Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRÉTTIR Einn notaði íslenska tónlist STJÓRN Félags tónskálda og texta- höfunda hefur í yfirlýsingu hefur bent á að aðeins einn frambjóðandi, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi notað íslenska tónlist í útvarps- og sjón- varpsauglýsingum til stuðnings framboði sínu. „Það hlýtur að teljast eðlilegt og sjálfsagt, þegar höfða á til íslensku þjóðarinnar að íslensk menning sé í hávegum höfð. Allt of oft er íslensk tónlist sniðgengin einmitt á þessu sviði og fyrirtæki sem leggja áherslu á íslenska framleiðslu auglýsa með erlendum undirtóni. Einnig þykir stjórn FTT rétt að benda á að í beinni útsendingu Sjón- varpsins og Stöðvar 2 á kosninga- nóttina hefði óneitanlega verið smekklegra að eingöngu væri flutt tónlistarefni á íslensku," segir í ábendingu frá stjórninni. FASTEIGNASAIA Fjarðargata 17 SfMI B66-2790 FAX 606 0790 Fjaröargata17 Síml 565-2790 Fax5650790 netfang V^lngvarg@centrum.i8y Brunnstígur Faiiegt endurnýjað 116 fm ein- býli, kjallari, hæð og ris. Húsið er allt endurnýjað utanseminnan.Rólegog góð staðsetning. Verð 9,4 millj.836. Bandarískur fornleifafræðingur við rannsóknir í Borgarfirði Rannsakar jámvinnslu á miðöldum Morgunblaðið/Bernhard ELISABETH Hamilton, málmfræðingur frá Pennsylvaniuhá- skóla, Kevin Smith fornleifafræðingur og Rachel Scott, nemi við Pennsylvaniuháskóla, við fornleifauppgröftinn að Hálsi í Borgarfirði. BANDARÍSKI fornleifafræðing- urinn Kevin Smith hefur í sumar unnið að rannsóknum á leifum um járnvinnslu við rústir miðalda- býlisins að Hálsi í Hálsasveit í Borgarfirði. Með honum í för eru nokkrir erlendir fræðimenn, m.a. málmfræðingur og fijókorna- fræðingur. Kevin Smith er aðstoðarfor- stöðumaður Vísindasafnsins í Buffalo í Bandaríkjunum. Hann kom fyrst til íslands árið 1985 til að vinna að doktorsritgerð um líf íslenskra smábænda á Sturlunga- öld og hefur síðan verið í sam- starfi við Þjóðminjasafn íslands. Árið 1987 hóf Þjóðminjasafnið fornleifarannsóknir að Reykholti í Borgarfirði og þá vaknaði áhugi á að kanna svæðið umhverfis bæ Snorra Sturlusonar í Reykholti. Nokkrar bæjarrústir fundust sem máldagi Stóraáskirkju staðfesti að hefðu verið í byggð árið 1258 og þeirra á meðal voru rústirnar að Hálsi í Kollslækjarlandi, en Kevin hóf rannsóknir þar árið 1988. Vel varðveittar minjar Að Hálsi mátti finna rústir fjög- urra húsa ofanjarðar, en megin- rústin reyndist vera mjög vel varð- veitt býli frá miðöldum, að sögn Kevins. „Rétt undir veggjum elsta hússins er að finna öskulag sem er að öllum líkindum hið svokall- aða Landnámslag, sem féll um 900. Elsti bærinn er dæmigerður víkingaaldarskáli sem virðist hafa verið rifínn niður í kringum árið 1000 og ofan á hann hefur yerið byggt nokkuð stórt býli. Ýmis ummerki eru um breytingar og bætur á býlinu og leifar finnast t.d. um eldstæði og hlöðu. í lok 13. aldar hefur býlið svo verið yfirgefið. Hér gefst þvf gott tæki- færi til að kanna landnotkun á afmörkuðu svæði í tímans rás. Við höfum ummerki um uppbygg- ingu bæjarins, niðurníðslu hans og loks hrun,“ segir Kevin. Framleiðsla hófst snemma „Við kortlögðum svæðið árið 1989 og tókum sýni með kjarna- bor með tíu metra millibili á öllu bæjartúninu. í suðausturhorni túnsins fannst mikið magn af við- arkolum og gjalli, sem bendir til þess að töluverð járnframleiðsla hafi átt sér stað. Áugljóst var að þarna hefði verið smiðja. Ég sendi sýni af viðarkolum til geislakols- greiningar, og niðurstaðan kom mér mjög á óvart, en hún benti til þess að þau væru frá árinu 881, þ.e.a.s. frá upphafi land- námsaldar. Þegar við rannsökuð- um veggi elstu rústanna kom í ljós að undir þeim mátti einnig finna viðarkol og gjall, sem bend- ir til þess að járnvinnsla hafi haf- ist þar mjög snemma. Nú í sumar höfum við reynt að kanna umfang járnvinnslunn- ar. Samanborið við minjar um járnframleiðslu á miðöldum í Nor- egi hefur verið hér um talsverða framleiðslu að ræða. Svæðið þar sem járnvinnslan hefur átt sér stað er stærra en önnur þekkt járnvinnslusvæði á íslandi, þó auðvitað hafi ekki verið um að ræða neinar stóriðjuframkvæmd- ir. Við erum að reyna að komast að því hversu mikið magn af járni var framleitt hér og á hve löngum tíma. Það er auðvitað mikill mun- ur á því hvort framleidd eru t.d. 600 kg af járni á einu ári, sem myndi benda til sölu eða vöru- skipta við næstu bæi, eða 600 kg á 100 árum, sem hefði eingöngu verið framleiðsla til einkanota. Við erum að reyna að átta okkur á því hvaða hlutverki framleiðslan gegndi í hagkerfi og stjórnskipun þjóðveldisaldar." Mikil áhrif á umhverfið Kevin segist hafa mikinn áhuga á að kanna áhrif járnvinnslunar á umhverfið. „Ef járnvinnsla hófst strax við upphaf byggðar á Hálsi, hefur þurft að brenna mestan hluta tijágróðurs á svæðinu og grafa upp mýrlendið í nágrenninu. Þannig hafa orðið miklar breyt- ingar á landkostum, sem hafa haft áhrif á afkomu þeirra sem byggðu þarna býli. Sú staðreynd að býlið hefur sennilega lagst í eyði fyrir 1300 kann að stafa af ofnýtingu landsins í upphafi. En fornleifafræðin er seinvirk vís- indagrein, svo það tæki mörg ár að komast að því hvort sú var raunin." Kevin bendir á að í Heiðarvíga- sögu, sem væntanlega er rituð á 13. öld, sé sagt frá því að menn í vígahug hafi falið sig í skógi til að njósna um óvini sína. Höf- undurinn sá ástæðu til að fræða lesendur um að þar hefði virki- lega verið gróður þegar sagan átti að gerast, um aldamótin 1000, en sögusvið þessa atburðar er í sjónfæri frá Hálsi. Kevin segir að ástæðu skógareyðingar- innar megi eflaust rekja til járn- vinnslunnar, sem krafðist þess að mörg tré væru felld og virðist hafa verið nokkuð útbreidd á þessu svæði. Hópurinn vinnur nú að því að fjarlægja síðari tíma moldarlög af svæðinu þar sem járnvinnslan átti sér stað fyrir um 1000 árum og áformað er að rannsaka hvort leifar járnvinnslu finnist einnig á öðrum bæjum í nágrenninu. Kevin segir að skipulagðar rannsóknir og uppgröftur á járvinnslusvæð- um og á áhrifum járnframleiðslu á umhverfið hafi ekki áður farið fram á íslandi. Talið er að járn- framleiðsla hafi liðið undir lok hér á landi um 1450 til 1500. Kevin segir þó að á sveitabæjum víðs- vegar um landið kunni fólk sögur af tilraunum til járnvinnslu á síð- ari tímum. Til sölu eru neðangreindar fasteignir: Hótel Til sölu er Hótel Hvolsvöllur. Hótelið er miðsvæðis á Suður landi í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Makaskipti koma til greina. Sumarhús Til sölu er sumarhús á Bjarkarborgum í Grímsneshreppi. Húsið er 45 fm með 20 fm svefnlofti og 60 fm verönd. 3 svefnher- bergi. Eignarlóð. Kalt vatn, rafmagn og hitaveita. Bújarðir Til sölu eru bújarðirnar Núpar I og II í Ölfushreppi. Jarðirnar eru staðsettar rétt hjá Hveragerði um 45 km frá Reykjavik. Meginhluti lands jarðanna er óskipt en ræktað land er skipt. Bústofn og tæki geta fylgt ásamt 82.453 lítra mjólkurkvóta. Jarðhitaréttindi fylgja. Makaskipti koma til greina. Allar nánari upplýsingar veita Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 482-2988. Unnið að sameiningu sveitarfélaga í Vestur- Húnavatnssýslu Hópur áhugafólks hratt málinu af stað SEX af þeim sjö sveitarfélögum sem mynda Vestur-Húnavatnssýslu hafa tilnefnt fulltrúa í sameiningarnefnd sem þegar hefur tekið til starfa. Hópur áhugamanna í sýslunni kom sameiningarferlinu af stað. I stóru sameiningartilrauninni árið 1993 var kosið um sameiningu allra hreppa sýslunnar og var tillag- an felld af íbúum allra sveitarfélag- anna. Tveir hreppsnefndarmenn frá Hvammstanga og áhugamenn um sameiningu sveitarfélaganna, Þor- valdur Böðvarsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson, kölluðu saman hóp áhugamanna af öllu svæðinu í vetur, bæði sveitarstjórnarmenn og almenna borgara. Á vegum þessa hóps fór fram ákveðin undirbún- ingsvinna og á fundi með fulltrúum allra sveitarfélaganna vgr ákveðið að óska formlega eftir tilnefningu þeirra á fulltrúum í sameiningar- nefnd. Sex hreppar taka þátt Sex hreppsnefndir taka nú þátt Hreppsnefnd Ytri-Torfustaða- hrepps er ekki þátttakandi í þessari vinnu en sú sjöunda, hreppsnefnd Ytri-Torfustaðahrepps þar sem Laugarbakki er aðalbyggð- arkjarninn, hafnaði þvi að vera með. Sameiningarnefndin hefur komið saman og er verið að und- irbúa næstu skref, að sögn Þorvald- ar Böðvarssonar sem á sæti í nefnd- inni. Þorvaldur er bjartsýnn á að af sameiningu flestra eða allra sveitarfélaganna verði. Segir að þetta sé nánast óumflýjanleg að- gerð. Telur hann að ef á annað borð verði af þessu nú ætti það að takast fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar eftir tvö ár en tekur fram að ekki séu allir á einu máli um það hversu hratt skuli fara í málið. „Við náðum að draga hrepps- nefndirnar aðeins af stað,“ segir Þorvaldur. Hann er sannfærður um kosti sameiningar. Telur að það sé grundvöllur þess að hægt verði að stöðva fólksfækkun í sýslunni. Bendir hann á erfiðleika þess að taka á málum í stjórnkerfi sem byggist upp á sjö hreppsnefndum sem hafi samvinnu í héraðsnefnd og ótal byggðasamlögum um ýmis verkefni. „Sveitarfélögin eru öll svo veik að þau geta ekki tekið á nein- um málum," segir Þorvaldur. Til viðbótar bendir hann á að samein- að sveitarfélag ætti rétt á 18,5 milljóna króna hærra framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár, en núverandi sveitarfélög til sam- ans. Rétt innan við 1.400 íbúar eru nú í Vestur-Húnavatnssýslu, þar af nærri því helmingur á Hvamms- tanga. Ef sex hreppar sameinuðust yrði Ytri-Torfustaðahreppur eins og eyja inni í nýja sveitarfélaginu. % i « 4 I 4 \4 4 4 4 í \ < ! \ ( i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.