Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 43

Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 43 ég hef ekið með út á land og efast | ég um að ég geri víðreist að vetrar- lagi hér eftir. Alltaf var það Bjössi sem stóð fyrir öllum uppákomum. Þó að mér verði tíðrætt um okkar kæra Bjössa, þá gleymum við ekki hans elskulegu eiginkonu, Lollý sem alltaf hvatti til samfundar við okkur hin. Ekki má láta hjá líða að minnast á sælu- i reit þeirra hjóna í Hálsakoti í Hrunamannahreppi, þar fengum við ’ einnig að njóta sveitasælunnar með | þeim. Öllum var boðið að taka þátt í gleði þeirra og allir nutu góðs af. Þau voru alltaf veitendur, að höfð- ingjasið. Svo þóttumst við fara í heilsubótargöngur, einu sinni í mánuði, en þær voru aðallega til þess að hittast og fá okkur kaffi- sopa hvert hjá öðru og rabba sam- an._ Á kveðjustund þökkum við, með- limir Helgidómsins, Bjössa allt það sem hann var okkur og kærleikann I sem hann umvafði okkur með og biðjum Lollýju, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum Guðs blessunar og huggunar. Minn- ingin um góðan dreng mun ætíð lifa í hjarta okkar. Deyr fé, deyja frændur, I deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi | kveim sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Guðfinna. Það er með sárum söknuði og trega að við kveðjum nú forstjóra okkar, félaga og vin, Björn Guð- . mundsson, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn tuttugasta þessa ^ mánaðar, 58 ára að aldri. | Það þurfti ekki að hafa löng kynni af Birni til að vita að þar fór réttsýnn og góður maður sem af fremsta megni reyndi að greiða götu þeirra sem til hans leituðu. Við sem hjá honum störfuðum og leituðum til hans með vandamál okkar urðum þess vör jafnt í smáum málum sem stórum. Gilti | þá einu hvort beðið var um breyt- ingu á vinnutíma vegna t.a.m. skólagöngu barna, óskað eftir sum- | arvinnu fyrir börn okkar, eða hvort um var að ræða tilhliðrun vegna veikinda, frís eða annars, Björn bæði gat og vildi setja sig í spor þeirra sem í hlut áttu og leysa úr málum á sem farsælastan hátt. Var hann af þeim sökum mjög ástsæll yfirmaður. Langur starfsaldur margra í fyrirtækinu vitnar enn | frekar um að gott var að vinna * undir hans stjórn. Vísaði hann gjarnan til þess að starfsfólkið I væri eins og ein stór fjölskylda, og þannig stjórnaði hann okkur. Umg- ekkst hann okkur af velvild og hlýju en jafnframt mátulegri festu. Björn var líka mjög líflegur og skemmtilegur maður og mikill höfðingi heim að sækja. Minnumst við í því sambandi starfsmanna- ferða fyrirtækisins þar sem Björn var potturinn og pannan í öllu. | Skipulagði ferðirnar, keyrði rútuna ■ og fræddi okkur um það sem fyrir ’ augu bar. Og árshátíða fyrirtækis- ins minnumst við þar sem Björn var hrókur alls fagnaðar sem og á heimili þeirra hjóna fyrir árshátíð- irnar, en Björn var bæði mikill húmoristi og frábær dansari. Einn- ig minnumst við þess er þau hjónin buðu öllu starfsfólki og mökum í | sumarbústað sinn til að vígja fána- stöng sem við höfðum gefið honum á fímmtugsafmæii hans, og njóta | veitinga, þó okkur hefði á sínum tíma verið boðið í sjálft afmælið. Af mildi og réttsýni annaðist Björn fjölskyldu sína og bar hana á höndum sér. Velferð konu sinnar og barna bar Björn ávallt mjög fyrir brjósti, þeim og öllu sínu fólki var hann einstakur bakhjarl. Missir konu hans, barna og annarra ijöl- skyldumeðlima er því mjög mikill, h ekki síst sé til þess horft, sem eng- L um sem til þekkti duldist, að Björn I og Lollý voru óvenju sarnrýnd hjón og fjölskyldan alla tíð mjög sam- hent og samhuga í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, oftar en ekki með Björn í broddi fylkingar. Björn var mikill mannkostamað- ur. Um það vitna blómlegt fyrir- tæki og ekki síður fimm uppkomin, mjög vel gerð börn sem Björn dáði mikið. Persónuleiki Björns aflaði fyrirtækinu velvildar jafnt innan- lands sem utan, og bast hann mörg- um vináttuböndum á lífsleiðinni. Andlát Björns er reiðarslag fyrir alla þá sem hann þekktu. Eftir lif- ir minning um skemmtilegan og umfram allt hlýjan mann. Að leið- arlokum þökkum við Birni allar góðu stundirnar og mikinn hlýhug í garð okkar starfsfólksins. Við biðjum Guð að styrkja Lollý, börn og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Guð veri með þér, hvíl þú í friði. Starfsfólk hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór Það er skarð fyrir skildi hjá Li- onsklúbbnum Þór þegar Björns Guðmundssonar nýtur ekki lengur við. Frá upphafi veru sinnar í klúbbnum helgaði hann líknarmál- unum krafta sína og þar komst enginn annar í hálfkvisti. Björn gekk í klúbbinn árið 1964 og byrjaði þá strax að fara, ásamt þeim Haraldi Á. Sigurðssyni og Brynjólfi Jóhannessyni, á barna- deildir sjúkrahúsanna í Reykjavík með jólagjafir til þeirra barna sem þar lágu um jólin. Að eigin sögn var Björn aðeins aðstoðarmaður gömlu mannanna á þessum tíma, en hann tók síðan upp merki þeirra þegar þeir drógu sig í hlé. Fyrst hélt hann áfram að færa inniliggj- andi börnum gjafir á jólum, en síð- ar uppgötvaði hann hversu illa var búið að leikstofum sjúkrahúsanna hvað leikföng og leiktæki áhrærði. Þá var haft samband við aðila um að gefa leikföng og síðan keypt það em ekki fékkst gefins. Þegar fóstrur barnadeildanna uppgötv- uðu þennan bandamann, fóru þær að benda á að ýmis þroskaleikföng vantaði á leikstofurnar. Björn sendi þeim þá stóra verðlista til þess að panta eftir. Síðan sá hann um að flytja inn leikföngin og út- deila þeim á rétta staði. Þær eru ófáar vinnustundirnar, sem í þetta fóru hjá Birni og var það þó aðeins hluti starfa hans að líknarmálum hjá Þór. Drengirnir í Tjaldanesi nutu ekki síður umhyggju hans og hlýju. Þar var einnig fastur liður á aðfangadag jóla að færa þeim gjafir og þess utan fóru margar gjafirnar til Tjaldaness frá Birni og margar þeirra hvergi tíundaðar í bókum klúbbsins eða á fundum. Björn var aldrei áberandi í störf- um klúbbsins. Hann kom sér undan því að starfa sem formaður en var formaður Líknarnefndar mestan sinn aldur í klúbbnum. Hann vann sín störf mest í kyrrþey heima og á skrifstofu sinni. Við vitum að þar lagði kona hans Ólafía Ás- bjarnardóttir honum lið á margan hátt. Fyrir það erum við innilega þakklát. Björn var Melvin Jones félagi, en það er mesta viðurkenning sem Lionshreyfingin veitir. Það var ekki einungis á vegum Lionshreyfingarinnar, sem Bjöm lét gott af sér leiða. Margir bæði óskyldir og vandabundnir nutu hugulsemi hans og hjartahlýju. Þar munu margir sakna vinar í stað. Við Þórsfélagar kveðjum góðan vin og félaga. Hans skarð verður vandfyllt. Við sendum Ólafíu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fh. Lionsklúbbsins Þórs, Gunnar Már Hauksson. • Fleirí minningargreinar um Björn Guðmundsson bíða birtíng- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. JONAS ÞORARINN ÁSGEIRSSON + Jónas Þórarinn Ásgeirsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. júní. Genginn er góður vinur, Jónas Ásgeirs- son. Minnist ég þess er við hittumst fyrst, tíu ára gamlir, á Norð- urgötunni á Siglufirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan. Við höfðum í nógu að snú- ast á þessum árum, bæði við skíða- iðkun, íþróttir og veiðiskap. í fyrstu vann Jónas við hin ýmsu störf í síldinni og fleiru. Síðar var hann póstafgreiðslumaður og vann við verslunarstörf. Hann gerðist síðan kaupmaður og rak matvöru- verslun í mörg ár með dyggri að- stoð ágætrar konu sinnar, Margr- étar Ólafsdóttur. Síðan fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur árið 1968. Þar starfaði Jónas sem sölumaður bifreiða hjá fyrirtæki Þóris Jóns- sonar. Jónas var mikil íþróttamaður og var einn af bestu skíðamönnum þjóðarinnar og keppti í öllum grein- um skíðaíþróttarinnar, sérstaklega í stökki og stökk af stórbökkum erlendis, þar á meðal Holmenkollen í Noregi og einnig í Svíþjóð og á Ólympíuleikunum 1948 í St. Mo- ritz. Einnig var hann góður knatt- spyrnumaður og keppti víða með liði sínu, KS. Það voru mörg góð ferðalög sem farin vpru í sambandi við knattspyrnuna. Jónas var léttur og skemmtileg- ur félagi og sagði vel frá og krydd- aði oft frásagnir sínar með glettni á góðum stundum. Hann gat þann- ig oft lífgað upp á samkvæmi og fundi. Ég kveð Jónas með þökk fyrir liðnar samverustundir og votta frú Margréti, börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum einlæga samúð. Eldjárn Magnússon. Hinsta kveðja frá Skíðafélagi Reykjavíkur Skíðakappinn Jónas Þ. Ásgeirs- son er látinn. Margs er að minnast frá langri og viðburðaríkri ævi. Jónas var mjög fjölhæfur skíða- maður og keppti hann um árabil bæði hér heima og á erlendri grundu, með góðum árangri. Sunn- lendingar höfðu séð og heyrt um þennan mikla norðlenska skíða- kappa yfir heiðar. Þegar Jónas fluttist suður þá var það Skíðafé- lagi Reykjavíkur mikill heiður að hann gekk til liðs við félagið. Jón- as þjálfaði lengi vel skíðamenn Skíðafélags Reykjavíkur, sat í mörg ár í stjórn þess og árið 1975 var hann kosinn formaður. Skíða- menn sunnan heiða þakka Jónasi fyrir langt og farsælt samstarf og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. Jónas Ásgeirsson var einn úr hópi vaskra skíðamanna frá Siglu- firði, sem settu mest mark sitt á skíðaíþróttina í upphafi. Árið 1938 *fer nafn Jónasar að birtast í af- reksskrá skíðamanna, en það ár vinnur hann til verðlauna bæði í svigi og skíðastökki, en Jónas var afar fjölhæfur íþróttamaður. Árið 1939 vinnur Jónas í fyrsta sinn hinn svokallaða „skíðakóngs- t.itil“, sem var æðsta tign skíða- keppenda þess tíma. Þennan titil vann Jónas oftast allra, þar til hann hætti keppni. Jónas var einn af keppendum íslands á fyrstu vetraj'ólympíu- leikum sem íslending- ar tóku þátt í, árið 1948 í St. Moritz. Árið áður keppti Jón- as í skíðastökki á Holmenkollen í Nor- egi, ásamt félaga sín- um Jóni Þorsteinssyni frá Siglufirði. Þetta var frumraun ís- lenskra skíðamanna í keppni á erlendri grund. Siglufjörður fyrirstríðsára var þekktastur fyrir síld og frækna skíðamenn. Jónas tók þátt í hvoru- tveggja. Lengstan tíma ævi sinnar starf- aði Jónas við verslun og sölustörf. Hann rak verslun á Siglufirði árum saman, við góðan orðstír. Jónas hóf störf hjá Ford-umboðinu Sveini Egilssyni sem sölumaður bifreiða árið 1969. Sölumennska var í blóð- inu hjá Jónasi. Þeir sem með hon- um störfuðu og ekki síst viðskipta- vinir kunnu að meta þá gleði og þann anda er fylgdi með í kaupun- um. Það var engin lognmolla í kringum Jónas. Hversdagsleg við- skipti urðu að stórkostlegum vangaveltum um lausn heimsmál- anna. Allir viðskiptavinir Jónasar fundu fyrir hjálpsemi hans og góð- um vilja en leiðarljós hans var að allir skildu hafa sitt, og fyrir það var hann reiðubúinn að leggja allt í sölurnar. Það leiddist engum í návist Jónasar. Hann var frábær sögumaður með leiftrandi sýn, er gat komið öllum til að kætast. Hinn venjulegi viðskiptamaður fékk venjulega lausn lífsgátunnar í kaupbæti. Að leiðarlokum þakka ég 20 ára samstarf sem aldrei féll skuggi á og um leið votta ég eftirlifandi ástvinum innilegustu samúð. Þórir Jónsson. • Fleirí minningargreinar um Jónas Þórarin Asgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 11A PPDRÆTTI ae Vinningaskrá 8. útdráttur 27. júní 1996. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 10125 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 16817 36629 43646 75912 Kr. 50.000 Ferðavinningar 4516 14178 21998 25863 64477 72320 5036 15263 22099 31259 65455 76530 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningar 365 11771 22795 32213 42136 52073 63221 71894 558 11790 22891 32269 42557 52154 63442 71906 668 12780 23219 32501 43078 52726 63508 73027 754 12811 23263 33075 43374 53023 63630 73342 1441 13283 23371 33491 43585 53720 64037 73694 2097 13521 23498 33584 44656 53977 64565 73717 2308 13795 23503 33783 45147 54301 64637 73766 2431 13989 23818 34083 45467 54621 64829 73831 2437 14675 24087 34317 45736 54738 64980 74063 2452 15469 24374 34332 46118 54810 65531 74150 3889 15598 24529 34399 46136 54902 65887 74208 5837 16006 25385 34771 46186 55152 66210 75663 6262 16017 25480 35011 46187 55403 66592 75970 6813 17951 25589 35036 46510 55438 66646 76942 7206 18022 26230 35243 46527 55637 67073 77278 8027 18043 26544 35824 46599 55868 67552 77405 8183 18281 26788 35968 46708 56314 67666 77432 8641 18429 26937 36464 47023 56606 67680 77904 8736 19135 27044 36535 47868 57004 68427 77906 9027 19679 27115 36850 48398 58082 68620 77956 9179 19774 27507 37379 48457 58308 68637 78339 9584 19971 27512 37783 48800 59180 68715 78563 10747 20502 27536 38084 49038 60363 68737 78872 10830 20543 27719 38556 49509 60840 68774 78922 10930 20552 27876 39467 49807 60940 69132 79104 11067 21312 28902 39649 50589 61170 69278 79538 11226 21375 30267 40425 50614 61525 69910 79747 11323 21628 31501 40835 51003 61895 70312 79919 11508 21878 32093 41617 51646 62367 70358 11590 22676 32186 42006 51958 62989 71850

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.