Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 49
Gífurleg aðsókn
KVIKMYNDIN „Independence Day“ virðist ætla að slá
öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum, en hún var frumsýnd
á þriðjudag. Tekjur frumsýningardagsins voru hvorki
meira né minna en 11 milljónir dollara, eða 737 milljón-
ir króna. Því er spáð að myndin nái að skila 70-80 millj-
ónum dollara í kassann fyrstu sýningarhelgina, en núgild-
andi met á myndin „Mission: Impossible", 57 milljónir
dollara.
Mikil spum er eftir miðum á myndina vestra, en hún
er nú sýnd allan sólarhringinn í mörgum kvikmyndahúsum
og slegist er um miða á miðnætur- jafnt sem morgunsýn-
ingar. „Independence Day“ íjaliar um ofbeldisfulla innrás
geimvera á jörðina. Gríðarstór geimskip taka sér stöðu
yfir stærstu borgum heims og fyrr en varir hefla geimver-
umar árás. Titill myndarinnar vísar til þjóðhátíðardags
Bandaríkjanna, 4. júlí, en árásin átti að hefjast þann dag.
Myndin verður frumsýnd hér á landi um miðjan ágúst
í fjórum kvikmyndahúsum, Regnboganum, Háskólabíói,
Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri.
Með mömmu
og pabba
► SEAN Penn þykir afar vænt
um foreldra sína. Hér sést hann
ásamt móður sinni Eileen og föð-
ur sínum Leo á frumsýningu
myndarinnar „Moll Flanders“, en
Robin Wright, eiginkona Seans,
fer með aðalhlutverk í myndinni.
Sean var áður talinn til vand-
ræðabarna Hollywood, en nú er
hann þægur og einbeitir sér að
uppeldi barnanna Dylan og
Hopper.
Haldið
uppá
17.júní
LJÓST _má vera að hugur
margs Islendingsins hverf-
ur til heimaslóða á þjóðhá-
tíðardegi ár hvert, enda
koma Islendingar saman
víðs vegar um heiminn á
þessum degi til að styrkja
þjóðarböndin. Hér sjáum
við mynd sem Hulda Teits-
dóttir Jeckell sendi blaðinu,
en hún sýnir Huldu halda
upp á þjóðhátíðardaginn
með fjölskyldu sinni. Hulda
býr við Mexíkóflóann á
austurströnd Bandaríkj-
anna, í Port Richey,
Flórída.
Morgunblaðið/Golli
Dansað í Norræna húsinu
DANSAÐ var í Norræna húsinu í alþýðuskemmtun. Áheyrendur
síðustu viku, þegar Unnur Guðjóns- fengu að taka þátt í dagskránni,
dóttir ballettmeistari og ræðumaður tóku sporið í íslenskum hringdansi
kynnti íslenska sögu, menningu og og sungu.