Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska ■iiWiooxccaM8* JUNE 6, l<?^¥ 1 TO REMEMPEK O 1996 UnHed Feature Syndlcate, Inc. 6. júní 1944 „til minningar". BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Jesú myndi gráta Frá frá Guðrúnu K. Magnúsdóttur. FYRIR hluta íslensku þjóðarinnar er þúsund ára kristniafmælið mikill sorgarviðburður. Réttsýnir menn gráta allt það sem gert hefur verið í nafni kirkjunnar í aldir: menn voru teknir af lífi fyrir skoðanir sínar, innankirkjumenn hálshjuggu hver annan, Þingvellir voru vanvirt- ir og vanhelgaðir með aftökum, menn og konur voru brennd lif- andi. Menn harma alla þá grimmd, sem þessum massastilltu trúar- brögðum fylgir, enda voru þau valdatæki, sem við neyddumst til að kalla yfir okkur til þess að kom- ast hjá því að vera drepin. Innfluttu trúarbrögðin voru aðeins valda- tæki. Það var alið á ótta og gamla herbragðiðnotað: Sameiginlegur óvinur lýðsins notaður til að sam- eina hana. Þessi innfluttu trúar- brögð byggjast á sauðahjarðar- hlýðni. Massastillt trúarbrögð eru að auki gróðrarstía fyrir ofstæki, valdníðslu og hroka. Einstaklingar sem skilja verð- mæti menningararfsins, trúar- bragða okkar norrænu forfeðra, sem kom hingað heim fyrir kristni, eru illrækir sem fénaður. Þess vegna voru gömlu trúarbrögðin upprætt með vopnavaldi, kúgun, hótunum og brennum. Menningar- arfurinn var og er nefnilega ónot- hæfur sem valdatæki, hlýðnitæki. Síst er ég sammála því að íslensk tunga hafi haft gott af þessum inn- fluttu trúarbrögðum. Málsaurgun varð mikil af þeirra völdum. Var ekki einhver ráðherra að viðra eitt- hvað um þennan þátt málsins um daginn? Voða húllumhæ — en hver á að borga? Nú ætla kristnir að hafa voða húllumhæ á afmælinu og það er þeirra einkamál. En hver á að borga? Peningarnir okkar eru í höndum Alþingis og það er allra Islendinga mál. Þetta er ekki þjóð- hátíð, ekki lýðveldishátíð, ekki al- þingishátíð, ekki fullveldishátíð, heldur er hluti landsmanna vel heilaþveginn að því leyti, að hafa aldrei heyrt talað um annað en kostnaðarsama Hebrea-guðinn. Skólakerfið og peningar skattborg- aranna eiga mesta sök á því nú á tímum. Hluti þjóðarinnar er mjög sorgmæddur yfir öllum þeim hrika- legu, svimandi íjárhæðum, fríðind- um og forréttindum sem ausið er í þetta apparat, sem prestar kalla nátttröllið. Sá hluti þjóðarinnar er ekki reiðubúinn til að borga húllum- hæið í ofanálag. í nýrri bók, sem heitir Óðsmál, er bent á að þau trúarbrögð sem hér voru fyrir, er sú ógæfa dundi yfir að valdatækið náði ægitökum hér, eru miklu mannúðlegri, tærari, upprunalegri trúarbrögð, ómeng- aðri og fallegri en valdatækið inn- flutta. Ég hvet menn til að lesa þessa bók, Óðsmál (útg. Freyjukettir). Hún er falleg og skemmtileg, lýsir á hleypidómalausan, einfaldan og aðgengilegan hátt um hvað trúar- brögð snúast og sýnir fram á þá misnotkun, sem trúarbrögð verða fyrir í höndum valdafíkinna, óráð- vandra manna. Það er víða mjög mjög hættulegt hvernig trúarbrögð eru notuð. Þetta fer hæglega út í andlegt ofbeldi. Það er kannski sýnu hættulegra en líkamlegt of- beldi. Góður Jesú myndi gráta. Ég vona að þeir sem vilja fagna sínum hjarðar- og massastýritrúar- brögðum með sviðsetningu verald- legrar skrautsýningar hafi ekki aðgang að einum einasta eyri úr ríkiskassanum. Sparaður rekstrarkostnaður og sala þjóðareigna Mér finnst meira að segja að við, þjóðin, ættum að selja þeim einstaklingum, sem vilja kaupa all- ar kirkjurnar, skrautið sem þeim fylgir og orgelin. Ekki ætti eitt einasta embætti heldur að vera til í trúarbragðageiranum árið 2000. Raunar er kominn tími til að fella niður klausur í stjórnarskránni okkar, þar eð þær eru ekki í anda þeirra ákvæða er kveða á um jafn- rétti og frelsi, og misnotkun al- mannafjár til sérhagsmunahópa. Þessi ákvæði tilheyrðu tímum fá- fræði og heilaþvottar. Að ríkisvald styðji og verndi eitt peningagírugt sértrúarbákn er tímaskekkja á upplýstri öld. Lesið tímamótaverk- ið Oðsmál. GUÐRÚN K. MAGNÚSDÓTTIR, Skarphéðinsgötu 2. Að gefnu tilefni Frá Ólafi Ólafssyni: LAUGARDAGINN 22. júní sl. skrifar Óskar Jóhannsson formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík grein undir fyrir- sögninni „Styðjum íþróttastarf fatl- aðra“. Þar segir, að á kosningadaginn þann 29. júní eigi að fara fram ijár- söfnun til styrktar starfseminni. Sú söfnun sem þar fer fram er eingöngu á vegum Iþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík sem er ekki heildarsamtök fatlaðra heldur aðeins eitt af mörgum aðildarfélög- um innan íþróttasambands fatl- aðra. Þessi söfnun nær því ekki til þroskahefts íþróttafólks í Reykja- vík. Það er vegna þessa sem við hjá íþróttafélaginu Ösp, sem er íþróttafélag þroskaheftra og fjöl- fatlaðra finnum okkur knúin til að bera fram nánari skýringu á þess- ari grein, þar sem fyrirsögnin er villandi. Þessi söfnun fer fram á sama tíma og íþróttasamband fatlaðra er að afla fjár fyrir alla fötlunar- hópa vegna Ólympíuleikanna í Atl- anta í ágúst nk. en það stendur alfarið undir kostnaði þeirrar ferðar með aðstoð dyggra stuðnings- manna. ÓLAFUR ÓLAFSSON, formaður íþróttafélagsins Aspar. Ólafur Ólafsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.