Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 60

Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 60
JteWii£cL -setur brag á sérhvern dag! HEIMILISLÍ NAN - Heildarlausri ájjármálum einstaklinga (fy BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um fylgi forsetaframbjóðenda Ólafur 39,5%, Pétur 31,2% og Guðrún 26% ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 39,5% kjósenda sem afstöðu taka, Pétur Kr. Hafstein 31,2%, Guðrún Agnarsdóttir 26% og Ástþór Magnússon 3,3%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið sem gerð var í gær og fyrradag. —’Ekki er marktækur munur á fylgi Guðrúnar og Péturs, en munurinn á fylgi Ólafs og Péturs er marktækur að mati Félagsvísindastofnunar. Fylgi Ólafs Ragnars er nú heldur meira en í síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar sem gerð var 25. og 26. júní en þá mældist fylgi hans 36,4%. Ekki er þó um marktækan mun að ræða. Fylgi annarra fram- bjóðenda hefur dregist lítillega sam- Nemandi í starfskynningu Spari- skírteini í pappírs- tætara BÚNAÐARBANKI íslands hefur höfðað mál fyrir héraðs- dómi Reykjavíkur, þar sem þess er krafist að átta spari- skírteini ríkissjóðs verði ógilt með dómi. Forsaga málsins er sú að eigandi spariskírteinanna hafði óskað þess að bréfin yrðu geymd í útibúi Búnaðarbank- ans í Borgarnesi. Atti að taka ljósrit af skírteinunum Daginn sem útibúið tók við skírteinunum til vörslu var nemandi í 10. bekk Grunn- skóla Borgarness í starfskynn- ingu í bankanum. Honum hafði verið falið að taka ljósrit af spariskírteinunum. Þegar nemandinn hugðist Ijósrita spariskírteinin lagði hann þau frá sér á pappírstætara. Ekki tókst betur til en svo að tætar- inn fór sjálfkrafa í gang og skar öll spariskírteinin í tætlur án þess að nokkuð yrði að gert. Spariskírteinin voru frá ár- inu 1990 og var höfuðstóll hvers um sig 100 þúsund krón- ur._ í auglýsingu frá dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtist í Lögbirtingablaðinu 26. júní sl., er hverjum þeim er kann að hafa framangreind verðtryggð spariskírteini ríkis- sjóðs undir höndum stefnt til að mæta á dómþing héraðs- dóms Reykjavíkur 5. septem- ber næstkomandi. an frá seinustu könnun en þær breytingar eru líka innan skekkju- marka. í þeirri könnun mældist fylgi Péturs 32,6%, fylgi Guðrúnar 27% og fylgi Ástþórs 4%. Spurt var hvern af frambjóðend- unum svarendur ætluðu að kjósa og sögðust þá 20,4% óákveðin, 4% ekki ætla að kjósa eða skila auðu eða ógildu, og rúm 2% neituðu að svara. Hinir óákveðnu voru þá spurðir áfram hvern þeir teldu líklegast að þeir myndu kjósa. Eftir seinni spurn- ingunna fór hlutfall óráðinna niður í 6,9% sem er svipað hlutfall og í síðustu könnun. Af þeim sem afstöðu tóku eftir fyrri spurninguna sögðust 41,2% LOÐNUVEIÐAR eru heimilar frá og með næstkomandi mánudegi, 1. júlí, og er meirihluti loðnuveiði- skipa að halda á miðin í dag og næstu daga að leita loðnu, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. „Útlitið núna er gott og kvótinn mikill og menn eru bjartsýnir," seg- ir Sveinn Jónsson, hjá Félagi ís- lenskra fiskimjölsframleiðenda. Víða um land standa nú yfir miklar endurbætur fiskimjölsverk- smiðja og bygging nýrra verksmiðja sem áætlað er að verði komnar í styðja Ólaf, 33,1% Pétur, 22,3% Guðrúnu og 3,4% Ástþór. Eftir síð- ari spurninguna minnkaði fylgi Ólafs í 39,5%, og fylgi Péturs í 31,2%, fylgi Guðrúnar jókst í 26% en fylgi Ástþórs mældist 3,3%. Konur skiptast nær jafnt milli Guðrúnar, Ólafs og Péturs Frambjóðendurnir njóta nú svo til sama stuðnings meðal kvenna en verulegur munur er á fylgi þeirra meðal karla. Er marktækur munur á svörum þessara hópa að mati Fé- lagsvísindastofnunar. 16,1% karla og 33,7% kvenna segjast styðja Guðrúnu, 47,3% karla og 33,4% kvenna styðja Ólaf, 30,7% karla og 32% kvenna styðja Pétur og 6% gagnið á næstu vetrarvertíð. Skv. upplýsingum blaðsins mun afkasta- geta loðnuverksmiðja aukast um 2.500-3.000 lestir á sólarhring með þessari viðbót eða um nálægt 20% af heildarafkastagetu mjölverk- smiðja á landinu í dag. Stærsta framkvæmdin er bygg- ing nýrrar loðnuverksmiðju SR- mjöls hf. í Helguvík en reiknað er með að hægt verði að prufukeyra hana fyrir áramót. Afkastageta verksmiðjunnar verður um 800 tonn á sólarhring. Heildarkostnaður við karla og 0,8% kvenna styðja Ástþór. Ólafur Ragnar nýtur nú stuðnings 35,5% kjósenda í Reykjavík, 36,8% á Reykjanesi og 46,7% meðal lands- byggðarkjósenda. Pétur nýtur stuðnings 34,3% kjósenda í Reykja- vík, 33,5% á Reykjanesi og 27,2% á landsbyggðinni. Guðrún nýtur 26,7% fylgis í Reykjavík, 26,5% á Reykja- nesi og 23% á landsbyggðinni. Ást- þór hefur stuðning 3,2% kjósenda á Reykjanesi, 3,1% á landsbyggðinni og 3,6% í Reykjavík. Við gerð könnunarinnar var stuðst við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1200 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Alis feng- ust svör frá 70% úrtaksins. Nettó- svörun var 71,1%. bygginguna er áætlaður 700-750 millj. kr. Gott útlit á mörkuðum Upphafskvóti loðnu fyrir íslensk skip á sumar- og haustvertíðinni er 737 þús. lestir. Hlynur Jónsson, framkvæmdastjóri hjá SR-mjöli hf. segir að ef haustvertíðin verði þokkaleg stefni í metár hjá verk- smiðjum SR-mjöls. „Menn hafa orð- ið varir við mikið magn loðnu í sjón- um,“ sagði hann. „Það virðist því vera nóg af loðnu og kvótinn er REYKKAFARI að störfum á Kirkjusandi í gærkvöldi. Laugarnes Ammón- íaksleki AMMÓNÍAK lak frá kjötvinnslu Goða við Kirkjusand í gærkvöldi. íbúi við Hrísateig varð var við lykt á níunda tímanum og gerði viðvart. Lögregla fór á staðinn og staðfesti að um leka frá Goða var að ræða. Marteinn Geirsson, varðstjóri í Slökkviliðinu í Reykjavík, segir slökkviliðið hafa komið á staðinn rétt fyrir kl. hálfníu og hafi þá verið mikil ammóníakslykt á svæðinu. Svæðinu var strax lokað fyrir um- ferð og reykkafarar i eiturefnagöll- um sendir inn í húsið tib að leita uppsprettu ammóníaksins. Marteinn segir að það hafi þó ekki verið fyrr en vélstjóri í vélasal kom á staðinn og hann sendur inn í galla og með reykköfunartæki að tókst að loka fyrir iekann. Vatni úðað yfir ammóníakið Á meðan Iekans var leitað reyndu slökkviliðsmenn úti fyrir að minnka fnykinn með því að úða vatni yfir ammóníakið sem lak út um túðu í um tveggja og hálfs metra hæð á suðurgafli hússins. Þannig tókst að minnka svæðið sem ammóníakið dreifðist um. Marteinn segir óþægilegt þegar fólk andar að sér ammóníaki og það getur verið lífshættulegt ef það er gert inni í lokuðu rými. Við aðstæð- ur sem þessar hafí íbúunum í kring ekki verið hætta búin. Nokkrir þeirra hafi þó hringt í neyðarnúmerið til að leita upplýsinga um hvort hætta væri á ferðum. mjög rúmur. Ég vona að haustver- tíðin bregðist ekki þriðja árið í röð,“ sagði hann. Horfur á mörkuðum eru ágætar að sögn Sveins Jónssonar. Verð á mjöli hefur haldist nokkuð stöðugt en lýsisverð hefur hins vegar lækk- að nokkuð „Vegna aðgerða um- hverfisverndarsinna virðast kaup- endur vera farnir að minnka notkun á lýsi. Þessa gætir ekki enn á heims- markaði en menn hafa áhyggjur af þessu,“ sagði hann. Morgunblaðið/Sigurgeir í VESTMANNAEYJUM voru menn í gær að gera loðnuskipin klár til loðnuveiða en sumarvertíðin hefst á mánudaginn. Reiknað er með að fleiri loðnuskip haldi í loðnuleit í sumar en oft áður. Þrátt fyrir óvissu um stærð veiðistofnsins og hversu dreifð loðnan er er rikjandi bjartsýni. Nálægt 20% aukning á af- kastagetu loðnuverksmiðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.