Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk ‘Afsakaöu hvað ég er seinn ... ,l U)OOF"? WHAT'S THAT SUPP05ED TO MEAN ? I DONT KN0U)..IT'S JU5T S0METHIN6 EVERVONE IN OUR FAMILV ALUJAYS SAlD.. Ég var að gera heimaverkefnin Menntun er mikilvæg, en mín ... gleymdu ekki að gefa hundin- um ... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is f i 4 Guðstrú og ofstæki fara ekki saman * Frá Alberti Jensen: ÞEGAR ég sá í fjölmiðlum biskup ganga í gegnum hóp kvenna við Digraneskirkju til að komast á prestastefnu, þar sem sundrung og valdabarátta réð, kom mér í hug hvort hinni dæmalaust ógeðfelldu ofsóknarherferð á hendur manninum og fjölskyldu hans væru engin tak- mörk sett. Allt er mál þetta fullt af hatri og ógeði. Þarna er allt gert til að eyðileggja og draga saklausa fjöl- skyldu manns ofan í svaðið, þó eng- in sök sé á þau sönnuð. Fyrirlitlegir glæpamenn hafa fengið betri með- ferð. Ég hef hingað til haldið að íslenskt réttarfar hefði upp á þau mannréttindi að bjóða að hver væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. Ófrægingarherferð og fullkomið of- stæki sem einkennt hefur suma fjöl- miðla í niðurrifsárásum á mann í svo viðkvæmri stöðu er þeim til mikillar vansæmdar og setur þá á lágt plan. • Það er í raun enginn öruggur um mannorð sitt, þó það sé engilhreint. Ef einhver hvíslar ljótu og óvandað- an fjölmiðil vantar efni, gæti fjand- inn orðið laus. Fleiri hafa látið illum látum. Stígamótakonur, sem eru alls góðs verðar vegna baráttu fyrir þá sem þess þurfa, fóru í biskupsmáli á rangan vallarhelming og tóku sér vald götunnar. Guðstrú er mér heil- ög, en ég felli mig ekki við ofstæki. Fyrr átti ég á dauða mínum von, en að meðal presta væru illvígar deilur og valdabarátta. Prestar virð- ast hafa gert marga af helstu mann- kostum útlæga úr sínum félagsskap. Þegar biskup þurfti þeirra mest, var drengskapurinn víða vant við látinn. Þegar vígslubiskupinn í Skálholti veitti Langholtspresti að málum gegn söfnuðinum, fólkinu sem sá fyrir þeim, þá fannst mér heilagleik- inn renna til. Formaður presta áh'tur það friðarslit að fá mótframboð. Hann hefur þó síst borið klæði á vopnin. Ef Sigurður vígslubiskup, Flóki Kristinsson og Geir formaður verða andlit presta útávið fá söfnuð- irnir ástæðu til að biðja Guð um neyðar hjálp, því ekki eru lögin þeim í hag. Þau voru gerð fyrir forrétt- indafólk. Áður en kosning formanns presta fór fram, kvaddi séra Sólveig Lára sér hljóðs og varaði menn við að ljá séra Geir lið, slíkur friðarspill- ir sem hann væri. Hann komst að með Qögra atkvæða mun og var svo veruleika- fyrtur að fínnast ekkert athugavert að hafa helming presta í andstöðu. Fundur þessi var á lágu plani í mörgum skilningi. Konum var haldið utan áhrifa. Ovinsæll bók- stafstrúarmaður kosinn formaður. Rætnar árásir á æðsta mann kirkj- unnar hljómuðu frá áður líttþekktum sjálfskipuðum dómurum sem ef til vill sáu ekki aðrar leiðir til að gera ljóst að þeir væru til. Það hlýtur að vera erfitt að kenna og boða eitthvað sem ekki er trúað á. Á fundi þessum var ekki góðleiki meðal manna. Ég tala nú ekki um lítillæti og umburðarlyndi. Kreddu- fullir siðapostular, sem söfnuðir hafa glapst til að kjósa, heimta æviráðn- ingu til að tryggja áskrift á laun líf- ið á enda. í augum þessara manna eru söfnuðirnir aukaatriði. Þeir líta á sjálfa sig sem óhreyfanlega þjóna - i almættisins. Menn þessir vita ekki hvað þeir gera kirkjunni illt með J þessari eigingirni sinni og tillits- 4 leysi. Það gladdi mig að vinur minn Halldór Reynisson, sem greinilega er í hópi hinna hógværari presta, mælti móti allri æviráðningu. Menn eins og hann og t.d. séra Sigfinnur Þorleifsson vita, að þar sem fólkið fær að velja og hafna, eru þeir ör- uggir. Prestar eiga ekki að getað kúgað söfnuð sinn eins og á sér stað ,| í Langholtskirkju. Hvort sem þeim konum sem vöktu upp afgamla fortíðardrauga, rétta 4 eða ranga, líkar betur eða verr, var rangt og illa að málinu staðið. Tíminn frá sögðum atburðum of langur. Þær draga nú mikið af sak- lausu fólki niður með manninum sem þær vilja refsa. Ef þeim finnst það rétt er trú þeirra á hinar betri leiðir engu betri en sumra prestanna. Hatur er slæmur ferðafélagi og sísti yj græðarinn. Ég hef skrifað greinar um glámskyggni dómara í málum * er varða níðingsskap á börnum og ( konum. Líka þar sem morð koma við sögu. í engu þeirra mála, þó sök hafi sannast, hefur viðkomandi og fjölskylda verið leikin jafn grátt og hr. Ólafur Skúlason og hans fólk. Við konurnar vil ég segja, að á öllum málum eru margir fletir. Veljið þá bestu fyrir ykkur og aðra því hatur og hefnigirni hittir gerendur sjálfa. , Látið ekki leiðast af öfgafólki. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. ’ Biddu um Banana Boat alnáttúrulegu sólkremin (All natural Chemical Free) □ Verndandi, húðnærandi og uppbyggjandi Banana Boat Body Lotion m/Aloe Vera, A, B2, B5, D og E-vítamín og sólvöm #4. □ Banana Boat rakakrem f/andlit m/sólvörn 18,115,123. □ Natúrica húðkremin hennar Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfræðings NorSurlandanna Prófaðu Natunca Örttkrlm og Naturica Hud+krám húðkremin sem allir em að tala um. □ Hvers vegna að borga um eða ytir 2000 kr. fyrir Propolis þegar þú getur fengið 100% Naturica Akta Propolis á innan vðlOðOkr? □ Biddu um Banana Boat e) þú vilt spara 40-60% þegar þú kaupir Aloe Vera gel, 6 stærðir frá 60 kr. - 1000 kr. (tæpur hálfur litri) Banana Boat og Naturica fást í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæsl lika hjá Samtökum psoriasis-og exemsjúklinga. Heilsuval - Barónsstig 20 v? 562 6275 Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.