Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 35
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 35 starfa með Sigurði Bjarnasyni, en störf hans fyrir íbúa Sandgerðis munu ætíð verða mikils metinn. Elsku Rósa mín, við Día viljum senda þér, börnum, tengda- og barnabörnum innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minning um góðan mann lifa, í guðs friði. Reynir Sveinsson. Sá mikli heiðursmaður og sægarp- ur Sigurður Bjarnason er allur, langt fyrir aldur fram. Sigurði kynntist ég fyrst í sveitarstjórnarmálum á Suðurnesjum og sátum við saman í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og í nefndum á vegum þess. í öllu því starfí fór aldrei leynt að hagur Sandgerðis og Sandgerð- inga var ofar öllu í huga Sigurðar þó það þyrfti alls ekki að skyggja á möguleika til samstarfs við önnur sveitarfélög um nauðsynleg mál. Á þessum árum voru mörg mjög mikil og erfið mál til umfjöllunar og fannst mér sérlega gott að eiga samstarf með Sigurði við úrlausn þeirra því orðum hans mátti alltaf treysta. Eig- inleikar hans að vinna með fólki voru miklir og fann hann sér ávallt tíma til að sinna því sem stjórnmála- maður og félagi. Mér fannst það einmitt einkenna hans umhyggju fyrir öllu þegar hann hringdi fyrir nokkrum dögum, þá á sjúkrabeðnum vegna þess að öldruð kona i Sand- gerði þurfti að fá inni á Hrafnistu í Hafnarfirði. í sama símtali var hann að hugleiða um sjálfstæðishús- ið og frekari hafnarbætur í Sand- gerðishöfn. Þannig var hann fram á síðasta dag bundinn við að leysa vandamál dagsins og búa í haginn fyrir samfélagið og fólkið sitt. Þegar ég ákvað að gefa kost á mér til setu á Alþingi þá leitaði ég áður ráða þjá Sigurði sem forustumanni í sjálf- stæðisfélaginu í Sandgerði. Þau ráð og sá stuðningur sem hann veitti mér fyrir það framboð reyndust mér mikils virði og get ég seint þakkað þau en þau munu nýtast mér í störf- um mínum sem alþingismaður. Með Sigurði er farinn mætur maður, hans verður minnst fyrir drenglyndi og dugnað og þá trú á málstaðinn sem flytur fjöll, ég þakka samfylgdina. Eg og fjölskylda mín færum Rósu og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Kristján Pálsson. Sunnudagurinn 30. júní sl. verður mér ávallt minnisstæður. Veðrið skartaði sínu fegursta eftir góða gróðurskúr og það var ætlun mín að heimsækja vin minn Sigurð R. Bjarnason á sjúkrahús Suðurnesja þennan dag. Ég hafði komið til hans tveimur dögum áður á föstudegi en þá var hann til þess að gera hress en ég kvaddi hann með þeim orðum að við myndum sjást síðar. Síminn hringdi rétt eftir hádegið á sunnu- deginum og ég fékk þær fréttir að hann nafni minn væri látinn. Sú fregn kom ekki á óvart þar sem okkur hjónunum hafði verið tjáð að Sigurður ætti ekki aftur eftir að koma heim en fregnin var óvænt eins og alltaf þegar við stöndum frammi fyrir því sem við getum ekki ráðið eða skilið. Við leynum því ekki að söknuður okkar hjónanna er mikill þó að kynni okkar séu ekki ýkja löng. Fyrir fjórum árum komum við hjón- in hingað til Sandgerðisbæjar og voru okkar fyrstu kynni góð enda var Sigurður okkur innan handar með leiðbeiningar og ábendingar um hvað eina sem varðaði okkar daglegu samskipti. Við hittumst félagarnir nokkuð reglulega eftir vinnu og fórum sam- an í golf enda vorum við byijendur í þeirri íþrótt og spiluðum golf eftir reglum sem við settum sjálfír en þær tóku mið af aðstæðum, veðri og þeim tíma sem við höfðum til ráðstöfunar. Önnur áhugamál okkar féllu saman en þau sem hér að framan greinir. Sigurður átti nokkrar ær en ég var með hross og vorum við báðir með aðstöðu fyrir „bústofn- inn“ að Bæjarskeijum en hann var einn af eigendum þessa forna höfð- f MIIMNINGAR ingjaseturs. Þar áttum við góðar stundir í sátt við umhverfið og í friði frá amstri dagsins. Þessar stundir eru ógleymanlegar. Sigurður var mikill fyrir sér í pólitík og fylginn sér en gaf sér góðan tíma til að ræða málin, tilbú- inn til að finna leið til sátta ef það kostaði ekki of miklar fórnir. Við ræddum málin oft einslega en lögð- um þann sið af eftir síðustu kosn- ingar þegar séð var að staða mín var önnur en áður þar sem Sigurð- ur var í minnihluta en ég ráðinn af öðrum meirihluta. Þetta gerðum við til að það reyndi ekki á gott trúnaðarsamband mitt við núver- andi bæjarfulltrúa. „Þetta er spurn- ing um traust milli ykkar“ sagði Sigurður. „En ekkert haggar okkar vináttu þó við hættum að tala eins- lega um bæjarmálin." Þrátt fyrir að við legðum póli- tíska umræðu til hliðar urðu vina- tengslin sterk, samverustundirnar ekki færri en áður og hver dagur bauð upp á nána snertingu við lífið í bænum, höfnina, en þar réð Sig- urður R. Bjarnason hafnarstjóri ríkjum. Þegar ég hittí Sigurð síðast voru foretakosningarnar ofarlega í huga hans. Á þeim hafði hann fast- mótaðar skoðanir og kaus utan kjörstaðar tveimur dögum fyrir kjördag. Hann var spurður á kjör- degi hvort hann vildi fara á kjör- stað, hvort honum hefði snúist hug- ur, en það var af og frá. Nafni var búinn að kjósa, Sigurður stóð við sínar ákvarðanir og þeim varð ekki breytt. Rósa eiginkona Sigurðar stóð eins og klettur við hlið manns síns á meðan á veikindum hans stóð ásamt bömum þeirra. Hún bauð mér upp á kaffi þenn- an föstudag fyrir viku, en nafni sagði: „Náðu Rósa mín í sérríflösk- una því Sigurður drekkur ekki kaffi!“ Með þessum orðum, þessum ör- fáu ljúfu minningum vil ég þakka Sigurði fyrir ógleymanleg ár, fyrir það vinarþel sem hann sýndi okkur hjónunum. Blessuð sé minning þín, Guð veri með þeim sem eftir lifa. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarsljóri Sandgerðisbæjar. Látinn er Sigurður R. Bjarnason, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, síðar hafnarstjóri og fyrsti forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Sigurður var Sandgerðingur að uppruna og þar skópu þau hjón, hann og Rósa D. Björnsdóttir eigin- kona hans, sér og börnum þeirra heimili. Þar var hans starfsferill í sjósókn og útgerð og síðari hluta starfsævinnar við Sandgerðishöfn sem hafnarvörður og síðast hafnar- stjóri. Ég kynntist Sigurði nokkuð í starfi Sjálfstæðisflokksins og sam- starfi sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. Hann var sjómaður að ævi- starfi, vélstjóri, stýrimaður og skip- stjóri og síðan útgerðarmaður á eig- in fari. Hann hafði mikla þekkingu á sjósókn og hún átti alla tíð hug hans. Hann bar alltaf fyrir bijósti málstað sjómanna og sjávarútvegs og barðist ótrauður fyrir hveiju því sem til framfara gat horft í Sand- gerði, einkum því sem bætt gat að- stöðu til sjósóknar. Þar má telja uppbyggingu hinnar glæsilegu Sandgerðishafnar sem er ein af líf- höfnum okkar á Suðurnesjum. Mannkostir Sigurðar og brennandi áhugi á framfaramálum urðu til þess að hann valdist til forystu í félagsmálum sjómanna og síðar sveitarfélagsins, Miðneshrepps, sem nú er Sandgerðisbær. Þær fram- kvæmdir sem hann beitti sér fyrir ásamt öðrum hreppsnefndarmönn- um og bæjarfulltrúum bera þess merki að hann hafði mikla trú á framtíð Sandgerðis og lagði ótrauð- ur starfsþrek sitt til þess að gera hana sem besta. Það var vel við hæfi og verðskuldað er samborgarar hans í Sandgerði heiðruðu hann á Sjómannadaginn 2. júní sl. Við Sigurður áttum samleið í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann vann að framgangi mála af oddi og egg. Þar fann hann lífsviðhorfum sínum hljómgrunn og áhugamálum sínum farveg. Lífsviðhorf Sigurðar, áhugamál hans og áherslur báru eðlileg merki af starfsævi hans og viðfangsefnum á sviði sveitarstjórn- armála. Hann var aldrei bundinn við dægurmál, heldur hafði alltaf sjónir á því að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Að leiðarlokum flyt ég Sigurði þakkir fyrir samstarf og stuðning við mig, mikla fórnfýsi, óeigingjarn- an og dyggan stuðning við sameig- inlegan málstað okkar, fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Eftirlifandi eigin- konu Sigurðar, Rósu D. Björnsdótt- ur, börnum þeirra og fjölskyldu allri votta ég samúð og virðingu. Algóður guð veiti þeim huggun í harmi og honum góðar viðtökur í ríki föð- urins. Minning góðs drengs lifir með okkur sem með honum gengum. Árni Ragnar Árnason. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða raummaukin vél yfir ál hvert eitt fljótandi skip ber j» farmannsins svip hann er feijunnar andi og hafskipsins sál. Þetta erindi úr kvæðinu Hrafn- istumenn eftir Örn Arnarson finnst mér lýsa afar vel störfum vinar míns, Sigurðar Bjarnasonar, er lést þann 30. júní síðastliðinn. Það var alltaf styrk hönd skipstjórans sem stýrði störfum Sigurðar. Það var sama hvort vinna þurfti verk fyrir Sandgerðisbæ eða Sjálfstæðisflokk- inn alltaf var markmiðið skýrt og leiðin að markinu kortlögð. Það var aldrei frekja eða ýtni þegar Sigurð- ur lagði eitthvert málefni fyrir en alltaf þungi, einlægni og traust þegar hann sagði: Þú gerir hvað þú getur, góði. Það varð líka til þess að maður lagði sig alltaf allan fram. Sigurður lagði sig líka sjálfur allan fram í því sem hann var að gera og var þá sama hvað hann tók að sér. Hann lagði sálina í það sem hann var að gera. Höfnin var honum þó efst í huga enda lífæðin í Sand- gerði og hann sá hana líka vaxa og dafna. Samt fannst honum næg verkefni vera eftir. Samstarf okkar Sigurðar hófst fyrir tæpum sex árum og hefur verið stöðugt alveg fram undir það síðasta. Það var aldrei vandamál að ná sambandi við Sigurð því ef hann var ekki við höfnina var hann að spila golf eða sinna kindunum. Mér fannst ekki í fyrstu að golf og sauðfjárrækt væru áhugamál sem færu vel saman en hjá Sigurði féll það vel að heildarmyndinni. Veik- indi Sigurðar síðustu misserin tóku auðvitað á en það var ekki gefist upp heldur haldið áfram með þau verkefni sem ekki þoldu bið. Sigurð- ur kom jafnvel að hitta mig vegna þeirra mála sem við vorum að vinna að í sömu ferðinni og hann fór til þess að hitta sína lækna á sjúkra- húsinu. Það fer ekki á milli mála að við þurfum á mönnum eins og Sigurði að halda en við verðum líka að sýna að við kunnum að meta þá og þeirra verk. Því var það afar ánægjulegt að vita af því að á síð- asta sjómannadegi var Sigurður heiðraður af félögum sínum og fékk heiðursmerki sjómannadagsráðs í Sandgerði. Ég, fjölskylda mín og félagar í hópi þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi munum sakna vinar í stað og um leið og við vottum Rósu, börnum þeirra Sigurðar og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð viljum við minnast Sigurðar Bjarnasonar með erindi úr kvæði Arnar Arnarsonar um Stjána bláa. Drottinn sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt og stöðugt stjórnað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær. Blessuð sé . minning Sigurðar Bjarnasonan Árni M. Mathiesen. HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Helga Kristin Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. des- ember 1955. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 6. júní. Helga systir þín er dáin. Þegar móðir okkar Helgu flutt mér þessa frétt 30. maí sl. varð mér þungt fyrir bijósti og hugurinn reikaði aftur, allt til janúar 1956, er ég rétt rúmlega þriggja ára fór með pabba að taka á móti litlu systur o g mömmu í strandferðaskipið Esju, en við bjuggum þá á Eski- fírði. Ég mundi þetta eins og gerst hefði i gær og berskuminningarnar koma ein af annarri og þó minning- arnar séu ljúfar kalla þær þó fram tárin núna. Helga systir erfði bestu eigin- leika foreldra okkar, heiðarleik og vinnusemi föður síns og kærleiks- ríka umhyggjusemi fékk hún frá móður sinni. Þessa eiginleika rækt- aði Helga dyggilega og var heil- steypt og góð manneskja. Fyrir tæpum tuttugu árum kynntist Helga eftirlifandi manni sínum, Ólafi Ingibjörnssyni lækni. Það er ekki efí í mínum huga að það var mikið happ fyrir bæði, því samrýnd og samhent voru þau þannig að eftir var tekið. Þau voru saman öllum stundum, bæði í leik og starfi, og engum sem til þekkti gat blandast hugur um að þetta hjónaband grundvallaðist á því bjargi sem gagnkvæm ást og virðing er. Tvær yndislega dætur, Lísa og Linda, juku enn á hamingju þeirra og allt gekk í haginn. En fyrir tveimur árum brá skugga þar á þegar greindist sjúkdómurinn sem að lokum varð lífi Helgu sterkari. í þessari erfiðu baráttu sem í hönd fór kom glöggt í ljós feiknarlegur skapgerðarstyrkur Helgu og einnig það sem ég vissi fyrir, barnsleg, hrein og einlæg trú á Guð. En það var fleira en innri styrkur og trú sem hjálpaði Helgu í veikindum hennar, færasta hjúkrunarfólk ög læknar gerðu hvað þeir gátu. En það sem vafalaust skipti Helgu mest af öllu, var óendanleg ástúð og umhyggja Ólafs, mannsins sem hún unni heitast. Konan mín sat einn af síðustu dögum Helgu hjá henni. Hún sagði mér að það hefði verið stórkostlegt að sjá hvernig Helga, þá fárveik, ljómaði upp og hresstist öll þegar Olafur gekk inn í herbergið. Þegar ung kona, rétt fertug, er hrifin brott úr jarðlífinu frá elsk- andi eiginmanni og dætrum, frá foreldrum og systkinum, fer ekki hjá því að margar spumingar leiti á hugann. En mér er ljóst að ég„ veit fátt og skil minna. Það var öldruðum foreldrum Helgu og okkur systkinum hennar mikil huggun í þessum harmi öllum að hafa Olaf til halds og traust. Því hann sem missti mest, gat samt alla styrkt og huggað. Elsku Ólaf- ur, Lísa og Linda, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Svavar bróðir. t Bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN ÞÓRARINN ÓLASON frá Isafirði, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júlí. Birgir Ólason, Jakob Ólason, Ásgeir Ólason, Guðmundur Ólason, Gunnar Pétur Ólason, Anna Jóna Ágústsdóttir, Eygló Eymundsdóttir, Torfhildur Jóhannesdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Kristin Jónsdóttir, Jens Markússon og aðrir aðstandendur. + I Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, * amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Brúarflöt 1, i ri Garðabæ, % ** 1 sem lést í Landspítalanum 30. júní sl.. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju JfL. . mánudaginn 8. júlí kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vanda- manna, Birgir Kristjánsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför VILBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hamrahlfð 11. Halldór Guðjónsson, Hildur Halldórsdóttir, Örn Ingvarsson, Sesselja Halldórsdóttir, Daði Kolbeinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Magnús Gíslason, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.