Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5.JÚLÍ1996 19
ÚRVERINU
Veiðin mikil en
loðnan dreifðari
Mikil hvalagengd á miðunum veldur
sjómönnum nokkrum erfiðleikum
ÁGÆT loðnuveiði var á miðunum
í gær en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins virtist sem loðnan
væri dreifðari og skipin að taka
fleiri köst en áður til að fylla sig.
Eitt og eitt skip hitti þó á þéttar
torfur og fékk stór köst. Loðnusjó-
menn fá nú 5000 krónur fyrir loðnu-
tonnið víðast hvar á landinu.
Samkvæmt skýrslu Samtaka
fiskvinnslustöðva höfðu í gær borist
34.111 tonn af loðnu á land frá því
að vertíð hófst. Inn í það kann þó
að vanta einhveijar landanir í gær.
Upphafkvóti samkvæmt uppýsing-
um Fiskistofu er 737 þúsund tonn.
3.200 tonn til Eskifjarðar
Björn Kristinsson, verksmiðju-
stjóri loðnuverksmiðjunnar á Eski-
firði, segir ioðnuna ágætt hráefni á
meðan hún sé ný. „Við höfum hald-
ið skipunum í landi í sólarhring
eftir löndun og pössum upp á að
hafa aðeins tveggja daga vinnslu
framundan til að loðnan skemmist
ekki,“ segir Björn. Afkastageta
loðnubræðslunnar á Eskifirði er um
1000 tonn á sólarhring en nú eru
komin þar á land um 3200 tonn.
Björn segir heildar fitu- og þurrefn-
isnýtingu loðnunnar um 30%.
Norðmenn landa í Grindavík
Tvö norsk loðnuskip, Holmsjo og
Midoyviking, lönduðu í Grindavík í
gær, 550 tonnum hvor. Finnbogi
Alfreðsson, framkvæmdastjóri
Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík,
segir að Normönnum sé fijálst að
koma til Grindavíkur með loðnu því
engir ístendingar hafi sýnt áhuga
á því að koma þangað á vertíðinni.
Þar að auki komist ekki hvaða skip
sem er inn í Grindavíkurhöfn. „Það
er um 36 klukkustunda sigling
hingað af miðunum en um 45
klukkustunda sigling af miðunum
til Noregs þannig að þetta munar
ekki svo miklu fyrir þá. Þeir bara
fá ekki löndun í Noregi enda allt
yfirfullt og þeir vilja báðir koma
hingað aftur,“ segir Finnbogi.
Hvalurinri til vandræða
Loðnusjómenn hafa kvartað und-
an mikið af hval á miðunum enda
verður tjón oft mikið ef hvalir lok-
ast inn í nótinni. Á Hábergi GK
hafa tvo síðustu túra verið gerðar
tilraunir með hvalafælu sem gefur
frá sér hátíðnihljóð og styggir hval-
ina. Þorsteinn Símonarson, skip-
stjóri á Háberginu segir að ekki sé
komin nægileg reynsla á tækið til
að hægt sé að fullyrða um árangur.
„Tækið er fest á flotið og fer því
í sjóinn um leið og nótin. Eg próf-
aði að setja það í sjóinn um daginn
þó ég væri ekki að kasta en þá
voru tveir hvalir að leika sér við
skipið. Þeir syntu í burtu og greini-
legt að það var eitthvað sem styggði
þá, hvort sem það var tækið eða
bara skipið. Við bindum að minnsta
kosti miklar vonir við hvalafæluna
því það er gríðarlega mikið af hval
á miðunum og heilmikið mál ef
þeir lokast í nótunum," segir Þor-
steinn.
gaBBQaswa
' sas*
Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson
VÍKINGUR AK á loðnumiðunum og með fulla nót af loðnu á síðunni.
Opnumídag!
★ Ótrúlega verslun á Laugavegi 118 gengt Hlemmi
★ Allar vörur á sama verði, 189 kr.
★ Þúsundir vöruflokka, m.a. leikföng, verkfæri, ritföng, geisladiskar og
kassettur, gjafavörur, búsáhöld, hreinlætisvörur, silkiblóm, fatnaður,
skór, garðáhöld, snyrtivörur, sælgæti o.fl. o.fl.
★ HeildsöluHornið er á sama stað og selur gjafavörur, myndaramma,
leikföng o.fl. á heildsöluverði.
★ Opið alla virka daga frá kl. 10 -18.30, laugardaga kl. 10 -16.00.
Borgarkringlunni
og Laugavegi 118.
Fax 581 4124
EITT VERÐ A ÖLLUM VÖRUM