Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT Undirbúningur kosninga í Bosníu Plavsic til samninga um Karadzic Belgfrað. Sarcyevo. Reuter. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) vinnur nú að undir- búningi kosninga í Bosníu, sem fram eiga að fara þann 14. septem- ber nk. Þótt frétzt hafi á miðviku- dag, að Radovan Karadzic, forseti Bosníu-Serba, muni ekki gefa kost á sér í kosningunum, er sú stað- reynd að hann ber. enn titil forseta og heldur völdum sem formaður hins stjómandi flokks Bosníu- Serba, sem stýrir jafnt lögreglu sem fjölmiðlum, í veginum fyrir því að Bosníu-Serbar uppfylli skuldbind- ingar sínar samkvæmt Dayton-frið- arsamkomulaginu. Alþjóðlegir miðlunarmenn þrýsta nú á Slobodan Milosevic forseta Serbíu að hann beiti áhrifum sínum til að Karadzic fáist framseldur og færður fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Ef Bosníu-Serbar standa ekki við að ýta Karadzic sannarlega úr valdastóli hefur þeim verið hótað refsiaðgerðum, sem hafizt gætu eftir nokkra daga. Til að ræða þessa stöðu er Biljana Plavsic - varafor- setinn fyrrverandi, sem Karadzic afsalaði formlegu forsetavaldi sínu til - nú í Belgrað, þar sem hún átti fund með Milosevic í gær. Talsmenn ÖSE ítrekuðu, að vilji Bosníu-Serbar eiga þess kost að öðlast eitthvert hlutverk í framtíð- arstjómmálum Bosníu verði þeir að losa sig við Karadzic. Knúið á um for- tíð Netanyahus Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN „Bibi“ Netanyahu, nýkjörinn forsætisráðherra ísraels, á nú í hveijum vandanum á fætur öðrum. Fyrir nokkru blossaði upp hið svokall- aða „barfóstruhneysksli" og nú er það spurningin: Hver er Bibi? Bandarísk skjöl eru sögð sýna að þegar Netanyahu var í Bandaríkjun- um hafi hann haft sama nafnnúmer og feðgar einir, John J. Sullivan og sonur hans, John J. Sullivan Jr. ísraelska dagblaðið Haaretz greindi frá skjölunum og nú spytja þingmenn stjórnarandstöðunnar hvernig á þessu geti staðið. Númerið, sem Bandaríkjamenn nota þegar þeir telja fram til skatts og í samskiptum við hið opinbera, tengist einnig nafninu Neitay, sem Netanyahu tók sér í Bandaríkjun- um. í kjölfar barnfóstrumáls í kjölfar þess að nöfn Sullivan- feðga fundust í skrá um Netanyahu hafa blossað upp ýmsar vangaveltur um fortíð forsætisráðherrans, sem ólst í Bandaríkjunum og var þar við nám, en ekki eru nema nokkrir dag- ar frá því að kona forsætisráðherr- ans rak bamfóstru þeirra fyrir að eiga sök á því að súpa brann við. Shai Bazak, talsmaður Netanya- hus, sagði að númeramálið væri vegna mistaka í bandarískum stofn- unum. „Forsætisráðherrann hefur ekkert að fela,“ sagði Bazak í samtali við ísraelska útvarpið. Sullivan eldri kveðst ekkert hafa átt saman að sælda við Netanyahu. „Ég er bandarískur ríkisborgari í fullu fjöri," sagði Sullivan í samtali við dagblaðið Maarív. „Ég tengist forsætisráðherra ísraels ekki með neinum hætti." Minnihlutastj órn tekin við í Tékklandi Reuter. NAFNARNIR Vaclav Havel forseti og Vaclav Klaus forsætisráðherra sjást hér í broddi fylkingar hinna 16 ráðherra sem mynda hina nýju ríkisstjóm Tékklands. Havel hvetur til fast- heldni við umbætur Prag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékklands, tók í gær, fimmtudag, við embættis- eiði nýrrar minnihlutastjórnar undir forsæti hægrimannsins Vaclav Klaus. Havel hvatti nýju stjómina til að halda áfram á braut umbóta. Havel lagði ennfremur áherzlu á að stjórnin gætti þess að stöðug- leika-orðstír tékkneska lýðveldisins biði ekki hnekki. Stjórnin, sem sam- sett er úr sömu þremur mið- og hægriflokkum sem mynduðu fyrri stjórn, neyðist til að reiða sig á stuðning jafnaðarmanna, sem eru annar stærsti flokkur á þingi. Við kosningarnar fyrir rétt rúm- um mánuði missti stjórnin 112 sæta meirihluta sinn í 200 sæta þinginu og hefur nú einungis 99 þingmenn að baki sér. Fyrir kosningarnar hafði Klaus lýst því yfír á ferðum sínum erlend- is að tímabili grundvallarumbi*eyt- inga frá miðstýrðum áætlanabú- skap kommúnismans til frjáls markaðshagkerfis væri lokið og í Tékklandi væri nú hafið tímabil nýrrar uppbyggingar. En ósk Ha- vels um áframhaldandi umbætur er áminning um að margt er enn ógert, þó Tékkland njóti þess orðs- tírs að vera stöðugast allra fyrrum Austurblokkarríkja. Mörg stór fyr- irtæki eru enn í ríkiseigu að meira eða minna leyti, einkum bankarnir. Margar erfiðar ákvarðanir bíða: endurskoðun eftirlaunakerfisins og orkuverðs, framtíð járnbrautanna og stáliðnaðarins, svo dæmi séu nefnd. Fyrstu prófraun sína gengst stjórnin undir þann 16. eða 17. júlí nk., þegar hún þarf að stand- ast atkvæðagreiðslu um trausts- yfirlýsingu í þinginu. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um bann við reknetaveiðum Italskir sjómenn gera aðsúg að Bonino R6m. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins (ESB), varð fyrir aðkasti reiðra ítal- skra fískimanna þegar hún til- kynnti á blaða- mannafundi í Róm sl. mánudag að Ítalía yrði að virða alþjóðasamþykkt- ir um túnfiskveið- ar eða sæta við- skiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna ella. Sjómennirnir gerðu hróp að Bon- ino á fundinum og sökuðu hana um að neita að eiga fund með þeim. Bonino sagði tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar um algjört bann við tún- og sverðfiskveiðum í reknet vera einu raunhæfu lausnina, „hversu sársaukafull sem hún má virðast". Bonino sagði að 15 af 16 ítölskum ^★★★^ EVRÓPA^. bátum sem hefðu sætt eftirliti á hafi í síðasta mánuði hefðu notað reknet, sem voru að jafnaði tvöfalt stærri en hin hingað til leyfðu 2,5 km. Iöngu net. Bandaríkjamenn hafa hótað inn- flutningsbanni á ítalskar fiskafurðir ef fískimennirnir halda sig ekki inn- an ramma laganna. Bonino lagði áherzlu á að hótanir Bandaríkja- manna yrði að taka alvárlega. Núgildandi reglur ESB takmarka stærð neta við 2,5 km en umhverfis- verndarsinnar halda því fram að notkun rekneta, sem um 500 ítalsk- ir bátar iðka enn, valdi öðrum teg- undum í hafinu alvarlegum skaða. Talsmaður Grænfriðunga, Ales- sandrao Gianni, hélt því fram að netin dræpu þúsundir höfrunga og tugi búrhvala á hvetju ári. Bonino sagði nauðsynlegt að banna reknetin þar sem net af lög- legri stærð öfluðu ekki upp í kostnað og því brytu sjómenn reglurnar vís- vitandi. „Það er órökrétt að viðhalda veiðitækni sem hefur sýnt sig að vera þá aðeins arðbær ef reglurnar eru brotnar," sagði hún. ítalska ríkisstjómin áætlar að slíkt bann setti 2-3000 störf á Suður-ítal- íu í hættu. í þeim landshluta ríkir nú 22,2% atvinnuleysi. Suðurítalskir sjómenn halda því fram að störfm sem í hættu væru nálguðust 10.000. Tillaga framkvæmdastjórnarinn- ar um bann við reknetaveiðum hefur legið á borðinu síðan 1984 en hefur hingað til verið andmælt af öllum aðildarríkjum ESB nema Grikklandi og Spáni. FRAMKVÆMDASTJÓRNIN vill auka völd Evrópuþingsins til að styrkja lýðræðið. EÞ fái neitunar- vald í fleiri málum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur lagt fyrir ríkja- ráðstefnu sambandsins tillögur um að auka völd Evrópuþingsins með því að veita því neitunarvald gagn- vart samþykktum ráðherraráðsins í fleiri málaflokkum en nú er. í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar segir að takmörkuð völd þingsins „gangi gegn lýðræðisleg- um grundvallarreglum." Fram- kvæmdastjómin leggur til að tekin verði upp svokölluð „sameiginleg ákvörðun" þings og ráðherraráðs í fleiri málaflokkum en nú. Sameigin- leg ákvörðun þýðir í raun að þingið hefur neitunarvald gagnvart lög- gjöf, sem samþykkt hefur verið í ráðherraráðinu, neiti ráðherraráðið að undangengnum samningavið- ræðum við þingið að fallast á breyt- ingartillögur þess. í öðrum mála- flokkum hefur þingið aðeins tillögu- rétt og í enn öðrum ber ráðherraráð- inu einvörðungu að hafa við það samráð. Sameiginleg ákvörðun þings og ráðherraráðs er nú viðhöfð í fáum, afmörkuðum málaflokkum, til dæm- is varðandi afnám viðskiptahindrana innan Evrópusambandsins. Fram- kvæmdastjórnin leggur til að þessi háttur á ákvarðanatöku taki einnig til málaflokka á borð við landbúnað- armál, umhverfismál, aðbúnað á vinnustöðum, samgöngumál, óbeina skattlagningu og ósanngjarna við- skiptahætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.