og Olafur. Hinn
25. maí 1929 giftist Úlfhildur
Jóhannesi Grímssyni, f. 17. jan-
úar 1890, d. 2. júní 1945. Þau
eignuðust einn son, Guðmund,
f. 10. janúar 1931, d. 26. janúar
1995. Hann og eig-
inkona hans, Anna
Jóna Ragnarsdóttir,
f. 18. janúar 1937,
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Úlfhildur, gift
Sveini Val Sigvalda-
syni. Þeirra dætur
eru Anna Ýr, Ing-
veldur og Karitas.
2) Sigrún, gift Pétri
U. Fenger. Þeirra
börn eru Úlfhildur,
Geir Torfi og Krist-
jana. 3) Jóhannes og
4) Ólafur, kvæntur
Önnu Björk Jónsdóttur. Þeirra
barn er Rakel Ýr. Úlfhildur bjó
áður á Bergþórugötu 7 í
Reykjavík en hin síðari ár á
Dvalarheimili aldraðra á Hlað-
hömrum í Mosfellsbæ. Útför
Úlfhildar fer fram frá Lága-
fellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan kl. 10.30.
Nú er hún amma mín sofnuð
svefninum langa. Hún var farin að
óska sér hvíldarinnar fyrir löngu
þó hún kæmi okkur og jafnvel sjálfri
sér oft á óvart með að rísa upp úr
veikindum og elli aftur og aftur.
Þannig var það þegar hún reis upp
úr flensu og lungnabólgu 91 árs
gömul til að koma til mín á aðfanga-
dagskvöldið síðasta og gaf mér þar
með þá bestu jólagjöf sem ég hef
fengið.
Úlla amma hefði orðið 92 ára í
haust, búin að vera ekkja í rúm 50
ár. Hún og Jóhannes afi höfðu eign-
ast yndislegan son, hann pabba
minn Guðmund, sem ásamt henni
Önnu Jónu mömmu minni veittu
henni umhyggju sína og stóra og
samhenta flölskyldu sem hún unni
öllu fremur og var svo stolt af. Við
hlógum oft með henni að því hve
henni fannst við vera fallegust og
best og hún sagði þá gjarnan stolt:
„Hveijum þykir sinn fugl fagur
þótt hann sé bæði ljótur og magur.“
Hún missti mikið þegar hún sá
á eftir einkasyni sínum í fyrravet-
ur. Það er þung raun að horfa á
eftir baminu sínu sama hversu
gamall maður er. En hún var ekki
ein. Hún átti okkur að og yndislegt
starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra á
Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ og
Heilsugæslunnar að Reykjalundi,
sem við fáum seint fullþakkað fyrir
kærleiksríka umhyggju til síðustu
stundar. Ekki má gleyma bræðra-
bömunum hennar sem sýndu henni
ræktarsemi og virðingu á ýmsa
vegu í gegnum tíðina.
Elsku amma mín, mér þótti svo
undur vænt um þig og veit að það
var gagnkvæmt. Eins og ég var
búin að segja þér þá mun ég aldrei
gleyma þér. Sama er að segja um
bömin mín sem eru lánsöm að hafa
fengið að kynnast þér, langömmu
sinni.
Nú er hönd að hægum beði
hnigin eftir dagsins þrautir.
Signt er ýfir sorg og gleði,
sæst við örlög. — Nýjar brautir.
Biðjum þess á blíðam tónum
berast megi þreyttur andi
endurborinn ljóss að landi
lofandi dag með ungum sjónum.
(J. Har.)
Eins og við kvöddumst að undan-
förnu þá segi ég nú „Guð geymi
þig“-
Eg veit Hann gerir það.
Sigrún.
Kveðja til tengdamóður
og ömmu.
Harmið mig ekki með tárum,
þó að ég sé látinn.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur,
en þegar þér hlæið og
syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf. óþ.)
Við þökkum þér gefandi sam-
fylgd og samgleðjumst þér að fá
að hvílast eftir langa ævi. Við sjáum
þig fyrir okkur hamingjusama við
fagnaðarfundi ykkar afa og pabba,
þegar litla fjölskyldan sameinaðist
á ný.
Blessuð sé minning þín.
Tengdadóttir og bamabörn.
Ég kvaddi ’ana í síðasta sinni,
er sólin skein fegurst á vori.
Þá blasti við sumar og sæla,
en samt var mér þungt í spori.
í rekkjunni hóglát hún hvíldi
og horfði út í §arskann með ró.
Ég vissi ’ún var þreytt og þjáðist
- en þó var hún glöð og hló.
Hún hafði svo lengi leitað
að lifandi guði í hæðum,
- með bamshug leitað í litum,
lögum, kvæðum og ræðum.
Og nú var markið svo nærri,
að ná í sannindin stór.
- Hún þrýsti hönd mína og þagði,
ég þagði líka - og fór.
- Og næst, er ég gekk inn gólfið
var gráhærða konan farin.
En rúmið stóð autt þar inni
og yfir þvi minningaskarinn.
- Ég settist þá, hugsandi og hljóður,
og horfði út í loftin blá:
Hvort mætumst við aldrei aftur
í einni og sömu þrá?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Hjartans þökk, vinkonan mín.
Guðrún Eiðsdóttir.
Hver minning dýrmæt peria á liðnum lífeins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Mnn kærieikur i verid var gjöf sem gleymist eigi,
og gæfa var það öilum er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Júlíana Grímsdóttir.
SIG. SVEINBJORNSSON ehf
Skemmuvegur 8 - 200 Kópavogur
Sími: 544 5600 - Fax: 544 5301
plöntusalan í Fossvogi
Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777
Plöntur og ra
eftir þínum
Stéttin
erfyrsta
skrefið
inn...
Mikiðúrval
afhellum
og stemum.
Mjöggottverð
STÍTT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700-FAX 577 1701