Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 13
FRÉTTIR
Ríkissaksóknari um tilmæli umboðsmanns Alþingis
Ovíst um útgáfu
áfrýjunarstefnu
Sigurður
Tómas
skipaður
dómari
•SIGURÐUR Tómas Magnús-
son, skrifstofustjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, hefur verið
skipaður dómari
við Héraðsdóm
Reykjavíkur.
Skipun hans tók
gildi þann l.júní
sl.
Sigurður Tóm-
as er fæddur á
Selfossi þann 15.
júní árið 1960,
sonur hjónanna
og garðyrkju-
bændanna Magnúsar Sigurðssonar
og Sigrúnar Tómasdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Laugarvatn með I. ein-
kunn og embættisprófi úr laga-
deild árið 1985, einnig með I. ein-
kunn. Áður en hann tók við starfi
skrifstofustjóra í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu í ársbyrjun 1995
starfaði hann m.a. sem fulltrúi hjá
yfirborgardómaranum í Reykjavík,
á lögmannsstofu, var aðstoðar-
maður hæstaréttardómara og sett-
ur héraðsdómari í Reykjavík. Þá
hefur Sigurður Tómas kennt við
Tækniskólann og lagadeild HÍ.
Eiginkona Sigurðar Tómasar er
Huld Konráðsdóttir og eru dætur
þeirra Sigrún Hlín, 8 ára og Mar-
grét Sif, 2 ára.
Alls sautján umsóknir
Auk Sigurðar Tómasar sóttu
sextán um embættið, þau Amfríð-
ur Einarsdóttir, fulltrúi hjá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, Bendikt
Bogason, aðstoðarmaður hæsta-
réttardómara, Bjarni Stefánsson,
yfirlögfræðingurhjálögreglu- -
stjóraembættinu í Reykjavík,
Greta Baldursdóttir, settur hér-
aðsdómari við Héraðsdóm Reykja-
víkur, Halla Bachmann Ólafs-
dóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur, Hervör L. Þorvalds-
dóttir, héraðsdómari við Héraðs-
dóm Vesturlands, Ingi Tryggva-
son, fulltrúi hjá Héraðsdómi Vest-
urlands, Ingveldur Þ. Einarsdótt-
ir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykja-
víkur, Jón Finnbjörnsson, fulltrúi
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, Jón-
as Jóhannsson, héraðsdómari við
Héraðsdóm Vestfjarða, Júlíus B.
Georgsson, fulltrúi hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur, Ragnheiður
Bragadóttir, fulltrúi hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur, Sigrún Guð-
munsdóttir, hæstaréttarlögmaður
við embætti ríkislögmanns, Sigur-
jóna Símonardóttir, fulltrúi hjá
Héraðsdómi Reykjavíkur, Símon
Sigvaldason, deildarsérfræðingur
í dóms- og kirkjumálaráðuneyti og
Þorgerður Erlendsdóttir, fulltrúi
hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Langur
laugar-
dagurá
morgun
LANGUR laugardagur verður
haldinn á morgun 6. júlí við
Laugaveg.
Kaupmenn verða með tilboð
á vörum sínum auk þess sem
verslanir verða opnar til kl. 17.
Ókeypis verður í bílastæðis-
húsin.
HALLVARÐUR Einvarðsson, ríkis-
saksóknari, segir óvíst hvort emb-
ætti ríkissaksóknara verði við þeim
tilmælum umboðsmanns Alþingis
að gefa út áfrýjunarstefnu í máli,
þar sem áfrýjunarfrestur var liðinn.
Hallvarður kveðst telja að málinu
yrði þegar vísað frá dómi af þeirri
ástæðu að frestur var liðinn.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær eru málsatvik þau, að
dómþola var birtur dómur þann 16.
janúar sl. og hófst þá fjögurra vikna
áfrýjunarfrestur, sem rann út 13.
febrúar. í leiðbeiningum, sem dóm-
þola voru veittar fyrir hönd ákæru-
valdsins, var frestur hins vegar til-
tekinn 15. febrúar og á þeim degi
áfrýjaði dómþoli dóminum. Embætti
ríkissaksóknara synjaði dómþola
hins vegar um útgáfu áfrýjunar-
stefnu.
„Það er allsendis óvíst að embætti
ríkissaksóknara gefi út áfrýjunar-
stefnu og raunar á ég ekki von á
að svo verði,“ sagði Hallvarður Ein-
varðsson í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Eins og kom fram í umsögn-
um mínum til aðila þessa máls og
þar á nieðal í umsögn til umboðs-
manns, þá er komið fram yfir tiltek-
inn frest. Ef á reyndi myndi málinu
verða vísað frá dómi. Þetta mál hef-
ur hins vegar ekki verið afgreitt
formlega og því ekki ástæða til að
hafa fleiri orð um það.“
Reglur um leiðbeiningar
Umboðsmaður sagði í áliti sínu
nauðsynlegt að reglur um áfrýjun-
arrétt væru skýrar. „Ég tel þessar
reglur skýrar, en sjálfsagt má alltaf
standa betur að leiðbeiningum þar
um. Mér er kunnugt um að dóms-
málaráðuneytið vinnur að því að
setja nánari ákvæði um hvernig lög-
reglustjórar, sýslumenn og lög-
reglumenn annast leiðbeiningar um
áfrýjunarrétt," sagði Hallvarður
Einvarðsson ríkissaksóknari.
Verðbréfasjóðir Landsbréfa
íslandsmeistari
í ávöxtun
Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelli 1991-1995
Allir innlendir sjóðir
Raunávöxtun
á ársgrundvelli
Nr. Sjóður Fyrirtæki 1991-1995
1. Þingbréf Landsbréf 10,35%
2. Launabréf* Landsbréf 7,88%
1—1 Sýslubréf Landsbréf 7,80%
4/;£j Öndvegisbréf Landsbréf 7,77%
5. Sjóður 2 VÍB 7,59%
6. Fjórðungsbréf Landsbréf T, 45%
7. Sjóður 5 VÍB 7,12%
8. íslandsbréf pBMB llLandsbréf 6,84%
9. Skammtímabréf Kaupþing 6,10%
10. Reiðubréf R' Landsbréf '■ .85,72%
11.-12. Einingabréf 1 Kaupþing 5,53%
11.-12. Sjóður 1 VÍB 5,53%
13. * - 4 ir Sjóður 6 VÍB 3,76%
Árin 1991 - 1995 gáfú sjóðir Landsbréfa
hæstu raunávöxtun allra innlendra
verðbréfasjóða.
Hringdu eða komdu og fáðu nánari upplýsingar
hjá ráðgjöfum Landsbréfa eða umboðsmönnum
í Landsbanka Islands um allt land.
Eigendur spariskírteina ríkissjóðs sem eru
til innlausnar 1. og 10. júlí:
Tryggið ykkur bestu kjörin tímanlega!
. LANDSBRÉF HF.
fn. - ivhx.
Löggilt verðbrófafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi í
Ábcnding frá Landsbréfum: Athugið að munur á kaup- og sölugcngi sainbærilcgra vcrðbréfasjóóa gctur vcrið mismikill.
Yfirlitinu er einungis ætlað að sýna samanburö á sögulcgri ávöxtun verðbréfásjóða og á ckki að skoða scm vísbcndingu um ávöxtun í ffamtíðinni.
SU0URLANDS8RAUT
8 REYKJAV K . S Ml 588 92
Signrður