Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Starfsmenn Landmælinga íslands ósáttir við ráðagerðir um flutning til Akraness
Segja
ákvörðun
ráðherra
kjaftshögg
Flutningar
ekki bornir
undir starfs
menn
STARFSMENN Landmælinga ís-
lands samþykktu einróma í gær-
morgun harðorð mótmæli gegn
flutningi stofnunarinnar til Akra-
ness eftir tvö og hálft ár. Talsmenn
starfsmanna, Guðmundur Viðars-
son deildarstjóri og formaður
starfsmannafélagsins, Hrafnhildur
Brynjólfsdóttir, landfræðingur og
annar tveggja trúnaðarmanna
starfsmanna og Kristmundur
Hannesson, starfsmaður á upplýs-
ingasviði, segja að ákvörðunin hafi
komið sér í opna skjöldu og verið
kjaftshögg fyrir starfsmenn.
Ekkert samráð hafi verið haft
við þá síðan umræða um
flutning féll niður fyrir
tveimur árum eftir
snarpar umræður og
mikla andstöðu hjá
starfsmönnum Land-
mælinga. Hafi þeir talið "
að málið hafi verið úr sögunni eft-
ir skoðun þáverandi umhverfísráð-
herra en flutningur var á þeim tíma
talinn „óhagkvæmur og óskynsam-
legur“ að því er segir í ályktun
starfsmannafundarins.
Ummælum umhverfisráðherra
sem eftir honum voru höfð í Morg-
unblaðinu í gær um að enginn
hefði andmælt flutningunum var
mótmælt sérstaklega. Starfsmenn
telja umhverfisráðherra hafa mis-
skilið skilaboð þeirra á fundinum.
Þar hafí mönnum litist illa á áform-
in og ítrekað innt ráðherra eftir
rökum fyrir flutningum en ein-
göngu fengið þau svör að ákvörð-
unin væri pólitísk.
Undrast vinnubrögð ráðherra
Starfsmenn Landmælinga segj-
ast furða sig á vinnubrögðum
umhverfisráðherra í málinu. „Við
héldum að umhverfisráðherra ætl-
aði á fundinum á miðvikudag að
deila með okkur framtíðarsýn um
hlutverk stofnunarinnar og hygðist
í tilefni af 40 ára afmæli Landmæl-
inga veita fjármuni til að ráða
fleira fólk og kaupa betri tölvubún-
að,“ segir Kristmundur. „Skilaboð-
in voru önnur og við lítum svo á
að verið sé að leggja niður þá stofn-
un sem nú er starfandi og annarri
stofnun verði komið upp á Akra-
nesi.“
Hrafnhildur segir að starfs-
mönnum hafi verið settir afarkost-
ir, í raun væri ekki ljóst hvort þeim
hefði verið sagt upp eða hvort ver-
ið væri að þvinga þau til uppsagn-
ar. Hún telur ráðherra hafa sýnt
þeim mikla ókurteisi með því að
ræða ekki við starfsmenn um mál-
ið.
Guðmundur segir að miðað við
framsetningu tilkynningarinnar
mætti halda að málið kæmi starfs-
mönnunum ekkert við. í Ijósi þess
að ráðherra hafi ennfremur lítið
haft fram að færa um framtíð
þeirra mætti spyija hvers vegna
hann sá ástæðu til að tilkynna
þeim þetta yfírhöfuð.
Réttarstaða könnuð
Hrafnhildur segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um
aðgerðir af hálfu starfsmanna.
Aðspurð sagði hún ekki hafa verið
rætt um hópuppsagnir en Ijóst
væri að að óbreyttu vildi enginn
flytja með stofnuninni til Akra-
ness. Hún segir að starfsmenn
ætli að fara sér hægt en áhersla
verði lögð á að samræma aðgerð-
ir og kanna réttarstöðu starfs-
manna. Samráð yrði haft við
starfsmenn og lögfræðinga stétt-
arfélaga starfsmanna en flestir
væru annað tveggja, í Félagi ís-
lenskra náttúrufræðinga eða
BSRB.
Guðmundur segir að ákvörðunin
komi mjög illa við starfsmenn. Í
________ könnun sem gerð var
vegna umræðu um flutnr
inga fyrir 2 árum kom í
ljós að slík ákvörðun
snerti yfir 120 manns,
rúmlega 30 starfsmenn
.... og fjölskyldur þeirra. í
þeim hópi væru nokkrir sem ættu
mjög erfitt með að flytja, m.a.
annars vegna skólagöngu barna
sinna, atvinnu maka eða umönnun-
ar tengdaforeldra.
Guðmundur segir mjög óljóst
hvað felist í orðum ráðherra að
bæjaryfirvöld vildu greiða fyrir
götu starfsmanna. Ekkert hafí ver-
ið hugað að fyrirkomulagi áðstoðar
bæjaryfirvalda. í þeim efnum væri
í mörg horn að líta, s.s. varðandi
skólavist, dagvistun, húsnæði og
atvinnuöryggi maka. Auk þessa
hafi ákvörðunin slæm áhrif á starf-
sandann, óvissa ríki um réttindi
starfsmanna og margir muni hafa
áhyggjur þegar það þurfi að heíja
4eit að nýrri vinnu.
Morgunblaðið/Ásdís
KRISTMUNDUR Hannesson starfsmaður kortadeildar og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir landfræðing-
ur segja starfsmenn vera mjög óánægða með vinnubrögð umhverfisráðherra og ákvörðun hans
að flytja starfsemi Landmælinga íslands til Akraness.
Áður talið
óhagkvæmt
Þremenningarnir
minna á forsögu máls-
ins en fyrir tveimur
árum hafi hagkvæmni
þess að flytja stofnun-
ina til Akraness verið
könnuð ítarlega.
Kristmundur segir að
í minnisblaði Hagsýslu
ríkisins frá 1994 sé
mælt gegn flutningi.
Ennfremur sé í tillögu
Byggðastofnunar frá
1993 að stefnumót-
andi byggðaáætlun
varað við að flytja
starfsemi stofnana
sem þurfa að hafa mikil samskipti
við fólk víðs vegar á landinu.
Guðmundur fullyrðir að heildar-
kostnaður vegna flutninganna
verði geysilega mikill ef allt er
talið saman, s.s. vegna minni af-
kasta, þjálfunar nýrra starfs-
manna og flutninga og röskunar.
Hann segir að þessi kostnaður
ouuniunaur
Viðarsson
deildarstjóri
hafi
AgUSÍ
Guðmundsson
forstjóri
a sínum tíma verið metinn
um 160-170 milljónir króna. í
þeirri tölu væri þó ekki gert ráð
fyrir kostnaði vegna húsnæðis-
kaupa og innréttinga. Guðmundur
segir það skoðun sína að fjármun-
unum hefði verið betur varið í að
kaupa betri búnað og tæki sem
efla myndi kortagerð.
Vilja ekki flytja
búferlum upp á Skaga
KRISTINN Ólafsson aðal-
bókari og Guðný Birna
Rosenkjær ritari segjast
hvorugt vilja flytja upp á
Skaga um leið og skrif-
stofur Landmælinga verð-
ur fluttar þangað og bera
við fjölskyldu- og at-
vinnuástæðum. Morgun-
blaðið ræddi við þau um
áhrif ákvörðunar um
flutning stofnunarinnar á
líf þeirra.
„Eg er með fjölskyldu í
bænum og yngstu börnin
mín eru að byrja í skóla.
Ég get ekki verið að rífa
þau upp úr hverfi sem þau
hafa fæðst og alist upp í
og byrja upp á nýtt í nýju um-
hverfi,“ sagði Kristinn. Kánn
viðurkennir að ef starfsmenn
fengju mjög gott tilboð vegna
flutninganna kynni hann að
hugsa sig um. „Það er náttúr-
lega allt falt fyrir peninga,“
segir hann og glottir. „Það yrði
þá líka að vera vel boðið. Ég
myndi þá líklegast keyra á milli
en skilyrði fyrir því er að laun
Kristinn Ólafsson
aðalbókari
Guðný Birna
Rosenkjær ritari
yrðu í samræmi við þá fyrir-
höfn. Ég hef áður sótt um starf
utan höfuðborgarsvæðisins en í
þeim tilvikum hefur verið um
betur launuð störf að ræða,“
segir Kristinn.
Kristinn segir að vinnubrögð
ráðherra hafi komið sér á óvart.
„Þetta var rætt fyrir tveimur
árum og síðan hélt maður að
þetta væri afgreitt mál.“
Lamandi áhrif
„Égfer ekki uppá
Skaga,“ sagði Guðný Birna
ákveðin. „Maðurinn minn
rekur fyrirtæki í Hafnar-
firði. Þá er maður nýbúinn
að koma sér fyrir, kaupa
sér íbúð og á fjölskyldu.
Það er ekki eins og að segja
það að rífa upp fjðlskyldu
og heimili.“ Hún segir að
starfsmenn séu enn að átta
sig á tíðindunum. „Þetta
hefur þegar haft mjög Iam-
andi áhrif á starfsandann.
Ég var ekki hér fyrir
tveimur árum þegar þetta
gekk yfir síðast en ég hef
heyrt að þá hafi nærtveir mán-
uðir fallið niður í vinnu þá og
ég held að ekki sé fjárri lagi
að sú verði raunin einnig núna,“
sagði hún.
Guðný Birna kveðst vera
bjartsýn og hyggst ekki leita sér
að vinnu fyrst um sinn. Hún
trúi þvi að menn séu það skyn-
samir að ákvörðunin verði end-
urskoðuð.
Hæð nýlega endurinnréttuð
fyrir 5-6 milljónir
Ágúst Guðmundsson forstjóri
Landmælinga sagði að óvissa hefði
ríkt um framtíð stofnunarinnar því
að áform um flutninga hafi aldrei
verið að fullu lögð til hliðar jafnvei
þótt málið hafi fallið úr almennri
umræðu fyrir fáeinum misserum.
Ágúst staðfesti aðspurður að
það hafi verið skilningur starfs-
manna að hætt hafi verið við áform
um flutninga. Hann fullyrti einnig
að allar aðgerðir og uppbygging
stofnunarinnar hafi verið miðaðar
við óbreytta staðsetningu enda
hafi menn ekki vitað annað þar til
fyrir fáeinum dögum.
Ágúst staðfesti að ein hæð í
húsnæði stofnunarinnar við
Laugaveg hefði nýlega verið end-
urinnréttuð og kostnaður við þær
framkvæmdir numið 5-6 milljónum
króna.
Ágúst telur að aðeins lítill hluti
söludeildar stofnunarinnar geti
verið áfram með skrifstofu í
Reykjavík þar sem loftmyndasafn-
ið og kortasafnið séu gagnasafn
stofnunarinnar og verði því ekki
auðveldlega skilin frá.
Mikilvægt að eyða óvissu
Ágúst segir að systurstofnanir
Landmælinga á Norðurlöndum
hafi verið fluttar til. Þar hafi gul-
rótin verið sú að samhliða flutning-
um hafi stofnanirnar verið tækjav-
æddar eins og best gerðist. Hann
væntir þess að fjármunir verði
lagðir í stofnunina samhliða flutn-
ingum, einkum í ljósi orða ráðherra
að stofnunin yrði að minnsta kosti
jafn vel búin og hún er nú. Hann
segir að flutningarnir komi verst
niður á starfsmönnum og mikil-
vægt sé að eyða óvissu um rétt-
indi þeirra og kjör vegna flutn-
inga. Ágúst bendir ennfremur á
að ljóst sé að framleiðsla og af-
köst starfsmanna muni minnka
þann tíma sem umræður og vinna
við flutning stendur yfir.
Tilboð þyrfti að vera gott
Guðmundur segir að sjálfur gæti
hann fyrst hugsað sér að athuga
þann möguleika að flytja til Akra-
ness ef almennilegt tilboð bærist. í
því þyrfti að felast að greiddur yrði
allur kostnaður vegna flutning-
anna, aðstoð veitt til að fá húsnæði
og laun hækkuð umtalsvert. Hann
taldi ennfremur að faglegur áhugi
starfsmanna ykist ef stjómvöld lof-
uðu auknum fjárveitingum sam-
hliða flutningum til að búa stofnun-
ina nýjum tækjum og búnaði.