Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 21
Karpov
vinning-i frá
sigri
ANATOLY Karpov gerði jafn-
tefli í gær við mótheija sinn
Gata Kamsky og vantar þar
með aðeins einn vinning til að
tryggja sér heimsmeistaratitil-
inn í skák. Þetta var fimmtánda
skákin í einvígi Karpovs og
Kamskys, en það fer fram í
Elysta nærri Kaspíahafi.
Nærri 200 far-
ast í flóðum
SUÐUR-Kína þarf nú að þola
einhver verstu flóð sem um
getur á síðustu fimmtíu árum.
Fórnarlömb síðustu daga eru
nú orðin hátt í tvöhundruð.
Flóðin hafa rifið á brott þús-
undir húsa og heilu að minnsta
kosti sjöhundruðþúsimd hekt-
ara ræktaðs lands. Á að gizka
tíu milljónir manna hafa beðið
tjón af völdum flóðanna.
17 bíða banaí
sjálfsmorðsá-
rás
TAMÍLSK kona úr röðum upp-
reisnarmanna á Sri Lanka
framdi sjálfsmorðsárás á
Jaffna-skaga á norðurhluta Sri
Lanka í gær. Að minnsta kosti
17 manns létust í árásinni og
50 særðust, þeirra á meðal
húsnæðismálaráðherra Sri
Lanka. Sex stjórnarhermenn
voru á meðal hinna látnu.
Alnæmi-ráð-
stefna í Kanada
HEIMSINS stærsta ráðstefna
um alnæmisjúkdóminn hefst í
Vancouver á sunnudaginn,
þangað sem ijöldi vísindamanna,
baráttufólks og stjórnmála-
manna mun streyma. Hin viku-
langa ellefta alþjóðlega alnæmi-
ráðstefna mun sameina allt að
15.000 þátttakendur frá 100
löndum. Má vænta skrautlegrar
blöndu vísindalegrar umræðu og
tilfinningahlaðinna aðgerða bar-
áttufólks af ýmsu tagi.
Geimskutlu-
áætlun í hættu?
SÉRSTAKUR rannsóknarhóp-
ur bandarísku geimferðastofn-
unarinnar NASA komst að
þeirri niðurstöðu í nýrri könnun
að hægja yrði á áætlunum til
að skera niður útgjöld til
geimskultuáætlunarinnar fyrir
lok þessa áratugar eða taka
áhættu á alvarlegu slysi ella.
Tilraunir NASA til að minnka
kostnað við áætlunina með því
að minnka öryggiseftirlit og
færa meira af daglegum verk-
efnum í hendurnar á utanað-
komandi aðilum hefur leitt til
versnandi vinnuanda meðal
starfsfólksins írhöfuðstöðvun-
um á Canaveralhöfða.
Kasmír-gíslar
sennilega á lífi
VESTRÆNU gíslarnir fjórir,
sem öfgahópur aðskilnaðar-
sinna í Kasmír hafa haldið á
valdi sínu frá því í júlí í fyrra,
eru samkvæmt heimildum dag-
blaðsins Greater Kashmir enn
heilir á húfi. Þrotlausar tilraun-
ir til að fá gíslana lausa hafa
engan árangur borið hingað til
og óttast var að þeir væru látn-
ir. í ágústmánuði í fyrra fannst
fimmti gíslinn, Norðmaðurinn
Hans Christian Ostro, háls-
höggvinn í fjallshlíð í Kasmír.
ERLENT
Reuter
40 gráður í Grikklandi
ÁSTRALSKUR ferðamaður kæl-
ir ferðafélaga sinn við Panþeon-
hofið í Aþenu í gær. Hiti fór hátt
í 40 gráður í logni og greip um-
hverfismálaráðuneytið gríska til
neyðarráðstafana vegna þess.
Umferð einkabíla var bönnuð í
miðborginni þar til í dag, og iðn-
fyrirtækjum var gert að draga
úr framleiðslu um 30% til þess
að draga úr mengun. Fólk var
hvatt til þess að halda sig inni
við, vera léttklætt og nýta sér
loftkældar, opinberar bygging-
ar, svo sem innileikvanga, til
þess að forðast hitaslag.
Oheppileg orð Doles um reykingar
Segir fyrrum land-
lækni hafa
verið heilaþveginn
Washington. The Daily Telegraph.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, atyrti í fyrradag Bob Dole,
forsetaframbjóðanda repúblikana,
fyrir að halda því fram, að „fijáls-
lyndir íjölmiðar" hefðu „heilaþveg-
ið“ einn þekktasta lækni landsins,
um hættur sígarettureykinga.
Læknirinn sem um ræðir er C.
Everett Koop, sem gegndi embætti
landlæknis^ í forsetatíð Ronalds
Regans. „Ég er viss um að dr.
Koop veit meira um hætturnar sem
stafa af tóbaki en svonefndir fijáls-
lyndir fjölmiðlar eða Dole þingmað-
ur,“ sagði Clinton í ræðu í Chicago
á miðvikudaginn og var vel fagnað.
Þeir sem beijast gegn reykingum
hafa haldið því fram, að Dole haldi
verndarhendi yfir tóbaksframleið-
endum gegn framiögum í kosninga-
sjóð hans. Nýlega gaf Dole í skyn
að nikótín væri ef til vill ekki ávana-
bindandi, og hélt því fram, að sígar-
ettur væru ekki hættulegri en
margt annað sem maður iéti eftir
sér. „Sumir segja að mjólk sé ekki
góð,“ sagði hann í viðtali.
Dr. Koop er dyggur repúblikani
og stuðningsmaður Doles. Á lækn-
aráðstefnu átaidi hann forsetafram-
bjóðandann, og sagði að orð hans
„sýndu annað hvort mikinn þekk-
ingarskort hans á ávanabindingu
nikótíns eða blindan stuðning hans
við tóbaksframleiðendur."
Dole sagði í sjónvarpsviðtali að
Koop fylgdist með „þessum frjáls-
lyndu fjölmiðlum og hefur líklega
misst áttanna." Fréttamaðurinn
spurði þá hvort læknirinn hefði ver-
ið heilaþveginn, og Dole svaraði:
„Líklega að vissu marki."
Clinton hefur haldið því fram,
að nikótín sé ávanabindandi lyf og
því skyldu stjórnvöld setja reglur
um dreifingu og neyslu á því. Dole
leggur hins vegar áherslu á að
stjórnvöld eigi að halda að sér hönd-
um og leyfa fullorðnu fólki að taka
eigin ákvarðanir.
BÐ FLYTJUM
Vlð bjóðum okkar trúföstu viðskiptavinum 30% afslátt af
öllum okkar vel þekktu gæðavörum: HIGH DESERT
drottningarhunang, blómafrjókorn og Propolis, ALOE VERA
frá JASON og Dr. Guttorm Hernes dag- og næturkrem gegn
húðvandamálum.
TILBOÐIÐ GILDIR FRÁ OG MEÐ
ÞRIÐJUDEGI 2. JÚLÍ TIL OG MEÐ
LAUGARDEGI 6. JÚLÍ.
Þeir viðsHipiavinir. sem eHhi eiga host á að heimsæHja
oHHurá ITmabilinu. gefa einnig nqft sér tilboðið með því
að panta gegn pösthröfu. Visa eðaEuro.
Borgarhringlunni. Þorpinu.
, simar I
B
PRINGESS MARCELLA
ORGHESE
• Dagkrem
• Rakakrent
• Rody lotion
• Ilmprufa
» 2 varaliiir
MeÐ HVERJH BORGHESE AJNDUTSIQÍEMI
FYLGIR ÞÉSSl GLÆSILEGl KAIMIKJ
ÚTSÖLUSTAÐIR Hygea, Kringlunni og Austurstræti - Libia,
Mjódd - Spés, Háaieítisbraut - Sautján, Laugavegi -
Sólbaðstofan, Grafarvogi - Apótek Suðurnesja, Kefíavík -
Akraness Apótek - Ninja, Vestmannaeyjum.
* Takmarkað magn.
blabib
-kjarni málsins!
MQliiMflfKlI
röBeeru verði 1 sum
Sfgr
Á&ur 59.850
'
PÓSTIJR OG StMI
Söludeild Armúln ? t, simi SS0 /800
L.
xi a post oq ;
Ekkcrt kcifiurfí;staoiinn fyrir.
-m, ÚLL '4;..
IMF
í