Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Maður - nú er það heitt!" Hveragerði. Morgunblaðið. í TILEFNI af hálfrar aldar afmæli Hveragerðisbæjar hefur Leikfélag Hveragerðis sett upp revíu sem fjallar á léttu nótunum um bæjarlífið í Hveragerði árið 1947. Revían sem ber heitið „Maður - nú er það heitt!" er eftir Guðrúnu Ásmunds- dóttur leikkonu, en alla söng- texta samdi Anna Jórunn Stefánsdóttir. Alls taka tólf leikararl>átt í sýningunni sem einkennist af gríni og glensi. Hluti revíunnar verður settur upp á hátíðarkvöldi á Hótel Örk, laugardaginn 6. júlí, en þann dag verður aðal- hátíðin vegna 50 ára afmælis Hveragerðisbæjar. Sýningin verður síðan sýnd í fullri lengd í haust. Það er ekki einungis bæjarfélagið sem verður 50 ára nú, því Leikfélag Hvera- gerðis hefur verið starfandi í bænum síðan 1947 og fagn- ar því sömu tímamótum næsta ár. Sýningum að ljúka í Ný- listasafninu SÝNINGUM á verkum Mar- ianne Uutinen og Arnfinns R. Einarssonar í Nýlistasafn- inu lýkur á sunnudag, enn- fremur sýningu Gé Karel van der Sternen og Ingrid Dekker í setustofu safnsins. Finnska listakonan er hér í boði Nýlistasafnsins. Hún er ein af sérstæðustu lista- mönnum Finna af yngri kyn- slóðinni. Málverk, hljóð og Ijósmyndir er framlag hennar í efri sölum safnsins. Arnfmnur sýnir í neðri söl- um safnsins. Þetta er hans fyrsta einkasýning og vinnur hann með samband rýmis og hljóðs og hreyfingar í neðri sölunum. Gestir safnsins í setustofu eru hollensku listamennirnir Ingrid Dekker og Gé Karel van der Sterren. Þau sýna tví- og þrívíð verk unniri í olíu og blandaða tækni. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18. Katrín El- varsdóttir sýnir í Boston KATRÍN Elvarsdóttir ljós- myndari hélt sýningu á tísku- ljósmyndum sínum í Boston í Bandaríkjunum í maí. Á sýning- unni voru bæði svart/hvítar myndir og lit- myndir, allar unnar á þessu ári. Þetta var þriðja einka- sýning Katr- ínar í Banda- ríkjunum, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum í New York, Boston og Flórída. Katrín undirbýr nú sýn- ingu, sem verður í Gallerí Ófeigi á Skólavörðustíg í ág- úst. Þar hyggst hún sýna svart/hvítar collage-myndir og Polaroid-þrykk. Katrín Elvarsdóttir. SKRUGGURNAR ásamt Helgu Erlendsdóttur sýna leirverk, málverk og pastelmyndir á Hornafirði Skruggurnar sýna áHornafirði „SKRUGGURNAR" ásamtHelgu Erlendsdóttur opna sýningu á Hornafirði í dag föstudag kl. 14. „Skruggurnar" þær Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Guðbjörg Há- konardóttir, Guðný Hafsteinsdótt- ir og Guðrún B. Elíasdóttir reka saman vinnustofur og gallerí í Hamraborg í Kópavogi. Sýningin ber yfirskriftina „Lúra undir jökli". Sýnd verða leirverk, málverk og pastelmyndir. Minningarsjóður Jean Pierre Jacquillat Ingibjörg Guðjóns- dóttir hlýtur styrk UTHLUTAÐ hefur verið árlegum styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat fyrr- verandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands. Alls bárust 32 umsóknir. Styrkinn sem nemur kr. 500 þúsund hlaut að þessu sinni Ingibjörg Guð- jónsdóttir sópran. Ingi- björg mun halda tón- leika á íslandi í haust og mun hún þá veita styrknum viðtöku. Ingibjörg hóf söng- nám við Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan burtfararprófí. Aðalkennari hennar þar var Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Nítján ára gömul sigraði hún í Söngkeppni sjón- varpsins og vann sér þannig rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales. Framhaldsnám stundaði Ingi- björg í Bandaríkjunum og lauk B.M. prófi í söng frá Indiana Uni- versity í Bloomington. Þar naut hún leiðsagnar Virginiu Zeani og Pr. Roy Samuelson. Nú síðastliðin ár hefur hún notið leiðsagnar hinn- Ingibjörg Guðfjónsdóttir ar heimsfrægu söng- konu Eleanu Cotru- bas. Vorið 1992 söng hún hlutverk Mimiar í uppfærslu Ópéru- smiðjunnar á La Bo- heme í Borgarleikhús- inu. Það sama ár söng hún sópranhlutverkið í Carmina Burana. Ingibjörg hefur komist m.a. í úrslit í Tónvak- anum, Tónlistarverð- launum RÚV, og al- þjóðlegri söngkeppni í Bretlandi, Leslie and Dorothy Blond Award. Ingibjörg hefur einnig verið fulltrúi íslands á tón- listarhátíðum erlendis m.a. Tónlist- arhátíð ungra norrænna einleikara og einsöngvara, í Stokkhólmi „Scandinavian Festival of Music" í Danmörku og á hinni virtu tónlist- arhátíð „Budapest Spring Festival" í Ungverjalandi. Ingibjörg hefur komið fram sem einsöngvari við hin ýmsu tækifæri hér á landC sem og erlendis. Þá hefur hún einnig haldið fjölda tón- leika víða um land og sungið í útvarpi og sjónvarpi. „Ljós í norðri" MYNPLIST Listasafn Kópavogs VATNSLITAMYNDIR Liisa Chaudhuri. Opið alla daga frá 13-18 Lokað mánudaga. Til 7 júlí. Aðgangur 200 kr. LIISA CHAUDHURI, er sænsk myndlistarkona af finnskum upp- runa sem lifir og starfar í hafnar- borginni Norrköpping við ósa Motal- ár í Austurgotlandi, suðvestur af Stokkhólmi, sem mun fjórða stærsta borg Svíþjóðar. Chaudhuri 'hefur haldið ýmsar sérsýningar og þá aðallega í heimaborg sinni, en einn- ig í Stokkhólmi og Gautaborg, auk þess sem hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Nokkur hér- aðssöfn eiga verk eftir listakonuna, og hún hefur hlotið ýmsa styrki og verðlaun. Aðallega virðist Chaudhuri vinna í vatnslitum sé tekið mið af sýningu hennar í Listasafni Kópavogs, og þeim 32 myndum sem fylla einn sal safnsins. Úm er að ræða náttúru- stemmningar ýmiss konar sem lista- konan vinnur á ferðalögum sínum og eru hér mun frekar augnabliks- áhrif á ferð, en að hún liggi. yfir hverri mynd. Chaudhuri virðist gera víðreist til að fínna myndefni og auk þess sem hún málar á sínum heima- slóðum hefur hún leitað til Norður- Finnlands, Noregs og íslands. Þann- ig eru á sýningunni myndir frá Kautokeino, Finnmörku, Snæfells- nesi og Eyjafirði auk margra ann- arra staða á þessum slóðum. Af öllu að dæma virðist Chaud- huri uppnumin af Ijósbrigðum norð- lægra slóða, sem greinilega sér stað í meðhöndlun hennar á litunum svo og sjálfu vinnsluferlinu. Það á svo við skapgerð listakonunnar að vera þar sem veðra- og ljósbrigðin eru tíð og leitast við að fanga þau jafn- harðan og umsvifalaust, miðla um- Kór Missouri- háskólans í St. Louis í Nes- • i • kirkju KÓR Missouri-háskólans heldur tónleika í Neskirkju sunnudags- kvöldið 7. júlí kl. 20. Kórinn hefur verið á söngferðalagi um Norður- lönd undanfarið og er efnisskráin fjölbreytt. Dagskráin spannar tón- list frá sautjándu öld til okkar daga og er gospel-tónlist áberandi. Lög úr Óperudraugnum verða flutt og nokkur lög eftir stjómanda kórsins, Robert Ray. í kórnum eru eingöngu nemend- ur háskólans. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. „Hin dökkbrýnda gleði" TONIJST Listasafn Sigurjðns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Norcdica fluttí tónverk eftír Haydn, Þórð Magnússon og Brahms. FYRSTU þriðjudagstónleikarnir á þessu sumri, í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar, hófust á píanótríói í g-moll, nr 19, eftir Joseph Haydn, er hann samdi líklega í nóvember 1794. Píanótríóin nefndi hann són- ötur og skipaði gjarnan saman tveimur og þremur slíkum verkum og er nr. 19 sú í miðið af þremur. Flest tríóin voru ekki gefin út fyrr en 1970 af Haydn stofnuninni í Köln. Hlutverk píanósins er ráð- andi í flestum þessum verkum og var fiutningur Monu Sandström mjög góður, þó bæði Auður Haf- steinsdðttir og Bryndís Halla Gylfa- dóttir fyndu eitt og annað til að leika sér að, sérstaklega í hæga þættinum, Adagio ma non troppo, sem er tónlist af þeirri gerðinni er Beethoven lærði mikið af. Frumflutt var píanótríó éftir ung- an tónsmið, Þórð Magnússon (1973) og fer hann vel af stað með þessu verki. Tónmál verksins er lagrænt og telft saman sterkum andstæðum í styrk. Formið er eins konar ABA, þar sem horfið er aftur til kraftmik- ils upphafs verksins og var það í heild vel flutt. Það sem m.a. ein- kennir leik þeirra í Tríó Nordica, er eins konar hömluleysi, agað þó og stefna þær sér oft fram á ögur- brún tifínninganna í leik sínum, eins og heyra mátti í ágætu verki Þórð- ar, sérstaklega í samspili sellósins og píanósins í upphafsstefi verksins og einnig í miðhlutanum, þegar þrástefjaður smáþáttur var nærri þeim mörkum að vera óþægilega hamrandi. Niðurlag verksins var helst til of langt, en samt sannfær- andi sem niðurlag. Píanótríó nr.2, eftir Brahms er' glæsileg tónlist og t.d. í öðrum þætti verksins, Andante con moto, var leikurinn aldeilis frábær. Þarna birtist hinn brúnaþungi Brahms og hefur þessum stórbotna þætti verið líkt við eintal sálarinnar, þar sem Brahms spyr spurninga en svarar þeim svo sjálfur. Schersóið var við hraðari mörkin og leggja hefði mátt meiri áherslu á glaðleikann í síðasta þættinum, þó Brahms sé annars aldrei virkilega glaður og gleði hans oftast „dökkbrýnd". Eins og fyrr segir, er mikil vogun í leik Tríós Nordica, er gerir hann áhrifa- mikinn og á stundum stóran og vilja þá hin fínlegri blæbrigðin oft vera helst til falin. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell LIISA Chaudhuri. „Stakt eldfjall" búðalaust skyndihrifum þess sem er í beinu sjónmáli. Slík vinnubrögð verða yfirleitt mjög laus og vilja virka tilviljunarkennd við fyrstu kynningu, hvað sem seinna gerist, og er hér ekki um neina undantekn- ingu að ræða. Og samt geta þau verið styrkur listakonunnar Liisu Chaudhuri eins og þrjár myndir undirstrika: „Stakt eldfjall" (18), „Við rætur Snæfellsjökuls" (20) og „Grænar hlíðar Íslands" (32), sem allar eru tærar og ferskar. Var rýn-- irinn búinn að merkja sérstaklega við þær áður en hann uppgötvaði að allar voru frá íslandi (!), sem má vera til marks um að eitthvað hafi litir form og ljósbrigði hreyft við honum. Það var þó sjálf lifandi útfærslan sem honum þótti veigur þeirra ásamt mettuðum og sannfær- andi formrænum hrynjandi. Sýningarskráin er í formi nokk- urra heftra einblöðunga, sem telst nokkuð slakt á listasafni, og umbún- aður sýningarinnar er sömuleiðis full hrár. Bragi Ásgeirsson Leiðrétting frá Lista- hátíð LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hef- ur beðið Morgunblaðið að birta niðurlag greinar Valdemars Pálssonar um Eroicu-sinfó- níuna er birtist í efnisskrá tón- leika Þýsku sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Berlín á Listahá- tíð 29. júní sl. Meinlegar villur slæddust inn í setningu og bið- ur Listahátíð höfundinn vel- virðingar á því. „Eroica-sinfónían op. 55 markar bæði tímamót í tónlist- arsögunni og ferli Beethovens. í henni má segja að felist eins konar uppgjör við klassíska tímann og að brautin til fram- tíðarinnar sé rudd. Hún er bæði lengri og viðameiri en fyrri verk þessarar tegundar og dramatísk tjáning hennar á sér varla nokkurn líka í tón- listarsögunni. Fyrsti kafi (Allegro con brio) er mikill að vöxtum og þrunginn geysimikilli spennu. Annar kafli (Marcia funebre. Adagio assai) er harmþrunginn sorgarmars og magnaður í einfaldleik sínum. Þriðji kafli (Scherzo. Alle- gro vivace) er kraftmikill frek- ar en glettinn og hefur yfir sér óhugnanlegt yfirbragð, þrátt fyrir glaðlegt tríó í kafl- anum miðjum Fjórði kafi (Finale. Allegro molto) er glæsilegur tilbrigða- kafli sem byggir að verulegu leyti á Kontradansi nr. 7 WoO 14. Þessi dans var einnig not- aður í Píanótilbrigðunum op. 35 og er aðalstef lokakaflans í ballett Beethovens: Die Gesc- höpfe des Promotheus op. 43."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.