Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jazzhátíðin í Kaupmannahöfn aldrei verið stærri 450 tónleikar á10 dögum Nöfn eins og Wayne Shorter, Horace Silver og Kenny Garrett fá hjörtu jazzunnenda til að slá hraðar. Þeir verða ásamt grúa af tónlistarmönnum í fremstu röð á jazzhátíð- inni í Kaupmannahöfn 5.-14. júlí. Guðjón Guðmundsson lenti strax í vandræðum þeg- ar kom að því að velja milli viðburða enda verða þeir 450 talsins á tíu dögum. JAZZHÁTÍÐIN í Kaupmannahöfn verður haldin í 19. sinn í þessum mánuði, árið sem höfuðborgin er gestgjafi sem menningarhöfuð- borg Evrópu. Búist er við mörg þúsund erlendum gestum á hátíð- ina sem hefur ávallt verið vel sótt af heimamönnum sjálfum. Hátíðin hefst í dag og stendur til 14. júlí. Hátíðin er stærri nú en nokkru sinni áður en megin einkenni henn- ar eru tónleikar á torgum og í görðum Kaupmannahafnar auk kvöldtónleika í alls kyns veitinga- stöðum og hótelum vítt og breitt um miðborgina. Borgin iðar af lífi þessa daga. Tónleikar verða á hveijum degi á Axeltorgi, Grá- bræðratorgi, Kultorgi og víðar í kringum Vesturbrúargötu og Strikið. Copenhagen Jazzhouse Stóru viðburðirnir verða í sirkus gímaldinu sem hýsir lítinn hljóm en þeim mun fleiri áheyrendur. Þar leikur píanóvirtúósinn og dvergurinn Michel Petrucciani í dag, 5. júlí, Svend Asmussen 7. júlí, Niels-Henning 0rsted Peders- en og hljómsveit og Jan Garbarek og hljómsveit 8. júlí og 13. júlí Horace Silver með hljómsveit og Wayne Shorter með hljómsveit. Stærsti einstaki bitinn er lík- lega útitónleikar í Gronnegárden við Bredgade. Þar leika saman í einni sveit Chick Corea, Wallace Roney, Joshua Redman, Christian McBride og Roy Haynes. Þetta eru einhveijir eftirsóttustu og „heitustu“ tónlistarmenn Banda- rikjanna um þessar mundir og víst að margur mun leggja leið sína í Gronnegárden kl. 14.30, 7. júlí. í Copenhagen Jazzhouse verður líka margt um dýrðir. Jim Hall og Joe Lovano leika þar með hljómsveit og má búast við lítils- háttar lýrík þar. Söngkonan Ab- bey Lincoln syngur ásamt hljóm- sveit sinni og saxófónleikarinn Kenny Garrett leikur þar ásamt kvartett sínum sem skipaður er Pat Metheny, Jeff „Tain“ Watts og Nat Reeves. Ekki má gleyma kvartett David Liebman og hljóm- sveit Henry Threadgill sem verða í Copenhagen Jazzhouse 7. og 8. júlí. Það verður ekki heiglum hent að samræma svo dvöl sína í Kaup- mannahöfn þessa daga að ekki verði einhveijir lystugir tónleikar útundan. Þannig leikur hljómsveit Eddie Palmieri í Konsistorie- garðinum, sem er myndarlegur húsagarður í miðjum gamla Kaup- mannahafnarháskóla, kl. 16 til 18 miðvikudaginn 10. júlí en á sama tíma svingar kvintett Peter Gullin og Jens Sondergaard í Café Chips. Palmieri verður þó líklega fyrir valinu enda ekki á hveijum degi sem tækifæri gefst til þess að heyra ekta latin tónlist sjö manna mambósveitar. Palmieri hefur ver- ið kallaður bijálæðingurinn í latin músíkinni vegna þeirrar ákefðar sem litar svo tónlist hans. Svo passar ágætlega að snara sér upp á Axeltorg eftir tónleika Palmieris og hlýða á spennandi kvintett Thomas Agergaards (saxófónn) sem auk hans er skipuð Niels Petter Molvær frá Noregi (tromm- ur), Lars Jansspn frá Svíþjóð (píanó), Lennart íslandsfara Gin- man (kontrabassi) og Anders Kjellberg (trommur). En það þýðir þá að tónleikar tríós píanóleikar- ans Butch Lacy (Jesper Lundga- ard og Jikkis Uotila) í Kongens Have kl. 19 fer forgörðum. Svona verður líklega hver dagur á jazzhátíðinni í Kaupmannahöfn, eitt allsheijaruppgjör milli jazz- tónlistarmanna í fremstu röð. Margir góðkunningjar íslendinga setja mikinn svip á hátíðina, eða hver kannast ekki við nöfn Jakob Fischers, Doug Rainey, Ann Far- holts, Jesper Thilos, Thomas Clausens, Finn Zieglers sem verð- ur með fiðluna á Finn Zieglers Hjorne, Alex Riel og Niels-Henn- ing, Hugo Rasmussen, Bent Jædig og Jens Winther. En Kaupmannahafnarhátíðin er líka hátíð barnanna. Á hveijum morgni, frá kl. 10.30 til 13.30 spila dönsk börn úr tónlistarskól- um hvaðanæva úr landinu á svið- inu í Kongens Have, stundum ein og stundum með fullorðnum. Svo verða marséringar um götur mið- borgarinnar með Orion Brass Band og einnig er hægt að fara í bátsferðir með sveitinni um síki Kaupmannahafnar. Á heimaslóð Flutti inn rusl frá New York ÞEIR sem vilja kynnast and- rúmsloftinu á strætum New York-borgar ættu að bregða sér í Gallerí Greip á sýningu Guð- bjargar Gissurardóttur; Grafísk mállýska New York borgar. Hún hefur reist eftirmyndir af veggjum úr næsta nágrenni sínu í Brooklyn og flutt töluvert magn af rusli frá götum borgar- innar með sér til landsins. Há- vær umferðarniður kemur úr hátölurum og á veggjunum eru ljósmyndir af ýmsu grafísku letri, sem fólk yfirleitt tekur ekki eftir, eins og texta á leigu- bilum og skúringafötum svo eitthvað sé nefnt. „Augu mín opnuðust fyrir þessum litlu hlut- um í umhverfi mínu þegar ég fór í áfanga í skólanum sem fjallaði um svipuð mál. Eftir það er ég alltaf með litla myndavél á mér. Þarna var ég í Central Park og sá allt í einu bókstaf myndast á himninum,“ sagði hún um mynd þar sem flugvél hefur ritað orð á himininn. Á neðri hæð gallerísins eru mynd- ir af veggjakroti og undir hljómar kraftmikil rapptónlist. Allt nema lyktin í fréttatilkynningu segir að Guðbjörg, sem er í mastersnámi í grafískri hönnun, velti með sýningunni upp spurningunni hvort grafískir hönnuðir nútim- ans séu að verða of háðir tölvu- tækni og mótuðum forskriftum. „Yfirleitt eru grafískir hönnuð- ir ekki mikið að setja upp sýn- ingar eins og þessa. Þetta er svona útúrdúr hjá mér þótt ég sé í raun að fjalla um mál sem snúa að mér sem hönnuði." Á þeirri hlið veggjarins sem snýr inn í galleríið eru stórar teikni- myndasögufígúrur en þá mynd tók Guðbjörg á bílastæði i Brodway og stækkaði upp margfalt. Fyrir neðan vegginn er grasbali með ruslatunnu og skilti sem hún keypti af betlara. „Það hefur komið fólk á sýning- una, sem hefur búið í New York, sem finnst ég ná stemmning- unni vel. Ég er ánægð með það sérstaklega vegna þess að ég hef bara verið þarna í eitt ár. Það eina sem vantar er lyktin. Það eru svo margar tegundir af lykt þarna og ómögulegt að flylja þær með til íslands," sagði Guðbjörg og bætti við að einhveijir töldu það vera gott ráð að pissa í hornin til að fá þann hluta réttan. Að lokinni skoðunarferð um sýninguna er hægt að rita nafn sitt á gluggann en hann gegnir hlutverki sýningarskrár. „Á HEIMASLÓÐ" er yfirskrift samsýningar sem hefst laugardag- inn 6. júlí kl. 14 í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sína verk sín brottfluttir listamenn af Skag- anum, en þeir eiga það sameigin- legt að hafa alist upp eða búið þar lengi. Á sýningunni verða mörg ólík verk, m.a. olíumálverk, leir, gler- verk, skúlptúrar, veflistaverk, vatnslitamyndir o.fl. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru; Arndís Guðmundsdóttir fædd 1971 og lauk námi frá MHÍ 1995 í grafískri hönnun. Auður Vésteins- dóttir fædd 1950 og nam við MHÍ 1968-72 og Kennaraháskóla ís- lands 1987-89. Erla Sigurðardóttir fædd 1939, hún lauk námi úr MHÍ 1988 úr málaradeild auk þess var hún við nám í Europaiche Aka- demie fur Bildende Kunst í Þýska- landi. Gyða L. Jónsdóttir fædd 1943, var við nám í MHÍ og Sentr- al school of art í London, auk þess GESTIR frá Moskvu verða staddir á sýningu rússneska myndlistar- mannsins Mansúrs Sattarov laugar- daginn 6. júlí kl. 15 í húsakynnum MIR, Vatnsstíg 10. Gestimir eru fulltrúar viðskipta- og hagfræðiháskólans í Moskvu sem kenndur er við Plekhanov, en þeir eru hingað komnir til viðræðna við stjórnendur Háskóla íslands um framhald og frekari uppbyggingu samstarfs sem hófst á síðasta ári. Gestimir munu gera grein fyrir skólanum og samstarfi við mennta- nam hún við Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn. Hjálm- ar Þorsteinsson fæddur 1932, nam myndlist og hefur unnið að henni í fjölda ára. Jónína Guðnadóttir fædd 1943, nam við MHÍ 1960-62, Myndlistarskólann í Reykjavík 1962-63, Konstfackskolan í Stokk- hólmi 1963-67 og til 1968 í fram- haldsnámi við sama skóla. Sara Björnsdóttir fædd 1962 lauk námi við MHÍ 1995. Sesselja Björnsdóttir fædd 1957 og lauk námi frá MHÍ. Sigríður Rut Hreinsdóttir fædd 1957 nam við Myndlistaskólann í Reykjavík 1985-90 og við málara- deild MHÍ 1986-90. Sigríður Jóns- dóttir fædd 1940 við nám í Mynd- listaskóla Kópavogs frá 1994. Vign- ir Jóhannsson fæddur .1952 hann nam við MHÍ 1974-78 og við Rhode Island school of design MFS 1979-81. Sýningin stendur til 4. ágúst og er Listasetrið opið daglega frá kl. stofnanir í öðmm löndum og e.t.v. verður einnig vikið að nýjustu við- horfum í stjórn- og þjóðmálum Rússlands í ljósi nýafstaðinna for- setakosninga. Öllum sem áhuga hafa er heimill aðgangur. Sýningu Mansúrs Sattarovs í salarkynnum MÍR lýkur á sunnu- dagskvöld. Sýningin er opin virka daga kl. 16-18, en á laugardögum og sunnudögum kl. 14-19. Aðgang- ur er ókeypis. 14-16.30. Gestakoma á sýningu Sattarovs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.