Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 33 + Ingólfur Arn- arson fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést í Danmörku 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júlí. Allir eiga dauðann vísan. Sumir ungir að árum, aðrir hátt í aldargamlir. En ætíð skal dauðinn þó koma á óvart og jafnan þeg- ar hans er síst von. Það er alltaf tregi og eftirsjá þeg- ar ellimóðir vinir og saddir lífdaga kveðja, en nístandi sársauki og djúpur söknuður fyllir tómið þegar ungir samferðamenn eru hrifnir burt fyrirvaralaust. Spumingunni „hvers vegna“ verður aldrei svarað og því til- gangslaust að spyija. Hún leitaði samt sterkt á hugann þegar fregn- in um fráfall vinar okkar og skáta- bróður, Ingólfs Arnarsonar barst til íslands að morgni Jónsmessu. Hvernig mátti það vera að Ingó, þessi glaðværi vinur okkar og fé- lagi til fjölda ára, væri allur? En hann er farinn heim, eins og skát- ar segja, farinn á fund föður síns og forfeðra. Eftir fyrstu geðshræringuna leituðu minningamyndir á hugann. Ingó i göngu með bakpoka á leið upp á Hellisheiði á fallegu haust- kvöldi, Ingó með munnhörpuna á kvöldvöku á vormóti Hraunbúa í Krísuvík, Ingó syngjandi með Jonna bróður sínum, Ingó þar sem hann mætti manni brosandi á förn- um vegi, Ingó í sorg eftir föður- missinn og glaður sem nýbakaður og stoltur pabbi. Óteljandi minn- ingar tengdar Ingó og næstum allar ánægjulegar. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með honum í Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði og Ingó var alltaf sannur skáti. Hann hafði forystu um að stofna dróttskáta- sveitina Asterix og fengu allir meðlimir hennar aukanöfn, í anda Gaulveijanna í Gaulveijabæ í Gall- íu. Ingólfur, sem sveitarforingi okkar, hlaut að sjálfsögðu nafnið Astríkur. Hann tók að sér fjölmörg verkefni fyrir skátahreyfínguna, hvort sem var fyrir Hraunbúa, Bandalag íslenskra skáta, eða ýmis skátafélög sem þurftu á kröftum hans að halda. Ingó og Síi, besti vinur hans sáu meira að segja um húsvörslu skátaheimilis- ins Hraunbyrgis um tíma. Ingó bjó yfir náðar- gáfu, rétt eins og öll hans íjölskylda, sem var tónlistin. Hann var lagviss og mikill söng- maður. Auk þess lék hann listavel á munn- hörpu og átti fullan kassa af alls kyns munnhörpum sem hann lék á. Hvar sem Ingó var nálægur fengu menn hann til að stjórna kvöldvökum. Hvort sem var á fé- lagsmótum eða á landsmótum skáta, og aldrei skoraðist Ingó undan þeim óskum. Oft skilja leiðir vina og félaga, en liggja svo saman aftur um lengri eða skemmri tíma. Vinaböndin togna og teygjast en slitna þó aldr- ei alveg. Ingó dvaldi undanfarin ár í Danmörku með fjölskyldu sinni, en það var samt alltaf gamli góði Ingó með risastórum upphafs- staf sem heilsaði manni, þótt ár liðu á milli endurfunda. En nú er Ingólfur Arnarson dá- inn. Við söknum hans sárt. Og það er öðruvísi glampi frá varðeldinum í minningunni, nú þegar Ingó er allur og við vitum að hann kemur ekki aftur. Hann mun samt lifa, lifa í hugum okkar sem kær minn- ing um góðan dreng, vin og fé- laga. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ingólfs Arnarsonar. Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér. Láttu það efla andans eld og allt sem gðfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær. Lýsir lýð, alla tíð, nær og fjær. (Hrefna Tynes.) Fyrir hönd félaga í dróttskátasveitinni DS. Asterix, Lárus Jón og Gunnar Kristinn. Fallinn er vinur. Hugurinn leitar til Guðs til að spyija: Af hveiju? Fáum við nokk- urn tímann að skilja hvað ræður því að tilvist svo margra lýkur allt of fljótt hér á þessari jörðu? Við getum ekkert annað en treyst á kærleika Guðs og við biðjum hann að vera með öllum vinum og fjöl- skyldu Ingólfs Amarsonar sem nú eiga um svo sárt að binda. Ég minnist Ingólfs sem ná- granna og leikfélaga á æskuárum. Ég minnist Ingólfs sem skátabróð- ur til fjölmargra ára, en skátastarf- ið var svo ríkur þáttur í lífi hans. Ég minnist Ingólfs syngjandi í skátastarfinu, í skólanum og víðar. Söngurinn átti hug hans eins og svo margra í fjölskyldu hans og ég er viss um að við eigum eftir að syngja marga söngva í minn- ingu Ingólfs. Eins og svo oft vill verða varð samgangur milli okkar ekki mikill eftir að á fullorðinsárin kom. Við hittumst þó alltaf af og til og þó stundum liði langt á milli, fann maður að í kveðju okkar var traust vinátta. Þegar langt líður á milli samfunda manna, finnur maður að það eina sem maður vill eiga er vináttan. Metingur og kýt- ingar æskuáranna eru aðeins rif- jaðar upp til að kitla hláturstaug- arnar og hjá Ingólfi þurfti ekki mikið til fá þær taugar til senda frá sér geisla og hlýju hlátursins. Þegar Ingó og Didda fluttu til Danmerkur slitnaði samband okk- ar nær alveg. Það var því eins og lítill sólargeisli, þegar kveðja á tölvupósti barst frá Ingólfi sem bar kveðjur og sagði að nú væri hann kominn í tövutengsl. Að sjálfsögðu var hann boðinn velkominn í hóp- inn og með þessu móti fékk hann ýmsar fréttir af skátastarfinu hér heima. En þó tæknin gefi okkur tækifæri á að eiga samskipti á svo einfaldan hátt, þó langt sé á milli, þá dugar það skammt þegar tæki- færið er ekki nýtt. Margoft var ásetningurinn að skrifa Ingólfi og forvitnast um hans hagi og líðan, í landi sem mér og minni fjölskyldu hafði líkað svo vel í. Alltaf frestað- ist það til morguns. Nú er tækifær- ið glatað. Það mun eflaust ergja mig lengi þó það sé til lítils héðan af. Þetta minnir okkur þó öll á mikilvægi þess að rækta með okk- ur vináttuna, ekki endilega með veislum og stórum samkomum. Stutt símtal, kort eða kveðja gera oft svo mikið. Það lætur vita að kærleikurinn fínnst. Ég flyt börnum Ingólfs, þeim Gunnari Erni og Önnu svo og fjöl- skyldu hans allri dýpstu samúðar- kveðjur mínar og eiginkonu minnar Kristjönu. Ég ber einnig kveðju skátahöfðingja fyrir hönd Banda- lags íslenskra skáta sem vottar samúð sína. Guð styrkir þann sem þjakar. Guðni Gíslason. Mig langar til að minnast vinar míns og móðurbróður Ingólfs Arn- arsonar í fáum orðum. Ég ólst að miklu leyti upp á heimili foreldra hans og leit hann alltaf á mig sem eitt af yngri systk- inum sínum. Ég leit alltaf mikið upp til hans og þótti vænt um hann sem stóra bróður. v Við Ingó áttum margar ánægju- stundir saman. Sumarið 1980 dvaldi ég með móður minni í Kaup- mannahöfn og Ingó heimsótti okk- ur þangað og rifjuðum við oft upp þann skemmtilega tíma. Ég minn- ist einnig þess tíma þegar hann var í fyrra hjónabandi sínu og við Jóhanna, þá unglingar, fengum að fara með þeim á skíði og bralla margt fleira skemmtilegt. Undanfarin 13 ár höfum við búið hvort í sínu landi og því urðu samverustundirnar færri, þó fund- um við alltaf okkar sterku tengsl þegar við hittumst. Okkar síðustu samskipti áttu sér stað í Danmörku í lok apríl. Þá var hann mjög dap- ur vegna skilnaðar sem reyndist honum ákaflega erfiður. Það var mér mikið áfall að frétta af and- láti hans. Ég minnist Ingós með virðingu og söknuði og þakklæti fyrir góðar samverustundir og bið Guð að styrkja börnin hans og fjölskyldu. Erna Birna Símonardóttir. (Digga) Kveðja frá Skátafélaginu Hraunbúum Þegar fréttin barst frá Dan- mörku um andlát Ingólfs Arnar- sonar, skátabróður, félaga og vin- ar, var sem ský drægi fyrir sólu. Þó nokkuð væri um liðið frá starfi hans með Hraunbúum er hann ljós- lifandi í minningu okkar, sífellt brosandi og glaður og tilbúinn til aðstoðar þar sem þörf var á. Hann var í mörg ár í forystu Skátafélagsins Hraunbúa, bæði sem sveitarforingi og dróttskáta- foringi, og um árabil var vart hald- in skemmtun án þess að Ingó væri í farabroddi með gítarinn og hrók- ur alls fagnaðar. Á fjölmennasta skátamóti landsins, landsmóti, var hann stjórnandi kvöldvöku og varðelds, þannig að það voru ekki aðeins Hraunbúar sem nutu hæfi- leika hans heldur skátahreyfingin öli. Hugur okkar leitar nú til fjöl- skyldu hans, móður og systkina. Sigríður, móðir Ingós, var um tíma starfsmaður Hraunbúa og hún vann strax hug og hjarta ungu skátanna með umhyggjusemi sinni og blíðu. Það áfall sem fjölskyldan hefur nú orðið fyrir geta aðrir ekki skilið en þeir sem reynt hafa. Þegar eiginmaður Sigríðar féll frá þegar börnin voru öll á unglingsaldri sást hve mikill innri styrkur býr í þess- ari fjölskyldu og hversu mjög þau styrktu hvert annað í þeirri miklu sorg sem föðurmissirinn var. í huga skáta er félagi sem fallið hefur frá „farinn heim“. Við erum þess fullvissir að heimkoma Ingólfs hefur verið góð, því ljúfari dreng var ekki hægt að hugsa sér. INGOLFUR ARNARSON PA UL KENNETH MOULDER + Paul Moulder fæddist í Kanada 2. septem- ber 1958. Hann and- aðist í Cedar Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kenneth Moulder, viðskipta- fræðingur (MBA) frá Harvard há- skóla, fæddur í London, og Nancy Bashaw Moulder frá Malone i New York fylki. Yngri lengi hjá bygging- arfyrirtækinu Stone and Stone Inc. í Los Angeles. Árið 1990 hóf Paul störf hjá SteadiSystems Inc. í Hollywood, sem er þjónustufyrirtæki fyrir kvikmynda- iðnaðinn. Paul var giftur Láru Sólnes, sagnfræðingi frá UCLA háskólanum í Los Angeles, sem er fædd 11. ágúst 1959 í Reykjavík. Lára er dóttir Júl- broðir Paul er David Moulder, sem starfar í Los Angeles. Pauí ólst upp hjá foreldrum sínum, sem settust að í Los Angeles. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Berkeley-háskólanum í Kali- forníu 1982 og starfaði siðan iusar Sólnes, prófessors og fyrr- verandi ráðherra og Sigríðar Maríu Óskarsdóttur Sólnes, verzlunarmanns. Lára og Paul eiga eina dóttur, Soffíu Sólnes Moulder, sem fæddist 13. sept- ember 1995 í Los Angeles. Útför Paul var gerð frá Santa Monica-kirkjunni í Santa Monica í Kaliforniu hinn 7. júni. Það er erfítt að sætta sig við, að fjörkálfurinn Paul Moulder skuli hafa verið kvaddur á braut frá ungri konu sinni og níu mánaða gamalli dóttur. Það er ekki lengra síðan en í marz sl. að við áttum saman ánægjustundir í Orlando, þar sem við reyndum með okkur á golfvellin- um. Fyrir okkur hjónin voru þetta dýrðardagar því þar gafst tækifæri til að kynnast nýja barnabarninu, henni Soffíu litlu, og hitta Láru og Paul, sem sá um að ailir skemmtu sér og fengju gott að borða. Við kynntumst fyrst Paul Moulder í stuttri heimsókn til Los Angeles 1984. Hann og Lára höfðu þá þegar bundizt tryggðaböndum, en við fundum strax hvílíkan sómamann Paul hafði að geyma. Hann var ein- staklega góður í sér og nærgætinn við alla sína nánustu og átti stóran og tryggan vinahóp. Paul var mjög vinsæll og sá gjarnan um að kalla hópinn saman. Var hann þá hrókur alls fagnaðar. Paul kom oft til íslands og hafði sterkar taugar til landsins. Honum þótti náttúran og mannlífið á ís- landi áhugavert og hafði jafnvel í huga að búa á íslandi um skeið til að setja sig betur inn í menningu okkar og tungu. Paul var slíkur maður, að öllum leið vel í návist hans. Hann var dugnaðarforkur til vinnu og mikill athafnamaður. Hann var einnig mjög útsjónarsamur og vel gefinn maður, sem leysti úr hvers kyns vandamálum, sem hon- um voru fengin til úrlausnar. Ef eitthvað fór úrskeiðis var Paul ávallt sóttur til þess að kippa hlutunum í lag. Paul var einn af lykilmönnum liins unga fyrirtækis, sem hann vann hjá í Los Angeles. Hann fékkst þar við helztu tækninýjungar, sem nútíma kvikmyndagerð byggist á og fylgdist grannt með allri fram- þróun á því sviði. Við munum sárt sakna hans, en minningin um góðan dreng og allar þær unaðsstundir, sem við áttum saman, er okkur huggun gegn harmi. Vertu sæll, vinur, og megi guð geyma þig. Sigríður María og Júlíus Sólnes. Þeir fjölmörgu skátar sem þekktu Ingó drúpa nú höfði í sorg, en í minningu okkar verður ávallt bjart um Ingólf Arnarson. Hraunbúar þakka honum sam- fylgdina og senda fjölskyldu hans allri hugheilar samúðarkveðjur. Sigurgeir Ólafsson, aðstoðarfélagsforingi. Það var á einhverju hamingju- ríkasta tímabili ævi minnar sem ég kynntist honum Ingó. Við vor- um ungir og skuldbindingalausir að mestu og með afar svipaða lífs- sýn og skoðanir á flestum hlutum. ) Þær voru ófáar næturnar sem við sátum saman og veltum fyrir okkur ólíklegustu hlutum og lékum tónlist hvor fyrir annan. Á þessum tveggja manna fundum okkar, heima í stofu eða upp til fjalla, lögðum við grunninn að ævarandi vináttu, sem ef eitthvað var, þroskaðist og varð innilegri þótt aðstæður gerðu það að verkum að lengra leið á milli endurfunda. En þegar við hittumst, oft eftir óþarflega langan tíma, var allt eins og það átti að vera milli tveggja sannra vina. Bréf og símtöl okkar í millum undirstrikuðu, eftir því sem tíminn leið, að vináttan var fölskvalaus og margt smátt í hinu daglega lífí minnti okkur á vinátt- una og hvorn annan, eins og bréf- in sanna. Ingó var tilfinningaríkur maður með mikla réttlætiskennd og hann bjó yfír þeim dásamlega hæfileika að geta fyrirgefið. En lífið bar hann ofurliði og nú græt ég góðan vin. Við Svanhvít kveðjum góðan dreng og þökkum honum allar stundimar. Við færum móður hans, Sigríði Jónsdóttur, bömum hans, Gunnari Emi og Önnu og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við sökn- um hans öll en við höfum minning- una og hún er hrein og falleg. Þorsteinn. Ingó er farinn heim. Sú sorgarfrétt barst eins og eld- ur um sinu að Ingó væri látinn. Það setti að manni óhug og sorg. Um hugann fóm minningar um glaða daga fyrir allt of mörgum árum. Ófáar ferðir á pusjónum hennar Siggu mömmu, skátabíó- ferðir, Akureyrarferð, þar sem fé- lagsskapurinn Hið íslenska vellíð- unarfélag var stofnað, skátamót hjá Bjarma, Krísuvíkurmót og óte'ij- andi námskeið og kvöldvökur þar sem hann var alltaf hrókur alls fagnaðar. í félagsskapnum „Ung- um öldungum“ var hann fremstur meðal jafningja. Það er félagsskap- ur þar sem skátar úr öllum félögum koma saman og hafa glaða daga. Það er erfitt að kveðja. Við þökk- um Ingó samfylgdina í gegnum árin. Fjölskyldu og ættingjum vilj- um við einnig votta samúð og biðj- um Guð að varðveita þau um leið og Hann tekur á móti Ingó opnum örmum. Gunnar Atlason, Ungir öldungar. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.