Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1996 39 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Jafningjafræðslan fær bíl að láni ( ------------------------------ j Sælustaður við bæjardyrnar FARIÐ verður í gönguferð með leið- sögumanni í Viðey næstkomandi laugardag kl. 14. Að þessu sinni verður gengið austur að Viðeyjar- skóla þar sem myndasýning hefur verið sett upp en hún sýnir meðal ( annars hvernig umhorfs var í þorpinu i á austurodda Viðeyjar. Svipast verður um á þeim slóðum I þar sem Milljónafélagið svokallaða hafði aðstöðu í bytjun aidarinnar. Því næst verður gengið um suður- strönd eyjarinnar þar sem bæði má finna eitt elsta örnefnið, Þórsnes og eitt hið yngsta, Kapalfjöru. Á heim- leiðinni verður komið við í Kvenna- gönguhólum þar sem hellisskútinn Paradís er. Gönguferðinni lýkur svo | heima við Stofu. Þeir sem koma í eyjuna þessa daga geta litið augum nýjustu viðbótina ( við hestaeign ráðsmannahjónanna en aðfaranótt mánudagsins 1. júlí leit gullfallegt blesótt hestfolald dagsins ljós og gengur með móður sinni í girð- ingu vestan undir Sjónarhólnum. Ferjan siglir út í eyju á klukkutíma fresti frá kl. 13. Gestir þurfa að greiða ferjutoll, 400 krónur fyrir full- orðna og 200 krónur fyrir börn. Sunnudaginn 7. júlí verður messað í_ Viðeyjarkirkju í umsjá séra Maríu Ágústsdóttur. Að messu lokinni verð- | ur hefðbundin staðarskoðun með kynningu á mannvirkjum og sögu staðarins. JAFNINGJAFRÆÐSLAN hefur í sumar frætt unglinga um skað- semi vímuefnanotkunar. Nýlega afhenti Toyota-umboðið Jafn- ingjafræðslunni bíl að láni, sem Islandsmeistara- mótið í svifflugi ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í svif- flugi hefst á Hellu laugardaginn 6. júlí og lýkur því 14. júlí. Svifflug- deild Flugmálafélags íslands stendur að mótinu og er þetta í 18. sinn sem það fer fram. Keppt er í opnum flokki með forgjöf samkvæmt staðli breska Svifflugssambandsins. Alls hafa 9 þátttakendur skráð starfsmenn munu m.a. nota til að ferðast milli vinnuskóla. Þorgeir R. Pálsson afhenti Þórunni Her- mannsdóttur og Magnúsi Árna- syni lykla að bílnum. sig til keppni þ.á.m. Kristján Svein-. björnsson, núverandi íslandsmeist- ari, en hann flýgur Pik-20 B með 15 metra vænghafi. Á mótið er væntanleg 20 ára göm- ul pólsk sviffluga af gerðinni Cobra- 15, en hún er sú fyrsta sinnar teg- undar hérlendis. Einnig munu þrjár litháenskar LAK-12 mæta en vélar slíkrar tegundar hafa 20,5 metra vænghaf. Mótssvæðið er opið ölium þann tíma sem keppnin stendur yfir. Gengið um Engey VEGNA mikillar aðsóknar sl. mið- vikudagskvöld verður kvöldganga um Engey endurtekin í kvöld, föstudags- kvöld 5. júlí, á vegum Hafnargöngu- hópsins. Gengið verður með strönd eyjarinn- ar og heim að bæjarstæðunum. Nátt- úru- og mannvistarminjar verða skoð- aðar í leiðinni. Mæting í Hafnarhúsportinu kl. 20, síðan verður farið með Skúlaskeiði út í Engey. Áætlað er að koma til baka milli kl. 23 og 24. Allir eru velkomnir. Lifandi tónlist á Kaffi Reykjavík LIFANDI tónlist er öll kvöld vikunn- ar á Kaffi Reykjavík. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang og á sunnudagskvöld tekur dúettinn K.O.S. við. Félagarnir Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson leika svo á mánudagskvöldið. Göngumessa frá Landakirkju TUTTUGU og þijú ár eru liðin frá lokum náttúruhamfara á Heimaey. Göngumessa verður haldin frá Landakirkju nk. sunnudag og er hún hugsuð sem þakkagjörð. Rúta mun fara frá Landakirkju kl. 11 og aka upp að krossinum við gíg Eldfells. Þar hefst Guðsþjónusta með því að Birkir Matthíasson leikur einleik á trompet. Beðin verður upp- hafsbæn og sunginn sálmur undir forystu kórs Landakirkju. Þá verður gengið sem leið liggur að hraunjaðr- inum niður á Skans þar sem messan heldur áfram við undirleik harmon- ikuleikarans Brynjólfs Gíslasonar. Auk þess skal athygli vakin á því að kl. 10 mun sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir safnaðarprestur standa fyrir hressingargöngu frá Landakirkju upp á Eldfell. LEIÐRÉTT Opið alla fimmtudaga í júlí í frétt um Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn í laugardag í gær, urðu þau mistök að sagt var að opið yrði alla daga frá kl. 10-22. Hið rétta er að alla fimmtudaga í júlí verður boðið upp á svo langan opnunartíma, enda verður þá boðið upp á sérstakar kvöldvökur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Sigurður Bessason er ritari Dagsbrúnar í frétt Morgunblaðsins í gær, um kjaradeiluna vegna Hvalíjarðar- ganga var rætt við Sigurð Bessason ritara Dagsbrúnar. Hann var í frétt- inni sagður varaformaður .félagsirjsr, en hið rétta er að hann er rit’ari þess. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. ATVIN N U A UGL YSINGAR EIMSKIP Hf. Eimskipafélag íslands annast þjónustu og ráðgjöf á sviði alhliða flutninga- og vöru- þjónustu. Vegna aukinna umsvifa EIMSKIPS hérlendis og erlendis leitar fyrirtækið eftir starfsfólki í nokkur sérhæfð störf. Lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tak- ast á við nýja þætti í krefjandi umhverfi. Aðferðum gæðastjórnunar er alls staðar beitt í fyrirtækinu og markvisst hópstarf er veigamikill þáttur við gerð áætlana og stýr- ingu verkefna. Forstöðumaður skiparekstrardeildar EIMSKIP óskar eftir að ráða í starf forstöðu- manns skiparekstrardeildar. Starf forstöðumanns felur í sér yfirumsjón með rekstri skipa EIMSKIPS, ábyrgð á kaup- um og sölu skipa, leigutökum, viðhaldi og öryggiseftirliti, ásamt mönnun flotans. Á skrifstofu skiparekstrardeildar starfa 6 manns og á skipum félagsins eru 180 skip- verjar. í rekstri fyrirtækisins eru 12 skip, þar af 3 leiguskip. Þann 21. júní bættist nýtt skip, ms. Brúarfoss í flotann. Starfs- og ábyrgðasvið: • Gerð og eftirfylgni rekstrar, fjárfestingar- og markmiðaáætlunar. • Yfirumsjón með kaupum og sölu skipa og gerð leigusamninga. • Ábyrgð á öryggismálum um borð í skipum. • Ábyrgð á rekstrarvöru- og eldsneytis- kaupum fyrir skipin. • Ábyrgð á því að tryggja sem mesta hag- kvæmni og öryggi í rekstri skipa félagsins. • Yfirumsjón með viðhaldi og viðgerðum skipa. • Yfirumsjón með starfsmannamálum deild- arinnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði verkfræði og tæknifræði. • Stjórnunarreynsla. • Starfsreynsla hérlendis og /eða erlendis. • Frumkvæði og skipulagshæfileikar. • Góð enskukunnátta. Forstöðumaður upplýsingavinnsiu EIMSKIP óskar eftir að ráða í starf forstöðu- manns upplýsingavinnslu. EIMSKIP rekur umfangsmikið, samtengt upp- lýsingakerfi á íslandi og erlendis. Tölvuum- hverfið tengir saman 18 starfsstöðvar í 9 löndum, með samtals um 500 útstöðvum. Starf forstöðumanns upplýsingavinnslu felur í sér mótun framtíðarstefnu EIMSKIPS á sviði upplýsingavinnslu og yfirumsjón með rekstri hugbúnaðarþróunar og tækniþjón- ustu EIMSKIPS á íslandi og erlendis. Starfs- og ábyrgðasvið: • Stefnumótun EIMSKIPS í upplýsingamálum. • Mótun og eftirfylgni verkefna-, rekstrar- og fjárfestingaáætlana fyrir upplýsinga- vinnslu. • Samræming verkefnastjórnunar. • Yfirumsjón með samskiptum og sam- starfi við birgja og viðskiptaaðila á sviði upplýsingamála. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, verk- fræði og /eða upplýsingavinnslu. • Starfsreynsla hérlendis og/eða erlendis. • Stjórnunarhæfileikar. • Frumkvæði og skipulagshæfileikar. • Áhugi á sviði tölvumála. • Þekking á viðskiptalífinu og tölvumálum því tengdu. • Góð enskukunnátta. Sérfræðingur á fjármálasviði EIMSKIP óskar eftir að ráða viðskiptafræðing með framhaldsmenntun og reynslu á sviði fjármála. Leitað er að duglegum og metnað- arfullum starfsmanni til starfa á fjármálasviði EIMSKIPS. Um er að ræða nýtt starf sem felst m.a. í vinnu við gerð rekstrar- og fjárfestingaáætl- ana og einnig eftirfylgni áætlanagerðar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á sviði áætlanagerðar og hafi jafnframt þekk- ingu og reynSlu á íslenskum fjármagnsmark- aði. Góð þekking á PC-kerfum, svo sem excel er nauðsynleg. Tækniþjónusta kerfisstjóri/ tæknimaður EIMSKIP leitar að starfsfólki til starfa í tækni- þjónustu upplýsingavinnslu. Upplýsingakerfi EIMSKIPS byggjast á stað- arnetum ásamt IBM AS/400 tölvum sem tengjast saman á einu samskiptaneti með 3Com beinum. Tölvuumhverfið tengir saman skrifstofur félagsins í 9 löndum, með sam- tals um 500 útstöðvum, 12 staðarnetum og 9 AS/400 tölvum. Netstýrikerfi staðarneta er Windows NT Server og helstu netþjónustur byggjast á Microsoft BackOffice hugbúnaði. Helsti hugbúnaður á útstöðvum er Windows 3.11, Microsoft Office, Lotus cc:Mail, Eicon skjáhermir og Lotus Notes. Að auki eru í notkun nokkur sértækari kerfi. Algengustu samskiptahættir eru NetBEUI, SNA og TCP/IP. Óskað er eftir starfsfólki með hagnýta menntun á sviði tölvumála og/eða reynslu af tölvum og tölvukerfum. Um er að ræða krefjandi og áhugavert fram- tíðarstarf, þar sem áhersla er á eftirfarandi þætti: • Þekkingu á Windows forritum og Micro- soft stýrikerfum, Lotus Notes, AS/400 umhverfi, einkatölvum, útstöðvum og jað- artækjum. • Útsjónarsemi og skipulagsgáfu. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Fyrir rétt starfsfólk eru í boði fjölbreytt og krefjandi störf með margvíslegum tækifær- um til faglegs og persónulegs þroska. Umsóknum skal skilað til Hjördísar Ásberg, starfsmannastjóra EIMSKIPS, Pósthús- stræti 2, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 8. júlí nk. EIMSKIP EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum hjá félaginu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.