Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 41
BREF TIL BLAÐSIIMS
Bindíndí borgar sig
Frá Árna Helgasyni:
ÉG VARÐ undrandi þegar einn
af þrautreyndum menntamönnum
landsins, Tryggvi Gíslason á Akur-
eyri, kvað upp um það á skólaslit-
um í vor, að
hann teldi nauð-
syn bera til þess
að lækka áfeng-
iskaupaaldur
ungs fólks um
tvö ár eða í 18
ár eins og það
var orðað. Ég
hélt sannast að
segja að þetta
væri ekki rétt
hermt eftir, eða hvort svo væri
komið fyrir þessum ágæta skóla
að hann gæti ekki þrifist nema
að nemendur hans ættu kost á að
kaupa áfengi. Eða er virkilega svo
komið fyrir skólanum að hann telji
það kost að áfengi sé þar um hönd
haft, í stað þess að efla þar bind-
indi eins og ég hefi alltaf heyrt
að hann gerði. Ég held nefnilega
að það hafi ekki farið fram hjá
skólameistara að öll rýmkun
áfengisveitinga hefði það aðeins
sér til góða að ölvun aukist og í
kjölfarið siðspilling sem ekki hefir
enn verið ráðið við. Það er alltaf
verið að tala um auknar forvarnir,
en hvað er meint með því. Er ver-
ið að gefa í skyn að það skipti
engu máli hvað drykkju áhrærir,
menn geti alltaf farið í meðferð?
Eða að það skipti engu máli þótt
aldurstakmark áfengiskaupa sé
fært niður, muni það engu breyta,
menn geti alltaf fengið meðferð
til að ná sér upp úr þesu eins og
sagt er? En segir ekki einhvers-
staðar að á skuli að ósi stemma
og er ekki komið að því sem ég
hefi alltaf sagt að eina forvörnin
sem dugar sé að koma aldrei nærri
áfengi eða vímuefnum og það þurfi
að leggja áherslu á í ailri forvörn.
Og eins ef þessi boðskapur um
lækkun áfengiskaupaaldurs verð-
ur ofaná, kemur ekki strax krafan
um að færa enn niður um eitt ár
því 17 ára er unglingum trúað
fyrir bifreiðastjórn, og þó að alltaf
sé klifað á því að akstur og áfengi
fari ekki saman hljóta sömu
„mannréttindi“ að verða uppi á
teningnum þegar unglingum er
trúað fyrir akstri bifreiða, sem
er mikið spor á braut mannlegs
lífs, hvers vegna á þá ekki að
trúa þeim fyrir meðferð áfengis?
Og kemur sú krafa ekki frá
ábyrgri menntastofnun eins og
hin fyrri?
Ég hefi alltaf treyst skynsömum
forystumönnum menntamála í
uppbyggingu nemenda til að brýna
þá til reglusemi og bindindis. Og
á uppgangstímum Reglunnar voru
þeir í forystu á sviði bindindismála
og töldu það beinlínis skyldu sína
að standa á varðbergi í þeim mál-
um. En því miður fer þessu hrak-
andi ár frá ári, enda sjást þess
strax merki. Jafnvel gróinn menn-
ingarbær eins og Stykkishólmur,
kemst ekki hjá því að hafa þijá
löggæslumenn á ferli hér í bæ
eftir opnun áfengisútsölu hér og
mun sjálfsagt þörf viðauka þegar
áfengiskaupaaldurinn verður
færður niður. En þessu vilja
áfengisunnendur ekki kyngja þótt
þeir viti hið sanna. En þeim fjölg-
ar óðum sem í hjarta sínu mæla
þessum áfengisstraumi bót, því
miður. Enda sýnir þjóðfélagið okk-
ur í dag árangur iðju þeirra. SÁÁ
hefir ekki við að „afvatna" fólkið
sem lendir í straumnum og biðrað-
ir eru þar nú. Og allar þessar
stofnanir kosta ríkissjóð óhemju
peninga, og svo er „gróðinn af
áfengissölu alltaf rómaður þannig
að ríkið hafi ekki efni á að missa
tekjurnar.
Manngildið er lítið metið þegar
slíkur hugsunárháttur er viðhafð-
ur. Sárin og tárin eftir áfengi og
fíkniefni verða aldrei reiknuð út.
Góðtemplarareglan hefir jafnan
staðið á verði um þessi mál og
lagt sinn skerf til leiðsögu. En nú
seinustu árin hefir lítið verið hlýtt
á boðskap hennar og þegar nú
sígur á erfiðleikana, minni ég á
að betra er heilt en vel gróið.
Munum það og ennþá er í fullu
gildi að bindindi borgar sig. Það
mun sannast.
ÁRNIHELGASON,
Stykkishólmi.
Árni Helgason.
W*ÆLE>AU(3L YSINGAR
Frá Grunnskólanum
að Hólum í Hjaltadal
Kennara vantar næsta skólaár.
Kennslugreinar: íþróttir, tungumál og eðlis-
og efnafræði.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Sigfríður L.
Angantýsdóttir, í síma 453 6601 eða formað-
ur skólanefndar, Ingibjörg Kolka, í síma
453 6582.
Skólaskrifstofa Suðurlands
Lausar stöður
Staða sálfræðings og staða almenns kennslu-
ráðgjafa er auglýst laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur til 15. júlí nk.
Starfssvið sálfræðings: Að annast sálfræði-
lega ráðgjöf í skólastarfi í samræmi við
43. gr. laga nr. 66/1995. Auk þess önnur
störf skv. starfslýsingu og starfskipulagi
Skólaskrifstofu Suðurlands.
Menntun: Sálfræðingur með löggildingu til
þess að starfa sem slíkur á íslandi.
Starfssvið almenns kennsluráðgjafa er
kennsluráðgjöf og samstarf við kennara um
lausnir á kennslufræðilegum vandamálum,
umsjón með námskeiðum og fræðslufundum
eftir fyrirmælum forstöðumanns og önnur
störf skv. starfslýsingu og starfsskipulagi
Skólaskrifstofu Suðurlands.
Menntun: Kennari með framhaldsmenntun.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Suðurlands.
Upplýsingar gefur Jón Hjartarson, forstöðu-
maður Skólaskrifstofu Suðurlands, í síma
482 1905.
Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands.
KENNSLA
Leiklistarstúdíó Eddu
Björgvins og Gísla Rúnars
Fullorðinsnámskeið hefst 9. júlí.
Örfá sæti laus.
Hringið strax í síma 588 2545 eða 581 2535.
Nú ber vel íveiði -
Norðurá er komin í 600 laxa
Höfum verið beðnir að selja stangir fyrir við-
skiptavini í hollunum 9.-12., 12.-15. og
15.-18. júlí í Norðurá. Fluguveiði eingöngu.
Áhugasamir hafi samband við skrifstofu
SVFR í síma 581 3425.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15,
Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 11. júlí 1996 kl. 9.30 á eftirfar-
andi eignum:
Áshamar 71, 3. hæð C, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Boðaslóð 7, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Svavar Guðna-
son og Elsa Guðbjorg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf..
Brekastígur 29 (50%), þingl. eig. Þorbjörn Númason, gerðarbeiðándi
Ríkisútvarpið, innheimtudeild.
Dverghamar 8, þingl. eig. Tómas Sveinsson, gerðarbeiðandi Vest-
mannaeyjabær.
Foldahraun 37G, Vestmanneyjum, þingl. eig. Jóhann Pálmason, gerð-
arbeiðendur Bykó hf, islenska útvarpsfélgið hf. og sýslumaðurinn í
Kópavogi.
Heiðarvegur 1, 2., 3. og 4. hæð (66.25%), Vestmannaeyjum, þingl.
eig. Ástþór Rafn Pálsson, gerðarbeiðandi Atvinnuþróunarsjóður
Suðurlands.
Heiðarvegur 43, neðri hæð (50%), þingl. eig. Gunnar Helgason,
gerðarbeiðandi S.G. einingahús hf.
Sólhlíð 26, efri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Sigurbjörn Ingólfs-
son, gerðarbeiöandi Ríkisútvarpið, innheimtudeild.
Vesturvegur 30, kjallari, þingl. eig. Magnús Þórisson, gerðarbeiðendur
Innheimtustofnun sveitarfélaga og sýslumaðurinn I Vestmannaeyjum.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
4. júli 1996.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bárustígur 1, vestur- og suðurhl., jarðh., miðhæð (61,55%), þingl.
eig. Kaupfélag Árnesinga, gerðarbeiðendur íslandsbanki hf. og Lög-
menn Suðurlandi, miðvikudaginn 10. júlí 1996 kl. 16.00.
Heiöarvegur 11, n.h., Vestmannaeyjum, þingl. eig.Lilja Richardsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, innheimtudeild, miðvikudaginn 10.
júll 1996 kl. 16.30.
Sýslumaðurínn i Vestmannaeyjum,
4. júli 1996.
Garðabær
Niðurrif húss
Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir tilboðum
í niðurrif austurhluta hússins Goðatún 6.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en
1. ágúst 1996.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof-
um Garðabæjar. Tilboð verða opnuð á skrif-
stofu bæjarverkfræðings 15. júlí kl. 11.00.
Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.
Sma auglýsingar
Dalvegi 24, Kópavogi
Laugardaginn 6. júlí: Almenn
samkoma kl. 14. Gestaprédikari
Snorri Óskarsson frá Hvítasunnu-
kirkjunni I Vestmannaeyjum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Heimsfriðarsamband
kvenna
Japönsk „Origami" pappirslist-
arsýning og kynning á starfsemi
Heimsfriðarsambandi kvenna á
islandi og almennt I heiminum.
Laugardag 6. júlíkl. 13.00-18.00
og sunnudag 7. júlí kl. 13.00 -
17.00.
Ráðhúsið við Tjarnargötu 11.
Dagsferð 7. júlí
kl. 9.00 Fjallasyrpan, 5. áfangi,
Hekla. Verð 2.300/2.500.
ATH.: Nýtt fyrirkomulag: Miða-
sala hjá BS( og tilkynnt um brott-
för inni I sal.
Netslóð:
http://twvww.centrum.is/utivist
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Dagsferðir:
Laugardaginn 6. júlí kl. 09.00:
Búrfell (669 m) - Þjófafoss
(I Þjórsá). Verð kr. 2.500.
Sunnudagur 7. ágúst:
1) Kl. 09.00 Þrællyndisgata I Eld-
borgarhrauni (gömul þjóðleið).
Verð kr. 2.500.
2) Kl. 08.00 Hafursfell (i Ljósu-
fjöllum) á Snæfellsnesi.
Verð kr. 2.500.
3) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
- kr. 2.700.
Brottför I ferðirnar er frá Um-
ferðarmiöstööinni, austanmeg-
in, og Mörkinni 6.
Heigarferðir 5.-7. júlí:
1. Landmannalaugar - Veiði-
vötn. Ekið í Veiðivötn og litast
um. Gist I Landmannalaugum.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörös-
skála.
Ath.: Þriðjudaginn 9. júll verður
„vígð" hringsjá á Uxahrygg við
Uxahryggjarveg. Brottför kl.
19.00 frá Umferöarmiöstööinni
og Mörkinni 6.
Sumarleyfisferðir:
12.-15. júlí - Fræðslu- og göngu-
ferð á Strandir. Gist í Norðurfirði
(Valgeirsstöðum) húsi Ferðafé-
lagsins. Upplýsingablað á skrif-
stofunni.
12. -16. júlí: Kerlingarfjöll - Gull-
foss (5 dagar).
13. -18. júlt': Stiklað um Þingeyj-
arsýslur (6 dagar).
Upplýsingar og farmiöasala á
skrifstofu Ferðafélagsins.
Feröafélag (slands.