Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR-5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Heimasíða Barb Wire http://vortex.is/pamela „EKKI SEGJA VINAN"!! GANGVERKSMYS DEAD^IOVWG ÍJ *>- Leslie Nielsen fer á kostum í hlutverki sínu sim Drakúla greifi í sprenghlægilegri gamanmynd frá gríngreifanum Mel Brooks. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í 12 ára. IAN HART ART MALIK ★★★ GB.DV Sýnd kl. 7 og 9. Pamela Anderson, skærasta stjarnan úr lífvarðarhópnum í Strandvörðum „Baywatch", þreytir hér frumraun sína í hlutverki BARB WIRE, mannaveiðarans íturvaxna sem einnig rekur einn svakalegasta töffarabar fyrr og síðar. Myndin er hlaðin nýjustu tæknibrellum sem völ er á ásamt þeim tryllingslegustu áhættuatriðum sem bíógestir munu sjá á þessu ári! Enda hélt David Hogan um taumana sem er best þekktur fyrir að hafa stýrt upptökum á áhættuatriðum í BATMAN FOREVER og ALIEN 2. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i 12 ára. KOMA UPP VFIRBORÐID Sýnd kl.4.45, 7 og 9.15 HELGARMYIMDIR SJOIMVARPSSTOÐVAIMNA ÚRVAL + VALKOSTIR=ÚRVALSKOSTIR? í SÉRFLOKKI er spænska Oscars- verðlaunamyndin Glæstir tímar eða Belle Epoque eftir Fernando Trueba, föstudag (Stöð 2 ►20.50), bráð- skemmtileg og manneskjuleg gam- anmynd um iið- hlaupa í spænska borgarastríðinu sem æsir upp kynhvötina hjá fjórum dætrum sérviturs listmálara sem skýtur yfir hann skjólshúsi. Myndin er full af kynlegum kvistum og munúðar- fullu andrúmslofti, vel leikin og tekin, og sýnir Truéba í mun betra formi en í Hollywoodbömmemum Two Much sem sýnd hefur verið í Reykjavík í sumar. ★ ★ ★ STÆRSTA kvikmyndahús landsins er stofan heima. Þungur afturendi, þungir skattar, þungar skyldur eða einfaldlega löngun til að vera heima — allt eru þetta góðar afsakanir og jafnvel gildar ástæður fyrir að fara ekki að horfa á kvikmyndir þar sem þeirra verður óneitanlega best notið, það er að segja í kvik- myndahúsinu. Enn er besta afsök- unin og gildasta ástæðan ónefnd: Að hnýsilegustu kvikmyndina sé að finna í heimabíóinu, að í sjónvarpinu sé mynd sem ekki verður undan vikist að horfa á. Þessi afsökun og ástæða mættu vera oftar fyrir hendi. Almennt hefur mér þótt kvik- myndaúrvalið í Ríkissjónvarpinu hafa verið forvitnilegast undanfarin ár. Það hefur leyft sér að sýna úr- valsmyndir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum og einnig gamla klassíkera, jafnvel þótt þeir séu svart-hvítir. Reyndar hef ég aldrei skilið andúð margra á myndum í fserri litum en fjórum; ætli þetta sé einhver sauðalitakomplex? Í seinni tíð hefur hins vegar Stöð 2, sem í aðalatriðum hefur einbeitt sér að amerískri iðnaðarafþreyingu, sótt mjög í sig veðrið; metnaður í kvikmyndavali hefur stóraukist og nægir að nefna til marks um það þriggja lita þríleik pólska meistar- ans Kieslowskis. Stöð 3 er vonandi að mjaka sér út úr þeim meinlausu en máttlitlu amerísku sjónvarps- myndum sem sett hafa svip á myndaval þar á bæ. Og Sýn, sem um tíma var af illum tungum kölluð Sorpa, virðist vera að ná sér á strik. Hin svokallaða „harða“ dagskrár- stefna Sýnar hefur síðustu mánuði teflt fram nokkrum frambærilegum bandarískum sakamálamyndum, auk hrollvekja og vísindaskáldskap- ar og svo hafa skotist inn á dag- skrána myndir úr öðrum áttum eins og dönsku myndirnar Rússneska söngkonan og Næturvörðurinn. Og „djörfu“ myndimar svokölluðu eru fjarri því að særa velsæmiskennd sæmilega þroskaðs fólks; miklu frekar að þær séu móðgun við skyn- semina. Hvað sem öðru líður hefur Sýn markað sér annan bás, skapað sér sérstöðu, reynir ekki að þjóna öllum og þar af leiðandi engum og er alvöru valkostur. Annar alvöru valkostur sem margir kvikmynda- unnendur eiga nú aðgang að gegn- um Fjölvarpið er TNT Classic Movi- es, sem fer þó fjarri að bjóði aðeins upp á sígildar úrvalsmyndir; þvert á móti er dagskrá hennar mjög brokkgeng. Um helgarúrval þessara stöðva munu þessir dálkar fjalla á föstu- dögum hér í Morgunbiaðinu. Sparkmeist- arar í öndvegi AMERÍSKAR afþreyingarmyndir, flestar gerðar fyrir sjónvarp, eru áberandi á dagskrám íslensku sjón- varpsstöðvanna í kvöld og engin forvitnilegri en önnur. Dæmdur saklaus Presumed Guilty (RÚV ►22.15) er að vísu undir leikstjórn reynslumikils fagmanns, Paul Wendkos og gæti boðið upp á sæmilega spennu. Annar og örlítið frumlegri fagmaður, John Flynn, leikstýrir hrollvekju Sýnar Ban- vænum leik eða Brainscan en er þar í frekar ófrumlegu formi eða •k'h Og síðar á dagskrá Sýnar (Sýn ►23.20) er mynd úr flokki sakamálamynda um lögguna Jack Reed sem sá ábúðarmikli leikari Brian Bennehy leikur en þessar myndir hafa verið góð miðlungsaf- þreying. Steven Seagal sparkmeist- ari leikstýrir sinni fyrstu mynd Á dauðaslóð On Deadly Ground (Stöð 2 ► 14.00 og 0.25) , eins konar umhverfisverndarhasar með háum spörkum og snörpum höggum hans sjálfs og yfirgengilegri kapít- alistaskepnu Michaels Cains en út- koman er upp á ★. Heimildamynd, Bölvun drekans, um brautryðjanda sparkmyndanna, Bruce Lee er svo á dagskrá Stöðvar 3 á laugardaginn (Stöð 2 ►22.55). Eduard Molinaro, leikstjóri frönsku sjónvarpsmyndarinnar Maisie skilur margt á laugardagskvöldið (RÚV ►21.10) er höfundur La Cage aux Folles, frumgerðarinnar af bandaríska smellinum The Birdcage en er að öðru leyti brokk- gengur leikstjóri. Á reki eða Adrift er bandarísk stæling á áströlsku spennumyndinni Dead Calm (RÚV ►22.45), ★l/2. Meistar- arnir eða D2: The Mighty Ducks (Stöð 2 ►21.05, ★ ■/:2), dellu- mynd sem er aðeins forvitnileg fyr- ir nærveru Maríu okkar Ellingsen sem þjálfara íslenska ísknattleiks- landsliðsins! Hin sígilda vasaklúta- mynd Stúlkan og gæðingurinn eða National Velvet með Elísabetu Tayior (Stöð 3 ►20.20 ★★'/*) og breska spennumyndin Engum að treysta eða Deep Secrets, báð- ar á Stöð 3, eru trúlega bestu valko- stirnir á stöðvunum á laugardags- kvöldið. Á sunnudagskvöldið er fátt um fína drætti og ég neyðist til að vara sérstaklega við hrútleiðinlegri mexíkóskri tilgerð um listakonuna Frida Kahlo (RÚV ►22.35 ★) Árni Þórarinsson Þær bestu áTIMT Hnyttin myndgerð af sakamála- sögu Raymonds Chandlers The Little Sister, með James Garner í fínu formi sem einkaspæjarinn hugumstóri. (Leikstj. Paul Bog- art. (Föstudagur ►18.30) ★ ★★ The Hill (1965) Sean Connery fer á kostum í harðneskjulegu fangabúðadrama eftir Sidney Lumet. (Föstudag- ur ►23.00) The Time Machine (1960) Sígildur vísindaskáldskapur, byggður á sögu H.G. Wells um tímavélina. Leikstjóri George Pal. (Laugardagur ► 18.00) ★ ★ ★ The Asphalt Jungle (1950) Eitt af meistaraverkum Johns Huston um skartgriparán sem fer úr böndunum. Kom Marilyn Monroe á kortið. (Föstudag- ur ►22.00) ★★★‘/2 Singing in the Rain (1952 Söngva- og dansmynd allra söngva- og dansmynda með Gene heitnum Kelly sem leikstýrir ásamt Stanley Donen. (Sunnu- dagur ►18.00) ★★★% Cet Carter (1972) Ein besta glæpamyndin sem gerð var í Bretlandi á áttunda áratugn- um, hörkuleg og þétt undir stjórn Mike Hodges og prýdd afbragðs leik Michaeis Cain. (Sunnudag- ur ►22.00) ★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.