Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir HALLDÓRA Gestsdóttir segir að sjómannslífið eigi vel við sig. Siglufirði. Morgunblaðið. KRISTÍN Ottesen og Þorleifur Elíasson með köttinn Finn, sem enginn vildi passa. ESTER Ingólfsdóttir með dóttur sinni, Ástu Björk, áður en látið var úr höfn. Siglir á leið í Smuguna með sex konur í áhöfn TOGARINN Siglir hélt út klukkan 22 í gærkvöldi áleiðis í Smuguna >neð 27 karlmenn og sex kven- menn innanborðs. Uthaldið kann að verða allt að tveir mánuðir. Ein kvennanna er Halldóra Gestsdóttir og var hún að fara í fjórðu veiðiferðina sína með Sigli. Hinar þrjár ferðimar vora á Reykjaneshrygg og var Hall- dóra þá aðstoðarmaður mat- sveins en fór nú í fyrsta sinn sem háseti. Halldóra sagði að sjó- mannslífið ætti vel við sig og hún ætlaði sér að vera áfram á sjón- um. Mórallinn um borð skipti miklu máli og um borð í Sigli væri hann yfirleitt góður. Hún sagði eina ókostinn við sjó- nennskuna vera þann að þurfa að sjá af syni sínum Heiðari Steini sem er 2 ára en hann dvelst hjá pabba sínum. Halldóra sagði að sonur sinn ætti mjög erfitt þegar nálgaðist kveðjustund, en þess á milli hreykti hann sér óspart af því á leikskólanum að eiga mömmu á stóru skipi. Enginn vildi passa köttinn Hjónin Þorleifur Gunnar El- íasson og Kristín Ottesen eða Leifi og Kiddí eins og þau eru gjarnan kölluð eru ein þriggja hjóna sem verða um borð. Leifi hefur verið til sjós á frystitog- ara í sex ár, en Kiddí aldrei migið í saltan sjó eins og sagt er. Að sögn Kiddíar sótti hún seint um plássið og vissi ekki fyrr en síðastliðinn mánudag að hún fengi það, svo enginn tími hafði gefist til að kvíða fyrir. Kiddí og Leifi eiga tvo syni, Atla Frey níu ára og Gunnar Frey fjögra ára, og ætla ömm- urnar og afarnir á Siglufirði og í Reykjavík að skiptast á um að annast þá. Mesta vandamálið var heimiliskötturinn, allir voru boðnir og búnir til að taka drengina að sér en enginn vildi sjá köttinn. Kiddí sagðist oft hafa íhugað það að fara á sjóinn með Leifa en hann hafi ekki viljað það drengjanna vegna. Ástæður þess að hún fer nú eru einkum þrjár: það er spennandi að prufa þetta, tekjurnar, sem skipta auðvitað meginmáli, og svo gef- ast ekki margar samverustundir við eiginmann á frystitogara nema að ráða sig á dallinn líka. Leifi sagði að það legðistalveg ágætlega í sig að eiginkonan yrði um borð og hann efaðist ekki um að hún stæði sig vel. Hann sagði að mórallinn um borð væri allt öðruvísi þegar kvenfólk væri í áhöfninni, menn þrifu sig mun oftar, og væru á allan hátt dannaðri. Þau skötu- hjú sögðu að erfiðast væri að kveðja drengina, sá yngri gerir sér ekki fulla grein fyrir þessu, aðalmálið hjá honum var að fara með flugvél til Reykjavíkur, en sá eldri Alti Freyr var mjög áhyggjufullur vegna sjóferðar móður sinnar og þá aðallega hræddur um að hún yrði sjóveik og henni liði illa, og var hann búinn að taka loforð af pabba sínum að passa hana vel. Svo vildi hann alls ekki láta vini sína frétta að mamma hans yrði sjó- maður því það fannst honum eitthvað til að skammast sín fyrir. Mikill munur að fá að hafa konuna með Halldór Birgisson bátsmaður á Sigli hefur verið á skipinu síð- astliðin tvö ár eða frá því að Siglir kom í eigu Siglfirðings hf. Halldór segir að áður hafi verið kvenfólk um borð og gefi konurnar körlunum ekkert eftir og séu sennilega mun betri í snyrtingunni. Hann segir það vera toppinn á sjómennskunni að fá að hafa konuna með sér um borð og rifjar upp langan og erfiðan túr I Smugunni í fyrra, sem tók 63 daga, og seg- ir að þá hefði munað um að geta haft konuna hjá sér. Því leggst mun betur í hann nú en áður að halda á Smuguveiðar. Ester Ingólfsdóttir kona Hall- dórs hefur aldrei áður verið til sjós, hún segist auðvitað ekkert vita út í hvað hún sé að fara, þetta er að vísu frystihúsvinna og henni er hún vön, en það verður unnið á sex tíma vöktum allan sólarhringinn. Enginn kvíði hefur gert vart við sig en óneitanlega er viss spenningur í gangi. „Eg býst við að ég verði sjóveik í byijun, en vona að ég sjóist á þeim fjórum sólarhring- um sem það tekur að sigla í Smuguna, og verði til í slaginn er veiðarnar hefjast." Ester og Halldór eiga eina dóttur, Ástu Björk fjögurra ára, og mun hún verða í pössun hjá frænku sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg SVÍNAKJÖTIÐ „mokast út“ og selst í tonnavis, að sögn kaup- manna. Var sérstaklega góð sala á hnökkum og bógum. Samþykkt ríkisstjórnarinnar Greiðslur vegna verkefna fráfar- andi forseta Mikil sala á svína- kjöti eftir verð- lækkun HAGKAUP auglýsti verðlækkun á svínakjöti af nýslátruðu í gær og segir Óskar Magnússon, forstjóri fyrirtækisins, að lækkunin nemi allt að 45%. Verslanir Nóatúns lækkuðu svínakjöt á þriðjudag um 25-40% og segir Júlíus Jónsson kaupmaður við- tökur hafa verið með ólíkindum góð- ar og tekur Óskar í sama streng. „Við riðum á vaðið og höfum selt jafnmikið af svínakjöti á þremur dögum og við seljum vanalega á fjór- um vikum, eða nálægt 25 tonnum. Núna koma aðrir í kjölfarið. Það er offramboð á markaðinum sökum mikillar framleiðslu og ég gæti trúað að um 1.000 dýr hefðu verið í boði á Suðurlandi," segir Júlíus. Óskar segir að kjötið hafi „mokast út“ og seljist í tonnavís. Einkum hafí verið góð sala á hnökkum og bógum og hafi þessir hlutar skepnunn- ar verið uppseldir um hádegi í gær. Hann gerði ráð fyrir að kjötið myndi klárast fyrir lokun verslunar í gærkvöldi, en um hádegi í dag á hann von á nýrri sendingu. „Sjálf- sagt nota einhverjir tækifærið og hamstra þegar verðið er svona hag- stætt, en nú er líka helsti tíminn fyrir grillkjöt, sem hefur mikil áhrif,“ segir hann. Óskar segir verðlækkunina stafa af hagstæðum samningum við svínabændur, sem hafi átt talsverð- ar kjötbirgðir og óttast frekari upp- söfnun og hafi því gripið til þess ráðs að bjóða verðlækkun á kjöti af nýslátruðu sem komi neytendum til góða. Júlíus segif verðlækkunina ekki vera til hagsbóta fyrir fram- leiðendur, afurðastöðvar og kaup- menn, þar sem verslanir hefji verð- stríð sín á milli, annað kjöt seljist lítið á meðan og hlé verði á sölu um tíma eftir tilboðsverð því fólk birgir sig upp. Menn vilji hins vegar leggja slíkt á sig til að laða að við- skiptavini. Aðrir lækka einnig Fleiri verslanir lækkuðu einnig verð á svínakjöti í gær. Þannig lækk- uðu verslanir 10/11 verð svínakjöts í gær um 40% og segir Herta Þor- steinsdóttir innkaupastjóri þá verð- lækkun hafa verið ákveðna á þriðju- dag í samræmi við aukið framboð frá svínabændum. í sumum tilfellum bjóði 10/11 ódýrara svínakjöt, en þess beri að gæta að verslanirnar bjóða ekki upp á sömu hluta af dýr- inu í öllum tilvikum. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti fyrir nokkru, að tillögu forsætisráðherra, að Vigdísi Finnbogadóttur, fráfar- andi forseta íslands, stæði til boða að fá árlega allt að eina milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjóm- arinnar til að standa straum af kostnaði, eftir að hún lætur af embætti, vegna ráðstefnuferða og fyrirlestra á fundum erlendis. Jafnframt var ákveðið að fráfar- andi forseta yrði látin í té aðstoð vegna tilfallandi verkefna og mun starfsfólk forsætisráðuneytisins sinna því eftir atvikum. Einnig var rætt um að veita Vigdísi skrifstofu- aðstöðu en að sögn Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu, er mjög ósennilegt að til þess komi. „Ríkisstjórnin ákvað að það skyldi vera til reiðu af ráðstöfun- arfé ríkisstjórnarinnar allt að ein milljón króna til þess að mæta kostnaði sem fyrrverandi forseti þyrfti að leggja í vegna ferðalaga á fundi eða ráðstefnur sem henni kynni að verða boðið á. Nú er það oft þannig að þeir sem bjóða til slíkra funda greiða kostnað að hluta eða öllu leyti en það er ekki alltaf þannig,“ sagði Olafur. Greiðsla kostnaðar vegna tiltekinna ferða Hann sagði að því hefði þótt eðlilegt að fyrrverandi forseti, sem hefði sinnt verkefnum á alþjóða- vettvangi í ríkum mæli og yrði áreiðanlega beðinn um að gera það áfram, gæti gengið út frá því að þessi aðstoð væri til reiðu ef á þyrfti að halda. Um yrði að ræða greiðslu kostnaðar vegna tiltekinna ferða, sem farið verður með á sama hátt og aðrar slíkar ferðir á vegum ríkisins, að sögn Ólafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.